Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Við skólasystur frá
Húsmæðraskólanum
Ósk, Ísafirði, sam-
hryggjumst með fjöl-
skyldu þinni, guð blessi ykkur öll.
Vegna mistaka féll þessi kveðja
J. GUÐRÚN
SVEINSDÓTTIR
✝ Jósefína GuðrúnSveinsdóttir
fæddist í Reykjavík
3. ágúst 1942. Hún
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
16. febrúar síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá Bú-
staðakirkju 24. febr-
úar.
niður á útfarardegi
Guðrúnar og er beðist
velvirðingar á því.
Shalom!
Þessi fallega „frið-
ar“ kveðja hljómar af
hvers manns vörum í
Ísrael, en einmitt þar
lágu leiðir okkar fyrst
saman. Tólf stórkost-
legir dagar „Í fótspor
Móse“ oft erfiðir dag-
ar, miklar göngur, lítill
svefn en stórfengleg upplifun. Þú
gafst okkur ekkert eftir þrátt fyrir
veikindi þín.
Ég hef aldrei kynnst kraftmeiri og
viljasterkari konu eins og þér, elsku
Guðrún mín. Bros þitt á eftir að lifa í
hjarta mínu og ég á eftir að þakka
guði ævilangt fyrir að hafa leitt okk-
ur saman.
Drottinn blessi og varðveiti börn
þín og barnabörn á þessari erfiðu
stundu.
Shalom! Þín vinkona
Anna Hulda.
✝ Viðar Gísli Sig-urbjörnsson
fæddist á Steinholti
á Fáskrúðsfirði 24.
nóvember 1934.
Hann lést þar í febr-
úarlok síðastliðin.
Foreldrar hans voru
Sigurbjörn Gíslason
og Valborg Bene-
dikta Jónasdóttir.
Systkini hans eru
Olga, látin, Jóna og
Valgeir, látinn. Við-
ar flutti með for-
eldrum sínum að
Höfðahúsum 1939 og bjó þar til
1950 flutti þá aftur að Steinholti
og bjó þar til æviloka.
Viðar lauk gagnfræðaprófi frá
Héraðsskólanum að Laugarvatni.
Hann stundaði svo verslunarstörf
hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga
og opnaði síðan eigin verslun, Við-
arsbúð, árið 1961 á Búðavegi 3. Í
fyrstu afgreiddi
Viðar viðskiptavini
sína yfir borðið, en
seinna breyttist
verslunin í litla kjör-
búð. Eftir að versl-
unartími var gefinn
frjáls og smærri
verslanir viku fyrir
stórverslunum
hætti Viðar rekstri
Viðarsbúðar, en tók
kjölfarið við rekstri
Hinnar búðarinnar
á Skólavegi 50. Þar
höndlaði hann m.a.
með fatnað, gjafavöru, hannyrða-
vörur og rak samhliða ljósastofu.
Viðar lokaði Hinni búðinni í des-
ember á síðasta ári og lauk þá 44
ára samfelldum verslunarrekstri
á Fáskrúðsfirði á hans vegum.
Útför Viðars verður gerð frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Þegar móðir mín hringdi í mig og
sagði mér að Viðar væri dáinn, þá
varð mér hugsað 30 ár aftur í tímann
þegar pabbi og Viðar ráku búð sam-
an. Allt var til í þessari búð, ef eitt-
hvað vantaði þá var það til í þessari
litlu búð sem var opin frá morgni
þar til klukkan var hálf gengin í mið-
nætti, alla daga vikunnar, sem varla
þekktist þá.
En hvað um það, ég man þegar ég
var pínulítil og hljóp niður í búð rétt
fyrir kl. 12 á hádegi, eingöngu til að
ganga með þeim pabba og Viðari
upp Hraunsbrattann og segja við
Viðar: „Verði þér af því“. Þá sagði
Viðar á móti „sömuleiðis“ og þá leið
mér svo vel því þá vissi ég að hádeg-
ismaturinn mundi fara vel í mig.
Viðar labbaði svo inn götuna og ég
og pabbi gengum beint upp og heim.
Minningin er svo ljúf.
Einu sinni fékk ég afskaplega fal-
lega innpakkaða gjöf frá Viðari úr
búðinni góðu. Mér brá mjög þegar
ég opnaði pakkann því í honum var
svört dúkka og svoleiðis hafði ég
aldrei séð áður. Ég henti henni langt
upp í loft og var yfir mig glöð með
dúkkuna sem Viðar sagði að yrði að
heita Dondó, því það passaði svo vel
við hana. Nafnið Dondó fékk hún og
er dúkkan til enn þann dag í dag.
