Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 47

Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 47 MINNINGAR um hús voru þeir tímar að oft þurfti að fara til bankastjóra og biðja um víxla. Margan víxilinn skrifaði mágur upp á fyrir mig. Hann vandaði sig ekki mikið við að skrifa nafnið sitt en eitthvað var krumsprangið þekkt í bankanum því víxlana fékk ég! Og maður reyndi líka að standa í skilum. Á mínum yngri árum þegar Villi skipti sér af pólitík þótti honum ekki gott þegar ég ung og uppreisnargjörn kaus Þjóðvarnarflokkinn, hann vildi að ég kysi Framsókn eins og mér var sagt að allt mitt fólk gerði. Ekki varð okkur þó þetta að neinum vinslitum. Það var stutt á milli heimila okkar systranna og mikill samgangur. Við gættum oft barnanna hver fyrir aðra og mín börn voru alltaf velkomin á heimili Siggu og Villa eins og þeirra börn til okkar Victors. Einhvern tíma fóstruðum við tvíburana þeirra nokk- urn tíma þegar þau voru erlendis. Þeim fylgdi barnapía og svo fíni bíll- inn þeirra því mágur átti alltaf góða bíla. Og margan bíltúrinn fengum við með mági meðan við áttum ekki sjálf bíl. Oft ráðskuðu líka mamma og pabbi hjá þeim þegar þau fóru í lang- reisur. Mági mínum fannst alltaf gott að vita hvað mamma leit eftir að hurð- ir væru læstar og litið eftir öllu raf- magni áður en farið var að sofa en það gerði tengdamóðir hans af sinni al- kunnu varkárni. Villi mágur var mikill útivistarmað- ur, fór í laxveiðar og spilaði svo golf árum saman. Hann ásamt nokkrum öðrum eignaðist jörðina Kirkjuhól á Snæfellsnesi. Þangað var gaman að koma og stórfjölskyldan dvaldi þar m.a. öll eina verslunarmannahelgi. Það voru dýrðlegir dagar. Gengið um fjöll og fjörur, sungið fyrir selina, tínd söl og reynt að fiska í Hagavatni. Þá var mágur í essinu sínu eins og hver annar óðalsbóndi. Að móður okkar látinni bjó Ingimar faðir okkar í skjóli Siggu og Villa um 11 ára skeið. Það var jafnsjálfsagt hjá mági mínum og annað gott sem hann lét af sér leiða. Mér fannst dálítið tómlegt fyrst eftir að þau fluttu úr nágrenninu en svona er nú bara gangur lífsins og þýðir ekki að sýta yfir því og samgangurinn hélt að sjálfsögðu áfram þó börnin okkar yrðu fullorðin og eignuðust eig- in heimili. Og nú er þessi elsti meðlimur stór- fjölskyldunnar farinn yfir á Eilífðar- landið. Þangað hefur áreiðanlega bor- ið hann hinn blíðasti blær eins og best gerist á Austfjörðum því þeim unni mágur minn af öllu hjarta og ekkert ár leið svo hann færi ekki austur. Og nú kveð ég og við öll tengdafólk- ið hann Villa mág og þökkum honum allt og allt. Elskulegri systur minni, börnum þeirra og þeirra fjölskyldum vottum við okkar dýpstu samúð en samgleðjumst þeim jafnframt að hafa átt hann öll þessi mörgu góðu ár. Blessuð sé minning míns kæra mágs, Vilhjálms Árnasonar. Ásgerður Ingimarsdóttir. Það er mér enn í fersku minni þeg- ar ég haustið 1979 hélt á fund Vil- hjálms, föðurbróður míns, í atvinnu- leit. Eins og endranær, tók hann mér vel, reyndar svo vel að upp frá því varð ég meðeigandi að lögmannsstofu hans, ásamt Ólafi Axelssyni. Þar með hófst farsælt