Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ HLJÓMSVEITINNI Baggalút hef- ur verið boðið að spila í St. Péturs- borg í Rússlandi í byrjun apríl. Bragi Valdimar Skúlason, liðs- maður sveitarinnar, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið og sagði að sveitinni hefði borist tilboð um að spila í diskóklúbbnum Platforma í St. Pétursborg. „Hjálmar spiluðu á þessum stað í fyrra að mig minnir og voru í sam- bandi við staðarhaldara í framhald- inu. Þeir sendu nokkrar plötur út og þar á meðal okkar og tilboðið kom svo í kjölfarið. Við erum enn að velta því fyrir okkur hvort við eig- um að þekkjast boðið. Einhvern veginn þurfum við víst að komast þangað.“ Bragi segir að verði af tónleika- ferðinni geti hópurinn orðið nokkuð stór. „Söngvarateymið okkar er al- gjörlega hæfileikalaust á hljóðfæri og því gæti hópurinn samanstaðið að tólf manns, þar á meðal kvik- myndatökumanni.“ Með honum segir Bragi að sveitin hyggist nýta sér þessar undarlegu aðstæður sem þarna muni vænt- anlega skapast. „Íslensk kántrí- hljómsveit að leika á diskóklúbbi í St. Pétursborg er eitthvað sem þarf að festa á filmu fyrir afkomendur Baggalúts. Ætli við reynum ekki að búa til einhverja sögu í leiðinni. Banjóleikarinn okkar er frá St. Pét- ursborg og við munum væntanlega heimsækja æskustöðvar hans – hann býr núna í Nashville í Banda- ríkjunum.“ Verði af ferðinni segir Bragi að sveitin muni að öllum líkindum hita aðeins upp hér á landi áður. „Þá tryggjum við að minnsta kosti eina æfingu áður.“ Þess má síðan geta að hljóm- sveitin er þegar byrjuð að vinna að næstu breiðskífu sem Bragi segir að verði strand-kántríplata þar sem strápils og blómakransar verði alls- ráðandi. Tónlist | Baggalút boðið að spila í St. Pétursborg Baggalútur horfir þessa dagana til austurs. Ný plata í bígerð BRESKI spennusagnahöfundurinn John le Carré er afkastamikill og hefur notið mikilla vinsælda á löngum ferli. Röskur tugur bóka hans hefur verið kvikmyndaður, nánast undantekningarlaust með lít- ilsigldum árangri. Fyrir skömmu sáum við The Tailor of Panama, sem flokkaðist með þeim slakari. Nú gefst kostur á að sjá hvaða árangri Brasilíumaðurinn Meirelles (City of God) hefur náð úr The Constant Gardener, sem mun vera 18. bók höf- undar. Aðalsögupersónan er ekki hinn hefðbundni njósnari hennar hátign- ar, heldur Justin Quayle (Fiennes), frekar lágt settur starfsmaður utan- ríkisþjónustunnar í Kenýa. Hann unir sér best við að reyta illgresið í garðinum sínum uns hann kynnist Tessu (Weizs) á fyrirlestraferð heima í gamla landinu. Hún er heillandi og glæsilegur lögfræðingur og baráttukona sem setur líf hans snarlega á annan endann. Þau gifta sig og halda síðan til Afríku. Tessa verður ófrísk en missir barnið, hún er endalaust að snúast í málum innfæddra sem líða skort, ekki síst á lyfjum og umönnun. Hinn hægláti Justin á ekki heima í leyni- veröld Tessu og hefur mjög tak- markaða vitneskju um að hún er að fletta ofan af glæpaverkum lyfjafyr- irtækja á bak við tjöldin. Þegar Tessa finnst myrt vekur sorgin og missirinn duginn í Justin sem ætlar sér að komast til botns í hvað er að gerast í kringum hann. Þar er ýmislegt gruggugt, hið op- inbera lætur að því liggja að Tessa hafi staðið í framhjáhaldi, en það eru allt önnur og verri ljón í veginum, ekki aðeins í Afríku. Meirelles kemur frábærlega til skila bæði umhverfisstemningunni í viðsjárverðu álfunni svörtu, spenn- unni sem skapast þegar Justin fer á stúfana og að gefa áhorfandanum nasasjón af framkomu lyfjarisanna við þriðja heiminn. Þeir eru hið illa afl sem Sovétið var löngum í bókum höfundarins og kæmi fáum á óvart að Le Carré hefði fundið í þeim verð- ugan arftaka, nú þegar kalda stríðið