Morgunblaðið - 17.03.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 17.03.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 37 UMRÆÐAN NÝLEGA var ég viðstödd mjög fjöl- menna jarðarför í Reykjavík. Aðstandendur buðu til erfidrykkju sem var svo óvenjuleg að ég má til með að koma hugmyndinni á fram- færi. Í safnaðarheimili kirkjunnar biðu okkar uppdúkuð borð með kaffi- könnum, konfektskál og vænum diski af kleinum og upprúlluðum pönnu- kökum. Afar gott og handhægt, eng- ar biðraðir og gamla fólkið slapp við að bera meðlætið skjálfandi hendi að sæti sínu. Við systkinin sem sjaldan hittumst áttum þarna gæðastund saman og gátum einnig heilsað upp á ættingja sem sátu afslappaðir við næstu borð. Kleinurnar komu glæ- nýjar frá Ömmubakstri og pönns- urnar voru bakaðar af vinum og vandmönnum svo allt var þetta mjög viðráðanlegt og áhyggjulaust. Ef fleiri taka upp þennan ágæta sið auðveldar það fólki að bjóða í kaffi eftir útförina en hugsanlega eru margir sem velja útför í kyrrþey vegna kostnaðar við erfidrykkjur. Þær hafa að mínu mati mikilvægu hlutverki að gegna að styrkja vináttu og ættarbönd í annríki dagsins og mega ekki leggjast af. UNNUR HALLDÓRSDÓTTIR veitingakona, Hamravík 2, Borgarnesi. Erfidrykkja, þjóðleg og þægileg Frá Unni Halldórsdóttur: HINN 17. júní 1944 var formlega gengið frá stofnun lýðveldisins Ís- lands á hinum forna þingstað Þing- völlum. Þá mun íslensk þjóðarhug- sjón hafa risið hæst í hjörtum manna þar og yfirleitt hvar sem Íslendingar drógu andann á þeirri stund. Ákveðið var að hafa til framtíðar þá hugsjón sem stefnu lands og þjóð- ar, að sýna hlutleysi gagnvart milli- ríkjadeilum og ganga fram í þeim anda að segja við öll ríki jarðar: Eng- um stríð – öllum friður. Var þar lagt í för undir göfugum formerkjum þó eftirbrautin hafi með ýmsum hætti orðið þyrnum stráð. Og hvað skyldum við hafa fyrir augum og eyrum nú í dag þegar litið er á vegstöðu íslenska lýðveldisins og hlustað á umræðu dagsins ? Undarlega margir valda- og áhrifamenn í þjóðfélaginu virðast óheilir þegar kemur að spurningunni um hollustu gagnvart sjálfstæði lands og þjóðar. Þá kemur í ljós að það er einhver lýðveldisþreyta í gangi sem gerir menn blinda á þau gildi sem voru í hávegum höfð við stofnun lýðveldisins á Þingvöllum. Sjálfur forsætisráðherrann virðist meira að segja eiga þá framtíðarsýn besta fyrir hönd lands og þjóðar, að við verðum orðin aðildarþjóð Evr- ópusambandsins eftir svo sem ára- tug. Að hugsa sér aumingjadóminn! Framtíðarsýn þessa forustumanns er framsal á fullveldi og sjálfstæði okkar til musteris hins evrópska auð- valds í Brussel! Eftir að hann hefur átt valdasetu innan ríkisstjórnar landsins í meira en áratug, er bjart- sýni hans á afkomugetu þjóðarinnar á eigin undirstöðum ekki meiri en þetta ! Ekki virðist hann hafa öðlast aukið traust á sjálfstæðismennt þessarar þjóðar með því að vera ásamt lagsbróður sínum for- sjármaður ríkisins allan þennan tíma. Það virðist öllu heldur sem hann hafi farið að líta smærri augum á þjóðlega stöðu eftir að hafa dvalið löngum stundum sem utanrík- isráðherra nálægt stóra miðstjórn- arvaldinu í Brussel. Viðvera við þá kjötkatla bætir áreiðanlega engan mann. Eftir því sem menn hafa fært sig nær hinu eitraða valdi sem er stöðugt að reyna að þvinga lönd álf- unnar á einn bás, hefur lýðveldis- þreyta þeirra og vantrú á sjálfstæði eigin lands vaxið. Lýðveldisþreyta er slæm fylgja því hún getur ágerst í mönnum með þeim hætti að hún stökkbreytist allt í einu í ofnæmi fyr- ir lýðræðinu almennt. Þá er vá fyrir dyrum eins og ber að skilja. Ýmsir forustumenn í stjórnmálum og viðskiptalífi hérlendis virðast nú í óðaönn að afklæðast öllu sem áður var talið gott og gilt í þjóðlegum skilningi. Þeir vilja miklu heldur íklæðast alþjóðlegum skrúða og spóka sig með þeim hætti. Hugsun þeirra er