Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 43 MINNINGAR ✝ Jón KristinnStefánsson fæddist á Munka- þverá í Öngulsstað- arhreppi 29. októ- ber 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 21. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar Jóns hans voru Stef- án Jónsson, f. 19.3. 1866, d. 9.11. 1943, og Þóra Vilhjálms- dóttir, f. 6.6. 1873, d. 30.12. 1949. Systkini Jóns voru Þórey Sigríður, Laufey, Sigríður og Vilhjálmur Jón, þau eru öll látin. Hinn 19. júlí 1947 kvæntist Jón Kristinn Önnu Aðalheiði Guð- mundsdóttur, f. 10.5. 1929 á Efri- Ási í Hjaltadal. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jóhanns- son, f. 4.11. 1905, d. 22.9. 1985, og Stefanía Helga Sigurðardóttir, f. 24.10. 1908, d. 4.7. 2003. Börn Jóns og Aðalheiðar eru: 1) Stefán Guðmundur, f. 3.10. 1948, kona Sigríður Sigurbjörg Jónsdóttir og eiga þau sex börn og sjö barnabörn. 2) Guð- rún Matthildur, f. 17.9. 1950, maður Jón Már Björgvins- son og eiga þau fimm börn. 3) Jón Heiðar, f. 30.9. 1953, hann á einn son, barnsmóðir hans er Sigrún Jóhannes- dóttir. 4) Vilhjálmur Björn, f. 27.10. 1955. 5) Guðmundur Geir f. 15.5. 1957, kona Doris Anita Adamsdóttir og eiga þau tvo syni og þrjú barnabörn. 6) Þorgeir Smári, f. 8.5. 1960, kona María Stefánsdóttir og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. 7) Þóra Valgerður, f. 3.4. 1962, maður Vignir Bragi Haukssonog eiga þau tvær dætur og eitt barnabarn. Útför Jóns verður gerð frá Munkaþverárkirkju í Eyjafjarðar- sveit í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, feginn hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Í dag fylgjum við elskulegum tengdaföður mínum, Jóni Stefáns- syni, til grafar. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir góð kynni. Eins og gengur og gerist var ég kvíðin að hitta verðandi tengdafor- eldra, ekki síst vegna þess að mér fylgdu þrjú börn. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar, því frá fyrsta degi tóku Jón og Heiða okkur sem fjölskyldu sinni. Aldrei var gert upp á milli minna barna og hinna barnabarnanna. Jón reyndist þeim öllum góður afi, fylgdist vel með því sem þau tóku sér fyrir hendur og gladdist þegar vel gekk. Þessu hélt hann fram til hinstu stundar og er það þakkarvert. Engan skugga bar á vináttu okk- ar og minning um ljúfan mann lifir. Sigríður Jónsdóttir. Elsku tengdapabbi. Þegar ég sest niður til að skrifa um þig minning- argrein þá er svo margt sem kemur upp í hugann að það verður erfitt að velja úr. Í huganum reika ég aftur til 125 ára afmælis Akureyrarbæjar, þá kom ég í fyrsta skiptið í Munka- þverá, með litlu dóttur mína mér við hlið. Það fyrsta sem ég tók eftir var kærleikur sá er var allsráðandi inn- andyra, virðingin sem var borin fyr- ir þeim er eldri voru og öll sú hlýja er einkenndi heimilið. Því var það ekki að ástæðulausu sem lítil stúlka óskaði sér þess heitast að fá að fara aftur í sveitina strax daginn eftir því hún hafði eignast svo góðan afa og ömmu og ekki hafði barnshjartað brugðist því hún hafði komist að réttri niðurstöðu. Ferðirnar í sveit- ina urðu margar og enn er farið í sveitina eins oft og hægt er. Lítil stúlka er orðin að fallegri konu, og hefur stofnað sína eigin fjölskyldu og börnin hennar fengið að kynnast sveitinni. Ættin stækkar og stoltur afi gnæfir yfir alla, enda líta allir upp til hans með mikilli lotningu. Ég hugsa aftur til brúðkaupsdags míns og þakka enn fyrir þau fallegu orð sem þú, kæri tengdafaðir, gafst mér í veganesti þann dag. Virðing þín fyrir barnabörnunum og öll sú hlýja sem þú sýndir þeim er ómetanlegur fjársjóður