Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 27 DAGLEGT LÍF Í MARS LEIKFANGAVERSLUNIN Einu sinni var í Fákafeni 9, Reykjavík, innkallar rauðan leikfangasíma með gulum bangsa framan á, samkvæmt ákvörðun forstjóra International Playthings Inc. í Bandaríkjunum sem framleiðir leikfangið. Leikfangasímar þessir geta verið hættulegir mjög litlum börnum sem geta nagað af þeim loftnetið og það staðið í þeim. Leikfangaverslunin Einu sinni var biður þá, sem hafa keypt um- rædda tegund leikfangasíma í versluninni, vinsamlegast um að skila þeim og fá endurgreitt eða aðra vörutegund í staðinn. Innköllun á leikfangasíma  NEYTENDUR UNDANFARIN ár hefur nokkuð verið rætt um það hvort eiturefni sem safnast fyrir í feitum fiski geti jafnvel aukið hættu á brjósta- krabbameini. Ný evrópsk rannsókn bendir til þess að neysla á slíkum fiski hvorki auki né minnki líkur á slíku krabbameini. Um 300 þúsund evrópskar konur voru rannsakaðar á 6–12 ára tímabili og yfir 4.700 fengu brjósta- krabbamein á tímabilinu. Í ljós kom að fiskneysla hafði engin áhrif þar á, hvort sem um feitan eða magran fisk var að ræða. Niðurstöðurnar eru birtar í International Journal of Cancer. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á allt; að fiskneysla minnki líkur á brjóstakrabbameini, hafi engin áhrif eða auki hættuna á krabbameini. Þetta eru yfirleitt litlar rannsóknir og fæstar hafa gert greinarmun á feitum og mögrum fiski. Dýra- tilraunir hafa enn fremur bent til þess að eiturefni sem safnast fyrir í feitum fiski og m.a. eldislaxi geti leitt til krabbameins hjá neytend- unum. Samkvæmt forskning.no má því draga þær ályktanir af nýju rann- sókninni, sem er stærri en allar hin- ar, að fiskneysla sé áfram ákjós- anleg, auk þess sem aðrar rann- sóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif fiskneyslu á hjartað og fyrirbyggj- andi áhrif gegn krabbameini í melt- ingarfærum. Fiskneysla og brjósta- krabbamein  RANNSÓKN Að prenta út myndir hefur aldrei verið auðveldara. Þú einfaldlega tengir Canon stafrænu myndavélina við Canon SELPHY CP ljósmyndaprentara og prentar út fallegar, blæðandi ljósmyndir á nokkrum sekúndum. Með því að velja Canon stafrænar myndavélar og prentara ertu að velja gæði. Frekari upplýsingar á www.canon.nyherji.is Söluaðilar um land allt. Frábær myndavél. Frábærar myndir. Hvað með útprentanir? Í TILEFNI af alþjóðadegi neyt- endaréttar 15. mars sl. veittu Neyt- endasamtökin og Bylgjan Neyt- endaverðlaunin 2006. Val á fyrirtæki fór fram með netkosningu, þar sem neytendur tilgreindu hvaða fyrir- tæki þeir teldu vera best að þessum verðlaunum komin. Þau 15 fyrirtæki sem hlutu flestar tilnefningar frá neytendum komust áfram í úrslit. Samtals greiddu um 7000 neytendur atkvæði í síðari atkvæðagreiðslunni. Það fyrirtæki sem hlaut flest at- kvæði og fékk því Neytendaverð- launin 2006 er verslunin Bónus. Þau tvö fyrirtæki sem urðu í öðru og þriðja sæti hlutu hvatningar- verðlaun, en þau eru Atlantsolía og Iceland Express. Röð fyrirtækjanna var eftirfar- andi: 1. Bónus, 2. Atlantsolía, 3. Ice- land Express, 4. Fjarðarkaup, 5. Krónan, 6. Toyota-umboðið, 7. Og- Vodafone, 8. Síminn, 9. Íslands- banki, 10. Landsbankinn, 11. KB banki, 12. Byko, 13. Hagkaup, 14. Húsasmiðjan og 15. Elko. Morgunblaðið/Sverrir Jóhannes Jónsson í Bónus, fyrir miðri mynd, við verðlaunaafhendinguna. Bónus hlaut Neytenda- verðlaunin  VIÐURKENNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.