Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KJARNORKUVELDIÐ INDLAND Samningur Bandaríkjanna ogIndlands um kjarnorkumál erá flestan hátt sögulegur, þótt hann verði jafnframt örugglega mjög umdeildur. Samkvæmt samningnum viður- kenna Bandaríkin Indland í raun sem kjarnorkuveldi. Kjarnorku- vopnaáætlun Indlands hefur árum saman útilokað ríkið frá hvers konar alþjóðlegu samstarfi um þróun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi, samkvæmt ákvæðum NPT-sáttmál- ans svokallaða um bann við út- breiðslu kjarnorkuvopna. Nú ákveða Bandaríkin hins vegar að útvega Indlandi bæði tækniaðstoð, búnað og kjarnorkueldsneyti. Á móti fall- ast Indverjar á að 14 af 22 kjarn- orkustöðvum þeirra verði opnar al- þjóðlegum eftirlitsmönnum, en til þessa hefur eftirlit Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar með starf- semi Indverja verið takmarkað. Hinar átta stöðvarnar verða áfram skilgreindar sem hernaðarmannvirki og undanþegnar alþjóðlegu eftirliti. Gagnrýni á samkomulagið byggist fyrst og fremst á því að með því sé verið að eyðileggja NPT-samninginn og veikja stöðu Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja gagnvart einræðisstjórnum, sem leitast við að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri. Gagnrýnendurnir segja sem svo: Ef Indland á að fá að halda áfram að eiga og þróa kjarnorkuvopn en fær engu að síður alþjóðlega aðstoð við þróun kjarnorku í friðsamlegum til- gangi, af hverju á það sama þá ekki við um Íran, Pakistan eða Norður- Kóreu? Svar Nicholas Burns, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, við þessari spurningu hefur verið að það sé engin leið að leggja þessi ríki og Indland að jöfnu. Indland sé lýð- ræðisríki, sem hafi enga tilburði sýnt til að breiða út kjarnorkuvopn eða selja útlagaríkjum og hryðju- verkamönnum þekkingu á kjarn- orku. Það verður hins vegar ekki sagt um hin ríkin þrjú. Þau eru ekki undir stjórn lýðræðislega kjörinna stjórnvalda, hafa öll brotið alþjóð- legar reglur og njóta lítils trausts alþjóðasamfélagsins. Kjarni málsins er einmitt sá, að Indland er lýðræðisríki, sem hægt er að treysta til að fara með jafn- hættulega tækni. Vegna gríðarlegs hagvaxtar og fólksfjölgunar á Ind- landi býr landið jafnframt við orku- skort. Kjarnorkan er að sjálfsögðu miklu betri leið til að leysa orku- vandamál Indlands en ef hátt í millj- arður Indverja yki til muna brennslu sína á jarðefnaeldsneyti. Með samkomulaginu er stjórn George Bush því að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn út- streymi gróðurhúsalofttegunda, sem er kannski ögn þversagnakennt mið- að við afstöðu hennar til þess máls heima fyrir en engu að síður já- kvætt. Mohammed ElBaradei, fram- kvæmdastjóri Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar, fagnaði samn- ingi Bush og Manmohans Singh, forsætisráðherra Indlands, um kjarnorkumálin og sagði hann mik- ilvægt skref í þá átt að fullnægja þörfum Indlands fyrir orku. ElBar- adei fer heldur ekki í grafgötur um það í yfirlýsingu sinni að samning- urinn „færi Indland nær sem mik- ilvægan bandamann í baráttunni gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna,“ hvað sem líður bókstaf NPT-sátt- málans. Þetta má í raun líka líta á sem viðurkenningu á stöðu Indlands sem kjarnorkuveldis. Bandaríkin og mörg önnur vest- ræn ríki líta á Indland sem vaxandi stórveldi í Asíu og að sem lýðræð- isríki og markaðshagkerfi sé það sjálfsagður bandamaður. Indland skapar ekki eingöngu hæfilegt mót- vægi við einræðisstjórn kommúnista í Kína – sem er viðurkennt kjarn- orkuveldi – heldur líka við hreyfingu öfgasinnaðra múslíma í Asíu. Það er meðal annars af þessum sökum, sem samskipti Íslands við Indland eru mikilvæg, en þau hafa verið í brennidepli að undanförnu vegna