Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Voltaren Emulgel® er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist einungis útvortis og má aldrei taka inn. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. við vöðva- og liðverkjum Voltaren Emulgel MESHAAL Í MOSKVU Khaled Meshaal, leiðtogi Ham- as-samtaka Palestínumanna, fór í þriggja daga heimsókn til Moskvu í gær og ræddi m.a. við Sergei Lavr- ov, utanríkisráðherra Rússlands. Eftir fund þeirra sagði Meshaal að Hamas léði ekki máls á frið- arsamningum við Ísraela fyrr en her þeirra væri farinn frá öllum þeim svæðum sem hertekin voru í Sex daga stríðinu 1967. Spá kjarnavopnum í Íran Rússneskir sérfræðingar segja í skýrslu, sem lögð verður fyrir rúss- neska utanríkis- og varnarmálaráðið í dag, að Íranar geti verið komnir með kjarnavopn eftir fimm ár í síð- asta lagi. Í skýrslunni segir að heimsbyggðin öll verði að venja sig við þá tilhugsun að Íran sé að verða eitt af kjarnorkuveldunum. Ljósmæður semja Ljósmæðrafélag Íslands undirrit- aði í gær nýjan kjarasamning við Tryggingastofnun og hefur heima- þjónusta ljósmæðra því færst í eðli- legt horf á ný. Þjónustan hafði legið niðri í tvo sólarhringa. Greidd verða atkvæði um samninginn á fundi ljós- mæðra í dag klukkan 16. 90% skila framtölum rafrænt Níu af hverjum tíu skattframtelj- endum skila nú framtali sínu inn raf- rænt, að sögn ríkisskattstjóra. Í ár verður aðgengi að leiðbeiningum vegna skattframtals aukið og þjón- usta vegna vefframtala bætt. Sviptingar í stjórn Magnús Kristinsson útgerð- armaður, sem verið hefur varafor- maður stjórnar Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka, var ekki endur- kjörinn á stjórnarfundi í gær. Þess í stað var stungið upp á að að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, tæki sæti varaformanns. Magnús gagn- rýnir undirbúning fundarins. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %                &         '() * +,,,                          Í dag Sigmund 8 Umræðan 32/39 Fréttaskýring 8 Minningar 40/45 Úr verinu 14 Skák 46 Viðskipti 18 Kirkjustarf 46/47 Erlent 20/21 Myndasögur 54 Minn staður 22 Dagbók 54/57 Akureyri 23 Víkverji 54 Landið 24 Velvakandi 55 Árborg 25 Staður og stund 56 Daglegt líf 26/29 Bíó 62/65 Menning 30, 58/59 Ljósvakamiðlar 66 Forystugrein 34 Staksteinar 67 Úr vesturheimi 31 Veður 67 * * * FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) fékk þær upplýsingar við rannsókn á viðskiptum með stofn- fjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar (SPH) að lög- maður á vegum lögmannsstofunnar Lögmenn Laugardal ehf. hafi í september sl. boðið spari- sjóði til kaups 2/3 hluta stofnfjár SPH. Þetta kem- ur fram í greinargerð Ríkislögreglustjóra sem vitnað er til í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Hæstiréttur staðfesti í gær. Hafnaði dóm- urinn þeirri kröfu að lögreglu hefði verið óheimilt að nota gögn sem FME aflaði af bankareikningum lögmannsstofunnar við rannsókn málsins. Að mati FME sé ljóst að lögmaðurinn hafi þá talið sig geta boðið til sölu, ekki einungis hluta stofnfjár sem félli undir að vera virkur eignarhlut- ur í skilningi 40. gr. laga um fjármálafyrirtæki, heldur meirihluta stofnfjár. Í greinargerðinni segir að með hliðsjón af þeim upplýsingum að sparisjóði hafi verið boðið stofn- féð til kaups, hafi vaknað grunsemdir um að um- ræddur lögmaður kynni að hafa gerst brotlegur við 40. gr. laga um fjármálafyrirtæki, annaðhvort sem aðalmaður eða hlutdeildarmaður, en skv. 112. gr. laganna sé hlutdeild í brotum gegn þeim refsi- verð. Fengu ekki að vita hverjir væru eigendur umræddra bréfa Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins greindi FME Ríkislögreglustjóra í desember frá því að embættið hefði upplýsingar um að lögmað- urinn hefði boðið sparisjóðnum til kaups a.m.k. 32 stofnfjárhluti og ekki verði annað séð en um sé að ræða 68 stofnfjárbréf eða um 72% stofnfjár spari- sjóðsins. Hafi fulltrúar sparisjóðsins ekki fengið að vita hverjir væru eigendur umræddra hluta. Fram kemur í greinargerð héraðsdóms sem fylgir dómi Hæstaréttar í gær að þar sem lögmað- urinn hafi komið sér hjá því að svara spurningum eftirlitsins með vísan til trúnaðarskyldu lögmanna hafi FME talið þörf á að afla úrskurðar hjá Hér- aðsdómi Reykjavíkur um að fá aðgang að gögnum varðandi hreyfingar á bankareikningum lög- mannsstofunnar. Hafi sá aðgangur verið veittur og í kjölfarið fengist yfirlit um færslur á og af reikningi lögmannsstofunnar. Hafi þær upplýs- ingar