Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÍSLENSKA sem móðurmál þjóð-
ar hefur verið til umræðu upp á síð-
kastið, einkum og sér í lagi mál-
breytingar. Sumir telja að
málbreytingar séu hraðari nú en
löngum áður, aðrir
telja að ekki sé mikil
hætta á ferðum. Hvað
sem hver segir er eins
og allir séu sammála
um að viðamiklar
breytingar séu óæski-
legar. Þetta kemur
eðlilega fram í verk-
áætlun íslenskrar mál-
nefndar, þetta kemur
fram í miklum meiri-
hluta blaðagreina og
viðtala síðustu vikna,
og þetta er almennt
viðhorf í málsamfé-
laginu. Kennsla í íslensku er verð-
mætasta veganesti sem skólinn
veitir nemendum. Gott vald á móð-
urmáli getur skipt sköpum og er
mikilvægasti grundvöllur alls
náms.
Stuttur tími til
móðurmálskennslu
Í skýrslu, sem tekin var saman
um grunnskólakennslu og kennslu í
framhaldsskólum handa mennta-
málaráðuneytinu, Samanburð-
arkönnun á skólakerfum á Íslandi, í
Danmörku og í Svíþjóð árið 2002,
má finna athyglisverðar tölur um
kennslustundafjölda í grunnskólum
landanna. Danir verja 26% kennslu-
stunda til dönskukennslu, Svíar
nota 22% stundanna í sænsku en Ís-
lendingar aðeins 16% í íslensku.
Heildarstundafjöldinn er þessi: Í
Danmörku eru um 1800 stundir í
dönsku í grunnskóla, í Svíþjóð um
1500 en á Íslandi aðeins um 1300.
Þetta eru svo sláandi tölur að við
hljótum að leita svara. Í framhalds-
skóla er samanburður erfiðari
vegna þess að brautir eru mismun-
andi. Sennilega er munur núna eitt-
hvað minni en í grunnskóla þótt lík-
lega halli fremur á Íslendinga en
hitt. Í íslenskum grunnskólum er
mun meira val en gengur og gerist í
Svíþjóð og Danmörku. Niðurstaðan
er sú að nemendur geta valið sig frá
íslensku. Þeir geta valið sig frá því
að læra að beita móðurmáli sínu í
ræðu og riti. Þeir geta valið annað
en að læra fræðin um það hvernig
málið er byggt upp og hvaða lista-
verk hafa orðið til á íslensku.
Í dönsku umbótaplaggi sem heit-
ir Leiðarvísir um betri menntun er
lögð sérstök áhersla á
að taka þurfi til hend-
inni í móðurmáls-
kennslu, efla hana og
styrkja. Athyglisvert
viðhorf sem ættað er
frá menntamálaráðu-
neytinu danska. Í Dan-
mörku virðist vera
metnaður í skólanum
fyrir hönd danskrar
tungu. Úr því að ís-
lenskum yfirvöldum
menntamála er svo
mikið í mun að laga
skólakerfi hér á landi
að erlendum kerfum hljóta þau
skipa móðurmálskennslu í öndvegi.
Um allan heim er móðurmál hið
fyrsta sem börn læra um í skóla og
áhersla á það er meginregla.
Að færa og þjappa
Menntamálayfirvöld hafa um
stund sýnt áhuga á að færa nám og
kennslu úr framhaldsskóla í grunn-
skóla. Hugmyndin er sú að einkum
greinakennsla verði færð frá kenn-
urum sem hafa lært tiltekna fræði-
grein í háskóla. Í grunnskóla sitja
kennarar ekki auðum höndum. Þeir
hafa ekki beðið um fleiri námsþætti
og ný verkefni. Að jafnaði hafa þeir
styttra nám að baki í kennslugrein-
um grunnskóla en félagar þeirra í
framhaldsskólum. Grunnskóla-
kennarar þurfa ekki sendingar af
öðrum skólastigum eins og málum
er nú háttað. En til þess að þetta
líti betur út er grunnskólakenn-
urum boðið að fara í 15 eininga við-
bótarnám. Þeir sem ljúka því geta
talist hæfir til þess að kenna ís-
lensku. Alltaf er gott að fá tækifæri
til menntunar. En samhengi þessa
góða tilboðs er slíkt að ekki þarf að
búast við miklum fagnaðarlátum.
