Morgunblaðið - 17.03.2006, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Geir H. Haarde utanríkisráð-herra flutti Alþingi skýrslu ígær í kjölfar ákvörðunarBandaríkjastjórnar um að
færa orrustuþotur og þyrlur frá Kefla-
víkurflugvelli. Geir sagði að fram hefði
komið í viðræðum íslenskra stjórnvalda
við fulltrúa Bandaríkjastjórnar að
Bandaríkjastjórn teldi Íslendinga hafa
lagt fram mikilsverðar tillögur á fundi
fulltrúa þjóðanna í síðasta mánuði og að
þeir mætu þessar hugmyndir, en tillög-
urnar voru um að Íslendingar myndu
greiða kostnað við rekstur Keflavíkur-
flugvallar og vegna björgunarþjónustu
varnarliðsins.
„Hins vegar valdi breyttar aðstæður í
öryggismálum á N-Atlantshafi og mikið
álag á bandaríska herinn í öðrum heims-
hlutum og þörf fyrir búnað og mannskap
þar því að ákveðið hafi verið að gera um-
ræddar breytingar í Keflavíkurstöð-
inni,“ sagði Geir.
Geir rakti gang viðræðna við Banda-
ríkjastjórn, en í þeim hefðu íslensk
stjórnvöld lagt áherslu á að hér yrðu
áfram sýnilegar varnir. Tillögurnar fólu
í sér að Íslendingar myndu greiða allan
kostnað vegna snjómoksturs og slökkvi-
liðs á Keflavíkurflugvelli og búnaðar
vegna flugumferðarstjórnar. Tillögur
Íslands gerðu einnig ráð fyrir að við
myndum í haust greiða helming kostn-
aðar vegna viðhalds á flugbrautum og
allan kostnað vegna þessara þátta frá og
með haust 2008. Þá fólst í tillögunum að
Ísland myndi frá 2008 greiða allan
kostnað við rekstur björgunarþyrlu-
sveitarinnar. Gert var ráð fyrir þeim
möguleika að við myndum kaupa nýjar
þyrlur af sölukerfi Bandaríkjahers og
sækja þangað alla viðhaldsþjónustu.
„Heildarkostnaður vegna þessa alls
og áðurnefndra tillagna gæti numið
1,5-2 milljörðum á ári. Það yrði til við-
bótar nokkur hundruð milljónum sem
við greiðum árlega vegna starfseminnar
á Keflavíkurflugvelli,“ sagði Geir.
Geir sagði að sú niðurstaða sem nú
lægi fyrir, að varnarliðið færi með þot-
urnar og þyrlurnar, fæli í sér að
„mannafli á vegum varnarliðsins verður
væntanlega mjög lítill“.
Geir sagði að í tilkynningu Banda-
ríkjastjórnar hefði sérstaklega verið
tekið fram að verið væri að binda enda á
fasta viðveru orrustuþotna á Keflavík-
urflugvelli. Jafnframt var lagt til að
fulltrúar landanna hittust sem fyrst til
að ræða með hvaða öðrum hætti Banda-
ríkin gætu staðið við skuldbindingar sín-
ar samkvæmt varnarsamningnum. „Það
á eftir að koma í ljós í viðræðum land-
anna hvort þetta er gerlegt.“
Geir sagði að í viðræðunum yrði rætt
sérstaklega um nánara samstarf um
varnir gegn hryðjuverkum og alþjóð-
legri glæpastarfsemi.
„Það hefur legið fyrir um árabil að í
Bandaríkjastjórn væri vilji til að flytja
orrustuvélarnar þangað sem meiri þörf
væri fyrir þær en bjóða í staðinn upp á
varnarviðbúnað af öðru tagi sem þjónaði
betur breyttum aðstæðum og nýjum
tímum. Verkefnið framundan er þess
vegna að freista þess að ná samningum
um slík atriði og það sem fyrst. Ella
verður gildi varnarsamningsins frá 1951
lítið sem ekkert.“
Formenn Sjálfstæðisflokksins
náðu engum árangri
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formað-
ur Samfylkingar, sagði að sú niðurstaða
sem nú lægi fyrir þyrfti ekki að koma á
óvart því að N-Atlantshafið væri örugg-
asti hluti heimsins í dag. Það væru for-
réttindi að búa í þessum heimshluta.
