Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 41
MINNINGAR
✝ Ómar Steindórs-son fæddist á
Akureyri 12. janúar
1954. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
21. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Sigrún Ragnars-
dóttir, f. 18. nóvem-
ber 1935 og Stein-
dór Jónsson, f. 23.
mars 1916, d. 3.
ágúst 2003. Systkini
Ómars eru: Björg-
vin, f. 25. desember
1954, Þórir, f. 19. apríl 1957 og
Heiðrún, f. 21. febrúar 1961.
Hinn 12. júní 1977 kvæntist Óm-
ar Marsibil Elínu Kristjánsdóttur,
f. 15. október 1953. Foreldrar
hennar eru Kristján Stefánsson, f.
10. september 1929 og Hjördís
Regína Helgadóttir, f. 8. október
1934, d. 26. janúar 1986. Þau Óm-
ar og Marsibil bjuggu sín hjúskap-
arár á Grenivík. Dætur þeirra eru:
1) Regína Sigrún, f. 11. janúar
1974, var gift Ingvari Þór Ingv-
arssyni, f. 11. september 1972, þau
skildu. Börn þeirra
eru Ellen Ósk, f. 30.
janúar 1998 og Þor-
geir, f. 2. október
2000. Sambýlismað-
ur Regínu er Jósep
Grímsson, f. 20. des-
ember 1971. 2) Val-
gerður Ósk, f. 2. des-
ember 1980,
sambýlismaður Óli
Grétar Skarphéð-
insson, f. 29. júní
1978. Sonur þeirra
er Ómar Már, f. 2.
maí 2000.
Ómar flutti með foreldrum sín-
um í Hólkot í Hörgárdal þegar
hann var tveggja ára gamall, þau
fluttu svo aftur til Akureyrar eftir
tæp tíu ár. Ómar fór til sjós 16 ára
gamall og var á ýmsum skipum til
ársins 1987. Þá tók hann vélstjóra-
próf og var eftir það vélstjóri á
Frosta ÞH 229, þar til hann lét af
störfum í ársbyrjun 2005 vegna
veikinda.
Útför Ómars verður gerð frá
Grenivíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Kveðja frá eiginkonu.
Þú gafst mér gjöf,
gjöf hamingjunnar á hverjum degi.
Þú gafst ást þína án skilyrða.
Með hjarta mitt í þinni umsjá,
mun ég aldrei villast.
Né velta fyrir mér,
hvað ást er í raun og veru.
Því ég veit núna að það þýðir svo margt.
Skilningur og umhyggja í gegn um bæði
góðu og slæmu dagana.
Að deila tilfinningunum
hvort sem þær eru í gleði eða sorg.
Að vera til staðar fyrir hvort annað
í gegn um hlátur eða grátur.
Að standa við hliðina á hvort öðru
til æviloka.
Mín eina ósk er að
vera nærri þér ástin mín.
Á hverjum degi bið ég þess,
að þú munir ætíð,
hve mín tilfinning er til þín.
(Höf. ók.)
Þín
Marsibil.
Elsku pabbi. Þá ertu bara farinn.
Engin fleiri ferðalög né summóferðir,
ekki fleiri hestasögur eða bílapæling-
ar. Þar með engar frekari ráðlegging-
arnar til handa okkur systrum um
þessi atriði né önnur lífsins mál. En
það sem við höfum ennþá og ekki
verður frá okkur tekið eru allar góðu
minningarnar. Það er nóg til af þeim.
Og við brosum í hvert skipti sem við
rifjum upp uppvaxtarárin sem þegar
til baka er litið eru í einhvers konar
rósrauðum bjarma. Alltaf jafn gam-
an! Og við brosum líka þegar við
hugsum um síðustu dagana þína. Allt-
af jafn fyndinn! Okkur finnst frábært
að hafa fengið húmorinn frá þér,
pabbi. Það eru kannski ekki allir sem
skilja hann en við skildum að minnsta
kosti hvert annað. Og það gera börnin
okkar líka, þau eru jafn ofsalega snið-
ug og við …
Þið mamma voruð ótrúleg hjón.
Svo samhent og sæt. Endalaust dug-
leg að gera eitthvað skemmtilegt og
drífa ykkur af stað. Það eru nú örugg-
lega ekki margir sem hafa farið fjóra
hringi í kringum landið á einu og
sama sumrinu og ekki komið heim í
sex vikur. Já, þið nýttuð tímann svo
sannarlega vel. Mamma hlustaði á
veðurfréttir á meðan Frosti sigldi inn
fjörðinn, búin að pakka útilegugræj-
unum í bílinn ásamt nokkrum kílóum
af grillkjöti og diet kóki. Þú hoppaðir
upp í bílinn og keyrðir af stað með
Bubba í botni. Þangað sem veðrið var
best. Elsku pabbi. Við erum nokkuð
sannfærðar um að þér líður vel. Við
munum alltaf muna þig eins og þú
varst, ráðagóður og skemmtilegur,
ljúfur og góður, kletturinn okkar.