Íslenska er nú 15 námseiningar í
kjarna framhaldsskóla en verður
12. Íslenska skerðist því um 20% og
í grunnskóla verður þjappað. Ekki
hafa sést áætlanir um að viðmið-
unarstundaskrá í grunnskóla verði
breytt, að íslenska verði stærri
hluti af heildarkennslu. Varla verð-
ur þjappað á kostnað stærðfræði,
varla á kostnað ensku. Hvað skyldi
láta undan þegar enska verður færð
niður í fyrsta bekk að kröfu Við-
skiptaráðs Íslands til þess að tví-
tyngja börnin? Tvítyngingin mun
hugsanlega ganga betur fyrir sig ef
íslenskukennsla verður enn skert.
Forðast ber slys
Hugmyndir og tillögur um stytt-
ingu náms til stúdentsprófs eru
ekki komnar svo vel á veg að unnt
sé að taka þær alvarlega. Skorað er
á ríkisstjórnina að aflýsa styttingu.
Rök hafa verið færð fyrir því. Al-
menn rök eru til dæmis þau að unnt
er að ljúka framhaldsskóla á tveim-
ur árum, þremur árum, fjórum ár-
um eða fimm árum, jafnvel fleiri ár-
um. Kerfið er til. Rökin sem sótt
eru í einstakar greinar eru líka gild,
einkum þegar litið er til íslensku.
Það er ekkert vit í því að skerða
nám í móðurmáli þegar unglingar
eru í framhaldsskóla um 20%. Þeir
fengu mun styttri tíma í grunnskóla
miðað við grunnskólanemendur í
nágrannaríkjum. Einnig er þess að
minnast að skerðing nú kæmi í kjöl-
far annarrar svipaðrar þannig að
samtals skerðist nám í íslensku
móðurmáli í framhaldsskóla um
33% á innan við áratug.
Allir vita að skólakerfi þarf að
vera í sífelldri endurskoðun. Eitt af
því sem þarf að ræða er lengdin,
annað hve stór hluti skólakerfis á
að vera skyldugur öllum, þriðja
hvenær best sé að byrja, fjórða
hvenær nemendur séu reiðubúnir
að setjast í háskóla og svo mætti
lengi telja. En þetta þarf allt að
meta í einu. Ekki einn þátt í senn.
Kennarar á öllum skólastigum, frá
leikskóla til háskóla, hafa aldrei
skorast undan því að ræða um skól-
ann.
Íslenskukennsla
hornreka í skólanum?
Sigurður Konráðsson fjallar
um íslenskukennslu í skólum ’Allir vita að skólakerfiþarf að vera í sífelldri
endurskoðun.‘
Sigurður Konráðsson
Höfundur er prófessor í íslensku
í Kennaraháskóla Íslands.
Á SÍÐASTA ári mældist með-
alhiti á jörðinni hærri en nokkru
sinni fyrr síðan samræmdar mæl-
ingar hófust. Undanfarin 10–5 ár
hafa slík met verið að falla hvert af
öðru. Hafís í Norður-Íshafi var
minni síðasta haust en áður hefur
sést. Grænlandsjökull þiðnar og
brotnar í sjó fram tvöfalt hraðar en
gerðist fyrir fimm árum samkvæmt
mælingum geimvísindastofnunar
Bandaríkjanna NASA. Þessi mikli
jökulskjöldur kann að hverfa á yf-
irstandandi árþúsundi en því myndi
fylgja um 7 metra hækkun sjáv-
arborðs. Sumir vísindamenn tala
um 300 ár í þessu sambandi. Menn
ættu að svipast um á höfuðborg-
arsvæðinu og allt í kringum land
við slíkar aðstæður.
Nýtt sérfræðimat í vændum
Vísindamannahópurinn um lofts-
lagsbreytingar (IPCC) gaf síðast út
formlega skýrslu haustið 2001. Þá
voru spárnar um meðaltalshækkun
hitastigs á 21. öldinni á bilinu 1,4–
5,8°C og um hækkun sjávarborðs á
bilinu 9–88 cm, mismunandi eftir
einstökum svæðum. Hitastigshækk-
unin er talin verða til muna meiri á
norðlægum slóðum. Fjölmargir aðr-
ir þættir eru metnir af hópnum,
m.a. um aðra þætti veðurfars og
áhrif á lífríki og fæðuöflun. Næsta
matsskýrsla kemur á árinu 2007 og
gera flestir ráð fyrir að ofangreind
gildi breytist verulega til hækkunar
í ljósi nýjustu rannsókna og
reynslu.
Loftslagssamningur
SÞ er undirstaðan
Rammasamningur Sameinuðu
þjóðanna um loftslagsbreytingar er
þjóðréttarlega skuldbindandi fyrir
hvert einstakt aðildarríki. Kýótó-
bókunin margumtalaða er gerð á
grundvelli þessa samnings og með
henni taka iðnríki sem að henni
standa á sig lagalegar skuldbind-
ingar um niðurskurð. Ísland fékk
eitt ríkja heimild til aukningar um
10% og að auki til losunar frá stór-
iðju fram til 2012 (1,6 milljón tonn,
skilyrt), kallað „íslenska ákvæðið“.
