Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 6
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær portúgölskum trésmið í vil í máli sem Samiðn höfðaði fyrir hans hönd en maðurinn var ráðinn til starfa hjá verktakafyrirtækinu Imp- regilo í gegnum starfsmannaleiguna Select. Féllst dómurinn á þau rök að maðurinn hefði í raun verið starfs- maður Impregilo, en ekki starfs- mannaleigunnar. Þetta er mjög þýðingarmikil niður- staða að mati Þorbjörns Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Samiðnar, þar sem hann þýðir að fyrirtæki sem tekur við starfsmanni til vinnu í gegn- um starfsmannaleigu, beri húsbónda- ábyrgðina sem raunverulegur at- vinnurekandi mannsins, að sögn hans. „Menn hljóta að horfa til þessa dóms. Það var gert samkomulag við Impregilo um ábyrgðina en dómurinn vitnar ekki til þess, heldur horfir al- Talinn starfsmaður verktakans en ekki starfsmannaleigu mennt á að einstaklingurinn hafi ver- ið alfarið hjá Impregilo þrátt fyrir að starfsmannaleigan hafi útvegað hann. Að sögn Þorbjörns var maðurinn ráðinn sem trésmiður en látinn starfa sem verkamaður og fékk laun sem slíkur. Gerði hann ítrekaðar tilraunir til að fá þetta leiðrétt en án árangurs. Í málinu kom fram að Impregilo taldi kröfunni ranglega að sér beint þar sem hann hefði í raun verið starfs- maður Select. Því hafnaði dómurinn. Tilgreining á Select sem vinnuveit- anda mannsins hafi bersýnilega verið til málamynda. Í dómnum segir að maðurinn hafi verið ráðinn sem tré- smiður. Var Impregilo dæmt til að greiða honum 964.021 kr. vegna van- goldinna launa auk dráttarvaxta. Var fyrirtækið dæmt til að greiða 450 þús. kr. málskostnað. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kvað upp dóminn. 6 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MINNINGARSJÓÐUR Margrétar Björgólfsdóttur mun næstu þrjú ár- in styrkja þrjár stöður við íslenska háskóla, en skrifað var undir samn- inga þess efnis í Listasafni Íslands í gær. Samkomulag var gert við lækna- deild Háskóla Íslands og Krabba- meinsfélag Íslands um kostun rann- sóknarstöðu í krabbameinsfræðum, við Félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands um stöðu verkefnisstjóra við undirbúning stofnunar Rannsókn- arseturs í fötlunarfræðum og við Kennslufræði- og lýðheilsudeild Há- skólans í Reykjavík um rannsóknir og kennslu um líðan barna og ung- menna hérlendis. „Okkur er ekki sama,“ sagði Björgólfur Guðmundsson, faðir Margrétar, en hann er stjórn- arformaður sjóðsins. Vísaði hann til þess að einkaframtakinu fylgdu ákveðnar samfélagslegar skyldur hjá þeim sem vel vegnaði. „Við höf- um reynt að hvetja nýja athafna- menn til að sinna því sem máli skipt- ir í þjóðfélaginu.“ Mikilvægar rannsóknir „Ég er þakklát fyrir þennan skiln- ing á mikilvægi rannsókna,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands . „Það er sagt um þá sem deyja að þeir deyi ekki meðan minningin lifir í hjörtum þeirra sem lifa.“ Sjálf sagðist hún hafa kynnst Margréti og ætti vel við að velgjörðasjóður bæri nafn henn- ar. „Hún var þannig kona.“ Guðrún sagði að styrkurinn yrði notaður til kostunar stöðu í sameinda- og frumulíffræðirannsóknum, en nú þegar hefði náðst hér mikill árangur á alþjóðavísu í þess konar rann- sóknum. Færu rannsóknirnar fram á brjóstakrabbameini, sem er al- gengasta krabbameinið meðal kvenna. Í þakkarræðu sinni fyrir hönd HÍ lagði Kristín Ingólfsdóttir rektor áherslu á mikilvægi nýrra fræði- greina á borð við fötlunarfræði, en kennsla á meistarastigi í greininni hófst við HÍ í fyrra. Benti Kristín á að rannsóknir beindust m.a. að fötl- uðum börnum og háskólastúdentum, lífi seinfærra foreldra o.s.frv. Rann- veig Traustadóttir, sem stýrt hefur uppbyggingu námsins, sagði fram- lagið gífurlega mikilvægt. „Við höfum heitið því að velja til starfsins ungan og upprennandi vís- indamann,“ sagði Inga Dóra Sigfús- dóttir, deildarstjóri kennslufræði- og lýðheilsudeildar HR. Nám í lýð- heilsufræðum á meistarastigi hófst við deildina í haust. „Við vildum víkka hlutverk deildarinnar út fyrir kennslufræði því til að efla æsku landsins þarf börnum líka að líða vel.