Svo liðu árin og pabbi hætti með
búðina en Viðar hélt áfram að reka
hana allt til síðustu áramóta þegar
hann lokaði fyrir fullt og allt.
Vænt þótti mér einnig þegar ég
varð fullorðin og eignaðist mann, þá
urðu þeir Viðar svo góðir vinir þó að
30 ára aldursmunur væri á þeim.
Þeir fóru í bíltúra á næstu firði,
drukku kaffi bæði heima hjá okkur
og hjá honum og ekki má gleyma öll-
um bókunum sem þeir skoðuðu því
nóg var til af þeim hjá Viðari. Hann
átti stórt hús fullt af bókum og
margar þeirra batt faðir Viðars inn.
Viðar hugsaði vel um þær því hann
var einstakt snyrtimenni. En nú er
Viðar búinn að kveðja þennan heim
kominn í annan. Ég á eftir að sakna
hans. Mér finnst að Viðar eigi bara
að vera hér, hann hefur alltaf verið
hér og ég þekki ekkert annað.
Herdís Pétursdóttir.
Á fyrsta degi þorra komst þú til
okkar í þorrablót. Brimneshópurinn
var að hittast og bauð ég þér að vera
með okkur. Þetta var yndislegt
kvöld og var gaman að heyra ykkur
eldra fólkið tala um gömlu dagana.
Margar skemmtilegar myndir voru
teknar og eigum við þær í minning-
unni.
Viðar minn, margar góðar spjall-
stundir áttum við saman í búðinni
þinni á sl. ári. Þú lokaðir henni í nóv-
ember sl. eftir rúmlega fjörutíu ára
starf sem kaupmaður hér á Búðum.
Ég hjálpaði þér að setja niður í síð-
ustu kassana. Þú nefndir það við mig
að það væru blendnar tilfinningar að
pakka ævistarfinu niður þegar allt
væri á uppleið hér fyrir austan.
Við Óli buðum þér í skötu á Þorlák
ásamt Guðmundi vini okkar og börn-
um, þetta var skemmtileg stund
svona í upphafi jólanna.
Ég var búin að ákveða það að
þetta yrði föst venja hér á Setbergi.
Þín verður saknað.
Kæri vinur, þú kallaðir á mig eftir
áramótin í kaffisopa og sýndir mér
heimilið þitt. Þú vissir að ég hefði
svo gaman af öllu þessu gamla, enda
má líkja heimilinu þínu við safn frá
gamla tímanum. Allt var svo snyrti-
legt og skemmtilega uppsett. Það
var greinilegt að þar bjó mikið
snyrtimenni.
Í lok þorra kvaddir þú þennan
heim.
Guð geymi þig, kæri vinur.
Þín vinkona
Lára Björnsdóttir.
VIÐAR GÍSLI
SIGURBJÖRNSSON
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
HANSÍNA HANNESDÓTTIR,
Hlaðbrekku 12,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi
fimmtudaginn 2. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jónína Magnúsdóttir, Jens Karlsson,
Perla Dögg Jensdóttir, Magnús Geir Jensson.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og sonur,
Hjálmur Sigurjón Sigurðsson,
Mánabraut 5,
Skagaströnd,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 2. mars.
Sigríður Rut Sigurðardóttir,
Guðbjörg Hjálmsdóttir,
Harpa Hjálmsdóttir, Brett Harris,
Ólafur Freyr Hjálmsson,
Ásdís Hjálmsdóttir,
Guðbjörg Hjálmsdóttir, Sigurður Sigurjónsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð við andlát og útför bróður okkar,
REYNIS BÖÐVARSSONAR,
Breiðabóli,
Eyrarbakka.
Lilja Böðvarsdóttir,
Ragnar Böðvarsson,
Guðlaug Böðvarsdóttir.
Þökkum samúð og vinsemd við andlát og útför
PÁLS K. TÓMASSONAR,
Skarphéðinsgötu 6,
Reykjavík.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Gréta Tómasdóttir,
JóhannaTómasdóttir,
Guðbjörg Tómasdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓHANNA EINARSDÓTTIR
(NANNÝ),
Flókagötu 69,
Reykjavík,
lést föstudaginn 3. mars á Landspítalanum við
Hringbraut.
Einar Jónsson, Sveinhildur Vilhjálmsdóttir,
Anna Jónsdóttir, Hallgrímur Stefánsson,
Þórunn María Einarsdóttir,
Valgerður Anna Einarsdóttir,
Stefán Fannar Hallgrímsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AÐALHEIÐUR HANNESDÓTTIR,
Gullsmára 9,
Kópavogi,
er látin.
Sjöfn Stefánsdóttir, Guðgeir Einarsson,
Sigríður Stefánsdóttir, Reynir Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.