Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Sími 568 6625
ALTERNATORAR
FYRIR BÍLA
frá
aðra leið
Reykjavík Oslo
Kr. 8.000
www.flysas.is
Aðrir áfangastaðir í Noregi einnig á frábæru verði!
Skattar og flugvallargjöld innifalin. Flug hefst 27. mars.
Sími fjarsölu: 588 3600.
frá
aðra leið
Reykjavík Bergen
Kr. 9.500
MÖGULEG ferjuhöfn í Bakkafjöru var til um-
ræðu á kynningarfundi sem Siglingastofnun Ís-
lands og Vestmannaeyjabær stóðu fyrir í Höll-
inni í Eyjum í gær. Um 200 manns sóttu fundinn.
Voru sérfræðingar spurðir út í ýmislegt tengt
þessari mögulegu samgönguleið við eyjarnar,
t.d. um sandfok og hvernig hægt væri að gera
hafnaraðstöðu á sandi.
Gísli Viggósson, forstöðumaður rannsókna- og
þróunarsviðs Siglingastofnunar Íslands, sat fyrir
svörum á fundinum, og segir hann að áhugi
heimamanna á þessari hugmynd hafi verið mik-
ill. „Það var farið víða og voru umræður góðar,“
segir Gísli. Fyrr um daginn sigldi hann, ásamt
bæjarfulltrúum og fulltrúum í hafnarstjórn, á
Lóðsinum að mögulegu bryggjustæði á Bakka-
fjöru til að kanna aðstæður. Siglingin frá Eyjum
tók tæpar 30 mínútur, en ferðin í heild um tvær
klukkustundir. Í dag gefst áhugasömum tæki-
færi til að kynna sér hugmyndir um ferjusigl-
ingar til Bakkafjöru, en opið hús verður hjá Sigl-
ingastofnun milli kl. 13 og 16 í dag.
Ljósmynd/Ómar Garðarsson
Sveinn Valgeirsson, skipstjóri á Lóðsinum (t.h), ræðir við Gísla Valgeirsson á siglingu að Bakkafjöru.
Áhugi á höfn í Bakkafjöru
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu mennta-
málaráðherra um að komið verði á fót bráðabirgðaað-
stöðu við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á
Keldum. Þessi ákvörðun var tekin vegna hugsanlegr-
ar hættu á fuglaflensu. Áætlaður kostnaður við þessa
aðstöðu er 22 milljónir. Hafist verður handa við
breytingarnar strax, en reiknað er með að lokið verði
við þær á nokkrum vikum.
Vilhjálmur Lúðvíksson, skrifstofustjóri á skrifstofu
vísindamála í menntamálaráðuneytinu, segir að með
þessari bráðabirgðaaðstöðu ætti að verða hægt að
taka inn á stöðina sýni og skoða þau í aðstöðu sem
verði aðgreind frá annarri starfsemi á Keldum. Að-
staðan er m.a. hugsuð til að tryggja öryggi starfs-
manna.
Vilhjálmur sagði að áfram væri gert ráð fyrir að
hræin yrðu send til rannsóknar erlendis líkt og gert
hefur verið í vetur, en búið er að taka nokkra tugi
sýna til að leita að flensu í fuglum.
„Þessi greining fer fram erlendis, a.m.k. svo lengi
sem ekki er búið að hækka viðbúnaðarstig. Verði við-
búnaðarstig hækkað þarf að auka eftirlit með ali-
fuglabúum.
Menn munu hugsanlega endurskoða þetta ef fugla-
flensan greinist á Bretlandseyjum, sem getur vel orð-
ið,“ sagði Vilhjálmur.
Bráðabirgðaaðstaða á Keldum
KASSINN, nýtt leiksvið Þjóðleikhússins, verður
vígður í kvöld með frumsýningu á meistaraverki
Ibsens, Pétri Gaut. Guðrún Árnadóttir hjúkr-
unarkona verður viðstödd frumsýninguna í kvöld
og klippir á vígsluborðann. Guðrún er einstök
áhugamanneskja um leikhús, því hún hefur sótt
hverja einustu frumsýningu á stóra sviði Þjóðleik-
hússins frá því það var vígt árið 1950. Sjálfri
finnst Guðrúnu það ekkert merkilegt að hafa
stundað Þjóðleikhúsið af þvílíkri elju frá stofnun
þess, enda hafi hún fyrst og fremst haft gaman af.
„Það var nú heilmikið leikið hér áður fyrr í
þessum smábæjum sem ég bjó í, eins og á Stokks-
eyri, en það var auðvitað ekki eins og að sjá sýn-
ingar í Þjóðleikhúsinu,“ segir Guðrún. Hún
kveðst þó ekki hafa viljað vera í leikfélagi sjálf –
hún hafi notið sín betur sem áhorfandi.
„Satt að segja er nú mjög sérstök ástæða fyrir
þessu, en um hana vil ég ekki tala. En það er auð-
vitað afskaplega gaman að fara í leikhúsið, annars
væri ég varla að þessu. Það er svo margt sem
heillar í leikhúsinu þótt það geti líka verið mis-
jafnt.“
Hefur fylgst með mörgum kynslóðum
Það er ómögulegt að freista Guðrúnar til að
gefa nokkuð upp um uppáhaldssýningar, uppá-
haldsleikara og uppáhaldsverk á þessum langa
ferli hennar í rauðu og gylltu sætunum. „Það er
nú bara ekki hægt að svara því hvað sé í uppá-
haldi. Ég er að verða níræð og búin að fylgjast
með mörgum kynslóðum leikara.“ Álit Guðrúnar
á ungu leikurunum í dag er skýrt og skorinort.
