Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 25 MINNSTAÐUR BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR Opið: mán-fös 10.00-18.00 lau 10.00-16.00 - sun 13.00-16.00 -10% Borð (180x100) og sex stólar 126.000.- Verð áður: 140.000.- Verð nú: -10% Stækkanlegt borð 160(45+45)x100) og sex stólar 147.600.- Verð áður: 164.000.- Verð nú: Skenkur 125cm hár 108.000.- Verð: NÝ SENDING AF EIKARHÚSGÖGNUM - einnig fáanleg í hvíttuðu og dökkbæsuðu - Sjónvarpsskenkur Fáanlegur í tveimur stærðum 240cm Verð: 29.500.- 69.000.- 183cm Verð: 65.000.- Hilla með ljósi Verð: Sjónvarpsskenkur 200cm Verð: 67.000.- Þorlákshöfn | Sveitarfélagið Ölf- us, Landgræðsla ríkisins og ný- stofnuð vélhjóladeild Umf. Þórs undirrituðu nýlega samning um afnot vélhjóladeildarinnar af land- svæði í eigu Landgræðslunnar, á Hafnarsandi. Svæðið sem er sjö hektarar að stærð er austan við gamla Þor- lákshafnarveginn, rétt ofan við námurnar þar sem grjót var tekið í nýju hafnargerðina. Vél- hjóladeildinni er heimilt að hefja undirbúning og framkvæmdir á svæðinu strax en akstursíþróttir verða ekki heimilar á svæðinu fyrr en skipulagningu og merkingu brauta er að fullu lokið. Allar framkvæmdir og uppbygging að- stöðu á svæðinu skulu vera í sam- ráði við Landgræðsluna og Sveit- arfélagið Ölfus. Sigurður Þorsteinsson, formað- ur nýstofnaðrar vélhjóladeildar Umf. Þórs sagði af þessu tilefni: „Það er kappsmál deildarinnar að koma öllum vélhjólamönnum sem hafa verið að hjóla skipulagslaust á Hafnarsandinum og í Kampinum ofan við Skötubótina inn á þetta svæði og koma þannig í veg fyrir gróðurskemmdir. Við munum ann- ast uppgræðslu umhverfis hið af- markaða svæði í samvinnu við Landgræðsluna og svo fáum við tré, plöntur, áburð og fræ hjá sveitarfélaginu ásamt því að fá 2 til 3 vinnuskólastarfsmenn til að- stoðar. Stefnt er að því að koma svæðinu í notkun sem allra fyrst og munu félagar deildarinnar sem eru komnir fast að tuttugu vinna verkið eins mikið og hægt.“ Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Ánægðir Félagar í Vélhjóladeild Ungmennafélagsins Þórs voru ánægðir með samninginn. Hér er hópur þeirra ásamt fulltrúum Landgræðslunnar og sveitarfélagsins. Fast að tuttugu félagar eru í vélhjóladeild Þórs. Vélhjólamenn útbúa æfingasvæði á Hafnarsandi Eftir Jón Hafstein Sigurmundsson Hellissandur | Það er engu líkara en sólskinið og góða veðrið síðustu daga hafi orðið til þess að telja sum- um trú um það að vorið væri komið eða að það þyrfti í öllu falli að búa sig undir að það styttist óðum í það. Þeir Ómar og Lúðvík smiðir frá Hellissandi voru a.m.k. á fullu við að koma fyrir tröppum upp af sand- fjörunni í Skarðsvík til að auðvelda sóldýrkendum að komast í fjöruna og að sjónum í skjóli við klettana. Þeir félagar voru þarna á vegum þjóðgarðsins Snæfellsjökuls en Skarðsvíkin er einn af þeim stöðum sem oft er fjölmennt, sérstaklega þegar sólin skín. Smiðirnir sögðust alveg vera á réttum tíma með þess- ar lagfæringar. Í mars kæmu oft góðir sólardagar og þá kæmi fólk í hópum til að leika sér í sandinum. Þá væri gott að vera búinn með svona framkvæmdir. Stigi gerður niður í Skarðsfjöru Selfoss | Ákveðið hefur verið að flytja söludeild mjólkurbús- ins á Selfossi til Reykjavík um næstu áramót. Við deildina starfa nú tveir menn og fer annar þeirra væntanlega til starfa í Reykjavík. Kemur þetta fram á fréttavefnum sud- urland.is. Þá hefur rjómaostagerð bús- ins verið flutt til Blönduóss en við hana störfuðu þrír til fjórir menn hálfa vikuna. Haft er eftir Guðbrandi Sig- urðssyni, forstjóra MS, að þessar tilfærslur séu minni en nemur tilflutningi skrifstofu- verkefna frá Reykjavík til Sel- foss. Söludeild flutt til Reykja- víkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.