Gullmolarnir þínir þrír munu heldur
ekki gleyma þér, þau eru líka hesta-
sjúk, alveg eins og afi.
Takk fyrir að vera til fyrir okkur.
Þínar dætur,
Regína og Valgerður.
Elsku afi. Þú varst hugrakkur og
skemmtilegur og það er svo sorglegt
að þú sért dáinn. Það var gaman að
fara með þér í hesthúsið og gefa hest-
unum og fara með þér og ömmu í
ferðalög og í summó og sund.
Þegar þú ert dáinn þá ertu við hlið-
ina á Júlla í kirkjugarðinum. Örugg-
lega eruð þið Júlli að brasa eitthvað
saman núna.
Við ætlum að passa ömmu, og líka
mömmu þína og hestana fyrir þig.
Það er gott að þér er ekki lengur illt í
bakinu og ert ekki lengur veikur.
Viltu vaka yfir okkur á nóttunni og
passa okkur.
Við söknum þín.
Kveðja, þín
Ellen Ósk og Þorgeir.
Elsku afi, þú varst bestur. Það er
leiðinlegt að þú ert dáinn en það er
gott að núna er þér ekki lengur illt í
bakinu.
Ég sakna þín mikið og mér fannst
gaman þegar þú hringdir og bauðst
mér að koma með þér að brasa með
hestana, þú varst sko hestasjúkur.
Takk fyrir að gefa mér Perlu.
Ég er nú að hugsa um að selja
Pönka og Snilling en við Guðni hugs-
um um hina hestana. Og ég ætla að
passa ömmu vel fyrir þig.
Bless afi minn, þinn nafni,
Ómar Már Ólason.
Sólin dansaði á haffletinum og kall-
aði fram sjónarspil daginn sem ég
kvaddi þig. Það var engu líkara en á
sjónum dönsuðu stjörnur, þér til heið-
urs.
Hvernig er hægt að koma að því
orðum, því sem orð fá í sjálfu sér ekki
lýst? Þín verður minnst fyrir svo
margt. Svo óteljandi margt. Þú varst
svo ótrúlega mikill nagli, svo mikill
sjómaður af lífi og sál. Hafðir oft kom-
ist í hann krappan og vegna þeirra
kosta sem þú varst gæddur komist af
– þrautseigja, úthald og húmor.
Engu af þessu glataðir þú í erfiðum
veikindum. En nú varst þú lagður að
velli, þrátt fyrir allt.
Með fátæklegum orðum langar mig
að þakka fyrir samfylgdina, hjálpina,
ábendingarnar, samveruna. Þínar
hnyttnu athugasemdir, sem yfirleitt
hittu í mark, munu áfram vekja hjá
mér bros.
Ferðalögin og útilegurnar verða
líka alltaf ógleymanlegar, þegar þú
varðst eins og barn á jólum að komast
af stað snemma á morgnana til að
kanna landið, gast orðið óþolinmóður
gagnvart náttfataliðinu sem vildi lúra
lengur í fríinu. Ást þín á landinu var
mikil og þar kom maður ekki að tóm-
um kofunum í landafræði og sögu.
Stórt skarð er höggvið, of snemma.
Þið hjónin stóðuð þétt saman í
ferðalaginu sem nú er á enda og það
verður ekki bara ógleymanlegt held-
ur einnig til eftirbreytni hvernig þið
tókust á við þessa síðustu mánuði. Þú
lést þig ekki fyrr en í fulla hnefana,
frekar en fyrri daginn.
Nú er komið að kveðjustund,
stjörnurnar dansa á sjónum, hafðu
þökk fyrir allt og allt, kæri minn.
Elsku Didda systir, Regína, Val-
gerður, Jósep, Óli og barnabörnin
sem voru mesta stolt afa síns, megi
englarnir vaka yfir vegferð ykkar, nú
sem ætíð.
Öllum ástvinum Ómars bið ég fyrir
huggun í harmi.
Steingerður.
Fallinn er frá fyrir aldur fram kær
mágur minn og vinur, sem mig langar
til að kveðja með fátæklegum orðum
settum á blað.
Hvar á að byrja? Hvað getur mað-
ur sagt? Minningamyndirnar eru
margar, ljúfar og góðar á liðnum ár-
um sem ekki verða taldar upp hér.
Hjálpsemi, dugnaður, ósérhlífni,
æðruleysi er það fyrsta sem kemur
upp í hugann er ég minnist þín.