Nú eru hafnar samningaviðræður
um hvað við skuli taka á næsta
tímabili, þ.e. eftir 2012. Augljós er
þörfin á miklu harðari aðgerðum í
niðurskurði á losun af hálfu vel
stæðra ríkja og að þróunarríkin
komi inn í heildarsamkomulag með
hliðstæðum hætti.
Ruglið í íslenskum
ráðamönnum
Málflutningur íslenskra ráða-
manna um loftslagsmál með for-
sætisráðherra í fararbroddi er með
miklum endemum. Þar kemur ekki
aðeins fram fálæti um þetta
stærsta vandamál sem við mann-
kyni blasir heldur afbökun og rang-
færslur um þann grunn sem Ísland
hefur viðurkennt sem
aðili að loftslagssamn-
ingi SÞ. Los-
unarbókhald sam-
kvæmt samningnum
er fyrir hvert aðild-
arríki mælt í ígildi
koltvísýrings (CO2).
Skiptir þá almennt
ekki máli frá hvaða
starfsemi mengunin
kemur heldur aðeins
að mörkin séu virt
samkvæmt Kyótóbók-
uninni. Ríki sem býr
vel að endurnýj-
anlegum orkulindum á eðli máls
samkvæmt auðveldara með að upp-
fylla skilyrðin, en það á enga kröfu
um sérmeðhöndlun nema síður sé.
Því er ósiðleg og í andstöðu við
grundvöll loftslagssamningsins sú
stefna sem Halldór Ásgrímsson o.fl.
hafa boðað að krafist verði öðru
sinni sérmeðhöndlunar fyrir Ís-
lands hönd. Á Alþingi 6. febrúar sl.
orðaði forsætisráðherra þetta þann-
ig: „Hvað tekur við eftir 2012 vitum
við ekki og ég hef svarað því mjög
skýrt að við hljótum að gera þá
kröfu áfram að geta nýtt okkur
endurnýjanlega orku áfram, og
geta tekið þátt í því að minnka
mengun í heiminum með því að
framleiða rafmagn með vistvænum
hætti hér á Íslandi.“
Fastir í stór-
iðjustefnunni
Íslenska rík-
isstjórnin situr föst og
hreyfihömluð í stór-
iðjustefnu sinni. Lofts-
lagssamningurinn
greinist ekki í þætti
eftir orkunotkun,
Kýótóbókhaldið ekki
heldur. Uppgjörið fer
fram eftir þjóðríkjum
og losun á heimsvísu
er summan af losun
allra aðildarríkjanna.
„Íslenska ákvæðið“
svo smátt sem það vegur felur í sér
heildaraukningu til iðnríkjanna.
Stórfelldur niðurskurður í losun á
heimsvísu er knýjandi nauðsyn
þegar á næsta samningstímabili.
Hvert einstakt ríki mun þá og
framvegis eiga fullt í fangi með að
standa við samningsskuldbindingar
og því fylla sinn kvóta, og þá er
ekki spurt um hvort það gerist með
stóriðju eða einhverju öðru.
Vilja virkja í botn
Fyrrum orkumálastjóri Jakob
Björnsson er á svipuðum villigötum
og forsætisráðherrann. Í Morg-
unblaðsgrein 25. febrúar sl. minnir
hann á þá gömlu hugsjón sína að
virkja í botn til rafmagnsfram-
leiðslu allt sem höndum verður
komið yfir hérlendis. Hann vill láta
stjórnvöld gera þá kröfu að ál-
vinnsla með rafmagni frá endurnýj-
anlegum orkulindum eigi „ … alls
ekki að vera með í Kyótóbókhald-
inu, því að hún dregur úr heimslos-
uninni.“ …
Loftslagsmálin eru þegar allt
kemur til alls ekki síst spurning um
efnisleg lífskjör þjóða heims innan
marka sjálfbærrar þróunar. Glíman
við sívaxandi mengun sem ógnar nú
jarðarbúum snýst um efnahagsleg
umsvif og hvernig háttað er að-
gengi að sameiginlegum lofthjúp.
Er eitthvert réttlæti í því að þær
þjóðir sem mest menga nú miðað
við höfðatölu bæti þar enn við eða
ber þeim að draga saman til að
skapa svigrúm fyrir aðra sem lakar
standa? Augljóst er í hvora sveitina
íslenski forsætisráðherrann og hans
nótar skipa sér. Spurningin er
hvort íslenska þjóðin ætlar að
fylgja þeim út í foraðið.