„Ég hlýt að lýsa ánægju minni með að
það skuli loksins komin niðurstaða í 11
ára samningaþóf sem leitt hefur verið af
formönnum Sjálfstæðisflokksins. Fyrst
fyrrverandi forsætis- og utanríkisráð-
herra og, síðan hann hætti, núverandi
utanríkisráðherra. Niðurstaðan liggur
fyrir; árangurinn e
af stað í leiðangur,
sem þeir ætluðu sé
unarreit. Ástæðan
Þeir lögðu upp me
farteskinu, röng s
ranghugmyndir u
vart bandaríska stj
Nú hefur það o
ríkisstjórnin, undir
verið stefnulaust r
um.“
Ingibjörg Sólrún
gerst í þessum má
var við Bandaríki
orrustuþotum sem
Sjálfstæðisflokkur
málum hefur ekk
angur náðst. Fory
flokksins hafa að v
ir til Washingto
bandarískum ráðh
mönnum. Þeir hafa
ina inn í stríðsreks
að þeim yrði umb
um samningaviðræ
eins og þeir einir
mál og talið þjóðin
andi forsætisráðh
tengslum við Bus
ríkisráðherra við
Þeir ættu leið
stjórnkerfinu. Og
Enginn, mældur
kvarða.“
Ögmundur Jóna
sagði að brottför h
tímamót. „Þetta fæ
að Bandaríkjastjó
aldrei haft herlið
þjóna eigin hags
hentar bandarísku
þeir farnir og sýna
eisi við íslensk stj
ekki annað sagt en
um menn sem hafi
Framkvæmdastjóri Nató mun ræða var
Á eftir að koma í ljó
geta staðið við sku
Halldór Ásgrímsson for-
sætisráðherra átti í gær
símtal við Jaap de Hoop
Scheffer, framkvæmda-
stjóra NATO, um þá stöðu
sem upp er komin í varn-
armálum. Hann óskaði eftir
að Scheffer ræddi þessi mál
á fundi með Georg Bush
forseta Bandaríkjanna nk.
mánudag. Egill Ólafsson
fylgdist með umræðum um
varnarmál á Alþingi í gær.
Geir H. Haarde og Halldór Ásgrímsson gerðu Alþingi í gær
ÖRYGGI HÖFUÐBORGARBÚA
Morgunblaðið hefur undanfarnadaga beint spurningum til odd-vita flokkanna, sem bjóða fram
til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík,
bæjarstjóra stórra bæja á höfuðborgar-
svæðinu og lögreglumanna, í framhaldi
af umræðum um þá hættu, sem almenn-
um borgurum í höfuðborginni stafar af
glæpalýð, sem gerir jafnvel lífshættu-
lega atlögu að friðsömu fjölskyldufólki
um hábjartan dag.
Í svörum bæjarstjóra nágrannabæja
Reykjavíkur vekur athygli hversu upp-
teknir þeir eru af væntanlegri samein-
ingu lögregluembætta á höfuðborgar-
svæðinu. Það virðist nefnilega liggja í
augum uppi að skipulag lögreglunnar sé
aukaatriði í þessu máli. Það er reyndar
rétt hjá bæjarstjórunum að nauðsynlegt
er að staðarþekking sé fyrir hendi hjá
lögreglumönnum og að lögreglan sé
sýnileg. En það á alveg jafnt við um ein-
stök hverfi innan Reykjavíkur og þess
vegna í hverfum innan víðfeðms sveitar-
félags á borð við Kópavog eins og um
einstök sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu.
Hjá sameinuðu lögregluembætti
verða menn auðvitað að leggja áherzlu á
hverfalöggæzlu hér eftir sem hingað til
og jafnvel í enn meiri mæli en áður, enda
hefur slíkt fyrirkomulag gefizt vel þar
sem það hefur verið reynt. Stærsti kost-
urinn við sameiningu lögregluembætta
á höfuðborgarsvæðinu er að þannig á að
vera hægt að fækka lögreglumönnum,
sem sitja á bak við skrifborð, og fjölga
lögreglumönnum, sem eru sýnilegir á
götunum. Sýnileg, fyrirbyggjandi lög-
gæzla hlýtur að vera lykilatriði, vilji
menn fækka glæpum og bæta öryggi
borgaranna.
