Morgunblaðið - 17.03.2006, Side 41

Morgunblaðið - 17.03.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 41 MINNINGAR ✝ Sólon Lárusson,kennari og járn- smiður, fæddist í Hafnarfirði 7. apríl 1915. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykja- vík 9. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Petrón- ella Magnúsdóttir húsmóðir, f. 29.11. 1889, d. 18.6. 1948, og Lárus Bjarnason skútuskipstjóri, f. 9.8. 1875, d. 1917. Sólon kvæntist 13.6. 1936 Sigurbjörgu Gísladótt- ur, f. 23.9. 1916, d. 19.10. 1992. Hún var dóttir hjónanna Gísla Jóhanns- sonar, verslunarmanns í Reykja- vík, og Margrétar Sigurðardóttur. Börn Sólons og Sigurbjargar eru: 1) Ragnar Lárus, fyrrverandi aðal- varðstjóri í Slökkviliði Reykjavík- ur, f. 6.3. 1938, kvæntur Louisu Sampsted hárgreiðslumeistara og eiga þau fjögur börn; 2) Gísli Grét- ar, pípulagnameistari í Kópavogi, f. 6.3. 1942, kvæntur Guðrúnu Árnadóttur og eiga þau þrjá syni; 3) Nella húsmóðir, f. 6.3. 1942, gift Floyd Beatty tölvufræðingi; 4) Ein- ar bifvélavirki, f. 16.10. 1954, var kvæntur Katrínu Hallgímsdóttur lyfjatækni, þau eiga tvö börn, þau skildu; 5) Theodór Júlíus, húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 16.10. 1954, var kvæntur Elínu Haraldsdóttur kennara, þau eiga þrjú börn, þau skildu. Sólon lauk sveins- prófi í járnsmíði við Iðnskólann í Reykja- vík 1934 og öðlaðist meistararéttindi í iðninni 1941. Hann stundaði nám í uppeldis- og kennslufræði við KHÍ 1975–76 og lauk því prófi 1976, auk þess sem hann stundaði ýmis námskeið í sín- um kennslugreinum hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum. Sólon stundaði járnsmíði við Landsmiðjuna í Reykjavík 1937– 1953, rak vélsmiðju í Reykjavík ásamt öðrum 1953–1964 og kenndi við Iðnskólann í Reykjavík 1964– 1986. Hann sat í trúnaðarráði Fé- lags járniðnaðarmanna á árunum 1940–50 og var trúnaðarmaður á vinnustað á sama tíma. Útför Sólons verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Mig langar að minnast afa míns og nafna með örfáum orðum. Mínar fyrstu minningar um Sólon afa eru frá því ég er um 5 ára gamall. Á þessum árum átti hann Ford Bronco jeppa og það var mjög spenn- andi fyrir lítinn afastrák að fá að fara í bíltúr á rauða jeppanum með afa. Ég var þá í dagpössun hjá ömmu og afa í Hjallabrekku. En hann afi var alltaf að vinna, enda var hann í fyrirtækjarekstri, rak og átti vélsmiðju í mörg ár á sínum yngri árum og fór svo í framhaldi af því að kenna við Iðnskólann í Reykja- vík. Afi var af gamla skólanum, hann vann mikið og átti stóra fjölskyldu eða fimm börn og þar af tvenna tví- bura sem öll komust vel til manns. Sólon afi hafði margar sögur að segja, sem dæmi má nefna sagði hann mér frá því þegar hann hjólaði í Stykkishólm árið 1930 á reiðhjóli en þangað var langur og holóttur vegur í þá daga. Síðan minnist ég sögu þar sem hann ásamt góðum ferðafélaga hjólaði austur í Fljótshlíð frá Reykja- vík og til baka um helgi en ferðafélagi hans átti þaðan rætur að rekja. Á síðari árum bar flugið oft á góma í samtölum okkar enda minntist afi oft á það þegar hann var að vinna út á Reykjarvíkurvelli í kringum 1937–39 og hann fór í sitt fyrsta flug, ekki man ég hver flugmaðurinn var en flugvélin var lítil tvíþekja og flugtúrinn var suður yfir Arnarnesið og til baka aft- ur, þetta var ógleymanlegt fyrir hann sem ungan mann í þá daga. Ekki ber að gleyma að minnast á það þegar hann ásamt Pétri vini sín- um fór frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk, Laugaveginn svokallaðan, sextíu og sex ára gamall með allt of þungan bakpoka, en þetta fór hann eins og ekkert væri og var þar ekki eftirbátur þeirra sem yngri voru, til marks um þrek afa fór hann upp á Valahnúk daginn eftir að í Þórsmörk var komið. Því miður voru hnén hans orðin lúin á efri árum afa og gat hann þar af leiðandi ekki gengið eins mikið og hann hefði viljað. Eftir að afi hætti að vinna var hann mikið á ferðinni um borgina og oftar en ekki lá leiðin austur fyrir fjall með aldraðar frænkur í kaffi í Eden í Hveragerði og eins í kaffi til afkom- enda sinna, höfðu sumar tengda- dætra hans orð á því að hann færi heldur hratt yfir en hann nefndi sér þá til málsbótar að hann hefði ekki lent í óhappi í 30 ár og það viðhélst þangað til hann hætti að keyra fyrir um 5 árum. Man ég eftir því þegar hann sagði mér rúmlega 70 ára frá því að bílinn væri svo stífbónaður hjá sér að ef hann myndi þvo hann í Reykja- vík og síðan halda um 100 km