Hver getur verið tilgangurinn að
taka þig svo ungan mann í blóma lífs-
ins frá fjölskyldu þinni og vinum? Því
svo sannarlega varst þú í blóma lífsins
í orðsins fyllstu merkingu. Lifðir líf-
inu lifandi, varst hrókur gleði og fagn-
aðar í góðra vina hópi, áttir margar
hnyttnar og skemmtilegar athuga-
semdir sem hittu í mark til þess eins
að vekja hlátur og gleði. Framtíðin
brosti við þegar við lögðum leið okkar
saman til Kanaríeyja fyrir réttu ári.
Þegar líða tók á ferðina bankaði vá-
gesturinn upp á. Man ég daginn sem
þú sagðir mér frá þeim grun. Ég sagði
þér að hafa nú ekki miklar áhyggjur
af þessu, þetta kæmi stundum fyrir
og væri örugglega bara smávanda-
mál. Ef til vill værum við búin að
drekka fullmarga bjóra og ef til vill
líka örlítið of mikið viskí. Þetta myndi
lagast þegar við kæmum heim. En því
miður reyndist grunur þinn réttur.
Þvílíkt æðruleysi, þvílíkur kraftur.
Þetta skyldir þú sigra hvort heldur
með hefðbundnum eða óhefðbundn-
um lækningum.
Þar stóðst þú svo sannarlega ekki
einn. Didda vék ekki frá þér hvort
heldur var í Reykjavík, Akureyri eða
bara heima í stofu. Hvatti þig áfram
að stíga stóru öldurnar, gerði það með
þér og gerði það með þeim hætti að
það vakti aðdáun mína og annarra.
Aldrei uppgjöf. Staðið meðan stætt
var. Til Kanaríeyja ætlaðir þú í mars-
byrjun þrátt fyrir allt. Þangað ferð þú
líka með okkur þótt við sjáum þig
ekki en í huga mínum verður þú þar
samt. Ekki stóð fjölskylda þín aðgerð-
arlaus hjá, allt var reynt að gera til
þess að létta þér róðurinn í gegnum
baráttuna við skelfilegan sjúkdóm.
Já, barnabörnin, það var nú sérkafli
þegar þau komu til sögunnar. Hvað
þú gladdist við hvert þroskamerki
sem þau sýndu þótt þú talaðir ekki
mikið um það en þeir sem til þekktu
sáu hvað þú ljómaðir af stolti þegar
um þau var talað.
Allar hesthúsaferðirnar ykkar
saman þó svo að nafni þinn hafi farið
þær flestar með þér en þar lágu
áhugamál ykkar saman þrátt fyrir
ungan aldur hans.
Ekkert var of gott fyrir þau. Ynd-
islegir dagar í sælureitnum Hlíðar-
bóli, einnig þar áttu barnabörnin góð-
ar stundir með þér. Þar var gott að
koma og vera með ykkur. Þar varst
þú sannarlega á heimavelli, kátur og
glaður. Ferðalagið um Vestfirði sum-
arið 2003 sem öll óhöppin komu fyrir
enda nornir á ferð verður lengi í
minnum haft. Nú er gott að eiga allar
þessar skemmtilegu minningar.
Þið Didda keyptuð ykkur yndislegt
hjólhýsi sl. vor, því nú átti að njóta ís-
lenskrar náttúru. Nota allar helgar og
svo auðvitað sumarfríið. Það átti ein-
faldlega að koma sem allra minnst
heim. Það fór samt á annan veg en til
stóð. Eina helgi komumst við þó sam-
an áður en sorgin kvaddi dyra hjá
mér og fjölskyldunni allri. Hver
skyldi þá hafa verið fyrstur að koma
og bjóða mér og mínu fólki aðstoð ef
eitthvað væri sem þyrfti að gera, slá
lóðina eða hvað sem væri, þá sjálfur í
geislameðferð í Reykjavík? Hver
skyldi það hafa verið nema þú sem
fórst með mér í prufutúrinn á hús-
bílnum og útskrifaðir mig? Þannig
mætti lengi telja. Já, minningarnar
eru margar og góðar sem þú skilur
eftir. Þær ætla ég að geyma en ekki
gleyma.
Elsku Ómar, þín verður sárt sakn-
að. Takk fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman og allt sem þú
gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu.
Elsku Didda systir, Regína, Jósep,
Valgerður, Óli, Ellen Ósk, Þorgeir,
Ómar Már og aðrir ástvinir. Þegar
fram líða stundir koma allar góðu og
fallegu minningarnar í stað sársauk-
ans.
Guð huggi þá sem hryggðin slær.
Kveðja,
Sigurlaug.
Þegar síminn hringir snemma
morguns er sjaldnast um góð tíðindi
að ræða. Enda var það raunin, morg-
uninn 21. febrúar hringdi mágkona
mín með tíðindin slæmu, Ómar er dá-
inn, hann dó í morgun. Ekki það að
við vissum ekki að hann væri langt
leiddur, en endalaust heldur maður í
vonina, kvöldið áður var hann skárri
en þessa nótt voru þrautir hans á
enda.