samstarf okkar sem stóð óslitið í fimmtán ár og þá höfðu bæst í hópinn þeir Árni, sonur Vil- hjálms, og Hreinn Loftsson. Nú eru þeir Vilhjálmur og Ólafur, sem voru hvor öðrum eins og faðir og sonur, báðir horfnir á braut. Vilhjálmur var raungóður maður sem gott var að leita til. Hann stóð þétt við bakið á okkur, sem yngri vor- um, alltaf bjartsýnn og uppörvandi. Raunar var hann óvenjulega samsett- ur hugsjónamaður eitilharður and- stæðingur kommúnista og nasista, sem mótaði viðhorf hans til utanrík- ismála, en um leið róttækur í afstöðu sinni til annarra þjóðfélagsmála, þar sem samvinnuhugsjónin, jafnrétti og bræðralag var honum í blóð borið. Furðuðu margir sig á því, sem ekki þekktu hann, að hann skyldi á efri ár- um gera það að helstu hugsjón sinni að berjast gegn kvótakerfinu og hömlulitlum togveiðum á Íslandsmið- um. Þar skipti einnig máli að Vilhjálm- ur hafði tekið við af föður sínum sem formaður á vélbáti aðeins tvítugur að aldri. Það var ekki auðvelt að vera vélbátaformaður eystra á þessum ár- um þegar áttaviti og lína til að mæla dýpið voru einu stjórntækin, auk sjó- korta. Þrátt fyrir þetta hlekktist Vil- hjálmi aldrei á þau sex ár sem hann var formaður. Síðan braust hann til mennta með sama áræði og kjark að leiðarljósi. Þótt Vilhjálmur hefði aðstöðu til safnaði hann ekki veraldlegum auði, en þeim mun meira ræktaði hann það sem mölur og ryð fá ekki grandað. Hann lét sér líka annt um aðra og sýndi það í verki. Því var hann bæði vinmargur og vinsæll. Ekki síst naut sonur minn, Páll, vináttunnar við frænda sinn. Við þessi tímamót þökk- um við Þórhildur og synir okkar Vil- hjálmi fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með honum. Sendum við Sigríði og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Eiríkur Tómasson. Það var jafnan gestkvæmt í húsi afa míns og ömmu í Drápuhlíð 7. Þangað sótti stór frændgarður þar sem samheldni, glaðværð og vinátta réðu ríkjum. Þaðan man ég fyrst eftir frænda mínum, Vilhjálmi Árnasyni. Í barnsminninu ber það hæst hvað hann ók um á flottum bílum, hann nennti að tala við smápolla og hann geislaði af fjöri og óvæntum uppá- komum. Í heimsóknunum Villa til afa og ömmu var allt í föstum skorðum eins og reyndar allt á þeim bæ. Þeir frændur byrjuðu strax að spjalla, oft- ast um pólitík og til þess að hafa meira gaman af þessu voru þeir ekk- ert endilega sammála. Eftir að amma var búin að leggja á borð og setjast með þeim breyttist umræðan stund- arkorn um hvernig heilsaðist hjá Siggu og krökkunum og öðru því sem sneri að fjölskyldunni. Að þessu loknu fóru þeir frændur fram á kont- ór að tefla. Ekki var fjörið minna þar. Þegar vel gekk þá hrósaði Villi tafl- mönnunum en þegar illa gekk þá skammaði hann þá. Það var mikið hlegið. Eftir að ég fullorðnaðist og hóf að leika mér í stjórnmálum heyrði ég stundum í frænda mínum. Hann hóf samtalið oftast á sama hátt: „Sæll, gæskur, hvað segirðu mér af henni mömmu þinni?“ Síðan ræddum við stjórnmál og þegar við kvöddumst sagði hann: „Vertu sæll, gæskur, og skilaðu kveðju til hennar mömmu þinnar.