Morgunblaðið - 17.03.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 17.03.2006, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express DAVID BECKHAM Í LONDON David Beckham stofnaði nýverið fótboltaskóla í sínu nafni þar sem strákum og stelpum á aldrinum 13-15 ára gefst tækifæri til þess að æfa fótbolta við bestu aðstæður undir leiðsögn nokkurra af reyndustu þjálfurum yngri flokka á Englandi. Flug og skattar, íslensk fararstjórn, allar rútuferðir, skólinn sjálfur, sokkar, stuttbuxur, bolur, fótboltaskór og íþróttagalli, allt merkt David Beckham fótboltaskólanum, ásamt öllu fæði. Hægt er að vera í 3 daga eða 5 daga í skólanum. FÓTBOLTASKÓLI 79.900 kr. 99.900 kr. INNIFALI‹: VERÐ: 3 dagar, brottför 26. júlí 5 dagar, brottför 30. júlí FLÓÐBYLGJUR hafa stundum fylgt í kjölfar Kötlugosa. Heimildir greina t.d. frá stórri flóðbylgju sem fylgdi gosinu 1721 og olli hún eigna- tjóni í Vestmannaeyjum, Þorláks- höfn og í Grindavík. Þá greina heim- ildir frá 1918 frá því að flóðbylgja hafi fyllt höfnina í Vestmannaeyjum og náði flóðið allt upp á Strandveg. Ármann Höskuldsson eldfjallafræð- ingur hefur rannsakað möguleg áhrif flóðbylgju í kjölfar Kötlugoss, m.a. á höfnina í Vestmannaeyjum. Annálar frá 1721 greina frá því að flóðbylgjan sem fylgdi Kötlugosinu þá hafi þeytt ísjökum allt að 64 metra á land. Sjórinn gæti hafa farið mun hærra. Ármann bendir á að úr því ísjakar hafi verið komnir að Vestmannaeyjum þegar bylgjan kom hafi það gerst nokkru eftir að jökulhlaupið fór niður Mýrdalssand. Það gefur vísbendingu um að stóra flóðbylgjan 1721 hafi stafað af skriðuföllum neðansjávar í kjölfar gossins. Landgrunnsbrúnin nær 10-15 km út frá Kötlutanga og þar er aflíðandi halli niður á um 200 metra dýpi. Þar sem landgrunninu sleppir dýpkar snögglega niður á um 1.000 til 2.000 metra. Við Kötluhlaup berst mikið af aur, sandi og grjóti fram í sjó sem sest á sjávarbotninn. Við gosið 1918 færðist ströndin út um 4 km og var hægt að ganga þurrum fótum þar sem áður var 40 metra sjávardýpi. Hættan er sú að þessi framburður, sem er óstöðugur, skríði af stað fram af landgrunnsbrúninni og myndi gríðarmikla neðansjáv- arskriðu. Þetta getur gerst nokkru eftir að sjálft jökulhlaupið er yf- irstaðið. Ármann segir að þetta þurfi að rannsaka nánar og skoða bæði land- grunnsbrúnina sjálfa og sjávarset fyrir neðan hana. Nú eiga Íslend- ingar orðið tæki til að skoða þetta með nýjum rannsóknakafbáti. Sker og klettar, sem sáust venjulega ekki, komu upp Úti í Frakklandi er verið að at- huga, með hjálp reiknilíkana, hvort jökulhlaupið sjálft nægi til að byggja upp flóðbylgju. Ef það reyn- ist ekki vera er eini möguleikinn að neðansjávarskriða hafi valdið flóð- bylgjunni 1721. Þá hefur Ármann verið í samvinnu við Einar Kjart- ansson, jarðfræðing hjá Hafrann- sóknastofnun, sem kortlagði Kötlu- djúp. Guðgeir Jóhannsson, kennari í Vík í Mýrdal þegar Katla gaus 1918, lýsti því hvernig flóðbylgjur fóru vestur með ströndinni þvert á haf- ölduna sem kom að landi. Unnið var að uppskipun í Vík þennan dag og var henni hætt um fimmleytið vegna þess að straumur í sjónum var orð- inn óvenju mikill og mikil ókyrrð. Hlaupið náði fram í sjó milli klukkan þrjú og fjögur. Sogaðist sjórinn langt frá ströndinni og komu upp sker og klettar sem venjulega sáust ekki. Þá fór að bóla á öldum sem komu vestur