hraða heim í Kópavoginn þá væri hann orð- in þurr er þangað væri komið og tilbú- inn fyrir bílskúrinn, svona var afi ung- ur í anda. Síðustu ár ævinnar bjó afi á Dval- arheimilinu Hrafnistu þar hittumst við reglulega og var hann mjög áhugasamur að vita hvar í heiminum ég hefði verið að fljúga síðast og hvað á daga mína hefði drifið. Því miður átti afi orðið erfitt með að tjá sig á síð- ustu mánuðunum og því var oft um eintal að ræða þar sem ég fór yfir það sem var að gerast í mínu lífi og sagði honum fréttir af fjölskyldunni, hann skaut þó inn orði og orði sem gaf manni vissu um að hann fylgdist vel með því sem ég sagði frá. En núna er hann afi minn allur og ég trúi því að hann og amma séu sam- an á ný eftir langan viðskilnað. Tíminn líður furðu fljótt, fölna hár á vanga, söngvar þagna, nálgast nótt, nóttin hljóða langa. Ljósið dvín og lokast brá, lætur vel í eyrum þá ómur æsku söngva. (Fr. G.) Takk fyrir samveruna elsku afi minn. Guð varðveiti þig. Sólon Lárus Ragnarsson. SÓLON LÁRUSSON Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkæru dóttur okkar, systur, mágkonu og frænku, BÁRU SIGNÝJAR SIGURVINSDÓTTUR, Fjarðarstræti 55, Ísafirði. Sérstakar þakkir fær allt starfsfólk í Fjarðarstræti 55, starfsfólk í Hæfingarstöðinni Hvestu og starfs- fólk Svæðisskrifstofu fatlaðra á Vestfjörðum. Guð blessi ykkur öll. Sigurvin Magnússon, Guðný Guðmundsdóttir, Unnur Sigurvinsdóttir, Paul Fawcett, Margrét Sigurvinsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Þórður Sigurvinsson, Þórey M. Ólafsdóttir, Þorleifur Sigurvinsson, Arnheiður Svanbergsdóttir og frændsystkin. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGTRYGGUR JÓSEFSSON, Breiðumýri, verður jarðsettur frá Einarsstaðakirkju laugar- daginn 18. mars kl. 14.00. Björg Arnþórsdóttir, Jósef Rúnar Sigtryggsson, Margrét Haraldardóttir, Friðgeir Sigtryggsson, Gerður Sigtryggsdóttir, Þórunn Sigtryggsdóttir, Gísli Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HREINS ÞORVALDSSONAR, Skagfirðingabraut 49, Sauðárkróki. Guðrún Þrúður Vagnsdóttir, Þorvaldur Leifur Hreinsson, Liz Hreinsson, Birgir Örn Hreinsson, Auður Sigríður Hreinsdóttir, Bjarni Már Bjarnason, Halldís Hulda Hreinsdóttir, Rúnar Þór Jónsson, Friðrik Hreinn Hreinsson, Ástrós Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GRÓU BJARNEYJAR HELGADÓTTUR, Skúlagötu 20. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Heima- hlynningar og líknardeildar Landspítalans í Kópa- vogi, fyrir þeirra vináttu og hlýhug. Sigrún Þorláksdóttir, María Þorláksdóttir, Þór Jóhannsson, Sigurjón Þorláksson, Svanfríður Magnúsdóttir, Gunnar Þorláksson, Kristín Eyjólfsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Lokað Lokað í dag, föstudaginn 17. mars, frá kl. 12 á hádegi vegna jarðarfarar GUÐBJARGAR FRIÐRIKSDÓTTUR. Friðrik A. Jónsson ehf., Eyjarslóð 7, 101 Reykjavík. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HALLDÓRA ÁRNADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 13. mars. Útför hennar verður frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 21. mars klukkan 14.00. Hörður Bergmann, Dórothea S. Einarsdóttir, Árni Bergmann, Lena Bergmann, Stefán Bergmann, Helga Hrönn Þórhallsdóttir, Jóhann Bergmann, María J. Gunnarsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og ástvinur, JÓNAS JÓNASSON fyrrum starfsmaður Flugleiða, Skólavörðustíg 46, Reykjavík, lést af slysförum á Kanaríeyjum mánudaginn 13. mars sl. Jarðarför auglýst síðar. Magnea Jónasdóttir, Davíð Vikarsson, Daði Vikar Davíðsson, Bryndís Davíðsdóttir, Sigrún Jónasdóttir, Júlíus Schopka, Dagbjört Gunnarsdóttir, Hjörtur Gunnarsson, Hafsteinn Þór Gunnarsson, Bryndís Helga Sigurðardóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HERDÍSAR BJÖRNSDÓTTUR, Varmalæk, Skagafirði. Guð blessi ykkur öll. Lovísa Sveinsdóttir, Björn Sveinsson, Magnea K. Guðmundsdóttir, Gísli Sveinsson, Ásta B. Ólafsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir, Smári Borgarsson, Ólafur Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulega móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ INGVELDUR BENEDIKTSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðju- daginn 14. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Sivert Bjarni Sætran, Steinunn Stefánsdóttir, Arndís Sigurlaug Guðmundsdóttir, Erlingur Hauksson, Guttormur Skagfjörð Guðmundsson, Sigurbjörg Alda Guðmundsdóttir, Ómar Örn Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.