Morgunblaðið - 17.03.2006, Side 10

Morgunblaðið - 17.03.2006, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Carol van Voorst, sendiherra Banda-ríkjanna, leggur áherslu á að Banda-ríkjamenn ætli að standa við skuld-bindingar sínar frá 1951 um að verja Ísland. „Ég lít svo á að nú sé aðeins hafinn nýr kafli í traustu varnarsamstarfi Bandaríkjanna og Íslands sem hófst 1951. Ég lít svo á að þetta sé framhald þess, breyting vissulega en fram- hald á mjög sveigjanlegu fyrirkomulagi,“ segir van Voorst. – Var útilokað að gefa ráðamönnum hér meira ráðrúm til að huga að gerbreyttri stöðu? „Við létum ríkisstjórnina vita um þessa ákvörðun eins fljótt og okkur var unnt. Við vild- um að þeir fengju eins mikinn tíma og hægt var til að taka á þeim málum sem þyrfti að leysa vegna þessara umskipta.“ – Þetta var tilkynnt með símhringingu. Svo seint sem í febrúar sagði Robert G. Loftis sendiherra, sem fór fyrir samninganefnd ykk- ar, að haldnir yrðu fleiri viðræðufundir. Nú verða fleiri fundir en þið eruð búin að negla nið- ur aðalniðurstöðuna. Þið ætlið að fara … „Samningaviðræðurnar fóru fram í ljósi þess að taka yrði tillit til ástands heimsmála. Við vildum fá það á hreint hvað Íslendingar vildu leggja af mörkum þegar rætt væri um skipt- ingu kostnaðar. Það var ein hliðin á rekstri varnarstöðvarinnar og veru bandaríska herliðs- ins á Íslandi. Gott boð um kostnaðarþátttöku Íslendingar settu fram mjög álitlegt tilboð í febrúar, tilboð sem kom mjög til móts við okk- ur. En endanleg ákvörðun í málinu var tekin með tilliti til almenns ástands öryggismála í heiminum, þeirra hnattrænu ógna sem við berj- umst við og með tilliti til þeirra verkefna sem Bandaríkjamenn sinna nú víða um heim.“ – Eftir 55 ára veru varnarliðsins hérlendis er hringt og sagt að þetta sé búið. Finnst ykkur ekki eðlilegt að íslenskir ráðamenn hafi gert ráð fyrir að skýrt yrði frá þessu í samninga- viðræðunum í stað þess að tekin væri skyndi- leg, einhliða ákvörðun af ykkar hálfu? „Hefðum við sýnt Íslendingum eitthvað meiri virðingu með því að segja frá þessu á samningafundi en að gera þetta með þeim hætti sem reyndin var í gær?“ – Var þetta samt ekki býsna kæruleysisleg afgreiðsla? „Ég er alls ekki sammála því að þetta hafi verið gert með kæruleysislegum hætti, tilkynn- ingin var afhent með formlegum hætti for- sætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands. Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra hringdi og skýrði frá ákvörðuninni í samtali við utanríkisráðherrann [Geir Haarde] sem hann hefur hitt að máli nokkrum sinum síðustu mán- uði. Ég fylgdi því samtali eftir með fundi sem ég átti með forsætisráðherranum [Halldór Ás- grímsson] og Geir.“ – Vafalaust má deila um það hvort þið eruð að brjóta ákvæði varnarsamningsins frá 1951. En eruð þið ekki að minnsta kosti að brjóta gegn anda samningsins um samráð? „Hugum að sögu varnarsamningsins frá 1951. Um er að ræða sveigjanlegt samkomulag sem hefur reynst vel í gegnum árin. Stundum hefur viðbúnaður Bandaríkjamanna hér verið aukinn, stundum dregið úr honum. Herliðið hefur komið úr flughernum, að hluta til úr land- hernum og einnig hafa liðsmenn flotans verið hér. Við höfum stundum haft hér mun fleiri flugvélar en núna. Búnaður okkar hefur miðast við þær hættur sem við var að etja hverju sinni. Ekki brotið gegn anda samningsins Ég tel ekki að við séum að brjóta gegn anda samningsins. Bandaríkjamenn ákváðu að jafn- aði hve mikið lið og búnaður þyrfti að vera hér. Varnarsamningurinn veitir Íslendingum rétt til að ákveða hámarksfjölda hermanna en ég tel að í ákvæðum hans sé ekki sagt að það sé á valdi Íslendinga hver samsetning liðsaflans skuli vera. Það er hlutverk Bandaríkjamanna að annast það í samráði við Íslendinga og það höf- um við gert.