“ Vilhjálmur hafði sterkar skoðanir í stjórnmálum, hann var eindreginn andstæðingur kvótakerfisins í sjávar- útvegi og stórútgerðarinnar. Hann var í eðli sínu róttækur, hispurslaus og naut þess að skiptast á skoðunum, enda er það nokkuð ríkt í þessu kyni. Síðast þegar við hittumst þá var hann kominn á spítala og ljóst var að styttast færi í þetta hjá frænda. Hann hafði tæplega þrek til þess að halda uppi samræðum en hann naut þess að hlusta á okkur Siggu og leiðrétti sam- viskusamlega það sem hann taldi að ekki væri alveg rétt hjá okkur. Hug- urinn var skýr en krafturinn var þrot- inn. Ég kveð frænda minn með söknuði og virðingu um leið og ég sendi Siggu og frændsystkinum mínum öllum innilegustu samúðarkveðjur. Óskar Bergsson. Kær frændi okkar er fallinn frá og genginn á vit hins óræða eftir langa og gifturíka ævi. Þrátt fyrir háan ald- ur var hann mjög frjór í hugsun og hafði lifandi áhuga á framvindu mála, bæði innan lands og utan, og þá ekki síst stjórnun fiskveiða. Ungur var hann framsækinn og óragur, sem dæmi má nefna að innan við tvítugt var honum trúað fyrir for- mennsku á 12 eða 13 tonna báti fjöl- skyldu sinnar, sem við teljum að hann hafi leyst prýðilega af hendi. Upp úr þeirri formennsku dreif hann sig í nám, sem var síður en svo auðvelt hvað þá sjálfsagt á þeim tímum kreppunnar miklu sem þá tröllreið þjóðinni. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri fór hann í lögfræðinám og lauk því með sóma. Starfsævin var löng og ýmsum málefnum sinnt og trúlega hefur oft verið ærið erilsamt meðan allur barnahópurinn var heima. Rómað er hve góður heimilisfaðir hann var auk þess sem hann var með eindæmum frændrækinn og hafði mikla ást á æskustöðvum sínum á Seyðisfirði, sem hann vitjaði árlega ef ekki oftar. Hér látum við frænkur staðar numið og kveðjum hann með söknuði og þökk. Sigríði, eiginkonu hans, börnum þeirra, systkinum og öðrum nákomn- um vottum við einlæga samúð og sendum þeim hjartans kveðjur. Sigrún, Björg, Elísabet og Erna Hermannsdætur. Hið óumflýjanlega lætur ekki segj- ast. Heimur manns breytist óaflátan- lega, í þessu tilviki varð hann fátæk- legri. Höfuð Hánefsstaðaættarinnar hef- ur kvatt. Grallaralegur skelmissvip- urinn á Vilhjálmi frænda vorum lifir í minninu og glottir kankvíslega. For- ingi ungmennasveitarinnar á Hánefs- staðatorfunni í knyttum og óknyttum. Þegar afi minn, Hermann á Hrauni, lá banalegu sína fyrir tæpum fjórum áratugum kom ég eitt sinn í hendingskasti til hans og þar sat þá annar hánefur, sem ég hafði því mið- ur alltof lítið haft af að segja, bróðir Tomma frænda, – eða öllu heldur öf- ugt. Ég fann það glöggt á þeirri skömmu stund að þessir tveir hefðu einhvern tímann átt eitt og annað saman að sælda. Löngu seinna áttaði maður sig svo á því að forðum tíð, á kreppuárunum og fram í stríð, héldu þeir úti hvor sínum vélbátnum frá Hánefsstöðum, sem og á vetrarver- tíðum frá Hornafirði, Vilhjálmur for- maður á Magnúsi föður síns frá Há- nefsstaðastassjóninni og Hermann með Ásu sína frá Evanger, – við sömu ból. Báðir kunnum við, þó áratugir skildu á milli, að vitna um þær dul- úðugu og lotningarfullu