Í svörum oddvita flokkanna, sem
bjóða fram til borgarstjórnarinnar í
Reykjavík, er sameiginleg áherzla á for-
varnarstarf gegn fíkniefnaneyzlu, glæp-
um henni tengdum og öðrum afbrotum.
Sú áherzla er nauðsynleg og góðra
gjalda verð.
Hins vegar hlýtur það að vekja kjós-
endur til umhugsunar hversu dræmt –
eða jafnvel alls ekki – oddvitarnir taka í
að mun harðar verði tekið á fíkniefna- og
ofbeldisbrotum með hertum refsingum.
Ástandið á höfuðborgarsvæðinu er
nefnilega orðið þannig að við það verður
ekki unað. Fólk getur hvorki verið
öruggt um líf sitt og limi né um eigur
sínar vegna glæpalýðsins, sem veður
uppi. Að sjálfsögðu verður að eiga við
orsakir vandans með forvarnarstarfi af
ýmsu tagi. En það tekur langan tíma og
skilar oft takmörkuðum árangri.
Í borgum víða erlendis, þar sem borg-
urunum hefur ofboðið hvernig glæpa-
menn vaða uppi, hefur tekizt að fækka
glæpum til muna á tiltölulega stuttum
tíma með samstilltu átaki. Það hefur
fyrst og fremst gerzt með tvennu; ann-
ars vegar stórauknum sýnileika lögregl-
unnar og hins vegar með því að taka
mun harðar á afbrotum. Slíkt hefur ekki
sízt verið gert með því að auka ítrek-
unaráhrif afbrota, jafnvel „minni“
glæpa á borð við innbrot og þjófnað.
Brotamenn fá þá kannski tvö tækifæri
áður en þeir fá þungan dóm, en ekki það
þriðja.
Augljós munur er reyndar á afstöð-
unni til þyngri refsinga eftir því hvar
frambjóðendur eru staddir í hinu póli-
tíska litrófi og þarf ekki að koma á óvart.
Þannig hefur það líka verið í umræðum
um lög og reglu í nágrannalöndum okk-
ar. Oddvitar Samfylkingar og Vinstri
grænna, þau Dagur B. Eggertsson og
Svandís Svavarsdóttir, eru augljóslega
frábitnir slíkum aðferðum. Björn Ingi
Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna,
segir hins vegar að senda verði skýr
skilaboð til þeirra, sem gerist jafnvel
ítrekað brotlegir. Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins,
vill ekki útiloka þyngdar refsingar fyrir
ofbeldisbrot. Ólafur F. Magnússon, odd-
viti Frjálslyndra, tekur í sama streng.
Þótt löggæzlu- og dómsmál séu á for-
ræði ríkisins hljóta frambjóðendur til
borgarstjórnarkosninganna, sem fram-
undan eru, að hafa á þeim skoðun, því að
hér er um að ræða mikið hagsmunamál
fyrir borgarbúa. Kjósendur munu taka
eftir því hvar flokkarnir standa í þessum
efnum.
BJÖRT FRAMTÍÐ SKÁKLISTAR
Það verður að teljast fátítt að húrra-hróp og klapp heyrist í Ráðhúsi
Reykjavíkur. En bandaríski stórmeist-
arinn Maurice Ashley á heldur ekki sæti
í borgarstjórn. Þá væri áreiðanlega
meira um fagnaðarlæti á þeim vett-
vangi.
Ógleymanlegt var fyrir skákáhuga-
menn að fylgjast með skákskýringum
Ashleys á rauntíma á Glitnismótinu í
gær, s.s. á sigrum Magnúsar Carlsens á
heimsmeistaranum í hraðskák, Visw-
anathan Anand, og á því þegar Norð-
maðurinn ungi mátaði ísraelska stór-
meistarann Sergey Erenburg með
aðeins sekúndu eftir á klukkunni. Þá
var frækileg frammistaða stórmeistar-
ans Hannesar Hlífars Stefánssonar í
mótinu ánægjuleg, en það var ekki fyrr
en í úrslitaeinvígi gegn Carlsen að hann
varð að játa sig sigraðan.