“ – Íslendingar hafa þá eingöngu eitthvað að segja um hámarksfjöldann? „Já, mig minnir að þetta sé tilgreint í grein 4 og þetta mun hafa verið sett inn til þess að ekki væri hægt að senda hingað mun fleiri hermenn en ráðamenn hér vildu.“ – En nú er ekki svo mikið verið að ræða um fjölda hermanna heldur flugvélar og þyrlur. „Já en fjöldi hermannanna fer mjög eftir því hve margar vélarnar eru, þeir eru að miklu leyti stuðningslið fyrir F 15-vélarnar og þyrl- urnar sem þeim fylgja og allan búnaðinn sem fylgir hernaðartækjunum.“ – Hvað munu Bandaríkjamenn bjóða Íslend- ingum eftir september? „Fulltrúar ríkisstjórna okkar munu ræða þau mál og ég vil því ekki geta mér til um það. Ég veit ekki hvernig viðbúnaðurinn hér verður eftir september. En ég get fullvissað ykkur um að ekki stendur til að hverfa frá skuldbinding- unni um að verja Ísland. Við höfum verið hér til að verja landið undanfarin 55 ár og munum halda því áfram.“ – Geir Haarde utanríkisráðherra vill að hér séu „sýnilegar varnir“. Hve sýnilegir verða Bandaríkjamenn hér eftir september? „Ég segi aftur að þetta mun verða rætt á fundum fulltrúa ráðamanna og ég get ekki rætt þau efni.“ – Er afstaða ykkar endanleg? „Forsetinn ákvað að vélarnar skyldu fluttar á brott.“ – Fyrir tæpum þremur árum var skýrt frá því nokkrum dögum fyrir alþingiskosningar að herinn ætti að fara og það strax. Er þessi að- ferð við samskipti ekki farin að minna á mynst- ur? „Nei, ég held að aðstæður núna séu allt aðr- ar. Í fyrsta lagi var um mjög eindregna yfirlýs- ingu að ræða 2003 og lítil aðlögun gefin, aðeins mánaðarfrestur ef ég man rétt. Í öðru lagi var forsetinn ekki búinn að leggja blessun sína yfir ákvörðunina þá en það gerði hann núna.“ Bush tók ákvörðun eftir samráð við helstu ráðgjafa sína – Hvernig stendur á því að svona hlutir ger- ast í stjórnsýslu Bandaríkjanna? Allir vita um núninginn milli varnarmálaráðuneytisins og ut- anríkisráðuneytisins. Er full eining milli ráðu- neytanna núna? „Þú verður að afsaka en ég get ekki verið með vangaveltur um atburði sem urðu 2003, ég var ekki hér þá. Forsetinn tók núna ákvörð- unina og hún byggðist á ráðum helstu ráðgjafa hans í stjórnmálum, utanríkisráðherrans, varn- armálaráðherrans og þjóðaröryggisráðgjaf- ans.“ – Hvaða áhrif heldurðu að þessi ákvörðun muni hafa á samskipti þjóðanna? „Ég álít að til langs tíma verði talið að nýr kafli hafi byrjað. Það er ljóst að nú tekur við skeið þar sem breytingarnar koma til fram- kvæmda og við verðum að takast á við það verkefni. En þegar árin líða munu menn sjá að það er jákvætt að taka mið af nýjum aðstæðum. Allir hafa skoðanir sem byggjast á þeirra eig- in aðstæðum, Bandaríkjamenn eru ekkert öðruvísi í þeim efnum en aðrar þjóðir. Íslend- ingar hafa eðlilegar og lögmætar áhyggjur af öryggi sínu og framtíðinni. Bandaríkin eru ríki með skuldbindingar um allan heim og þurfa þess vegna að líta hnattrænt á þessi mál. En Ís- lendingar eru góðir og traustir bandamenn í Atlantshafsbandalaginu og hafa tekið mjög ábyrga afstöðu í heimsmálunum.