tilheyrir fortíðinni. Í Kenýa virðist lyfjaframleiðandi vera að rétta fátækum íbúunum hjálparhönd með dreifingu verð- mætra lyfja. Tessa og baráttuhóp- arnir að baki henni komust að því að þar með er ekki öll sagan sögð. Íbú- arnir þurfa að gjalda skammtana dýru verði: Aleigunni. The Constant Gardener á að ger- ast fyrir einhverjum árum en ádeilan er engu að síður í fullu gildi í dag og vekur myndin örugglega umræður um himinhrópandi ljósárafjarlægð- ina sem skapast hefur á milli heil- brigðiskerfa fátækra þjóða og ríkra og þátt lyfjarisanna í þeim skamm- arlega hráskinnaleik. Meirelles hef- ur hitt naglann á höfuðið að velja Fiennes í hlutverk Justins, hann er trúverðugur sem vonsvikinn hug- sjónamaður jafnt sem ískaldur hefn- andi sem leikur tveimur skjöldum á hættuslóðum við að komast til botns í svívirðilegu morðmáli og gróusög- um um konu sína – um leið og hann flettir ofan af ljótum sannleikanum. Weizs er sannfærandi sem hin upp- reisnargjarni baráttuþjarkur, það sem skortir er neistinn á milli þeirra. Atriðið þegar Justin grætur utan við heimili þeirra er ekki áhrifamikið frekar en hrifning hennar á Justin. Aukaleikararnir sem fylla í skörð- in eru flestir vandanum vaxnir. Það kemur ekki á óvart hvað snertir karla á borð við Gerald McSorly og Bill Nighy, en því ánægjulegra að sjá Danny, son Johns Hustons, glimrandi fínan sem ástfanginn skít- hæl í utanríkisþjónustunni. Fleiri magnaðir skapgerðarleikarar hjálpa til við að gera The Constant Garde- ner að áhrifaríkri og umhugs- unarverðri skemmtun og útlitið, ekki síst kvikmyndatakan á vettvangi í Afríku, er augnakonfekt. Myndin er frábær afþreying, þótt ástamálin séu linjuleg, og tvímælalaust besta kvik- myndagerð sögu eftir Le Carré allar götur aftur til The Spy Who Came In From the Cold, fyrir heilum fjór- um áratugum. Hægláti garð- yrkjumaðurinn KVIKMYNDIR Smárabíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Fernando Meirelles. Aðalleik- arar: Ralph Fiennes, Rachel Weisz, Hu- bert Koundé, Danny Huston, Bill Nighy. 130 mín. Bretland/Þýskaland 2005. The Constant Gardener  „Weizs er sannfærandi sem hin uppreisnargjarni baráttuþjarkur,“ segir m.a. í dómi. Sæbjörn Valdimarsson B-HROLLURINN er öruggasta fjárfestingin í kvikmyndaheiminum. Engu máli virðist skipta hversu út- þvældur, slitinn og ómerkilegur hann er; hann skilar arði líkt og kaupfélög á útnára landsins um miðja síðustu öld. Ódrepandi van- skapningur sem stendur opinn þeim sem hafa ekki rænu á að líta betur í kringum sig. Ekki þar fyrir, B- hrollurinn getur verið hin besta skemmtun ef vel er á haldið, því er ekki að heilsa í Underworld: Evolut- ion. Nú fá bíógestir aðra vítissendingu af neðanjarðarsápunni um blóðsug- una Selenu (Beckinsale), sem að þessu sinni er upptekin upp fyrir skolt að þagga niður í rökkurbróður sínum, ógnvænlegum, stökk- breyttum varúlfi. Einnig er varúlf- urinn Michael (Speedman) á sínum stað. Í rauninni er nákvæmlega ekkert nýtt á ferðinni í samslætti hryllings- mýtnanna. Beckinsale virðist heill- um horfin og hálfdapurlegt til þess að vita að þeir ágætu leikarar Sir Derek Jacobi og Bill Nighy skuli láta sig hafa það að taka þátt í jafn sáraómerkilegu og hefðbundnu meira og minna tölvuteiknuðu blóðslubbi og þessu, en þá komum við aftur að peningahliðinni. Hún heillar, kætir og gleður. Meira af því sama „Beckinsale virðist heillum horfin,“ segir m.a. í dómi. KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Len Wiseman. Aðalleikarar: Kate Beckinsale (Selene), Scott Speed- man (Michael), Tony Curran, Sir Derek Jacobi, Bill Nighy, Steven Mackintosh. 105 mín. Bandaríkin 2006. Underworld: Evolution  Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.