opnunar sendiráðs og opin- berrar heimsóknar menntamálaráð- herra til landsins. Indland skiptir æ meira máli í þróun heimsmála og það er sjálfsagt og nauðsynlegt fyrir Ísland að efla tengsl sín við þetta öfluga ríki. SAMIÐ VIÐ LJÓSMÆÐUR Deilur í heilbrigðiskerfinu snúastekki alltaf um að finna hag- kvæmustu leiðina að settu marki. Það kom rækilega í ljós í deilu ljósmæðra og samninganefndar heilbrigðisráð- herra vegna greiðslna fyrir heima- þjónustu við sængurkonur. Í gær tókust samningar í deilunni. Í frétt um samkomulagið í Morgunblaðinu í dag kemur ekki fram um hvað var samið, aðeins að hvorir tveggju hafi slegið af kröfum sínum. Ljósmæður segjast þó ánægðar og verður að telj- ast kostur að samningurinn gildir út árið 2008 verði hann samþykktur á fundi ljósmæðra í dag. Heimaþjón- usta ljósmæðra lá niðri í tvo daga vegna kjaradeilunnar, en færðist í eðlilegt horf við undirritun í gær. Ánægjulegt er að samninganefnd heilbrigðisráðherra tókst að brjótast út úr þeirri sjálfheldu, sem hún hafði komið sjálfri sér í. Það vekur hins vegar ýmsar spurningar hvers vegna eytt er kröftum og tíma í það að fara með slíka deilu út á ystu nöf þegar tiltölulega lítið er í húfi fyrir ríkis- valdið, en niðurstaðan skiptir miklu máli fyrir viðsemjendur þess, ljós- mæður í þessu tilfelli, skattgreiðend- ur og viðskiptavini heilbrigðiskerfis- ins. Þessi áhættuhugsunarháttur er að minnsta kosti ekki í þágu skattgreið- enda, sem augljóst var að myndu tapa á því að heimaþjónusta ljós- mæðra félli niður, og tilgangur hans er heldur ekki að bæta þjónustuna við sængurkonur og fjölskyldur þeirra. Það er kannski fullmikil bjartsýni að ætlast til þess að þetta fordæmi verði til þess að skynsemin nái yfirhöndinni í íslenska heilbrigð- iskerfinu, en það má halda í vonina. LÖG UM fjármálafyrirtæki sem sam- þykkt voru á haustþingi Alþingis árið 2002 höfðu meðal annars það markmið að treysta varnir gegn yfirtöku sparisjóða. Ákvæði þeirra hafa verið talsvert til um- fjöllunar að undanförnu í tengslum við deilur Fjármálaeftirlitsins og stofnfjár- eigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar um hvort virkur eignarhlutur í skilningi lag- anna hafi myndast. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráð- herra var flutningsmaður frumvarpsins en breytingar urðu á ákvæðum frum- varpsins um sparisjóði í meðförum þings- ins í kjölfar þess að yfirtökutilboð hafði verið gert í hluti stofnfjáreigenda í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis þá um sumarið. Forsaga málsins er sú að á Alþingi árið áður 2001 voru gerðar breytingar á lög- um um viðskiptabanka og sparisjóði þar sem sparisjóðum var heimilað að breyta rekstrarformi sínu í hlutafélög, jafnframt því sem stofnfjáreigendum var auðveld- að að selja stofnfjárbréf sín og þau gerð að eftirsóknarverðari fjárfestingarkosti. Þá var einnig sú breyting gerð að í stað þess að héraðsnefnd eða sveitarstjórn til- nefni tvo af fimm stjórnarmönnum spari- sjóðs er heimilt að kveða á um það í sam- þykktum að stofnfjáreigendur kjósi alla fimm. Sumarið 2002 var yfirtökutilboð gert í SPRON sem hafði það að markmiði að sameina það öðru fjármálafyrirtæki um síðir. Fjármálaeftirlitið taldi að ákvæði þágildandi laga yrðu ekki túlkuð á þann veg að óheimilt væri að framselja stofn- fjárhluti á yfirverði með þeim hætti sem yfirtökutilboðið gerði ráð fyrir og er meðal annars tekið á því í frumvarpinu sem flutt var á haustþingi 2002 og varð að lögum fyrir jól. Samþykki FME krafist Þegar Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, var spurð hvort hún teldi að verið væri að fara í kringum lögin frá 2002 og yfirlýst hlutverk þeirra um varnir við yfirtökum sparisjóða, sagð- ist hún ekki vilja tjá sig efnislega um