„Þeir eru auðvitað misjafnir, eins og leikarar hafa
alltaf verið. Margir þeirra eru ágætir; – stundum
geta leikarar verið góðir í einu og vondir í öðru.“
Guðrún segir líka ómögulegt að svara því hvers
konar leikverkum hún hafi mesta ánægju af, enda
liggur í hlutarins eðli að með því að sjá bók-
staflega allar sýningar er varla hægt að gera upp
á milli gamanleikja og hádramatískra verka. Að-
spurð um eljuna við leikhússókn í fimmtíu og sex
ár hlær Guðrún dátt og er skorinorð sem fyrr:
„Það er enginn dugnaður að sækja leikhús þegar
manni finnst það gaman.“
Hefur séð allar sýningar á stóra
sviði Þjóðleikhússins frá upphafi
Morgunblaðið/Kristinn
„Ég væri ekki að þessu ef mér þætti ekki gaman
í leikhúsi,“ segir Guðrún Árnadóttir.
Enginn
dugnaður að
sækja leikhús
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÁGREININGUR kom upp innan stjórnar
Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka við
kjör varaformanns stjórnar félagsins á
stjórnarfundi, sem haldinn var að afloknum
aðalfundi félagsins í gær. Magnús Krist-
insson útgerðarmaður, sem verið hefur vara-
formaður stjórnar, var ekki endurkjörinn
varaformaður heldur var á fundinum stungið
upp á að Eggert Magnússon, formaður KSÍ,
tæki sæti varaformanns í hans stað. Magnús
greiddi atkvæði á móti og gagnrýnir hvernig
staðið var að undirbúningi fundarins.
Magnús sagði í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi að þegar fundurinn átti að hefjast
hefði komið í ljós að einn aðalmaður af
fimm, Páll Magnússon, var fjarverandi.
Hann segir að Björgólfur Thor Björgólfsson,
formaður stjórnar, hafi greinilega verið bú-
inn að ákveða fyrir fundinn hver yrði vara-
maður Páls og greint frá því að Þórunn Guð-
mundsdóttir lögmaður, sem er einn af
varamönnum í stjórn, sæti fundinn í stað
Páls. Þetta hafi komið Magnúsi í opna
skjöldu.
„Allt í einu er Þórunn sest við stjórn-
arborðið en við gerum enga athugasemd við
það. Eggert Magnússon tekur síðan til máls
og tilkynnir að hann sé öldungur fundarins
og eigi að setja fundinn, sem hann og gerði.
Fyrsta mál á dagskrá var að hann stakk upp
á Björgólfi Thor sem formanni og voru allir
samþykkir því,“ segir Magnús.
Hann segir að þessu næst hafi Þórunn
tekið til máls á fundinum, nánast tilbúin með
skrifaða ræðu um að henni þætti eðlilegt að
fulltrúi litla mannsins, eins og hún orðaði
það, yrði kosinn varaformaður stjórnar
Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka. Sá
hafi verið Eggert Magnússon, sem var síðan
kosinn varaformaður gegn atkvæði Magn-
úsar.
„Og óska ég Eggerti Magnússyni, fulltrúa
litla mannsins, innilega til hamingju með að
vera orðinn varaformaður Straums-Burðar-
áss fjárfestingarbanka. Vonast ég til þess að
hann ræki það embætti vel og dyggilega,“
segir Magnús.
Greiddi atkvæði á móti
„Ég sit þarna klumsa sem fyrrverandi
varaformaður og greiði atkvæði á móti þessu
en einn sat hjá, þrír studdu og svo var þessu
bara lokið,“ segir hann ennfremur. ,,Það eru
ekki nema fimm eða sex mánuðir síðan þess-
ir menn tókust í hendur við sameininguna
um að vinna saman að uppbyggingu og
ágæti þessa félags,“ segir Magnús að lokum.
Sviptingar í stjórn
Straums-Burðaráss
Eggert Magnússon kjörinn varaformaður í stað Magnúsar Kristinssonar
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.s
KRAFTMIKLIR einstaklingar og
fyrirtæki hafa á undanförnum árum
látið til sín taka og nú er svo komið að
íslenskur fjárfestingamarkaður hefur
æ fleiri einkenni
annarra markaða.
Bernskuár hins
frjálsa fjármála-
markaðar eru trú-
lega að baki.
Þetta sagði
Björgólfur Thor
Björgólfsson,
stjórnarformaður
Straums-Burðar-
áss fjárfestingar-
banka, í ræðu sinni á aðalfundi bank-
ans sem fram fór í gær. Hann sagði
jafnframt að óvarlegt væri að vænta
sambærilegrar ávöxtunar á íslensk-
um fjármálamarkaði til frambúðar,
og um leið sama stuðnings hins ís-
lenska fjármálamarkaðar við alþjóða-
fyrirtæki okkar. Að mati Björgólfs
Thors hefur tækifærum til umbreyt-
inga og uppstokkunar á íslenskum
fjármálamarkaði fækkað.
Á aðalfundinum var samþykkt að
greiða 6.679 milljónir króna í arð.
Hluti arðsins verður greiddur með
hlutabréfum í Avion Group og Ice-
landic Group. Þannig gefst fyrrver-
andi hluthöfum Eimskipafélags Ís-
lands tækifæri til að eignast aftur hlut
í því félagi.| 18
Bernskuár
hins frjálsa
markaðar
að baki
Björgólfur Thor
Björgólfsson