sýnilega bundin við stóru glansmyndina sem stöðugt er höfð uppi við á áróðurstjaldinu í Brussel. Og lýðveldisþreyttir pólitíkusar og gróðamenn á landinu bláa, leggja í huganum verðmat á sjálfstæði og fullveldi Íslands og hugsa sér að fá hátt verð fyrir það sem er þeim sjálf- um þó greinilega lítilsvirði. Ekki hefur ríkisstjórn Íslands á síðustu árum virst tileinka sér í neinu þá hagfræði Jósefs, sem felst í því að byggja í góðæri undir mögur ár. Það virðist litið svo á að upp- gangur verði til frambúðar. Og dans- inn í kringum gullkálfinn dunar sem aldrei fyrr. En allir sem þekkja til sögunnar vita að slíkur dans hefur aldrei skilað sér verulega til góðs fyrir alþýðu manna. Að veislu lokinni er vand- ræðunum alltaf sturtað niður til al- mennings. En hverju er hægt að búast við af mönnum sem aðhyllast hið gjör- spillta kvótasiðferði, mönnum sem hafa á fáum árum breytt íslensku þjóðfélagi úr félagslega þroskuðu fyrirbæri í græðgisvædda markaðs- vél sem lýtur ofurvaldi örfárra pen- ingafursta, manna sem hafa fyrst og fremst auðgast vegna stjórnvalds- aðgerða sem framkvæmdar hafa ver- ið í þeirra þágu en ekki fyrir eigin dugnað? Einkaaðilar úti í þjóðfélaginu hafa verið efldir sem aldrei fyrr á kostnað ríkisins og mannlífsheildarinnar. Hvers er að vænta í framtíðinni fyrir íslenska þjóð eftir slík umskipti ? Hinn sýnilega lýðveldisþreytti for- sætisráðherra okkar hefur gefið sitt svar við því. Hans svar er að þjóðin eigi að snúa sér til Brussel og biðja um inngöngu í musterisklíkuna þar. Ekki er það uppbyggilegt fyrir þjóðlega hugsun og sjálfstæðisvitund almennings í þessu landi að forsætis- ráðherrann tali með þvílíkum hætti. Sem þjóðhollur Íslendingur á ég erfitt með að skilja hvað hann mein- ar með slíkum orðum og hvernig hann getur talið slíkan málflutning þjónustu við þau gildi sjálfstæðis og þjóðfrelsis sem hann ætti að telja sér skylt að standa vörð um. Hafi hann skömm fyrir skrafið. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Lýðveldisþreytan Frá Rúnari Kristjánssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ HEFIR Siglingastofnun kynnt hugmynd sína um mögulega hafn- argerð við suðurströndina. Forstjóri stofnunarinnar sagði mér að danskir verkfræðingar hefðu fundið stöðugt sandrif fyrir framan fyrirhugað hafn- arsvæði. Hugmyndin virðist vera að rifið brjóti hæstu öldur og með því sé hægt að búa til hafnargarða sem skemmast ekki í verstu veðrum. Rifið eitt getur verið ávísun á grunnbrot og óhreint sjólag og ber að taka tillit til þess. Samkvæmt upplýs- ingum fengnum frá verkfræðinga- sveitum bandaríska landhersins get- ur sandflökt þarna numið u.þ.b. milljón rúmmetrum á ári. Hleðst þá sandur að hafnargörðunum og þeir verða hluti af nýju landi sem sjórinn hefir búið til. Þetta er hið besta mál því verulegur hluti kostnaðar liggur í að sprengja og flytja grjót. Verkefni framtíðarinnar verður því að flytja grjótið út á dýpra vatn. Höfn sú er siglingastofnun kynnti er af svipaðri gerð og höfnin við Skagen á Jótlandi sem byrjað var að gera fyrir tæpum hundrað árum og er nú komin vel inn í land. Það sem skilur milli Skagen á Jótlandi og Bakka í Landeyjum er lengd vindatrennunnar, sem er tíu sinnum lengri við suðurströnd Ís- lands en Austur-Jótland. GESTUR GUNNARSSON, Flókagötu 8, Reykjavík. Hafnargerð Fá Gesti Gunnarssyni: kemur næst út 25. mars fullt af spennandi efni um listina að gera vel við sig og sína í mat og drykk Meðal efnisþátta í næsta blaði eru: • Sætt og seiðandi - súkkulaði fyrir sælkera • Vínin með veislumatnum • Indverskt ævintýri fyrir bragðlaukana • Fiskur á föstunni • Eldað með segulsviði ásamt ýmsum sælkerafróðleik. Auglýsendur! Pantið fyrir þriðjudaginn 21. mars Allar nánari upplýsingar veitir Sif Þorsteinsdóttir í síma 569 1254 eða sif@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.