Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 29 DAGLEGT LÍF Í MARS UNDIRRITAÐ hefur verið sam- komulag um flokkun gististaða á milli Ferðamálastofu og Félags ferðaþjón- ustubænda. Samkomulagið felur í sér að Ferðamálastofa viðurkennir flokk- unarkerfi það sem Félag ferðaþjón- ustubænda og Ferðaþjónusta bænda hf. (FB) hafa unnið til að flokka þá gististaði sem eru innan vébanda FB, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Ferðamálastofu. Ferðamálastofa hefur flokkað gististaði frá árinu 2001 en flokkun FB kemur til viðbótar þar sem um minni gististaði er að ræða en flokk- unarkerfi Ferðamálastofu hefur fram til þessa náð til. Samkvæmt kerfi FB skiptist flokk- unin í fernt: heimagistingu, gistihús bænda, sveitahótel og sumarhús. Í heimagistingu dvelja gestir inni á heimili gestgjafans, í gistihúsum bænda eru herbergin í séríbúð eða öðru rými sem breytt hefur verið í gistihús, á sveitahótelum eru aukin þægindi og hærra þjónustustig og að síðustu eru sumarhús leigð út sem ein heild til lengri eða styttri dvalar. Á vef Ferðamálastofu má nálgast nákvæma útlistun á flokkunarkerfinu þar sem gerð er grein fyrir því hvað hver gistiflokkur þarf að uppfylla til að standast kröfur samkomulagsins.  GISTING | Flokka gististaði í fernt Sveita- hótel eða heima- gisting? Göngu-Hrólfur Í dag, laugardaginn 4. mars, verð- ur kynning á gönguferðum Göngu- Hrólfs í Nýju Skátabúðinni í Faxa- feni frá 13.00–16.00. Á sama tíma mun starfsmaður verslunarinnar kynna göngubúðnað og Göngu- Hrólfar fá 15% afslátt af vörum og þeir sem bóka ferð á staðnum fá 5000 kr. afslátt. Í ár eru áfangastaðirnir sjö og fjórtán ferðir í boði. Boðið er upp á miserfiðar göngur þannig að í ferð- um í hefðbundnum takti er gengið 5–8 tíma á dag og í léttum takti er gengið 2–5 tíma. Og í auknum takti þar sem gengið er um erfitt land, allt að 10 tíma. Þá hafa einnig verið í boði ferðir í blómstrandi takti, sæl- keratakti og spænskum takti og nýj- ung í ár er fjallgöngu- og kajakaferð á Krít. Reykjanes – Stóra-Sandvík Þá verður á morgun, 5. mars, einnig farið á vegum Útivistar í 1. áfanga Reykjanes – Stóra-Sandvík Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Vega- lengd 8–10 km. Hækkun engin. Göngutími 4–5 klst. Undraveröld Jöklu og Kringilsárrana Augnablik hefur nú birt ferða- áætlun sumarsins 2006 og er þetta fjórða sumarið sem leiðsögukon- urnar Ásta Arnardóttir og Ósk Vil- hjálmsdóttir halda í leiðangra um öræfin við Snæfell og ganga um undraveröld Jöklu og Kringilsár- rana. Markmið hálendisferðanna er að vekja fólk til vitunduar um víð- áttumikla og glæsilega nátt- úruparadís sem er í hættu vegna virkjanaframkvæmda við Kára- hnjúka segir í fréttatilkynningu frá Augnabliki. Þetta er síðasta sumarið sem Augnablik gengur um land- svæðið þar sem áætlað er að hleypa á fyrirhugað Hálslón í september 2006. „Gengið er um gróðurlendi Vest- uröræfa. Þar nær gróðurþekjan óslitin frá jökli til sjávar sem er einsdæmi á Íslandi. Kringilsárrani sóttur heim en þar er griðland hreindýra og heiðagæsa. Fjórð- ungur af friðlandinu mun fara undir Hálslón. Gengið er með fossaröð Jökulsár á Fljótsdal sem telur 15 mikilfenglega fossa en þar taka við flæðiengi Eyjabakka. Gengið verður á Snæfell en útsýni mun allt raskast við þær fjölmörgu stíflur sem verið er að reisa á öræfunum við Snæfell.“ Ferðirnar eru aðgengilegar fólki á öllum aldri. Ásta Arnardóttir jóga- kennari leiðir jóga kvölds og morgna. Síðsumars mun Augnablik síðan standa fyrir göngu um Torfa- jökulsvæðið. Allar nánari upplýsingar má finna á www.this.is/augnablik. Skíða- og jeppaferð Þann 5. mars er Útivist með skíða- og jeppaferð í Land- mannalaugar. Brottför kl. 19:00. Haldið er í Hrauneyjar og gist þar. Snemma morguns verður lagt af stað í Sigöldu og þaðan verður geng- ið í Landmannalaugar. Þar verður sameiginlegt grill. Sama leið verður farin til byggða. Fararstjóri Mar- teinn Heiðarsson og Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir. Myndakvöld og GPS Á mánudag, 6. mars, verður á vegum Útivistar boðið upp á mynda- kvöld í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 20. Kristinn Dulaney sýnir myndir sem hann og félagar hans tóku í ferð sinni til Grænlands sl. sumar. Þann 8. mars er á vegum Útivist- ar boðið upp á námskeið í GPS, röt- un og ferðamennsku. Námskeiðið er haldið á skrifstofu Útivistar að Laugavegi 178 og hefst klukkan 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.