Morgunblaðið - 17.03.2006, Side 27

Morgunblaðið - 17.03.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 27 DAGLEGT LÍF Í MARS LEIKFANGAVERSLUNIN Einu sinni var í Fákafeni 9, Reykjavík, innkallar rauðan leikfangasíma með gulum bangsa framan á, samkvæmt ákvörðun forstjóra International Playthings Inc. í Bandaríkjunum sem framleiðir leikfangið. Leikfangasímar þessir geta verið hættulegir mjög litlum börnum sem geta nagað af þeim loftnetið og það staðið í þeim. Leikfangaverslunin Einu sinni var biður þá, sem hafa keypt um- rædda tegund leikfangasíma í versluninni, vinsamlegast um að skila þeim og fá endurgreitt eða aðra vörutegund í staðinn. Innköllun á leikfangasíma  NEYTENDUR UNDANFARIN ár hefur nokkuð verið rætt um það hvort eiturefni sem safnast fyrir í feitum fiski geti jafnvel aukið hættu á brjósta- krabbameini. Ný evrópsk rannsókn bendir til þess að neysla á slíkum fiski hvorki auki né minnki líkur á slíku krabbameini. Um 300 þúsund evrópskar konur voru rannsakaðar á 6–12 ára tímabili og yfir 4.700 fengu brjósta- krabbamein á tímabilinu. Í ljós kom að fiskneysla hafði engin áhrif þar á, hvort sem um feitan eða magran fisk var að ræða. Niðurstöðurnar eru birtar í International Journal of Cancer. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á allt; að fiskneysla minnki líkur á brjóstakrabbameini, hafi engin áhrif eða auki hættuna á krabbameini. Þetta eru yfirleitt litlar rannsóknir og fæstar hafa gert greinarmun á feitum og mögrum fiski. Dýra- tilraunir hafa enn fremur bent til þess að eiturefni sem safnast fyrir í feitum fiski og m.a. eldislaxi geti leitt til krabbameins hjá neytend- unum. Samkvæmt forskning.no má því draga þær ályktanir af nýju rann- sókninni, sem er stærri en allar hin- ar, að fiskneysla sé áfram ákjós- anleg, auk þess sem aðrar rann- sóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif fiskneyslu á hjartað og fyrirbyggj- andi áhrif gegn krabbameini í melt- ingarfærum. Fiskneysla og brjósta- krabbamein  RANNSÓKN Að prenta út myndir hefur aldrei verið auðveldara. Þú einfaldlega tengir Canon stafrænu myndavélina við Canon SELPHY CP ljósmyndaprentara og prentar út fallegar, blæðandi ljósmyndir á nokkrum sekúndum. Með því að velja Canon stafrænar myndavélar og prentara ertu að velja gæði. Frekari upplýsingar á www.canon.nyherji.is Söluaðilar um land allt. Frábær myndavél. Frábærar myndir. Hvað með útprentanir? Í TILEFNI af alþjóðadegi neyt- endaréttar 15. mars sl. veittu Neyt- endasamtökin og Bylgjan Neyt- endaverðlaunin 2006. Val á fyrirtæki fór fram með netkosningu, þar sem neytendur tilgreindu hvaða fyrir- tæki þeir teldu vera best að þessum verðlaunum komin. Þau 15 fyrirtæki sem hlutu flestar tilnefningar frá neytendum komust áfram í úrslit. Samtals greiddu um 7000 neytendur atkvæði í síðari atkvæðagreiðslunni. Það fyrirtæki sem hlaut flest at- kvæði og fékk því Neytendaverð- launin 2006 er verslunin Bónus. Þau tvö fyrirtæki sem urðu í öðru og þriðja sæti hlutu hvatningar- verðlaun, en þau eru Atlantsolía og Iceland Express. Röð fyrirtækjanna var eftirfar- andi: 1. Bónus, 2. Atlantsolía, 3. Ice- land Express, 4. Fjarðarkaup, 5. Krónan, 6. Toyota-umboðið, 7. Og- Vodafone, 8. Síminn, 9. Íslands- banki, 10. Landsbankinn, 11. KB banki, 12. Byko, 13. Hagkaup, 14. Húsasmiðjan og 15. Elko. Morgunblaðið/Sverrir Jóhannes Jónsson í Bónus, fyrir miðri mynd, við verðlaunaafhendinguna. Bónus hlaut Neytenda- verðlaunin  VIÐURKENNINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.