“ Þörf fyrir að gefa af sér Margrét Björgólfsdóttir lést af slysförum aðeins 33 ára að aldri. „Margrét hafði mesta þörf fyrir að gefa af sér, var bæði fram- kvæmdakona og bóhem og hafði allt- af mörg járn í eldinum, gat aldrei gert bara eitt í einu. Því má segja að starf sjóðsins endurspegli hennar persónu,“ sagði Björgólfur. Minningarsjóður Margrétar var settur á fót fyrir rúmu ári með 500 milljóna króna framlagi hjónanna Björgólfs og Þóru Hallgrímsson. Markmið sjóðsins er að stuðla að heilbrigðu líferni og bættu mannlífi og efla menntir, menningu og íþrótt- ir. Frá stofnun hefur sjóðurinn styrkt 385 einstaklinga, stofnanir og félög um alls 170 milljónir króna. Morgunblaðið/Kristinn Skrifað undir í Listasafni Íslands. Björgólfur Guðmundsson og Þóra Hallgrímsson eru vinstra megin í aftari röð. Þrjár stöður við íslenska há- skóla verða styrktar í þrjú ár Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@hi.is ýmsum aldri á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Fram kemur í dómnum, að við húsleit á heimili mannsins fundust rúmlega 38 þúsund ljósmyndir og 192 hreyfimyndir á tveimur hörð- um diskum og fjórum geisladisk- um. Við það bættust 1.209 ljós- myndir sem fundust á vinnustað mannsins. Hefur ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi Maðurinn hefur ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi og taldi dómari að líta bæri til þess við ákvörðun refsingar. Þá þótti mega virða honum til hagsbóta að hann leitaði meðferðar við sjúk- legri klámfíkn sinni og hefur síðan verið undir handleiðslu geðlæknis, gengist undir viðtals- og lyfjameð- ferð og sækir reglulega fundi hjá sjálfshjálparsamtökunum SLA, sem glíma við að hjálpa klámfíklum að ná tökum á lífi sínu á nýjan leik. Á hinn bóginn þótti horfa til HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á fertugs- aldri í tólf mánaða fangelsi, þar af eru þrír mánuðir óskilorðsbundnir, fyrir að hafa í vörslu sinni mikið magn ljósmynda og hreyfimynda sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Kolbrún Sævarsdóttir saksókn- ari segir í samtali við Morgunblað- ið að þetta sé þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi fyrir vörslu á barnaklámi. Árið 2004 var karl- maður dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af voru tveir mánuðir skilorðsbundnir, fyrir vörslu á mjög grófum ljósmyndum með barnaklámi. Karlmanninum sem dæmdur var í gær var einnig gert að greiða sakarkostnað, 190 þúsund krónur, þar með talda 175 þúsund króna þóknun verjanda síns. Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni, að margar myndanna, sem maðurinn hafði í fórum sínum, hafi verið afar grófar og sýnt börn á refsiþyngingar að maðurinn hafði í vörslum sínum tæplega 40.000 ljós- myndir, sem sýna börn á ýmsum aldri á kynferðislegan og klám- fenginn hátt og eru margar mynd- anna afar grófar. Þá hafði ákærði í sínum vörslum tæplega 200 hreyfi- myndir af sama toga, þar á meðal myndskeið sem sýnir nauðgun tveggja karlmanna á tánings- stúlku. Tekur dómari fram í forsendum, að „til að spyrna á móti slíkri mis- notkun barna og útbreiðslu jafn svívirðilegs efnis og ákærði hafði í vörslum sínum er nauðsynlegt að gefin verði skýr skilaboð um hverju það varði að fremja afbrot af þessu tagi“. Tekið var fram við ákvörðun refsingar að maðurinn er fyrirvinna á heimili sínu. Málið dæmdi Jónas Jóhannsson héraðsdómari. Hulda Elsa Björg- vinsdóttir sótti málið af hálfu ákæruvaldsins. Guðrún Sesselja Arnardóttir héraðsdómslögmaður var verjandi mannsins. Tólf mánaða fangelsi fyrir vörslu barnakláms SAMORKA kostar starf sérfræð- ings til rannsókna í auðlindarétti við Lagastofnun Íslands næstu þrjú árin. Samstarfssamningur milli Há- skóla Íslands og Samorku var und- irritaður í Háskóla Íslands í gær. Samningurinn hljóðar upp á fjórar milljónir króna til að kosta nýja rannsóknarstöðu sérfræðings í auðlindarétti við Lagastofnun skól- ans næstu þrjú árin. Án þessa samnings hefði ekki verið hægt að koma á fót þessari nýju rannsókn- artöðu, samkvæmt upplýsingum Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands. „Það er geysilega mikilvægt fyr- ir skólann að finna þennan skilning og þessa hvatningu af hálfu fyr- irtækis eins og Samorku. Það er al- veg ljóst að styrkir eins og þessir, sem gefa okkur tækifæri til að ráð- ast í ný verkefni og ráða í nýjar stöður, eru mjög mikilvægir fyrir starfsemi skólans,“ segir Kristín. Samstarfssamningur milli Háskóla Íslands og Samorku Morgunblaðið/Kristinn Samningurinn milli Samorku og Háskólans var undirritaður í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.