Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 11
FRÉTTIR
Laugavegi 68 • Sími 551 7015
Glæsilegur
vorfatnaður
KRINGLUKAST
iðunn
tískuverslun
Kringlunni
s. 588 1680
Laugavegi 40
s. 561 1690
20% afsláttur
af úlpum frá KIRSTEN
Sjálfstæðisflokkurinn
Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík
sími 515 1700 www.xd.is
Ný staða
í varnarmálum
Sjálfstæðismenn, formaður
Sjálfstæðisflokksins,
Geir H. Haarde utanríkisráðherra,
ræðir varnarmálin á fundi í Valhöll
á morgun, laugardaginn 18. mars,
kl. 10.30.
ÆÐSTU yfirmenn varnarliðsins
funduðu í gærmorgun með starfsfólki
herstöðvarinnar og kynntu sérstak-
lega fyrir bandarískum hermönnum
og starfsfólki ákvörðun Bandaríkja-
stjórnar að draga stórlega úr starf-
semi á Keflavíkurflugvelli.
Lögð var áhersla á að nú yrðu
menn að snúa bökum saman og vinna
við að framfylgja þeim ákvörðunum
sem teknar verða í framhaldinu, og þá
í ljósi þess sem kemur fram í fyrir-
huguðum viðræðum milli landanna
um áframhaldandi starfsemi á Mið-
nesheiði.
Jóhannes Halldórsson, trúnaðar-
maður starfsmanna, sagði lítið hafa
komið fram á fundinum í morgun
annað en að varnarliðið væri að pakka
saman og fara.
Aðspurður hvernig hljóðið í ís-
lensku starfsfólki sé segir hann að
auðvitað sé enginn sáttur við að missa
vinnuna en hins vegar hafi brottför
varnarliðsins hangið yfir fólki lengi og
á sinn hátt gott að þetta sé komið á
hreint, fólk geti þá farið að leita sér að
öðru.
„Þetta hefur legið í loftinu og hang-
ið yfir. En ekki það fyrir, þetta kemur
á óvart hversu snögglega þetta kem-
ur,“ segir Jóhannes og tekur fram að
enn hafi enginn gerst svo djarfur að
segja til um hvort einhverjir haldi
vinnunni, verði endurráðnir eða hvort
hreinlega allir verði látnir fara.
Valþór S. Jónsson, framkvæmda-
stjóri á viðhaldsdeild varnarliðsins,
segir að þeim starfsmönnum sem
hann hefur rætt við sé almennt
brugðið við tíðindin. Flestir eigi von á
að til uppsagna komi en það þyki hins
vegar óþægilegt að vita ekki hvert
umfang þeirra verði og hve mörgum
verði sagt upp. „Menn hafa heyrt út
undan sér að öllum starfsmönnum
verði sagt upp til að byrja með og ein-
hverjir svo endurráðnir en það er
óstaðfest,“ segir Valþór.
1.250 hermenn
á varnarliðssvæðinu
Alls eru um 1.250 bandarískir her-
menn á svæði varnarliðsins núna en
þar að auki vinna um 900 Íslendingar
í varnarstöðinni. Ekki var farið ofan í
smáatriði á fundinum varðandi breyt-
ingar á störfum starfsmanna né til-
kynnt um uppsagnir eða hversu
mörgum verður sagt upp á næstu sjö
mánuðum.
Eiginleg starfsemi á Keflavíkur-
flugvelli snýr að flugher varnarliðsins
en Bandaríkjafloti rekur bækistöðina,
og þjónar þar með flughernum, en því
fylgir að reka flugvöllinn. Því þykir
ljóst að ef flugherinn hverfur á brott
hverfi þjónustuhlutverk flotans
einnig.
Yfirmenn varnarliðsins funduðu með starfsmönnum í gær
„Kemur á óvart hversu
snögglega þetta kemur“
Eftir Andra Karl
og Árna Helgason
Morgunblaðið/RAX
Yfirmenn varnarliðsins kynntu hermönnum og starfsfólki ákvörðun Bandaríkjastjórnar á fundi í gær.