styrkt fyrri grunsemdir Fjármálaeftirlits- ins. Komi þar fram að greiðslur hefðu runnið af reikningum lögmannsstofunnar til fjölmargra stofnfjáreigenda. M.a. að 4 stjórnarmenn í Spari- sjóði Hafnarfjarðar, sem hefðu fullyrt við Fjár- málaeftirlitið að þeir hefðu hvorki fengið tilboð í né selt hluti sína, hefðu fengið greiddar 50 millj- ónir hver um sig af reikningi lögmannanna. Skv. heimildum Morgunblaðsins hefur við rann- sókn FME komið fram að einn eigandi stofnfjár í SPH hafi upplýst um að hann hafi verið aðili að samkomulagi um beitingu atkvæðisréttar á aðal- fundi sparisjóðsins 20. apríl á síðasta ári og að það hafi tengst sölu stofnfjár. | 4 og miðopna Sagður hafa boðið spari- sjóði 72% stofnfjár SPH Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Óskar í 2. sæti Framsóknar í Reykjavík ÓSKAR Bergsson húsasmíðameist- ari verður í 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í Reykja- vík í maí samkvæmt tillögu uppstill- ingarnefndar, sem kynnt var í gær. Óskar endaði í 3. sæti í prófkjöri flokksins en Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi, sem varð í 2. sæti í prófkjörinu, ákvað að taka ekki það sæti á listanum. Björn Ingi Hrafns- son, aðstoðarmaður forsætisráð- herra, verður í efsta sæti listans. Þriðja sætið skipar Marsibil Sæ- mundardóttir varaborgarfulltrúi og Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður skipar fjórða sætið. Skarphéðinn Njálsson starði einbeittur út í sal Perlunnar á dögunum með- an Hafdís Karlsdóttir fægði glerkassann hans á Sögusafninu sem þar er að finna. Við fyrstu sýn mætti halda að þessi persóna úr Íslendingasögunum væri lifandi komin í Perlunni. Svo er þó ekki, því Skarphéðinn í glerkass- anum er gerður úr silíkoni. Í safninu hafa verið sviðsett atriði úr Íslend- ingasögum og eru notaðar afsteypur af fólki til þess að skapa þær persón- ur sem fjallað er um. Morgunblaðið/Ásdís Skarphéðinn fægður Svifryk yfir mörkum SVIFRYK mældist hátt yfir heilsu- verndarmörkum í Reykjavík í gær, fjórða daginn í röð. Heilsuverndar- mörk miða við að mengun á einum sólarhring megi ekki fara yfir 50 míkrógrömm í rúmmetra, en þau hafa verið yfir þessum mörkum lang- tímum saman síðustu daga. Þegar umferð var í hámarki í fyrradag mældist mengunin í stutta stund um 400 míkrógrömm á mæli- stöð Umhverfis- og heilbrigðisstofu við Grensásveg. Umhverfissvið Reykjavíkurborg- ar vekur athygli á að hyggilegt er, fyrir þá sem eru með viðkvæm önd- unarfæri, að halda sig fjarri fjölförn- um umferðargötum. Í fyrirsögn á forsíðu í Morgun- blaðinu í gær sagði í frétt um meng- unina „Kuldi og logn valda auknu svifryki.“ Þessi fullyrðing stenst tæplega því að það eru fyrst og fremst nagladekk og hraðakstur sem valda menguninni. Þegar hins vegar er logn á höfuðborgarsvæðinu nær vindur ekki að blása menguninni í burt og því skapast þetta ástand sem lýst er í fréttinni.                                    98% samþykkja boðun verkfalls SLÖKKVILIÐS- og sjúkraflutn- ingsmenn samþykktu í atkvæða- greiðslu boðun verkfalls dagana 20. og 21. mars og síðan ótímabundið viku síðar náist ekki samningar fyr- ir þann tíma. 197 voru á kjörskrá og greiddu 183 atkvæði. 97,8% sögðu já við boðun verkfalls, tveir voru á móti og tveir seðlar voru auðir og ógild- ir. Sáttafundur í kjaradeilunni, sem hófst upp úr hádegi í gær hjá Rík- issáttasemjara, stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Undirbúa kæru vegna fjárdráttar á sambýli STYRKARFÉLAG vangefinna er að undirbúa að kæra til lögreglu fjárdrátt fyrrum starfsmanns sam- takanna, sem vann á sambýli og hafði fé af skjólstæðingum sínum þar, að sögn Þóru Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra styrktarfélags- ins. Þóra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að hún gæti ekki staðfest hversu háar upphæðir væri um að ræða, enda væri enn verið afla gagna um brotin. Í fréttum Sjón- varpsins í gærkvöldi var sagt að starfsmaður sambýlisins hefði tekið rúmar þrjár milljónir króna af bankareikningum skjólstæðinga sinna á sambýlinu. Þóra sagði fremur stutt liðið frá því grunsemdir vöknuðu um að ekki væri allt með felldu. Viðkomandi starfsmanni hefði þá verið vikið úr starfi, en hann hefði starfað á sam- býlinu í tiltölulega skamman tíma. Röð atvika hefði orðið til þess að fjárdrátturinn komst upp. „Við erum að fara yfir málið og skoða hvert um- fang þess er,“ segir Þóra. Málið hefði enn ekki verið kært til lögreglu en það yrði senn gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.