Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 26
Daglegtlíf
mars
„PÍANÓIÐ er mikið stofustáss og
ég er nú þegar farinn að hugsa í
laumi um það hvert barnanna minna
fái gripinn eftir minn dag,“ segir
Gestur Traustason, framkvæmda-
stjóri hjá Þekkingu, sem erfði fjör-
gamalt og fallegt píanó eftir ömmu
sína Maríu Jónsdóttur, húsmóður á
Akureyri, sem, að sögn Gests, var
ein af fínu frúnum í bænum og talaði
dönsku á sunnudögum.
María var fædd árið 1899 og lést
árið 1969. Hún var þekkt í bænum
sem spákona og píanókennari og
kenndi þá meðal annars á píanóið,
sem er danskt að ætt og uppruna og
er nú í eigu Gests uppi í Breiðholti.
„Eftir að ég eignaðist píanóið góða
við lát ömmu árið 1969 hefur það síð-
an verið lengst af geymt í bíl-
skúrnum hjá mömmu minni norður á
Akureyri, en þegar ég loksins eign-
aðist mitt eigið hús árið 1999 var hún
fljót að senda mér erfðagóssið suður
um heiðar svo hún gæti rýmkað til í
skúrnum sínum,“ segir Gestur þegar
hann er spurður út í sögu píanósins,
sem honum er nú orðið ósköp kært
þó hann afneiti því með öllu að geta
eitthvað glamrað á gripinn sér til
ánægju og yndisauka. „Ég var að
vísu í tónlistarskóla sem strákur, en
hef ekki haft uppi nein áform um
frekara tónlistarnám þar sem mér
fannst það svo hræðilega leiðinlegt.
Píanóið kom hins vegar í minn hlut
þar sem ég mun hafa verið sá eini í
fjölskyldunni sem hafði fengið eitt-
hvað, sem líktist tóneyra í vöggu-
gjöf. Það segir kannski meira um
mína fjölskyldu en sjálfa mig.“
Góð áform um uppgerð
Gestur hefur ekki minnstu hug-
mynd um hvernig píanóið komst í
eigu ömmu hans fyrir norðan. Á því
stendur hins vegar að framleiðand-
inn sé Herm. Peterson frá „Kjöben-
hafn“ og sennilega er það smíðað á
árunum 1885–1890. Inni í því má svo
sjá raðnúmerið 720. Innan í píanóinu
er skrifað að síðasta stilling hafi far-
ið fram 1. febrúar árið 1938. „Miðað
við þau óhljóð, sem frá því koma,
hefur það varla verið stillt síðan. Ég
hef aftur á móti stór áform og ein-
beittan vilja til að láta gera píanóið
upp og þá þarf meira að koma til en
bara stillingin ein og sér. Það eitt er
ljóst. Ég er bara alltaf að safna pen-
ing til að hrinda þessu í framkvæmd.
Píanóið er afskaplega fallegt á að
líta. Það er úr antikbrúnum viði þar
sem sést móta fyrir rótinni. Fram-
hliðin er vel útskorin og nóturnar,
sem sumar eru orðnar vel slitnar,
eru úr fílabeini.“
Gestur gerir ekki ráð fyrir að pí-
anóið seldist fyrir háar fjárhæðir
yrði það boðið hæstbjóðanda. „Ég
komst nefnilega fyrir nokkru í sam-
band við danskan píanósérfræðing,
sem fræddi mig um að svona píanó
missti tónhæfileika sína eftir hundr-
að ára endingu og yrði þar með verð-
laust. Þar með varð sú von mín um
að borga upp húsbréfin með píanó-
inu að engu orðin. Héðan í frá verður
danska píanóið mitt því bara stof-
ustáss. Það er vel þess virði.“
HLUTUR MEÐ SÖGU | Gestur Traustason á fjörgamalt og rammfalskt píanó
Erfðagóss verður verðlaust stofustáss
Morgunblaðið/Sverrir
Gestur Traustason situr við útskorna píanóið sitt sem hann erfði eftir ömmu sína, Maríu Jónsdóttur píanókennara.
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.isÞAÐ ER eins gott að hugsa sig vel
um áður en maður skellir sér í heita
nuddpottinn því ný rannsókn sýnir
fram á það að slíkir pottar geta ver-
ið góðar æxlunarstöðvar fyrir heilu
bakteríusamfélögin. Dr. Rita B.
Moyes, örverufræðingur við A&M
háskólann í Texas tók sýni úr 43
nuddpottum, sem bæði voru í einka-
eigu og á opinberum stöðum. Í ljós
kom að allir pottarnir reyndust
bera örveruvöxt af einhverju tagi.
Í samtali við Reuters sagði Moyes
að þessar lífverur næðu oft að búa
til heilu samfélögin, sem gerðu
vösku hreingerningafólki oft erfitt
um vik, en væru pottarnir með-
höndlaðir efnafræðilega á réttan
hátt, ættu frískar manneskjur ekki
að þurfa að hafa áhyggjur.
Þegar kveikt er á þrýstistútum,
rennur bakteríumengað vatnið í
pottana og vegna hreyfinga vatns-
ins myndast úði, sem auðveldar ör-
verum leið að lungum og öðrum
viðkvæmum stöðum. Þetta gerðist
ekki í kyrru vatni. Bakteríurnar,
sem fundust í nuddböðum, geta leitt
til ýmissa sjúkdóma, segir Moyes,
m.a. þvagfærasýkinga, húð-
sjúkdóma og lungnabólgu.
Bakteríur í
nuddpottum
HEILSA
LOFTIÐ í leikskólunum getur verið
óheilnæmt fyrir börnin, að því er
sænsk rannsókn bendir til. Á leik-
skólanum eru margs konar agnir á
sveimi og getur loftið því verið verra
fyrir leikskólabörnin en loftið heima
hjá þeim, að því er m.a. kemur fram í
Svenska Dagbladet. Leikskólabörn
geta fengið astma, ofnæmi og sýk-
ingar í öndunarfæri vegna þessa en
hægt er að bæta loftið með betri loft-
ræstingu og þrifum. Börn eru við-
kvæmari en fullorðnir og agnir sem
þau anda að sér geta fest í önd-
unarfærunum þótt sama loft valdi
fullorðnum engu meini. Agnir t.d. úr
ryki þyrlast upp í loftið í umhverfi
þar sem mikið af fólki er og mikil
hreyfing er. Einnig bera leik-
skólabörn með sér ýmislegt að heim-
an sem getur borið smit eða valdið
öðrum erfiðleikum, t.d. frjókorna-
agnir, efni úr tóbaksreyk eða hár af
gæludýrum. Víst er að nútímabörn
eru viðkvæmari fyrir alls kyns önd-
unarfærasýkingum og ofnæmi en af-
ar þeirra og ömmur voru.
Lausnin felst í loftræstingu og
þrifum. Þrífa ætti skóla og leikskóla
á kvöldin eða morgnana en ekki á
miðjum degi því þá þyrlast rykið
bara um og agnirnar eru um kyrrt.
RANNSÓKN
Morgunblaðið/Ómar
Óheilnæmt loft í leikskólum?