sem þau geyma í hjarta sér. Þú varst líka svo iðinn við að segja þeim frá því hvað þú værir stoltur af þeim og vel fylgdist þú með þeim enda gladdi þig fátt meira en þegar allt gekk vel hjá þeim. Yndislegur dagur rann upp hinn 29. október árið 1999. Þá varst þú 80 ára og hvað var hægt að færa þér. Ég veit að þá færðum við Þorgeir þér bestu gjöf sem þú fékkst, við báðum þig að halda litla drengnum okkar undir skírn og nafnið þitt fékk hann líka. Alveg fram á þína síðustu stund þakkaðir þú fyrir það og sagðir okkur hversu glaður þú værir að hafa fengið þetta hlutverk í lífinu. Þegar heilsu þinni fór að hraka og þú gast ekki farið um eins mikið og þig langaði var yndislegt að sjá hvað litli nafni þinn gaf þér mikið þegar hann kom í heimsókn til þín, alltaf brostir þú og fagnaðir honum og öllum hinum, fullur af ást og stolti yfir þeim. Elsku Nonni það er svo sárt að sjá á eftir þér. Ég þakka þér af dýpstu einlægni allt það sem þú gerðir fyrir mig og mína og bið góðan Guð að varðveita þig. Elsku Heiða, stórt er það skarð er nú hefur myndast, en minningin um yndislegan eiginmann, föður, tengdaföður, afa og langafa mun lifa og veita okkur öllum styrk til að takast á við komandi stundir. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir María Stefánsdóttir. Elsku afi minn. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir allar þær frá- bæru stundir sem þú veittir mér með þér og þakka þér fyrir það að hafa verið til og verið afi minn. Þeg- ar ég hugsa til baka og rifja upp allt það sem þú sagðir við mig og það sem við gerðum saman þá get ég ekki annað en brosað og verið glöð. Það sem mér þótti svo vænt um var hvað þú varst alltaf stoltur af mér og öðrum þó sérstaklega ef okkur gekk vel, þú hvattir okkur áfram og fylgdist fullur aðdáunar með. Mér leið alltaf svo vel að vera í sveitinni hjá þér og ömmu því lífsandinn sem var í loftinu og öll umhyggjan var og er yndisleg. En nú er komið að lokum hjá okk- ur og ég stend eftir ánægð og ham- ingjusöm með lífið og góðar minn- ingar sem ég mun alltaf geyma í hjarta mér. Ég gleymi aldrei bros- inu sem kom á andlit þitt þegar við komum í heimsókn og bara það hvernig þú talaðir til okkar og hvernig þú hrósaðir okkur er mér mikils virði. Nú bið ég góðan Guð að passa þig fyrir mig þangað til við hittumst aft- ur og ég vona að þér líði vel. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið og mundu að ég elska þig. Þín Heiður Ósk Þorgeirsdóttir. Elsku afi minn. Þegar ég lítil stúlka kom í sveitina til þín í fyrsta skipti vissi ég það strax að þú værir besti afi í heimi. Enda spurði ég þig og ömmu hvort þið vilduð vera afi minn og amma og ekki stóð á svari: „Jú, það viljum við.“ Frá þeim degi hafið þið líka alltaf litið á mig sem ykkar, og þannig verður það ætíð. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu og mínar bestu stundir voru þegar ég var ein með ykkur, þá gátum við talað saman um allt milli himins og jarðar. Oft var ég í sveit- inni hjá ykkur ömmu og þá var nú glatt á hjalla. Við fórum í margar gönguferðir og þú sagðir mér frá mörgu bæði nýju og gömlu er fylgdi búskapnum. Þegar ég fór til Noregs fannst mér svo gott að fá alltaf góð- ar fréttir úr sveitinni og allar kveðj- urnar frá þér og ömmu voru ynd- islegar. Eftir heimkomu mína stofnaði ég fjölskyldu og reyndi að heimsækja ykkur ömmu eins oft og ég gat, þú varst alltaf svo glaður þegar ég kom til ykkar og aldrei fór ég frá þér öðruvísi en þú segðir mér hvað þú værir stoltur af mér. Elsku afi minn, það er svo margt fallegt hægt að skrifa um þig en ég vil eiga það sem yndislega minningu í hjarta mér. Elsku Heiða amma, megi góður Guð styrkja þig í sorginni og hjálpa þér að takast á við hana. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt og allt, ég er svo stolt af því að vera ein af þínum, ég sakna þín svo mikið. Þín Sandra Rut Þorgeirsdóttir. Elsku afi minn. Nú ert þú farinn frá okkur og ég sakna þín svo mikið. Þú varst svo iðinn við að segja mér hvað þú værir stoltur af mér. Alltaf fylgdist þú með því hvernig mér gekk í skólanum og handboltanum og þú hvattir mig áfram með því að hrósa mér í hvert skipti sem við hittumst. Afi minn, ég ætla að hafa það að leiðarljósi í lífinu hvað þú varst duglegur að dást að okkur öll- um og gera mitt besta til að halda áfram að vera ég sjálfur fyrir mig og alla en þó mest fyrir þig. Ég sakna þín. Þinn Stefán Bragi Þorgeirsson. Elsku afi minn. Ég veit að nú ert þú hjá Guði. Ég sakna þín svo rosa- lega mikið. Nú skal ég passa Heiðu ömmu fyrir þig. Þinn Jón Kristinn Þorgeirsson. Það er undarleg tilhugsun að eiga eftir að koma á æskuheimili mitt á Munkaþverá án þess að sjá Nonna frænda minn birtast á tröppunum eða í dyragættinni, hlýlegan og brosandi. Nonni, sem átti heima alla sína ævi á Munkaþverá, var svo ná- tengdur staðnum og staðurinn hon- um að ekki verður aðgreint í huga mér. Nonni var hann alltaf kallaður í fjölskyldunni og það geri ég í þess- um minningarorðum, en fullu nafni hét hann Jón Kristinn, látinn heita eftir afa sínum, Jóni Jónssyni bónda á Munkaþverá og föðursystur, Kristínu ömmu minni, sem lést skömmu áður en Nonni fæddist. Við Nonni vorum því tengd í gegnum nafngiftina auk þess að vera skyld í báðar ættir. Þegar ég man fyrst eftir mér bjó fjölskylda mín í íbúð á efri hæðinni í stóra íbúðarhúsinu sem Stefán faðir Nonna lét byggja 1917–1918. Mikill samgangur var á milli fjölskyldn- anna og við börnin uppi á loftinu sóttum mikið niður, þar var margt fólk og mikið að gerast. Nonni var unglingurinn á heimilinu á þessum tíma og ég leit upp til hans því hann gat ýmislegt fram yfir aðra, spilað fjörug danslög eftir eyranu á org- elið, hlaupið hratt eftir háum og mjóum kirkjugarðsveggnum, synt skriðsund eða krolað, eins og það var kallað þá, og hann kunni á bíl og ók heimilisbílnum, sem var Chevr- olet frá 1928 með heimasmíðuðu húsi og palli. Þá voru ekki margir sem kunnu á bíl í sveitinni fyrir utan séra Benjamín og Eirík mjólkurbíl- stjóra. Þrátt fyrir aðdáun mína á Nonna gramdist mér stundum við hann þegar hann var að stríða mér. Hann sagði mér til dæmis að Víkingur, stóra svarta nautið í fjósinu, þyldi ekki að sjá rauðan lit og ég skyldi því gæta þess vel að hafa húfu til að hylja rauða hárið þegar ég kæmi út í fjós. Tók ég þetta mjög alvarlega. Nonni var yngstur fimm systkina og naut mikils ástríkis foreldra sinna og ekki síður föðursysturinnar Gerðu og einnig Stínu, sem var vinnukona á heimilinu áratugum saman. Eitt sinn er hann sat í fangi Stínu kastaði gömul hagmælt kona, sem dvaldi á heimilinu um skeið, fram þessari stöku: Ég í horni hírist ein, horfin æskuvonin, en þú faðmar ungan svein, óðalsbóndasoninn. Á síðustu árum minntist Nonni oft á þessar konur sem höfðu verið honum eins og mæður. Margt var um manninn á Munka- þverá þegar Nonni var að alast upp, á sumrin kaupafólk og sumardval- arbörn, en vinnufólk á veturna. Þá voru þar oft gestir um lengri eða skemmri tíma og má segja að heim- ilið væri stundum eins og óformlegt gistihús. Stundum dvöldust fræði- menn þar við rannsóknir sínar á Víga-Glúms sögu. Má þar nefna Jón Helgason prófessor í Kaupmanna- höfn, Turville-Petre bókmennta- fræðing frá