stundir þegar Hermann á Hrauni reis upp við dogg að næturlagi, svo sem í svefnhöfgi til að taka í nefið. Það var hátíðleg at- höfn. Þá varð glottið á Vilhjálmi sér- lega gleitt þegar hann minntist þess. Aldrei varð af því að maður kæmi því í verk að fá að fara í róður með Vil- hjálmi út undir Skálanesbjarg á skak í hans árlegu ferðum á gamla fiskislóð sína. Hann hefði þá vafalaust rifjað upp minningu sína frá Skálanesi þeg- ar móðir hans færði föður hans, sem þá renndi bátnum uppundir landið, kostinn á sjóinn. Þegar Vilhjálmur var á fyrsta ári á Skálanesi, frostavet- urinn mikla, var Elísabet langamma mín hjá þeim Árna og Guðrúnu þar með dóttur sína, Lillu. Það hefur sjálfsagt verið þann veturinn sem Siggi Magg heitinn hitti þau hjón á leiðinni framhjá Þórarinsstöðum í heimsókn að Hánefsstöðum með sleða í eftirdragi á hjarninu og kassi á. Í kassanum var króginn Villi. Tilhugsunin um skakið verður að nægja héðan af og nú hefur þessi síð- asti sjósóknari frá Hánefsstöðum og Eyrunum lagt úr höfn í síðasta sinn. Að lokum vil ég þakka fyrir ánægjulegar stundir á seinni árum, austur á Seyðisfirði sem og hér syðra, við smálegar samanburðarrannsókn- ir og í von um að manni fyrirgefist hripið. Honum er á móti ljúflega fyrirgefið að hafa jafnan ávarpað mig „Þóri sinn“. Hjalti Þórisson. Með þessum fáu orðum viljum við Hulda kveðja vin okkar Vilhjálm Árnason og jafnframt senda eftirlif- andi konu hans Sigríði Ingimarsdótt- ur, börnum þeirra og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Nú eru orðin mörg ár síðan ég hafði fyrst spurnir af Vilhjálmi Árna- syni. En svo vildi til að skömmu fyrir síðari heimsstyrjöldina var ég á ung- lingsárum mínum í tvö sumur land- maður hjá Hermanni Vilhjálmssyni föðurbróður Vilhjálms. Á þessum tíma var allmikil útgerð frá Hánefs- staðaeyrum. Þaðan voru gerðir út átta til níu dagróðrabátar á sumrin. Einn þess- ara báta var Magnús er var í eigu Árna föður Vilhjálms og þann tíma sem ég var þarna var Vilhjálmur for- maður á báti föður síns, þá mjög ung- ur að árum. Í þessu litla samfélagi var mikið rætt um þennan unga formann. Hann var góður aflamaður, og gott skipulag og snyrtimennska þóttu einkenna störf hans. Okkur unglingunum á staðnum þótti mikið til þess koma þegar við sáum hann ganga fyrir skipshöfn sinni upp bryggjuna á Háeyri eftir vel heppnaðan róður. Framtíð Vilhjálms var ekki á sjón- um, en líklegt er að sú reynsla, sem hann öðlaðist á sjómannsárunum hafi dugað honum vel við að meta aðstöðu og taka ákvarðanir á eigin forsendum við hans fjölbreyttu störf síðar á æv- inni. Við Vilhjálmur höfðum ekki mikið saman að sælda á þessum árum, enda nokkur aldursmunur, en við vissum vel hvor af öðrum. Svo er það mörgum árum seinna, sem kynni okkar Vilhjálms hefjast í raun og veru. En það er þegar Árni, sonur Sigríðar og Vilhjálms og Vigdís dóttir okkar Huldu ganga í hjóna- band. Eftir það fórum við hjónin að hitt- ast á heimilum okkar svo og hjá okkar sameiginlegu fjölskyldu á hátíðum og tyllidögum. Þegar við fórum að umgangast Sig- ríði og Vilhjálm kom fljótt í ljós að þar var