“ – Kæmi til greina að önnur NATO-ríki tækju að sér að halda hér uppi eftirlitsflugi eins og gert er í Eystrasaltsríkjunum þremur? „Þetta eru allt mál sem ekki er búið að ákveða. Undanfarin 15 ár hafa Bandaríkin lagt mikla áherslu á að gera heraflann sveigjanlegri og hreyfanlegri og hæfari til að takast hratt og af öryggi á við þau verkefni sem fást þarf við. Ég held að þetta sé mjög til bóta og muni, þegar þörf krefur, geta skipt miklu máli varð- andi þær áhyggjur sem Íslendingar hafa núna,“ sagði Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi. „Nýr kafli í traustu varnarsamstarfi“ Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carol van Voorst, er ósammála því að klaufalega hafi verið staðið að því að segja íslenskum ráðamönnum frá umskiptum í varnarvið- búnaðinum hér. Kristján Jóns- son ræddi við sendiherrann. Morgunblaðið/Kristinn Carol van Voorst: „Forsetinn tók núna ákvörðunina og hún byggðist á ráðum helstu ráðgjafa hans í stjórnmálum, utanrík- isráðherrans, varnarmálaráðherrans og þjóðaröryggisráðgjafans.“ kjon@mbl.is BANDARÍKJASTJÓRN er enn staðráðin í að gæta öryggis Íslands, þrátt fyrir að orrustuþotur og þyrlur sem staðsettar hafa verið hér á landi verði sendar í önnur verkefni með haustinu, segir Robert G. Loftis, sendiherra og formaður bandarísku samninganefndarinnar um framtíð varnarsamstarfsins. Þetta segir hann koma skýrt fram í málflutningi Hvíta hússins og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. „Þegar litið var til þess hvernig herafli okkar var staðsettur, og það sett í samhengi við þá ógn sem steðjar að nú á 21. öldinni, var í hreinskilni sagt lítið vit í því að hafa orrustuþotur á Íslandi lengur,“ segir Loftis. „Það sem við þurfum að gera nú er að eiga samstarf við íslensk stjórnvöld um hvernig samstarf landanna getur orðið um varnir gegn því sem nú ógnar örygginu.“ Þar segist hann eiga við t.d. hryðjuverkaógn, smygl á fíkniefnum, smygl á fólki og annað í þeim dúr. „Við viljum eiga ýtar- legar viðræður við ís- lensk stjórnvöld um þá ógn sem þau sjá fyrir sér, og þá ógn sem við sjáum fyrir okkur, og vinna út frá því,“ segir Loftis. Hann segist vonast til þess að slíkar viðræð- ur hefjist mjög fljótlega, en það hafi ekki verið rætt við ís- lensk stjórnvöld. Ekkert í tilboði ís- lenskra stjórnvalda um þátttöku í kostnaði vegna veru varnarliðs- ins hér á landi leiddi til þess að ákveðið var að fara þá leið að kalla þot- ur og þyrlur frá landinu með einhliða ákvörðun forseta Bandaríkjanna, segir Loftis. „Það sem bandarísk yfirvöld hafa verið að kanna undan- farið er hvort það að halda úti herafla á stöð- um eins og Íslandi sé rökrétt, miðað við það mikla álag sem er á herafla Bandaríkjanna eins og staðan er í dag. Við höfum verið að endurskipuleggja herstöðvar okkar um allan heim, og Ísland er aðeins hluti af því.“ Óverulegur mannskapur á Íslandi Spurður hvað verði eftir í Keflavík þegar þotur og þyrlur hverfi af landi brott segir Loftis: „Eftir að orrustu- þoturnar eru farnar eigum við ekki von á því að vera með nema óveruleg- an mannafla á Íslandi. Hversu stór hópur verður þar veit ég ekki, en hann verður ekki stór.“ Framtíð varnarsvæðisins verður eitt af því sem þarf að ræða við íslensk stjórn- völd, og vildi Loftis ekki segja til um hvort Bandaríkin vildu halda öllu því svæði og öllum húsakosti sem er nú á varnarsvæðinu. Á sjöunda áratugnum túlkuðu lög- fræðingar Pentagon, bandaríska varnarmálaráðuneytisins, varnar- samninginn þannig að það að draga héðan allar orrustuþotur án sam- þykkis íslenskra stjórnvalda væri brot á samningnum, að því er fram kemur í skjölum sem sagnfræðingur- inn Valur Ingimundarson hefur fund- ið og Morgunblaðið hefur sagt frá. Loftis sagði þetta sannarlega ekki skilning bandarískra stjórnvalda í dag. „Það getur verið að þetta hafi verið skoðunin á þessum tíma, en við höfum kannað það mál og erum ekki sammála þeirri túlkun.