mál Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði hún að málið væri alvarlegt og að það væri til rann- sóknar hjá Fjármálaeftirlitinu. Þá sagði hún að yrði frumvarp um Fjármálaeft- irlitið, sem lagt hefur verið fram á Al- þingi að lögum, yrðu eftirlitsheimildir þess styrktar verulega. Í VIII. kafla la tæki er fjallað um 70. gr. um skiptin kvæða meðal anna stofnfjárhlutar, eð þess að einstaku stofnfjáreigandi o nánum tengslum 18. gr., eignist eða arhluta í sparisjó þessara, og skal þ samþykkja frams samþykki Fjármá nægðu öðru hvoru a. að um sé að ræ fjárhagslegri end komandi sparisjóð fjárhagslegri end ekki komið við ne fjáreigandi eignist [að sýnt sé fram á arins sé liður í e sparisjóða í landin Evrópska efnahag Þá segir að st Alþingi afgreiddi lög um fjármálafyrirtæki 2002 í fram Var ætlað að treysta varnir gegn yfirtöku sparisjóða Eftir Hjálmar Jónsson og Árna Helgason Ákvæði laganna u anförnu í tengslu Hafnarfjarðar um HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að hafna kröfu um að ríkislögreglustjóra hafi verið óheimilt að nota gögn sem Fjármálaeftirlitið (FME) aflaði af bankareikningum lögmannsstofunnar Lögmanna Laugardal ehf. vegna rann- sóknar á ætluðum brotum í viðskiptum með stofnfjárhluti í Sparisjóði Hafnar- fjarðar. Landsbanka Íslands var gert skylt með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 28. nóvember sl. að láta FME í té upp- lýsingar og ljósrit af öllum gögnum í vörslum bankans varðandi hreyfingar á bankareikningum lögmannsstofunnar. Aflaði FME upplýsinga varðandi bankareikningana og lét Ríkislögreglu- stjóra þær í té í þágu rannsóknar. Málið var höfðað fyrir hönd lögmannsstofunn- ar og þess krafist að úrskurðað yrði með dómi að lögreglu væri óheimilt að nota gögnin við rannsókn málsins. Í niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar segir: „Umræddra gagna var aflað á grundvelli dómsúrskurðar, sem ekki hefur verið hnekkt og er niðurstaða hans ekki til endurskoðunar hér. Verð- ur því ekki fallist á kröfu varnaraðila um að sóknaraðila verði bönnuð notkun gagnanna í þágu þeirrar lögreglurann- sóknar sem nú stendur yfir. Er þá jafn- framt haft í huga að ekki er fyrir að fara í íslenskum lögum reglu sem útilokar að lögregla styðjist við gögn, sem hún hef- ur undir höndum, þó þeirra kunni að hafa verið aflað án þess að fylgt hafi verið ákvæðum laga um öflun sönnun- argagna í opinberum málum.“ Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- ardómari skilaði sératkvæði. Hann er sammála niðurstöðu meirihluta dóm- enda en færir ítarleg rök fyrir niður- stöðu sinni. Jón Steinar segir meirihluta réttar- ins telja réttilega í atkvæði sínu, „að ekki sé fyrir að fara í íslenskum lögum reglu, sem útiloki að rannsóknaraðili styðjist við gögn, sem hann hefur undir höndum, þótt þeirra kunni að hafa verið aflað án þess að fylgt hafi verið ákvæð- um laga um öflun sönnunargagna í op- inberum málum. Allt að einu tel ég að ekki sé loku fyrir það skotið, að það kunni að hafa áhrif á sönnunarfærslu í opinberu máli ef sönnunargagna hefur verið aflað á ólöglegan hátt, enda er vandséð hvaða þýðingu heimild 75. gr. laga nr. 19/1991 hefði að lögum ef þetta yrði ekki talið geta skipt máli. Hér verður einnig að talið að upplýsi bankareikningum falli undir þagnar þar starfa, samkv menn, eins og var þannig að óheimi sóknaraðila aðgan vernd áfram sem felst, eftir að uppl ar í hendur sókn þess fallin að ham á upplýsingum þ andi rannsókn á viðskiptum með sjóði D. Tel ég þv lögvarða hagsmun dómkröfu sína,“ Dómur Hæstaréttar vegna öflunar gagna af bankar Lögreglu heim sem Fjármála „[…]ekki er fyrir að fara í íslenskum lögum reglu sem útilok þó þeirra kunni að hafa verið aflað án þess að fylgt hafi veri Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.