Sjaldan hefur legið jafnljóst fyrir af
hverju skák hefur svona sterka skír-
skotun meðal Íslendinga. Skák er
skemmtileg!
Og það var vel til fundið að yfirskrift
Skákhátíðarinnar væri „Skákin brúar
bil“. Það leyndi sér ekki á fyrri degi
hraðskákmótsins, sem haldið var til
minningar um Harald Blöndal hæsta-
réttarlögmann. Tæplega tvö hundruð
manns skráðu sig til leiks, fólk á öllum
aldri, af báðum kynjum, ólíkum trúar-
brögðum og af yfir 40 þjóðernum. Tefld-
ar voru leiftrandi skákir þar sem treyst
var á innsæi og eðlisgáfu og leikirnir
ekki alltaf fyrirséðir eða kórréttir, en
stemmningin því meiri. Einmitt þannig
lifir Haraldur Blöndal í minningunni.
Og skákin brúar bil.
Skákin er tungumál sem allir geta
lært á örskömmum tíma, sagði Guðfríð-
ur Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksam-
bands Íslands, í viðtali í Morgunblaðinu.
„Í hverri skák eiga sér stað ákveðnar
samræður milli keppenda, sem þurfa að
læra inn á þankagang hvor annars.
Vegna þess að skákin er tjáningarform
sem allir geta tileinkað sér hentar hún
einkar vel til að brúa bilið milli ólíkra
hópa.“
Ekkert bendir til annars en að fram-
tíð skáklistarinnar sé björt hér á landi.
Orðið hefur mikil vakning og það kom
berlega í ljós á Reykjavíkurskákmótinu
að fjölmargir ungir íslenskir skákmenn
eru að hasla sér völl. Mikilvægt er fyrir
þessa ungu skákmenn að fá tækifæri til
að spreyta sig á alþjóðlegum stórmótum
sem þessu.
Hér fer á eftir meginmál varnarsamningsÍslands og Bandaríkjanna frá 5. maí1951. „Þar sem Íslendingar geta ekki sjálf-
ir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt að varn-
arleysi lands stofnar öryggi þess sjálfs og friðsamra
nágranna þess í voða, og þar sem tvísýnt er um al-
þjóðamál, hefur Norður-Atlantshafsbandalagið far-
ið þess á leit við Ísland og Bandaríkin að þau geri
ráðstafanir til að látin verði í té aðstaða á Íslandi til
varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði
því sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til
með sameiginlega viðleitni aðila Norður-Atlants-
hafssamningsins til að varðveita frið og öryggi á því
svæði fyrir augum. Samningur sá, sem hér fer á eft-
ir, hefur verið gerður samkvæmt þessum tilmælum.
1. gr. Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-
Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbind-
ingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með
Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir
til varnar Íslandi með þeim skilyrðum, sem greinir í
samningi þessum. Í þessu skyni og með varnir á
svæði því sem Norður-Atlantshafssamningurinn
tekur til fyrir augum lætur Ísland í té þá aðstöðu í
landinu sem báðir aðilar eru ásáttir um að sé nauð-
synleg.
2. gr. Ísland mun afla heimildar á landsvæðum og
gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að í té
verði látin aðstaða sú sem veitt er með samningi
þessum og ber Bandaríkjunum eigi skylda til að
greiða Íslandi, íslenskum þegnum eða öðrum
mönnum gjald fyrir það.
3. gr. Það skal vera háð samþykki Íslands, hverr-
ar þjóðar menn eru í varnarliðinu, svo og með
hverjum hætti það tekur við og hagnýtir þá aðstöðu
á Íslandi sem veitt er með samningi þessum.
4. gr. Það skal háð samþykki íslensku ríkisstjórn-
arinnar hversu margir menn hafa setu á Íslandi
samkvæmt samningi þessum.
5. gr. Bandaríkin skulu framkvæma skyldur sín-
ar samkvæmt samningi þessum þannig að stuðlað
sé svo sem frekast má verða að öryggi íslensku
Varnarsamningurinn