á ferðinni mikið ágætisfólk. Þau höfðu ferðast mikið, bæði innanlands og utan, og sögðu skemmtilega frá því sem þau höfðu séð og heyrt. Ánægjulegt var að sjá hversu traust hjónaband þeirra var. Augljós var hin gagnkvæma virðing, sem þau báru hvort fyrir öðru. Vilhjálmur var mikill Austfirðing- ur. Æskustöðvarnar á Seyðisfirði voru honum mjög kærar, enda sótti hann oft þangað þegar hann átti merkisafmæli. Vilhjálmur stundaði nám við Eiða- skóla áður en hann fór í Menntaskól- ann á Akureyri. Þar kynntist hann ýmsum merkilegum mönnum, bæði í hópi kennara og nemenda. Mér er minnisstætt þegar þeir hittust á heimili okkar Vilhjálmur og Ármann Halldórsson, rithöfundur og fyrrver- andi kennari við Eiðaskóla. Þá voru rifjaðir upp ótal atburðir frá Eiða- skóla, sagðar skemmtilegar sögur og mikið hlegið. Þegar við Vilhjálmur hittumst kom fljótt í ljós að sú þekking, sem við báð- ir höfðum á Hánefsstaðaeyrum, Seyðisfirði og Austurlandi öllu, var okkur ótæmandi uppspretta skemmtilegra umræðuefna, sem við notuðum okkur óspart og urðum aldrei leiðir á. Vilhjálmur var mikill fjölskyldu- maður hann bar mikla umhyggju fyr- ir fjölskyldu sinni, fylgdist vel með börnum sínum og barnabörnum bæði í námi og starfi og gaf holl ráð þegar á þurfti að halda. Vilhjálmur var góður ræðumaður og hélt áhugaverðar og skemmtilegar tækifærisræður. Alltaf var málflutn- ingur hans einlægur og opinskár en hann forðaðist allt, sem hugsanlega gat hryggt einhvern eða sært. Vilhjálmur var sannur fulltrúi hinna gömlu góðu gilda, sem dugað hafa Íslendingum best í gegn um tíð- ina og skilað þeim þangað, sem þeir eru í dag í fremstu röð í samfélagi þjóðanna. en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Með þessum frægu orðum Háva- mála kveðjum við Hulda Vilhjálm Árnason. Ég þekki engan, sem þau eiga betur við. Einar. Í örfáum orðum langar mig að kveðja Vilhjálm Árnason frænda minn, sem er látinn. Ætlunin er ekki að rekja æviferil hans né allt það sem hann tók sér fyrir hendur. Það var bæði margvíslegt og mikið, um margt óvenjulegt og aðrir færari um það en ég. Vilhjálmur, eða Villi frændi eins og hann var oft kallaður á mínu heimili, var fæddur 15. september 1917 að Skálastöðum við Seyðisfjörð og byrj- aði snemma sinn vinnuferil eins og títt var um unga menn á þeim árum. Þannig fór hann að róa til fiskjar sem háseti á fiskibátum föður síns Árna, sem þá var útvegsbóndi á Hánefs- stöðum, árið 1932 aðeins 15 ára gam- all, aflaði sér síðan skipstjórnarrétt- inda og var formaður á árunum 1937–1943. Jafnframt sjómennskunni stundaði Villi nám við MA og varð stúdent þaðan 1942 og síðan lögfræð- ingur frá Háskóla Íslands 1946. Í raun kynntist ég Villa frænda minna en gaman hefði verið. Þeir Há- nefsstaðamenn voru nefnilega prakk- arar inn við beinið og uppátækjasam- ir í betra lagi líkt og amma mín. En við Villi áttum sameiginleg áhugamál fisk og sjósókn og á þeim vettvangi samskipti ýmiss konar. Eins og ljóst má vera var Villi ákafamaður og því leið ekki á löngu þar til hann fór að hringja í litla frænda á Hafrannsókn til að spjalla um fisk og flest