Núna hrannast upp minningarnar
frá liðnum árum, helgi hér og helgi
þar, sumarbústaður, Núpur, forstofu-
hurðin á Efrimýrum að vegg með
skelli og spurningunni „er til kaffi eða
þarf ég að hella á sjálfur?“ Fertugs-
afmæli Kidda á Hveravöllum, óhugs-
andi án Ómars. Systkinaveislan sem
haldin var hér á Efrimýrum síðsum-
ars 2001. Ómar fór á kostum. Ferm-
ingarveisla í Hamarsteignum hjá
Valla og Öllu Rúnu. Ómar við eldhús-
vaskinn, með rauða svuntu og vaskaði
upp, jafnharðan og aðrir, ég ætla ekki
að hafa eftir það sem hann sagði. En
þetta var Ómar, alltaf til í að taka þátt
í hverju því sem um var að vera. Ekki
sístar eru minningar okkar systkin-
anna frá síðustu dögunum hans með
okkur, Kiddi að koma til landsins
óvænt hinn tíunda febrúar síðastlið-
inn og hópurinn allur á Hamarsteign-
um hjá Valla og Öllu Rúnu yfir risa-
vöxnum súpupotti um kvöldið. Og
laugardagurinn ekki síðri, eldaður
kvöldmatur sem allir tóku meir og
minna þátt í, setið og spjallað, hlustað
á skondinn söng. Ómar tók sinn þátt í
gleðinni, þótt auðséð væri að veikind-
in höfðu tekið af honum stóran toll.
Núna eru þessar minningar okkur
dýrmætar, þeim mun dýrmætari að
þetta urðu síðustu samverustundirn-
ar okkar með honum. Mest hefur þó
fjölskyldan hans misst, Didda hans
sem alla tíð hefur verið hans sterki
bakhjarl, ekki síst nú undanfarið,
dætur hans, Regína og Valgerður,
tengdasynirnir og barnabörnin, Ellen
Ósk, Þorgeir og Ómar Már, ykkar
sorg er stærri en svo að yfir hana nái
nokkurt orð. En vonandi leggur tím-
inn ykkur lið, og allar minningarnar
um hann eiga eftir að ylja og vernda
um ókomin ár.
Hjartans þakkir og söknuður okk-
ar fylgja góðum vini þangað sem við
sjáumst öll að lokum.
Halla, Gísli og börn,
Efrimýrum.
Minning til vinar.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höfundur ók.)
Minning þín lifir,
Jóakim, Berglind
og fjölskylda.
Ómar er dáinn. Hann var pabbi
bestu vinkonu minnar. Hann var
pabbi vinnuveitanda míns, hann var
eiginmaður samstarfskonu minnar,
hann var afi skemmtilegustu
barnanna. Og hann var vinur minn.
Ég var svo oft í Sólbergi, reyndar
ekki eins mikið nú síðustu ár, en mikið
var alltaf gott að koma þangað. Ómar
var reyndar mikið á sjónum og þegar
hann kom heim var alla jafna brunað í
ferðalag. Samt fannst mér alltaf vera
ró í kringum hann. Ró og yfirvegun,
notalegt. Ég fékk nokkrum sinnum að
fara með í ferðalög þeirra hjóna, og ég
tala nú ekki um til Akureyrar. Í einni
ferðinni til Reykjavíkur, lentum við í
blindbyl. Það var í Hvalfirðinum og
allt stopp. Ábyggilega 50 bílar af öll-
um stærðum og gerðum. Lögreglan
gekk á milli bíla og bað fólk um af bíða
veðrið af sér. Ekki var nú æsingurinn
í Ómari en hann svipti sér í kraftgall-
ann og út og hleypti úr dekkjunum.
Hægt en örugglega keyrði hann svo
framhjá allri bílahersingunni, utan
vegar. Já, maður bara reddar sér.
Hann kallaði mig alltaf Rönku. Hef
ekki hugmynd um af hverju. „Hvað
segirðu þá, Ranka?“ Mér fannst það
bara fínt að vera kölluð þetta, það var
líka bara hann sem gerði það, enginn
annar. Í fyrsta sinn sem sonur minn
hitti Ómar þá tók hann um hálsinn á
honum og sagði: „Afi!“ Hann var
svona dæmigerður afi, notalegur og
góður maður.
Ómar var í bænum mínum eftir
hann veiktist, hann verður þar áfram.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Elsku Marsibil, Sigrún, Regína og
Valgerður mín, ég votta ykkur og fjöl-
skyldunni allri mínar dýpstu samúð.
Helga Kristín.
ÓMAR
STEINDÓRSSON
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Alhliða útfararþjónusta í 16 ár
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson