Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 55

Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 55 DAGBÓK Ísafnaðarheimili Laugarneskirkju verður ásunnudag haldið málþing um hag geðfatl-aðra. Að málþinginu standa Laug-arneskirkja, Geðhjálp, Vin; athvarf Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða, Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og Heilsugæslan í Lág- múla. Meðal þeirra sem til máls taka er Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar: „Í erindi mínu mun ég ræða um framtíðarsýn mína á málefni geðfatl- aðra. Þar lít ég fyrst og fremst til þeirrar stefnu sem orðin er áberandi í starfi Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar og hjá mörgum vestrænum ríkjum, að afstofnanavæða þá þjónustu sem veitt er,“ segir Sigursteinn. „Í afstofnanavæðingu felst ekki einkavæðing þjónustunnar, heldur grundvallarbreyting á gerð hennar og uppstokkun frá því sem nú er. Hún felur í sér að auka jafnrétti og auðvelda aðgengi að þjón- ustu og að innleiða nýja hugsun um mannréttindi, sjálfsákvörðunarrétt fólks og mannlega reisn. Ég sé fyrir mér að í framtíðinni muni verða til ný stétt fagfólks; persónulegir liðveitendur. Það er fólk sem vinnur fyrir hina fötluðu og veiku á dag- legum vettvangi, virkjar þá til samfélagslegrar þátttöku: atvinnuþátttöku og félagslegrar virkni. Liðveitendur muni aðstoða við allt frá innkaupum og þrifum til skriffinnsku hjá trygginga- og bóta- stofnunum. Með þessu verður sú þjónusta samþætt sem nú er í boði í mörgum aðskildum kerfum. Þjón- ustuna þarf að einfalda og setja í það horf að hún sé veitt á forsendum hins fatlaða, jafnvel allan sólar- hringinn ef þörf krefur. Þetta snertir ekki aðeins geðsjúka heldur alla fatlaða og þegar upp er staðið felst ekki í þessu viðbótarkostnaður fyrir þjóðfélag- ið, heldur er þetta þjóðhagslega hagkvæmt. Það myndi skapa mikinn auð, í ýmsum skilningi, fyrir samfélagið að virkja hér á landi þúsundir ein- staklinga sem í dag eru óvirkir í samfélaginu vegna þess að þeir njóta ekki eðlilegar þjónustu miðað við fötlun sína.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri setur málþingið. Þá tekur til máls Guðbjörg Sveinsdóttir, forstöðukona hjá Vin, og fjallar um rannsókn sem unnin var á vegum Rauða krossins og Geðhjálpar á þjónustuþörf geðsjúkra. Svanur Kristjánsson pró- fessor heldur erindi sem aðstandandi geðfatlaðs einstaklings og fulltrúi geðfatlaðra ávarpar fund- inn. Þá mun Kristján Kristjánsson, KK, taka lagið fyrir þinggesti. Í lok málþings verða pallborðsumræður og tekið við fyrirspurnum úr sal. Málþingið er sem fyrr segir á sunnudag og hefst kl. 12.30 og eru fundarlok áætluð kl. 14.30. Þingið er öllum opið og ókeypis. Heilbrigðismál | Málþing um geðfatlaða í safnaðarheimili Laugarneskirkju á sunnudag Hagur og framtíð geðfatlaðra  Sigursteinn Másson fæddist í Reykjavík 1967. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð 1988. Hann stundaði nám í blaðamennsku við FJEE-stofnunina í París 1994 og leggur nú stund á nám í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands. Sigursteinn starfaði við fréttamennsku og sjónvarpsþáttagerð hjá Íslenska útvarps- félaginu til ársins 2000 og við almannatengsl til 2002. Hann var kjörinn formaður Geð- hjálpar árið 2000 og formaður ÖBÍ árið 2005. Sambýlismaður Sigursteins er Caio Namur Milreu liðveitandi. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 e6 4. Rf3 Bd6 5. e4 dxe4 6. Rxe4 Bb4+ 7. Bd2 Bxd2+ 8. Dxd2 Rf6 9. Bd3 0-0 10. 0-0 Rbd7 11. Had1 Dc7 12. De3 b6 13. Rxf6+ Rxf6 14. De5 De7 15. Hfe1 Bb7 16. c5 Hfd8 17. Bc4 Rd5 18. Rg5 bxc5 19. dxc5 Df6 20. Dxf6 Rxf6 21. Kf1 a5 22. Hxd8+ Hxd8 23. He3 Hd4 24. Hb3 h6 25. Rxf7 Hxc4 26. Hxb7 Hxc5 27. Rd8 Hc1+ 28. Ke2 Hc2+ 29. Kf3 e5 30. Re6 e4+ 31. Kg3 Rh5+ 32. Kh4 g6 33. g4 Staðan kom upp í fyrstu deild í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór fyrir skömmu í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Alþjóðlegi meistarinn Jón Garðar Viðarsson (2.307) hefur lítið teflt opinberlega undanfarin ár en hann tekur að jafnaði þátt fyrir Skákfélag Akureyrar á Ís- landsmóti skákfélaga. Jón hefur æðru- lausan skákstíl þar sem mikil seigla í erfiðum stöðum er áberandi. Í þessari stöðu hafði hann svart gegn sænska stórmeistaranum Stellan Brynell (2.493) en hvítur hafði þjarmað hægt og sígandi að svörtum þar til að nú var svo komið að líf riddara svarts á kant- inum hékk á bláþræði. Jón hélt ró sinni og lék 33. ... e3! 34. gxh5 hvítur hefði orðið mát eftir 34. fxe3 Hxh2#. 34. ... g5+ 35. Rxg5? Hvítur gat fengið jafnt tafl með því að leika 35. Kg3! e2 36. Hg7+! Kh8 37. He7 e1=D 38. He8+ Kh7 39. Rxg5+. 35. ... exf2? Svartur hefði átt að taka riddarann þar sem eftir 35. …hxg5 ynni svartur eftir 36. Kxg5 exf2 og eftir 36. Kg3 e2 stæði svartur vel að vígi. Eftir textaleikinn nær hvítur að þráskáka. 36. Hb8+ Kg7 37. Hb7+ Kg8 38. Hb8+ Kg7 39. Hb7+ Kg8 og jafntefli samið. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. 85 ÁRA afmæli. 27. mars nk. verð-ur Björg Hallvarðsdóttir, Höfðagrund 10, Akranesi áttatíu og fimm ára. Af því tilefni býður hún öll- um vinum og ættingjum að njóta af- mælisins með henni og þiggja veitingar í Kirkjuhvoli á Akranesi sunnudag- inn19. mars kl. 16. 80 ÁRA afmæli. 19. mars nk. verð-ur áttræður Hafsteinn Þor- geirsson. Í tilefni þess verður hann með heitt á könnunni fyrir vini og vandamenn, í golfskálanum í Hvera- gerði frá kl. 15. 70 ÁRA afmæli. Á morgun, 18mars, verður sjötug María B. Sveinsdóttir, Jörfa, Álftanesi. Af því tilefni býður hún og eiginmaður henn- ar Bjarni V. Guðmundsson ættingjum, vinum og samferðafólki að gleðjast með þeim og þiggja léttar veitingar í samkomusal íþróttahúss Álftaness á milli kl. 17 og 20 á afmælisdaginn. „Multi“ vandræði. Norður ♠-- ♥ÁKG643 ♦DG3 ♣Á974 Vestur opnar á „multi“ tveimur tígl- um (sem sýnir veika tvo í öðrum hvor- um hálitnum), og norður á að segja næst með spilin að ofan. AV eru á hættu, en NS utan hættu. Hvaða sögn myndi lesandinn velja? Það sýnist óhætt að slá því föstu að litur vesturs sé spaði. Með tilliti til þess er ekki fráleitt að stökkva í fjögur hjörtu, enda þarf litla hjálp á móti til að það geim vinnist. En það er aldrei á vísan að róa þegar „multi“ á í hlut: Norður ♠-- ♥ÁKG643 V/AV ♦DG3 ♣Á974 Vestur Austur ♠108 ♠ÁK9763 ♥D109752 ♥8 ♦K865 ♦Á9742 ♣K ♣6 Suður ♠DG542 ♥-- ♦10 ♣DG108532 Spilið er frá Reykjavíkurmótinu í tvímenningi á laugardaginn. Þvert of- an í væntingar norðurs var litur vest- urs hjarta, svo það gaf ekki góða raun að hoppa í fjögur hjörtu, eins og sumir gerðu. Sex lauf standa hins vegar. Slemman var sögð á tveimur borðum, í öðru tilfellinu eftir rólega innákomu á tveimur hjörtum: Vestur Norður Austur Suður 2 tíglar * 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 4 spaðar * Pass 6 lauf Pass Pass Pass BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Víti til varnaðar FISKVEIÐILÖGGJÖFIN rann úr greipum löggjafans í krumlur kvóta- braskara, sem nýttu hana til þess að skapa mesta óréttlæti Íslandssög- unnar! Hljóta „vatnalögin“, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi sömu örlög? Hugsið málið, ekkert liggur á. Vatnið er nátengt andrúmsloftinu. Hver „á“ það? Sigmar Hróbjartsson, Brautarási 10, Reykjavík. Góði velvakandi SEM tíður farþegi með Flugleiðum, blöskra mér gífurleg þrengslin og viðurgjörningur allur við okkur far- þega í flugvélum félagsins. Öllu hef- ur hrakað. Farþegar fá matarbakka, sem þeir verða að glíma við í öllum þrengslunum, og vill þá maturinn, sem samanstendur oftast af seigri kjúklingabringu og glerhörðum brauðsnúð, og kökubita á stærð við eldspýtnastokk, eða einhverri núðlu- kássu fyrir grænmetisæturnar, fara eitthvað allt annað en í munninn á farþeganum. Fólki er boðið lítið plastglas af einhverjum svaladrykk til að renna niður matnum. Á eftir er borið fram te og hálfkalt bragðlaust kaffisull. Farþegar, sem eru í hátíða- skapi, og vilja gera sér dagamun, geta fengið keyptan bjór í pínulitlum dósum á þrjú hundruð krónur, þrátt fyrir að landhelgin sé víðs fjarri. Einnig geta farþegar, sem eru í meiri háttar hátíðaskapi, keypt sér sterka drykki og vín í litlum umbúð- um, svo að þeir verði sér nú ekki til skammar með drykkjulátum. Allt þetta væri mögulegt að fyr- irgefa, ef borið væri fram gott kaffi og stærri kökubiti, sem er það besta á bakkanum. Það kastar nú fyrst tólfunum, þegar farþegar þurfa að punga út tugþúsundum króna til við- bótar við rándýran farseðilinn, ef svo illa vill til, að þeir veikist, og þurfi að flýta heimferðinni til þess að bera ekki beinin á ókunnri strönd. Ef ég væri beðinn að gefa Flug- leiðum einkunn, á skalanum einn til tíu, gæfi ég þeim einn. Tíður farþegi. Handprjónuð húfa tapaðist SL. þriðjudag, 14. mars, tapaðist hvítur taupoki með rauðri hand- prjónaðri húfu á leið frá SVR í Lækjargötu til suðurs að Íslands- banka. Skilvís finnandi vinsamlegast skili henni í Iðu í Lækjargötu, SVR við Hlemm eða hringi í síma 552 3423. Guðríður. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is 120-140 fm íbúð í Fossvogi óskast fyrir ákveðinn kaupanda. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgrímsson ÍBÚÐ Í FOSSVOGI ÓSKAST ÆTLI konan sé með átta hendur? Þótt ólíklegt sé kann svo að virð- ast af þessari mynd, sem tekin var á sýningu taiko-trommara í hinum japanska hópi TAO, sem sýndi ný- verið í Zürich í Sviss. Sýningin er á ferð um heiminn um þessar myndir og þykir mikið sjónarspil, eins og myndin gefur til kynna. Er þar lögð áhersla á trommuslátt í óvenjulegum bún- ingi. Trommað af lífs og sálar kröftum AP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.