annað þar að lútandi. Eins og gefur að skilja gátu þetta orð- ið alllöng samtöl. Oft vorum við frændur sammála en auðvitað, og kannski jafnoft ekki, enda lítið gaman að samtölum þar sem hvor étur eftir öðrum. Í áranna rás fjölgaði þessum mál- þingum okkar Villa og jafnframt breikkaði bilið milli skoðana okkar, sérstaklega varðandi þorsk og þorsk- veiðar. Svo mjög blöskraði Villa at- gangurinn á miðunum að hann komst að lokum að þeirri niðurstöðu að þorskinn ætti aðeins að veiða á línu og handfæri og kannski eitthvað í net á veturna. Þegar ég lét í ljósi efasemdir að allur sá afli sem veiða mætti gæti náðst með þessum hætti var svarið eitthvað á þá leið að við gætum svo sem haldið nokkrum togurum úti á þeim svæðum sem enginn heiðarleg- ur fiskimaður skipti sér af. Ekki leist mér allskostar á þessa veiðipólitík frænda míns og hafði stundum hátt um það. En það kom fyrir lítið því Villi gaf sig hvergi. Á seinni árum ritaði Vilhjálmur nokkrar greinar á ensku sem ég veit ekki hvort eða hvar birtust. Eitthvað fannst honum enskan sín ófullnægj- andi og hringdi þá í litla frænda, sem hann vissi að lært hafði fræði sín í Skotlandi, bað um yfirlestur og að lagfært væri það sem betur mætti fara. Ég tók þetta að mér með stakri ánægju, en spurði einhvern tímann hvort honum hefði aldrei dottið í hug að ég myndi reyna að hagræða því sem hann vissi að við værum ekki alls kostar sammála um. Það varð dálítil þögn hinum megin á línunni, en svo kom svarið skýrt og skorinort: „Ertu eitthvað verri, lagsi, svoleiðis gerum við frændur ekki.“ Ég kveð Vilhjálm Árnason með söknuði og sendi Sigríði konu hans og afkomendum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hjálmar Vilhjálmsson. Ég kveð vin minn Vilhjálm Árna- son með söknuði, virðingu og þakk- læti. Við kynntumst í lagadeild Há- skóla Íslands. Við lásum mikið saman og vorum samtaka í félagslífinu. Stofnuðum ásamt nokkrum félögum Málfundafélagið Þjálfa og á þeim vettvangi rifumst við því við höfðum hvor sína skoðunina, ég var íhald og Villi framsóknarmaður. Þegar Villi kom að austan og settist í lagadeild Háskóla Íslands var hann nokkru eldri en við skólafélagarnir. Hafði hann róið sem formaður á ver- tíðarbátnum Magnúsi í sjö ár. Það kom mér því ekki á óvart þegar ég las í Morgunblaðinu 1. október 1999 þessa frétt: „Vilhjálmur Árnason hæstaréttarlögmaður kom í land í fyrradag eftir fimm daga veiðiferð með togaranum Gullveri frá Seyðis- firði. Vilhjálmur, sem er 82 ára gam- all, kveðst hafa farið á sjó sér til ánægju og yndisauka.“ Villi var alltaf trúr uppruna sínum. Við Villi urðum strax miklir vinir. Það sem sameinaði okkur einna helst var áhugi á sjávarútvegi, félagsmál- um, lögfræði, líkt skaplyndi með „kómískum sans“ og glaðværð. Á námsárunum giftumst við báðir, ég Björgu Ásgeirdóttur sem ég missti fyrir tæpum áratug og Villi Sigríði Ingimarsdóttur sem nú syrgir mann sinn. Það var alla tíð mjög kært á milli Bjargar minnar og Siggu. Órofa vin- átta myndaðist milli okkar og fjöl- skyldna okkar sem staðið hefur alla tíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.