Loftslagsmálin og íslensk stjórnvöld
Hjörleifur Guttormsson fjallar
um loftslagsbreytingar
’Loftslagsmálin eru þeg-ar allt kemur til alls ekki
síst spurning um efnisleg
lífskjör þjóða heims inn-
an marka sjálfbærrar
þróunar.‘
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
ÞJÓNUSTA fyrir
fólk er meðal þeirra
atvinnugreina sem
hafa vaxið hvað hrað-
ast síðustu áratugi.
Vægi þess hvernig
staðið er að veitingu
þessarar þjónustu
hefur aukist að sama
skapi – hvort sem
horft er til viðskipta-
vinanna (borgaranna)
eða samfélagsins í
heild. Reykjavík-
urborg hefur nú síð-
ustu ár stigið stór
skref til þess að bæta
þjónustu við íbúa
með því að koma upp
og flytja verkefni til
þjónustumiðstöðva í
hverfum borgarinnar.
Meginmarkmið
þeirra er að veita
góða þjónustu, finna
betri lausnir með
þverfaglegu starfi og
auka grenndarkennd
með því að setja
þjónustuna í sam-
félagslegt samhengi. Til þess að
þetta samhengi náist er þörf á
nánu samstarfi við borgarbúa um
að byggja upp betra og þéttriðn-
ara samfélagsnet.
Fréttir af félagslegri einangrun
eldri borgara hafa vakið upp
áhyggjur um hvernig samfélag er
að verða til í borginni okkar. Þær
kringumstæður sem sem leiða til
þess að fólk einangrast og missir
þannig öll tengsl við samborg-
arana enda oftast með algeru
skipbroti. Úr þessu þarf að bæta.
Þessar spurningar hafa verið
ræddar hjá okkur á Þjónustu-
miðstöð Vesturbæjar og nið-
urstaðan er sú að mikilvægt sé að
þjónustan verði sett í víðara fé-
lagslegt samhengi.
Okkar skilaboð eru þau að við-
skiptavinurinn er ekki einungis
þiggjandi heldur og þátttakandi
þjónustunnar. Þannig ætti t.d. fé-
lagsleg heimaþjónusta að snúast í
enn ríkari mæli um að virkja fólk
til þátttöku í samfélaginu og efla
það til ábyrgðar á eigin lífi. Við
viljum sjá að þessi sjónarmið verði
að veruleika í allri starfsemi mið-
stöðvarinnar og þá sérstaklega
gagnvart því fólki sem
er óvirkt á vinnu-
markaði, hvort sem
það er vegna öldr-
unar, örorku eða at-
vinnuleysis. Virk þátt-
taka í þjónusta þýðir
að viðskiptavinir fái,
stundum með fagfólki,
að skipuleggja og
móta þjónustuna og
beri þannig aukna
ábyrgð. Þannig geta
þeir lagt sitt af mörk-
um til samfélagsins –
hlutverk sem er ekk-
ert síður mikilvægt en
önnur í lífinu. Það er
jafnframt undir okkur
öllum komið að standa
saman um að efla
tengsl okkar, byggja
upp traust hvert til
annars og að taka
samfélagslega ábyrgð.
Starfsemi þjónustu-
miðstöðvanna miðar
að því að færa þjón-
ustuna nær við-
skiptavininum. Þær eru staðsettar
í hverfum borgarinnar. Starfs-
menn þeirra starfa í öllum frí-
stundamiðstöðvum, leik- og grunn-
skólum hverfisins og veita
þjónustu inni á heimilum. Á döf-
inni er að færa samstarf heima-
hjúkrunar og félagslegrar heima-
þjónustu um kvöld og helgar inn í
hverfin og styrkja þannig enn
frekar þjónustuna í þessu sterka
samfélagsneti.
Við sem vinnum að þessari þró-
un og þeim mikilvægu verkefnum
sem felast í þjónustu við fólk á öll-
um aldri viljum hvetja til vitund-
arvakningar um mikilvægi þess að
efla félagslega þáttinn í þjónust-
unni – og þar með í samfélaginu.
Vonandi nær slagorð okkar; „Fyr-
ir hvert annað“ að efla þá vakn-
ingu.
Betri þjónusta –
Fyrir hvert annað
Óskar Dýrmundur Ólafsson
fjallar um átaksverkefnið „Fyr-
ir hvert annað“ sem lýtur að því
að bæta þjónustu við aldraða
Óskar Dýrmundur
Ólafsson
’Okkar skilaboðeru þau að við-
skiptavinurinn er
ekki einungis
þiggjandi heldur
og þátttakandi
þjónustunnar.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
Vesturgarðs.