með landinu frá hlaup- inu, þvert á hafölduna sem kom beint úr suðri. Um sjöleytið kom svo stór öldu- flokkur sem sást bruna með landi, háreistar og hvítfextar öldur, eins og Guðgeir lýsir þeim. Brotnuðu þær með miklum látum undir Reyn- isfjalli og fóru hærra en hæstu bri- möldur. Ármanni þykir tímasetn- ingin á stóra flóðinu benda til að eitthvað hafi verið að gerast út við landgrunnsbrúnina. Kötlugosinu 1721 fylgdi stór flóð- bylgja sem olli talsverðu tjóni í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og allt vestur í Grindavík. Ármann seg- ir að ef það yrði heimfært upp á nú- tíma samfélag og aðstæður eins og þær eru nú hvað varðar byggð og annað gæti tjón af sambærilegri flóðbylgju og 1721 numið tugum milljarða. Gæti valdið flóðbylgju sem ylli tjóni á Azoreyjum Náttúruhamfarir af þessu tagi skipta fleiri máli en okkur. Ármann sagði að ef stór neðansjávarskriða færi fram af landgrunnsbrúninni gæti það valdið flóðbylgju sem ylli tjóni á Azoreyjum og jafnvel Kan- aríeyjum. Hann nefnir að flóðbylgj- ur sem ganga á land á Hawaii eigi margar upphaf í Alaska, eins og bylgja sem olli verulegu manntjóni á Hawaii 1946 og aftur 1960 eftir jarð- skjálftann mikla í Chile. Hraði slíkra flóðbylgna fer eftir hafdýpi og eykst með auknu dýpi. Í Kyrrahafi ferðast þessar ógn- arbylgjur með allt að 900 km hraða á klukkustund, en þar er hafdýpi allt að 5.000 metrar. Ármann taldi að ofurbylgja af þessu tagi gæti ver- ið hálfan sólarhring á leiðinni frá suðurströnd Íslands til Azoreyja og Kanarí. Flóðbylgjur geta fylgt Kötlugosum Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Á myndinni má sjá hve langt 5 metra há flóðbylgja myndi ganga á land á Heimaey við stórstraumsfjöru og við stórstraumsflóð. Flóðbylgjan ylli því að sjór gengi yfir allar bryggjur og við stórstraumsflóð alla leið upp á Stakkagerðistún. Þess skal getið að húsin færu ekki í kaf, en sjór gengi inn í þau. Flóðið ylli mestri hættu fyrir skip og báta í höfninni og er hætt við að þau gætu endað uppi á bryggjum.                            MIKIL óánægja ríkir meðal flugum- ferðarstjóra vegna upptöku nýs vaktakerfis á Reykjavíkurflugvelli og hyggst félag þeirra stefna Flugmála- stjórn fyrir Félagsdóm vegna breyt- inganna. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir að breytingarnar hafi verið í umræðunni í fimm ár en upphaf þeirra megi rekja til reglugerða frá yfirstjórn flugmála í Evrópu. Loftur Jóhannsson, formaður Fé- lags íslenskra flugumferðarstjóra, sagði að Flugmálastjórn hefði breytt einhliða vaktakerfum flugumferðar- stjóra og stefna vegna þessa væri um það bil að verða tilbúin og yrði send Félagsdómi alveg á næstunni. For- saga málsins væri sú að Flugmála- stjórn hefði um talsverðan tíma viljað breyta vaktakerfum. Í kjarasamning- um síðastliðið sumar hefði náðst sam- komulag um breytingar á vaktakerf- um, sem greitt hefði verið fyrir með ákveðnu prósentuálagi í launum. Þessi kjarasamningur hefði verið felldur í almennri atkvæðagreiðslu í félaginu, aðallega vegna þessarar breytingar á vaktakerfum. Í fram- haldinu hefði verið samið upp á nýtt og tekin út þessi bókun um breyting- ar á vaktakerfum. „Þannig var samn- ingurinn borinn upp að nýju og sam- þykktur og því lítum við svo á að þar hafi beinlínis verið samið um að breyta ekki neinu,“ sagði Loftur. Hann sagði að