Morgunblaðið - 04.03.2006, Page 29

Morgunblaðið - 04.03.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 29 DAGLEGT LÍF Í MARS UNDIRRITAÐ hefur verið sam- komulag um flokkun gististaða á milli Ferðamálastofu og Félags ferðaþjón- ustubænda. Samkomulagið felur í sér að Ferðamálastofa viðurkennir flokk- unarkerfi það sem Félag ferðaþjón- ustubænda og Ferðaþjónusta bænda hf. (FB) hafa unnið til að flokka þá gististaði sem eru innan vébanda FB, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Ferðamálastofu. Ferðamálastofa hefur flokkað gististaði frá árinu 2001 en flokkun FB kemur til viðbótar þar sem um minni gististaði er að ræða en flokk- unarkerfi Ferðamálastofu hefur fram til þessa náð til. Samkvæmt kerfi FB skiptist flokk- unin í fernt: heimagistingu, gistihús bænda, sveitahótel og sumarhús. Í heimagistingu dvelja gestir inni á heimili gestgjafans, í gistihúsum bænda eru herbergin í séríbúð eða öðru rými sem breytt hefur verið í gistihús, á sveitahótelum eru aukin þægindi og hærra þjónustustig og að síðustu eru sumarhús leigð út sem ein heild til lengri eða styttri dvalar. Á vef Ferðamálastofu má nálgast nákvæma útlistun á flokkunarkerfinu þar sem gerð er grein fyrir því hvað hver gistiflokkur þarf að uppfylla til að standast kröfur samkomulagsins.  GISTING | Flokka gististaði í fernt Sveita- hótel eða heima- gisting? Göngu-Hrólfur Í dag, laugardaginn 4. mars, verð- ur kynning á gönguferðum Göngu- Hrólfs í Nýju Skátabúðinni í Faxa- feni frá 13.00–16.00. Á sama tíma mun starfsmaður verslunarinnar kynna göngubúðnað og Göngu- Hrólfar fá 15% afslátt af vörum og þeir sem bóka ferð á staðnum fá 5000 kr. afslátt. Í ár eru áfangastaðirnir sjö og fjórtán ferðir í boði. Boðið er upp á miserfiðar göngur þannig að í ferð- um í hefðbundnum takti er gengið 5–8 tíma á dag og í léttum takti er gengið 2–5 tíma. Og í auknum takti þar sem gengið er um erfitt land, allt að 10 tíma. Þá hafa einnig verið í boði ferðir í blómstrandi takti, sæl- keratakti og spænskum takti og nýj- ung í ár er fjallgöngu- og kajakaferð á Krít. Reykjanes – Stóra-Sandvík Þá verður á morgun, 5. mars, einnig farið á vegum Útivistar í 1. áfanga Reykjanes – Stóra-Sandvík Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Vega- lengd 8–10 km. Hækkun engin. Göngutími 4–5 klst. Undraveröld Jöklu og Kringilsárrana Augnablik hefur nú birt ferða- áætlun sumarsins 2006 og er þetta fjórða sumarið sem leiðsögukon- urnar Ásta Arnardóttir og Ósk Vil- hjálmsdóttir halda í leiðangra um öræfin við Snæfell og ganga um undraveröld Jöklu og Kringilsár- rana. Markmið hálendisferðanna er að vekja fólk til vitunduar um víð- áttumikla og glæsilega nátt- úruparadís sem er í hættu vegna virkjanaframkvæmda við Kára- hnjúka segir í fréttatilkynningu frá Augnabliki. Þetta er síðasta sumarið sem Augnablik gengur um land- svæðið þar sem áætlað er að hleypa á fyrirhugað Hálslón í september 2006. „Gengið er um gróðurlendi Vest- uröræfa. Þar nær gróðurþekjan óslitin frá jökli til sjávar sem er einsdæmi á Íslandi. Kringilsárrani sóttur heim en þar er griðland hreindýra og heiðagæsa. Fjórð- ungur af friðlandinu mun fara undir Hálslón. Gengið er með fossaröð Jökulsár á Fljótsdal sem telur 15 mikilfenglega fossa en þar taka við flæðiengi Eyjabakka. Gengið verður á Snæfell en útsýni mun allt raskast við þær fjölmörgu stíflur sem verið er að reisa á öræfunum við Snæfell.“ Ferðirnar eru aðgengilegar fólki á öllum aldri. Ásta Arnardóttir jóga- kennari leiðir jóga kvölds og morgna. Síðsumars mun Augnablik síðan standa fyrir göngu um Torfa- jökulsvæðið. Allar nánari upplýsingar má finna á www.this.is/augnablik. Skíða- og jeppaferð Þann 5. mars er Útivist með skíða- og jeppaferð í Land- mannalaugar. Brottför kl. 19:00. Haldið er í Hrauneyjar og gist þar. Snemma morguns verður lagt af stað í Sigöldu og þaðan verður geng- ið í Landmannalaugar. Þar verður sameiginlegt grill. Sama leið verður farin til byggða. Fararstjóri Mar- teinn Heiðarsson og Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir. Myndakvöld og GPS Á mánudag, 6. mars, verður á vegum Útivistar boðið upp á mynda- kvöld í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 20. Kristinn Dulaney sýnir myndir sem hann og félagar hans tóku í ferð sinni til Grænlands sl. sumar. Þann 8. mars er á vegum Útivist- ar boðið upp á námskeið í GPS, röt- un og ferðamennsku. Námskeiðið er haldið á skrifstofu Útivistar að Laugavegi 178 og hefst klukkan 19.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.