Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 33

Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 33 UMRÆÐAN SPURNING mín er fyrst og fremst þessi: Hver er stefna menntamálaráðu- neytisins og sveitar- félaganna gagnvart tvítyngdum nem- endum í íslenskum skólum? Til þess að útskýra í afar grófum dráttum hvað tvítyngt barn er, þá er átt við barn sem lifir við tvö tungumál. Annað tungumálið er jafnan talað heima og hitt er talað í skólanum og í sam- félaginu. Í ljósi mikillar umræðu um ein- staklingsmiðað nám og hvernig kennarar geti mætt þörfum nem- enda sinna finnst mér sá hópur sem telst til tvítyngdra barna verða út- undan. Þetta er stór hópur nem- enda og hann stækkar hratt. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands í des. 2004 voru leik- skólabörn með erlent móðurmál 1.150 og grunnskólabörn með erlent móðurmál voru 1.369. Um leið og ég fagna þeirri fjölbreytni og fjöl- menningu sem við fáum að búa við hér á Íslandi hef ég töluverðar áhyggjur af tvítyngdum nemendum. Ég hygg að flestir geti verið sam- mála um mikilvægi móðurmálsins. Hvernig færum við að án þess að geta tjáð hugsanir okkar, tilfinn- ingar og skoðanir á móðurmáli okk- ar? Það er réttur hverrar mann- eskju að búa yfir móðurmáli. Móðurmálið er grundvöllur náms og þroska, án móðurmálsins náum við ekki að skilja, spyrja eða útskýra hluti nema að takmörkuðu leyti. Án móðurmálsins geta nemendur ekki tileinkað sér og skilið hugtök og menningartengda þætti líkt og siði, sögu og venjur annarra þjóða vegna þess að tök þeirra á eigin móð- urmáli hafa ekki verið örvuð. Fjöl- margar rannsóknir færa sönnur á mikilvægi trausts móðurmáls til þess að ná góðum tökum á öðru tungumáli. Þetta þýðir það að ef tví- tyngdir nemendur á Íslandi fá ekki markvissa þjálfun og örvun í sínu móðurmáli geta þeir ekki lært ís- lensku vel. Hver er framtíðarvon þessara Íslendinga ef þeim er ekki gefinn möguleiki á að læra íslensku þannig að þau fái tækifæri, líkt og önnur íslensk börn, til að klára grunnskólann, framhaldsskólann og leggja svo leið sína í háskóla? Þeim er í raun ekki gert kleift að upplifa drauma sína. Við höfum enga ástæðu til að ætla að þessi hópur geri ekki álíka væntingar og kröfur til lífsins og aðrir Íslendingar. Það er bláköld staðreynd að brottfall þessara nemenda úr framhaldsskóla hér á landi er nálægt hundrað pró- sentum! Ég hef töluverðar áhyggj- ur af tvítyngdum nemendum í þess- ari stöðu. Þeir eru án efa miklu fleiri en ég og fleiri gera sér grein fyrir. Upplifun mín og margra kennara sem ég hef talað við er á þann veg að þessir nemendur hrein- lega staðna í námi um 10 ára aldur og taka afar litlum framförum í ís- lensku. Öllu verra er að móðurmálið virðist visna samhliða þessu ferli. Nemendur missa smám saman til- finningu fyrir því hvort sé betra að tala móðurmálið eða íslenskuna en vita jafnframt að hvort tveggja er fremur lélegt hjá þeim. Þeir treysta sér oft hvorki til að skrifa né tala á móðurmáli sínu og því síður á ís- lensku. Þessir nemendur upplifa sig að mörgu leyti mállausa! Í fyrirsögn minni tek ég sterklega til orða og tala um tímasprengjur í þeim skiln- ingi að ef brotið er nógu lengi á ákveðnum hópi fólks þá kemur að því að hann springur út í reiði, mót- mælum og uppreisn. Þetta hefur jafnframt verið að gerast í lönd- unum í kringum okkur. Ég tel nauðsynlegt að endurskoða kennsluhætti tvítyngdra barna. Menntamálaráðuneyti og sveit- arfélög verða að taka mið af því að nemendur skólanna eru ekki lengur eingöngu innfæddir Íslendingar, heldur koma frá ólíkum menningarheimum og tala mismunandi móð- urmál. Það er grund- vallaratriði að allir nem- endur fái að nota og styrkja móðurmál sitt til þess að geta þroskast og stundað nám í háum gæðaflokki. Hvernig á að bregðast við þessu? Það er ljóst að íslenskir kennarar, sama hversu færir þeir eru, ná ekki að uppfylla markmið aðalnámskrár grunnskóla gagnvart mörgum tvítyngdum nemendum sínum, en þar segir meðal annars: „Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, alm. hluti 1999, bls. 14.) Ég geri mér grein fyrir því að að- eins í hinum fullkomna heimi fengj- um við móðurmálskennara fyrir alla nemendur. En það mætti skoða aðr- ar leiðir. Markviss fræðsla foreldra er undistaðan í þessum málaflokki. Það þarf að nást til foreldra tví- tyngdra barna og útskýra mikilvægi þess að viðhalda móðurmálinu heima fyrir. Gott samstarf milli heimilis og skóla skiptir miklu máli, fá upplýsingar um heimalandið, siði og venjur frá foreldrunum. Tví- tyngd börn geta í fæstum tilfellum tekið bækur á sínu móðurmáli á skólabókasafninu, nema það sé enska. Það skiptir afar miklu máli að hafa aðgengi að lestrarefni á sínu móðurmáli. Þannig verða ólík tungumál jafnframt sýnileg öðrum börnum. Tvítyngd börn eiga og þurfa að vera stolt af uppruna sín- um, menningu og móðurmáli og skólinn getur aðstoðað þau við það. Að síðustu finnst mér brýnt að skoða þann möguleika að ráða markvisst inn í skólana tvítyngt starfsfólk og tvítyngiskennara. Möguleikar og framtíðarsýn fjöl- margra nemenda myndi breytast svo um munaði. Þannig væri ís- lenskt samfélag sannarlega að koma til móts við þarfir tvítyngdra barna. Mállausar tímasprengjur? Helga Helgadóttir fjallar um stöðu tvítyngdra nem- enda í íslenskum skólum ’… að þessir nemendurhreinlega staðna í námi um 10 ára aldur og taka afar litlum framförum í íslensku.‘ Helga Helgadóttir Höfundur er kennari og í framhalds- námi í sérkennslufræðum vð KHÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.