Bretlandi og Pierre Narte frá Frakklandi. Vera þessara manna og annarra gesta sem komu langt að víkkaði sjóndeildarhring fólksins á bænum, ekki síst unga fólksins. Nonni, sem var að eðlisfari hlédrægur og feiminn, blandaði ekki mikið geði við þessa menn, en fylgd- ist vel með þeim og hafði á efri árum gaman af að rifja upp minningar um þá. 16 ára gamall fór Nonni í Héraðs- skólann á Laugum í Reykjadal og var þar í einn vetur. Það var skemmtilegur vetur, sagði hann, og þar eignaðist hann góða vini. „Þóttir þú ekki efnilegasti sundmaðurinn á Laugum?“ spurði ég hann nýlega og studdist við það sem ég hafði heyrt barn. „Nei, nei,“ svaraði Nonni af hógværð, „Jóhannes Hjálmarsson, vinur minn frá Siglufirði, var betri.“ Nonni var grannvaxinn og léttur í hreyfingum. Heyrði ég sagt að hann hefði verið liðtækur í ýmsum íþróttagreinum, en heilsubrestur kom í veg fyrir að hann gæti stund- að íþróttir að ráði. Faðir hans lést árið 1943 og tók þá Nonni við bús- forráðum ásamt Þóru móður sinni. Hann var ekkert að flýta sér að festa ráð sitt, en sagt var að sumar kaupakonurnar litu hann hýru auga. Og svo kom Heiða, ung, bráðfalleg, dökkhærð og brúneyg stúlka úr Ólafsfirði. Þau Nonni trúlofuðust og giftu sig árið 1947 og tóku alveg við búskapnum. Allir sem til þekkja vita hve mikil afbragðskona Heiða er og barnalán þeirra er mikið. Ekki minnkuðu gestakomur í Munka- þverá eftir að Nonni og Heiða tóku við búi og öllum tekið af rausnar- skap og ljúfleika sem aldrei gleym- ist. Nonni var stálminnugur og gam- an að heyra hann segja frá. Oft töl- uðum við saman í síma síðustu árin og spurði ég hann þá um ýmislegt frá fyrri tíð sem ég vissi að enginn annar væri lengur til frásagnar um. Hann var uppflettirit um Munka- þverá og fólkið þar. Síðustu árin hrakaði heilsu Nonna. Undravert var þó hvernig hann með rósemi og seiglu stóð af sér sjúkdómshrinurnar. En þrekið fór þverrandi. Nú verður hann lagð- ur til hvíldar meðal ættmenna sinna í kirkjugarðinum á Munkaþverá sem hann gekk um næstum daglega meðan heilsan leyfði. Við systkinin kveðjum hann með söknuð í huga, en fyrst og fremst með þakklæti fyrir tryggð hans og vináttu við okk- ur. Og brátt mun vora á ný og grænt gras gróa við leiðið hans í túninu heima. Kristín Jónsdóttir. JÓN KRISTINN STEFÁNSSON Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, GUÐMUNDUR HELGI JÓNASSON lést á gjörgæsludeild Landspítala Háskólasjúkra- húss fimmtudaginn 2. mars. Jarðarförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði föstudaginn 10. mars kl. 13.00. Pétur Georg Guðmundsson, Guðrún Kristín Bachmann, Rúna Guðmundsdóttir, Heimir Karlsson, Bragi Guðmundsson, Hjördís Sævarsdóttir, Snævarr Guðmundsson, Brynhildur Kristinsdóttir, Snorri Guðmundsson, Linda Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar einlægur og ástkær unnusti, sonur, bróðir, tengdasonur, barnabarn og mágur, TÓMAS ÝMIR ÓSKARSSON frá Dæli í Skíðadal, til heimilis í Keilusíðu 6H, Akureyri, sem lést laugardaginn 25. febrúar verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 10. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort frá Slysavarnarféla- ginu Landsbjörg sem fást í Pennanum Akureyri og blómabúðinni Ilex, Dalvík. Ásdís Hanna Bergvinsdóttir, Lene Zacharíassen, Óskar Snæberg Gunnarsson, Jóhanna Kristín Arnþórsdóttir, Íris Björk Óskarsdóttir, Eyþór Freyr Óskarsson, Bergvin Jóhannsson, Sigurlaug Anna Eggertsdóttir, Gunnar Rögnvaldsson, Kristín Óskarsdóttir, Björg Zacharíassen, Sigríður Valdís, Anna Bára og Berglind Bergvinsdætur og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.