Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn
Blaðbera vantar á
Akureyri
í eftirtalin hverfi:
Akurgerði
og Innbæ.
Upplýsingar í
síma 461 1600
Göngutúr sem borgar sig.
LANDIÐ
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Stokkseyri | „Ég er búinn að vera lengi með
það í maganum að skrifa leikrit um Þuríði for-
mann,“ segir Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson,
leikskáld, leikstjóri og kennari, sem hefur
skrifað leikritið Þuríður og Kambsránið. Leik-
félag Selfoss færir leikritið upp og verður það
sýnt bráðlega í Leikhúsinu við Sigtún á Sel-
fossi. Sigurgeir Hilmar er þekktur á Suður-
landi og víðar fyrir leikstjórn sína og leikritun.
Hann segist hafa gengið með leikritið í mag-
anum síðan 1972 er hann kynntist Sverri
Kristjánssyni sagnfræðingi og bókum sem
hann skrifaði með gömlum sögnum. Sigurgeir
segir að þá hafi sér dottið í hug að fá Sverri til
að skrifa um Þuríði formann. „Hann var treg-
ur til, fannst ekki liðinn nógu langur tími frá
atburðunum og málið viðkvæmt. Ég flutti síð-
an til Stokkseyrar þar sem ég var með Þur-
íðarbúð fyrir augunum og þetta lét mig ekki í
friði. Ég hætti ekki að hugsa um þetta, sótti
um styrk til menningarnefndar Árborgar og
fékk hann. Þar með varð ég að láta verða af
þessu, fór að skrifa og hætti ekki fyrr en verk-
ið var klárt,“ segir Sigurgeir.
Ekki sami miðillinn
„Ég byggi þetta á bókinni Þuríður og
Kambsránið eftir Brynjólf Jónsson frá Minna
Núpi sem kom fyrst út 1893 og varð gríðarlega
vinsæl og núna er þriðja útgáfa bókarinnar til
á söfnum. Auðvitað verður maður að hagræða
ýmsu og skálda í eyður vegna þess að saga og
leikrit er ekki sami miðillinn. Ég vona bara að
leikritið höfði til fólks hérna. Það er mikil
dramatík í þessu og svo blandast húmor og
harmur inn í þetta,“ segir Sigurgeir Hilmar.
Það er að sjálfsögðu Leikfélag Selfoss sem
tekur verkefnið að sér og færir upp leiksýn-
inguna undir leikstjórn Jóns Stefáns Kristjáns-
sonar. Leikmyndin verður óvenjuleg en félag-
ið fær aðstoð Þórarins Blöndal úr
höfuðborginni með hana og Benedikt Axelsson
hannar lýsinguna. Allt er að verða klárt fyrir
frumsýninguna 10. mars nk.
Vont að vera truflaður
Sigurgeir Hilmar hefur áður skrifað tvö
leikrit í fullri lengd. Svo hefur hann skrifað
ótal styttri þætti. „Ég hef verið að fást við
þetta síðan 1972 fyrir ýmsa aðila á Suðurlandi
og hef gaman af. Mér finnst þetta gefandi.
Þegar ég sest niður við að skrifa þá lifi ég mig
inn í öll hlutverkin en það helgast af því að ég
hef mikið leikið sjálfur og mér finnst nauðsyn-
legt að lifa mig inn í hvert hlutverk. Ég er í
raun í leikriti um leið og ég er að skrifa og þarf
mikið að ganga um gólf og verð að hafa gott
næði. Það getur tekið mig langan tíma að kom-
ast aftur í leikritastuð ef ég er truflaður. Það
má segja að ég leiki verkið áfram og spinni
það þannig að ég verð hluti af verkinu. Svo
verð ég auðvitað mjög fúll ef ég er truflaður á
meðan ég er að vinna þetta. Það má segja að
ég falli í leiktrans þegar ég er við þessa iðju
mína. Ég veit ekkert hvernig önnur leikrita-
skáld vinna en mér finnst þetta best svona,“
segir Sigurgeir Hilmar og hlær kunnugum
kumrandi hlátri.
„Það er mjög skemmtilegt að vinna að þessu
og það sem er einstakt er að sjá verkið lifna á
sviðinu og heyra aðra segja setningarnar sem
maður hugsaði út. Þetta er sköpunarverk sem
hreinlega lifnar við. Það gefur mér vissa útrás
og farveg fyrir einhverja sköpun sem blundar
með manni og á þennan hátt fæ ég útrás. Ég
horfi oft á sögu og atburði sem möguleg leikrit
og svo spekúlera ég mjög mikið í fólki og per-
sónuleikum sem birtast í daglegu lífi.“
Brimhljóðið er notalegt
„Já, ég bý núna á Stokkseyri, síðan fyrir 7
árum en þar áður bjó ég á Þingborg í rúmlega
20 ár. Ég vildi sjá út á sjóinn og náði að kaupa
hús sem er á sjávarkambinum og ég sé vel út á
hafið. Þarna er alveg dýrðlegt að vera. Maður
getur gengið út af lóðinni og er þá kominn nið-
ur í fjöruna. Þarna er síkvikt fuglalíf og marg-
breytileg náttúra við sjóinn. Ég er gamall
fjörulalli úr Staðarsveit á Snæfellsnesi og það
toga alltaf í mann aðstæður sem maður ólst
upp við. Mér finnst til dæmis brimhljóðið mjög
notalegt þó svo húsið nötri og öðrum finnist
það ógnandi,“ segir Sigurgeir Hilmar Frið-
þjófsson sem núna sinnir kennslu í Flóaskóla
sem aðalstarfi ásamt því að leiðbeina ungling-
um í Vallaskóla á Selfossi í leiklist. „Það er
ljómandi að vera í Flóaskóla og töluvert mikið
leikið þar,“ segir Sigurgeir Hilmar.
Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson skrifaði leikrit um Þuríði formann og Kambsránið fyrir Leikfélag Selfoss
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Í hlutverki Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson leikritahöfundur, leikstjóri og kennari frá Stokks-
eyri situr fyrir í sminkherbergi Leikhúss Leikfélags Selfoss við Sigtún á Selfossi.
Geng um gólf og lifi
mig inn í hlutverkin
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
Borgarnes | Snorrastofa fékk hæsta styrkinn við úthlutun úr
Menningarsjóði Sparisjóðs Mýrasýslu, 2,1 milljón, til útgáfu á
fjórum bókum.
Í ár bárust 29 umsóknir og samtals óskað eftir um 17 millj-
ónum króna. Árlegt framlag til úthlutunar eru 5 milljónir og því
ljóst að ekki var hægt að verða við öllum óskum. Ákveðið var að
styrkja 16 verkefni og verja til þeirra 5,6 milljónum sem er
nokkru hærra en venjan er.
Um upphæð hvers og eins styrks er ekki getið, nema fram-
lagsins til Snorrastofu. Aðrir styrkþegar eru Tónlistarskóli
Borgarfarðar, Kór eldri borgara í Borgarnesi, Skógrækt-
arfélag Borgarfjarðar, Kirkjukór Hellna-, Búða- og Stað-
arsóknar í Snæfellsbæ, Samkór Mýramanna, Fitjakirkja í
Skorradal, Freyjukórinn, Reykholtshátíð 10 ára, Tónlistarfélag
Borgarfjarðar, Steinsnar, Þorgerður Gunnarsdóttir vegna ljós-
myndasýningar, Ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi, Kamm-
erkór Vesturlands, Mímir ungmennahús og Margrét Jóhanns-
dóttir fékk styrk til að safna munnmælasögum.
Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, sagði að
styrkurinn gerði þeim kleift að fjármagna útgáfu á þremur af
þeim fjórum bókum sem gefnar verða út.
Bækur eftir virta fræðimenn
„Bækurnar eftir marga höfunda, marga fremstu fræðimenn
Norðurlandanna, hvern á sínu sviði,“ segir Bergur, „og er verk-
efnið hluti af þverfaglegri vinnu í Reykholti styrktri af Nord
Forsk.“ Þær eru gefnar út í ritröð og sú fyrsta „Snorra Edda – í
íslenskri og evrópskri menningu“ inniheldur úrval fyrirlestra
frá hinni árlegu ráðstefnu Snorrastofu í Reykholti um Reykholt
og evrópska ritmenningu. Á ráðstefnunni 2005 var fjallað um
Eddu Snorra Sturlusonar frá ýmsum hliðum, s.s. heimild, nor-
ræn goðafræði, í evrópsku samhengi og bókmenning miðalda.
Önnur bókin heitir „Reykholt sem valda- og lærdómsmiðstöð
og hið íslenska og norræna samhengi“. Í bókinni verður úrval
fyrirlestra af tveimur ráðstefnum Snorrastofu í Reykholti um
Reykholt og evrópska ritmenningu, auk þess sem í henni verða
ljósmyndir og greinar um fornleifarannsóknir í Reykholti og
tilgátur um húsagerðina. Þá eru ræddar hugmyndir um hvern-
ig staðið var að lærdómsiðkun í Reykholti og ritun þeirra verka,
sem eignuð eru Snorra Sturlusyni.
Þriðja bókin heitir „Hin norræna endurreisn á miðöldum“ og
í henni verða fyrirlestrar frá ráðstefnu Snorrastofu í Reykholti
um Reykholt og evrópska ritmenningu, þ.e. „Den norrøne re-
næssance i nordisk middelalder“. Fjórða bókin heitir „Kirkju-
miðstöðvar“ en
markmiðið er að gefa út efni vinnufundar, sem Kristnihátíð-
arsjóður styrkti 3. október 2002 í Reykholti. Kristnihátíð-
arsjóður hefur veitt sérstakan útgáfustyrk að upphæð 400.000
kr. Bókin er komin í prentsmiðju. Begur segir þess vænst að
ritið geti orðið mikilvægt framlag til alþjóðlegrar umræðu um
upphaf kirkna og sókna og staða, um ’minsters’, móðurkirkjur
(ecclesiae matrix), tituli majores/minores, skírnarkirkjur, höf-
uðkirkjur eða fylkiskirkjur. Aðalviðfangsefnið er kirkju-
miðstöðvar, svo sem staðir, og hvernig og hvers vegna þær
urðu til og hvaða tilgangi þær þjónuðu í árdaga kirkjulegs
starfs. ,,Þetta snýst samt allt saman um okkar svæði, frá botni
Hvalfjarðar, í Borgarfirði og þá aðallega Reykholti, um tilurð
og þróun á tímum Snorra,“ segir Bergur. Heildarkostnaður er
útgáfunnar er áætlaður 4,1 milljón króna.
Snorrastofa fékk styrk til útgáfu á fjórum bókum
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Snorrastofa Bergur Þorgeirsson stýrir Snorrastofu.