ÍSLENSKIR starfsmenn varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli eru í dag
592 en voru rúmlega eitt þúsund í
mars árið 1990. Þrátt fyrir að ekki
hafi verið formlega tilkynnt um
fjöldauppsagnir hjá varnarliðinu,
fyrir brottflutninga Bandaríkjahers,
má telja öruggt að það gerist á næstu
dögum og munu margir ef ekki allir
missa vinnu sína.
Flestir íslenskir starfsmenn varn-
arliðsins starfa hjá flotastöðinni. Má
þar nefna stofnun verklegra fram-
kvæmda sem m.a. annast viðhald og
rekstur mannvirkja, s.s. sem tóm-
stundadeildar auk veitingahúsa,
skemmtistaða og ferðaskrifstofu. Ís-
lendingar starfa einnig hjá slökkvi-
liðinu sem, auk þess að annast bruna-
varnir í mannvirkjum og flugvélum,
sér um hálkuvarnir og snjóruðning á
flugbrautum, afgreiðslu herflutn-
ingaflugvéla og ýmsa aðra þjónustu
við flugvélar. Íslenskir starfsmenn
starfa svo einnig við margar smærri
deildir flotastöðvarinnar og aðrar
deildir varnarliðsins.
Bandarískir hermenn sem stað-
settir eru á svæðinu eru 1.242 í dag,
með fjölskyldum búa um 2.800
Bandaríkjamenn á svæði varnarliðs-
ins. Fyrir tuttugu árum voru her-
menn rúmlega 3.100 og um 2.100 ár-
ið 1996, um 4.400 manns með
fjölskyldum.
! !
! ! "! ! !
Sex hundr-
uð íslenskir
starfsmenn
GREININGARDEILD KB banka
hefur tekið saman hugsanlegan
kostnað ríkisins af brotthvarfi hers-
ins á Keflavíkurflugvelli en í gegn-
um árin hafa Íslendingar haft veru-
legan hag af veru varnarliðsins.
Kemur fram í greiningu bankans
að Ísland sé eina vestræna ríkið
sem engum innlendum fjármunum
ver til landvarna en það muni lík-
lega breytast.
Árið 2004 voru útgjöld til varn-
armála í Danmörku um 1,5% af
vergri landsframleiðslu og um 1,8%
í Noregi. Ef hlutföllin eru yfirfærð á
Ísland gæti kostnaðurinn numið um
17 til 19 milljörðum króna á ári.
Einnig er bent á að auk þess þurfi
að hafa í huga að umsvif varnarliðs-
ins hafi skapað óbeinar tekjur fyrir
hagkerfið, til að mynda hjá fyrir-
tækjum í verslun og þjónustu. Auk
þess hafa Bandaríkjamenn veitt Ís-
lendingum aðra þjónustu sem hefði
annars kostað íslenska ríkið tals-
verða fjármuni. Undir það falla m.a.
björgunarstörf. Landhelgisgæslan
hefur lýst því yfir að hún þurfi á að
halda tveimur flugvélum, þremur
þyrlum og á fimmta tug manna til
að manna þær. Þrátt fyrir það ætti
brotthvarfið að hafa óveruleg áhrif
á þróun viðskiptajafnaðar.
„Vera varnarliðsins hefur í gegn-
um tíðina haft jákvæð áhrif á við-
skiptajöfnuð á Íslandi og skapað
talsvert innflæði fjármagns. Sam-
kvæmt tölum frá Seðlabanka Ís-
lands voru tekjur af varnarliðinu í
fyrra 8,2 milljarðar eða um 2,3% af
útflutningstekjum og 0,8% af vergri
landsframleiðslu. Í ljósi þess ætti
brotthvarf varnarliðsins að hafa
óveruleg áhrif á þróun viðskipta-
jafnaðar.“
Mat greiningardeildar KB banka
Kostnaður við varnir gæti
numið 17 til 19 milljörðum