nýja vaktakerfið hefði tekið gildi í gær og það væri svo undarlegt að þeir vissu ekki hvernig vaktakerfi þetta væri, auk þess sem ýmislegt benti til þess að í rauninni væri ekki um neitt kerfi að ræða. Þeir sem um málið fjölluðu af hálfu Flug- málastjórnar segðu að menn vissu hvernig þeir ættu að vinna þegar vaktskráin birtist. Vaktskrá væri birt með 14 daga fyrirvara og væru þá ýmist birtir nokkrir dagar í einu eða allt upp í tvær vikur. „Nú er búið að birta vaktskrá fram í miðjan apríl og þar virðist ekki vera nein regla,“ sagði Loftur ennfremur. Hann sagði að auk þessa hefðu ver- ið gefin út fyrirmæli til varðstjóra um að flugumferðarstjórar á vakt mættu ekki fara út úr húsi og þeir mættu ekki heldur nýta sér aðstöðu til íþróttaiðkunar í kjallara í hvíldar- hléum. Aðspurður um hvort eitthvað væri til í því að flugumferðarstjórar neit- uðu að vinna yfirvinnu sagði Loftur að engar slíkar aðgerðir væru í gangi af hálfu félagsins. Hann vissi hins vegar til þess að menn væru ekkert æstir í að vinna aukavinnu, því frítími þeirra hefði minnkað verulega við þessar breytingar á vaktafyrirkomulaginu og menn væru mjög óánægðir með kerfið. Þetta þyrfti því ekki að koma á óvart. Í umræðunni í fimm ár Hjördís Guðmundsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar, sagði að Flugmálastjórn og Félag íslenskra flugumferðarstjóra túlkuðu ekki kjarasamning aðila með sama hætti og það væri ástæðan fyrir óánægju flugumferðarstjóra. Flugmálastjórn Íslands teldi þessar breytingar til bóta og hefði ákveðið að gera þær, enda hefðu þær verið í umræðunni síðastliðin fimm ár. Rætur breyting- anna væri að rekja til reglugerða frá yfirstjórn flugmála í Evrópu. „Það er búið að reyna að finna nið- urstöðu í þessu máli í langan tíma og Flugmálastjórn hyggst standa á þess- um breytingum,“ sagði Hjördís, en benti jafnframt á að ef niðurstaða dómstóla yrði Flugmálastjórn í óhag í þessum efnum myndi hún að sjálf- sögðu hlíta því. Óánægja með breyt- ingar á vaktakerfi Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Félag íslenskra flugumferðarstjóra hyggst stefna Flugmálastjórn fyrir Félagsdóm Djúpivogur | Þessi ungi fálki sat við veginn að bænum Aski við Djúpa- vog þegar ljósmyndari keyrði hjá á dögunum. Fálkinn virtist hálfdas- aður og við nánari athugun sást að hann var ataður í grút. Fálkinn er merktur álhring á hægri fæti. Fugl- inn var þrátt fyrir grútinn engu að síður vel fleygur og hvarf á brott þegar reynt var að nálgast hann. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Dasaður fálki við Djúpavog SVAVAR Gestsson, sendiherra Ís- lands í Danmörku, ver umsvif ís- lenskra kaupsýslumanna þar í landi í grein sinni í danska dagblaðinu Børsen á miðvikudag. Hann gagn- rýnir blaðið fyrir að kalla umsvif Ís- lendinga „infiltration“ í orðabókar- merkingunni árás til að valda spjöllum eða njósna. Svavar minnist á gagnkvæma vin- áttu Dana og Íslendinga og að þessi tónn í Børsen endurspegli ekki við- horf hins dæmigerða Dana til Íslend- inga. Segir Svavar að það sé hrein- lega of langt gengið að kalla þátttöku Íslendinga í dönsku efnahagslífi árás. Segir hann Íslendinga frábiðja sér fleiri slíkar óverðskuldaðar um- sagnir. Engan veginn sé meiningin að ögra hina danska samfélagi. Ver viðskiptaum- svifin í Danmörku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.