Morgunblaðið - 17.03.2006, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í MARS
„VIÐ tókum við hótelinu í apríl
2003, breyttum nafninu í Hótel
Hekla og opnuðum það formlega
undir því nafni í september sama
ár,“ segir Sigrún Hauksdóttir sem
ásamt eiginmanni sínum, Jóni
Þorsteini Hjartarsyni, rek-
ur Hótel Heklu á Skeið-
um í Árnessýslu.
„Við erum í sam-
tökum Ferðaþjón-
ustu bænda en er-
um ekki ferða-
þjónustubær heldur
hótel því við erum
af þeirri stærðar-
gráðu. Við erum með
þrjátíu og sjö herbergi
og rekum veitingahús
sem er opið allan ársins
hring.“
Sigrún segir matseðilinn vera
breytilegan frá degi til dags og fara
eftir því hráefni sem þau eiga best
þann daginn. „Við leggjum mikið
upp úr fiski bæði í forrétt og aðal-
rétt og svo auðvitað bjóðum við líka
upp á sunnlenskt kjöt en við notum
eins mikið af íslensku hráefni og við
getum. Meðal annars höfum við lát-
ið rækta fyrir okkur mjólkurkálfa
og mjólkurgrísi og er það kjöt mjög
vinsælt af matseðlinum.“
Finnskir kokkanemar
Hótel Hekla er með samning við
Háskóla í Finnlandi sem sendir til
þeirra nemendur í starfsnám.
„Núna erum við með tvo finnska
kokkanema. Nemendurnir sem
koma eru yfirleitt búnir með
tveggja ára bóknám og koma svo
hingað um þrjá mánuði í starfsnám.
Við fáum líka þjónanema og nema í
hótelmóttöku. Ég hef verið með
krakka úr þessum háskóla og þetta
hefur verð mjög skemmtilegt sam-
starf. Það er gaman að
fá þeirra hug-
myndir og anda
hingað inn og
við lærum
ýmislegt
nýtt af
þeim.“
Sigrún
segir heil-
mikið vera
að gera hjá
þeim yfir vetr-
artímann. „Það
er mikið um að
deildir innan fyr-
irtækja og heilu fyrirtækin
komi hingað enda erum við með
góða fundaraðstöðu og hópeflisgarð.
Við erum aðeins 70 km frá Reykja-
vík og passlega langt frá Ameríku
og Evrópu svo við fáum líka svolítið
af alþjóðlegum fundum. Ferða-
mennirnir eru nú byrjaðir að koma
og verða okkur helstu viðskiptavinir
frá maí fram í september,“ segir
Sigrún. Að lokum gefur hún les-
endum uppskrift að túnfiskforrétti
sem Hótel Hekla býður upp á og er
virkilega vinsæll þar á bæ.
MATUR | Veitingahús Hótel Heklu á Skeiðum er opið allan ársins hring og býður upp á breytilegan matseðil
Grillaður túnfiskur vinsæll
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Heimasíða Hótel Heklu er:
www.hotelhekla.is
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Tveir finnskir kokkanemar, sem nú dvelja á Hótel Heklu, og Sigrún Hauksdóttir, eig-
andi og hótelstýra, ásamt túnfiskréttinum sem þykir einstaklega bragðgóður.
Grillaður túnfiskur með
sætri sinnepssósu
(Forréttur)
Um 120 g túnfiskfilet á
mann.
Fiskurinn er maríneraður í eft-
irfarandi
chilí,
ferskum engifer, hvítlauk,
soju,
tómatþykkni,
hunangi,
salti og pipar.
Látið liggja í maríneringu í 1
klst.
Túnfiskurinn er grillaður á
grillpönnu í um 10 sekúndur á
hvorri hlið. Lime tekið áður,
skorið í tvennt og sárið sett á
pönnuna augnablik.
Stungið á prjón með léttgrill-
aðri papriku í tveimur litum
sínum hvorum megin.
Sæt dijon-dressing:
Dijon-sinnep og hunang
bragðað til í hlutföllunum:
2/3 sinnep á móti 1/3 hun-
angi.
Borið fram á salatbeði úr
blönduðu salati með sinneps-
dressingunni og lime-inu sem
er svo kreist yfir
Ferskum kóríander stráð
yfir.
ORGANISTINN, kórstjórinn og tón-
fræðikennarinn Krisztina Kalló Szklenár kom
fyrst til Íslands fyrir rúmum hálfum öðrum
áratug þegar hún og ungverskur eiginmaður
hennar Zoltán Szklenár, sem er hornaleikari
og stjórnar Skólahljómsveit Grafarvogs, sett-
ust að á Hólmavík þar sem Krisztina gerðist
tónskólastjóri og kirkjukórsstjórnandi í þrjú
ár. „Eftir nám okkar heima í Ungverjalandi
skrifuðum við út um allan heim og ákváðum að
nú væri kominn tími til að freista gæfunnar.