“ Hann segir bandarísk yfirvöld skilja samninginn þannig að íslensk stjórnvöld geti hafnað því að bætt sé í heraflann hér á landi, en þau geti ekki neytt Banda- ríkjamenn til að hafa hér her gegn vilja bandarískra yfirvalda. Robert G. Loftis, formaður bandarísku samninganefndarinnar, um framtíð varnarsamstarfsins Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Robert G. Loftis „Lítið vit í að hafa orrustuþotur á Íslandi“ SKULDBINDING Bandaríkjanna um varnir Íslands er enn fyrir hendi að mati bandaríska varnarmálaráðuneytisins, þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að senda orrustuþotur og þyrlusveit af landi brott í haust. „Bandaríkjastjórn hlakkar til að eiga sam- starf við íslensk stjórnvöld um hvernig best má tryggja áframhaldandi nána samvinnu um varnir og öryggi á þann hátt sem þykir henta í ljósi þeirra ógna sem steðja að Íslandi í dag,“ segir Joe Carpender, talsmaður Pentagon, bandaríska varnarmálaráðuneytisins, í samtali við Morgunblaðið. „Eftir að hafa kannað nákvæmlega nýjan raunveruleika sem blasir við í varnarmálum í heiminum öllum, með nýjum ógnum og nýjum kröfum á herafla Bandaríkjanna, teljum við að áframhaldandi varanleg viðvera orrustuþotna í Keflavík sé ekki lengur nauðsynleg, og þjóni ekki lengur hagsmunum bandalags Íslands og Bandaríkjanna,“ segir Carpender. Hann segir að nú þurfi að ræða við íslensk stjórnvöld um framtíð herstöðvarinnar í Kefla- vík, en vill ekki segja hver áhersluatriði bandarískra stjórnvalda verði í þeim við- ræðum. Talsmaður Pentagon Skuldbindingin er enn fyrir hendi GEIR H. Haarde utanríkisráðherra segist vona að innan fárra vikna muni samninganefndir Ís- lands og Bandaríkjanna hittast og ræða fram- hald varnarmála hér á landi og hvernig leysa eigi úr þeirri stöðu sem upp er komin. „Þar verður farið yfir þeirra hugmyndir um hvað geti komið í staðinn fyrir þoturnar sem geti gert sama gagn, þó það verði í öðru formi. Það sem kom fram í gær er að þeir vilji ekki vera með vélar hér með fasta viðveru og spurningin er hvort hægt sé að haga því með öðrum hætti án þess að vélarnar hafi hér heimahöfn eða aðal- bækistöðvar, t.d. með eftirlitsflugi eða annars konar viðveru. Það eru hlutir sem á eftir að fara betur ofan í og ræða og ef til vill líka við önnur lönd og þá innan ramma NATÓ,“ segir Geir. Aðspurður hvort sá möguleiki sé opinn að semja um varnir við önnur lönd segir hann það ekki óhugsandi, þó erfitt sé að fullyrða um það á þessu stigi málsins. Geir segir það hafa komið fram hjá banda- rískum yfirvöldum í fyrradag að orrustuþoturn- ar og björgunarþyrlurnar verði farnar í síðasta lagi 30. september en hugsanlega eitthvað fyrr. Því sé enn ekki vitað hvenær hafist verði handa við að flytja mannafla og vélarnar burt. „Þetta er skipulagsatriði hjá þeim. En þetta miðast allt við lok september, því þá hefst nýtt fjárlagaár.“ Aðspurður hvort ríkisstjórnin sé farin að skoða hvað muni koma í stað björgunarþyrlna varnarliðsins segir Geir það vera hluta af mál- inu. „Það þarf að hafa hraðar hendur í því. Það er ljóst að þessar þyrlur hafa verið mjög þýðing- armikill bakhjarl og við þurfum að grípa til að- gerða til að geta bætt okkur það upp með ein- hverjum hætti,“ segir hann. Vonast eftir fundi innan fárra vikna ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.