Við vorum í ævintýraleit og drifum okkur eftir
þó nokkra umhugsun til Íslands. Við sjáum svo
sannarlega ekki eftir því. Hér er mjög gott að
búa,“ segir Krisztina í samtali við Daglegt líf
sem fregnaði á dögunum af heljarinnar veislu,
sem Krisztina stóð fyrir.
Gúllassúpa fyrir tvo kóra
Hún bjó til ungverska gúllassúpu í miklu
magni fyrir tvo af fimm kórum, sem hún
stjórnar. Í veislunni góðu lentu Kirkjukór Ár-
bæjarsóknar og Gospelkór Árbæjarkirkju auk
sóknarnefndarinnar. Og svo var það hlutverk
kórmeðlima að standa fyrir alls konar uppá-
komum, sjálfum sér og öðrum til skemmtunar.
„Ungversk gúllassúpa er einskonar þjóð-
arréttur í Ungverjalandi, en það er nauðsyn-
legt að matbúa hana rétt. Ég hnaut t.d. einu
sinni um uppskrift í íslensku dagblaði af ein-
hverju, sem kallað var ungversk gúllassúpa, en
sú uppskrift stóð ekki undir nafni.
Krisztina gefur lesendum því lesendum hér
með uppskrift að „ekta“ gúllassúpu. Mismun-
andi er hvort menn noti svína- eða nautakjöt í
súpuna. Flottara og heilsusamlegra finnst
henni að nota nautakjötið, en það sé auðvitað
heldur dýrara en svínakjötið.
Auk þess að vera organisti og stjórnandi
tveggja kóra í Árbænum, stjórnar Krisztina
Átthagakór Strandamanna, Esso-kórnum og
Sönghópi prestanna, sem eins og nafnið gefur
til kynna, samanstendur af séra Jónum ein-
göngu.
Eftir þriggja ára veru í Hólmavík sneru þau
hjón aftur til heimalandsins þar sem þau
dvöldu í fjögur ár og Krisztina kenndi við Tón-
listarháskólann.
Þau komu síðan aftur til Íslands árið 1997 og
settust þá að í Vík í Mýrdal í fimm ár. Þar gerð-
ist Krisztina organisti og tónskólastjóri. Til
Reykjavíkur fluttust þau árið 2002 og segjast
una hag sínum vel í höfuðborginni. „Ég er bara
svo þakklát fyrir að hafa komið til Íslands og
fengið að kynnast Íslendingum og íslenskri
menningu. Héðan eigum við svo sannarlega
margar góðar minningar. Í ofanálag hef ég
verið mjög heppin í lífinu og fengið spennandi
og gefandi störf á lífsleiðinni. Englarnir hljóta
að vaka yfir mér,“ segir Krisztina, sem er frá
bænum Györ í Vestur-Ungverjalandi, rétt hjá
austurrísku landamærunum.
Í haust stendur til ferðalag með Gospelkór
Árbæjarkirkju á heimaslóðir Krisztinu, en í
fyrrasumar fór Kirkjukórinn á sömu slóðir og
söng fyrir heimamenn við góðar undirtektir.
Uppskriftin, sem hér fer á eftir, er fyrir sex
til átta manns. Mátulegt er að nota tíu lítra pott
og tekur matseldin um hálfan annan tíma.
Ungversk gúllassúpa
500 g nauta- eða svínakjöt eða blanda af
hvorutveggja, skorið í teninga.
3–4 gulrætur, skornar í teninga
500 g kartöflur, flysjaðar, hreinsaðar og skorn-
ar í teninga
1 stór laukur, saxaður
salt eftir smekk
2 tsk paprikuduft
2 msk matarolía
1 lárviðarlauf
½ paprika, rauð eða græn
1 stór tómatur, sem settur er út í súpuna í
heilu og svo veiddur upp þegar súpan er tilbúin
Laukurinn er saxaður niður og steiktur í
matarolíunni í potti þar til hann verður mjúk-
ur. Kjötið ásamt paprikuduftinu er sett út í og
steikt við vægan hita í nokkrar mínútur. Salti
bætt út í og um það bil hálfur lítri af vatni. Þeg-
ar kjötið byrjar að mýkjast, er potturinn fyllt-
ur með vatni og gulrótunum, lárviðarlaufi, tóm-
ati og papriku bætt út í. Þegar gulræturnar eru
að verða mjúkar er kartöflunum bætt út í og
þetta soðið við vægan hita þar til allt verður
mjúkt.
MATARKISTAN | Ungversk gúllassúpa að hætti ungverska kórstjórans Krisztinu Kalló Szklenár
Súpan mýkir upp söngraddirnar
Ungverska gúllassúpan inniheldur m.a.
nautakjöt, kartöflur, gulrætur og lauk.
Morgunblaðið/Ásdís
Það er misjafnt hvort notað er svínakjöt eða nautakjöt í súpuna í Ungverjalandi.
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is