Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 60

Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 60
60 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Ný sending frá Ralph Lauren Laugavegi 40, sími 561 1690 RALPH LAUREN Þeir sem komist hafa í bókinaGOAT – A Tribute to Mu-hammad Ali gleyma því sennilega seint því hún er óhemju glæsilegur prentgripur, mynd- vinnsla til fyrirmyndar, texti fynd- inn og fræðandi og sagan sem hún segir, af hnefaleikakappanum mikla, verður meðal helstu goð- sagna eftir einhverjar aldir. Ekki er þó bara að innihald bókarinnar hríf- ur menn, heldur eru umbúðirnar merkilegar, stórmerkilegar í orðsins fyllstu merkingu, því bókin er í sannkölluðu yfirbroti, hálfur fer- metri á stærð, 50 x 50 sentímetrar, 800 síður af 120 gramma pappír, 34 kílógrömm alls.    GOAT er stór bók vegna þess aðhún fjallar um stóran mann og merkilegan, en stærð hennar er líka vísbending um ákveðna þróun í bókaútgáfu þar sem menn gefa út bækur sem eru sumar merkilegri fyrir umbúnað þeirra og frágang, eiginlega fyrir prentverkið, en fyrir innihaldið. Margar slíkar bækur eru bara myndabækur, textinn með sáralítill og eiginlega aukaatriði, myndirnar eru aðalmálið. Þessar bækur fjalla gjarnan um tísku og hönnun, draga mjög dám af blöðum sem helguð eru slíku og sumar bóka af þessari gerð eru eiginlega bara tímarit í yfirstærð, innbundin myndablöð.    Ekki má skilja þessi orð mín svoað ég hafi nokkuð á móti myndablöðum eða -bókum, og ekki verður því mótmælt að myndir segja jafnan meira en mörg orð þegar ver- ið er að sýna hönnun, til að mynda í einhverri af bókunum í Inspiration- röðinni frá þýsku bókaútgáfunni Daab. Þar sleppa menn texta alveg, það þarf ekki að lýsa því sem er á myndunum. Slíkar bækur eru til þess að þeim sé flett án orða í leit að innblæstri fyrir heimilið, hvort sem það er draumaheimili eða alvöru. Varla þarf að taka fram að það krefst ákveðinna tilfæringa að lesa bók eins og GOAT nú eða þá bók eins og SUMO, sem er safn mynda eftir Helmut Newton, 57 x 70 sm, 464 síður og um 30 kíló. Það er líka eiginlega ekki ætlast til þess að bók- in sé lesin, hún er ekki bara bók, hún er safngripur, listaverk, og gefin út í 10.000 eintökum sem árituð eru af Newton.    Phaidon heitir annað fyrirtækisem lagt hefur áherslu á að gefa út bækur sem eru eiginlega ekki bækur, annað og meira kannski. Phaidon gefur helst út listaverkabækur, allir þekkja vænt- anlega metsölubókina The Story of Art eftir Ernst Gom- brich, en einnig ljós- myndabækur ýmiskon- ar, nefni sem dæmi bók eina mikla sem gefin var út í tilefni af 40. ár- tíð J.F. Kennedys. Enn betra dæmi er þó bókin mikla The Phaidon Atl- as of Contemporary World Architecture sem kom út í hitteðfyrra, 45 x 31 sm að stærð, 812 síður og hálft sjötta kíló. Ég hef heimildir fyrir því að bók- salar hérlendir hafi verið efins um að hægt yrði að selja eitthvað að ráði af þessari miklu arkitektabók, bókin dýr og varla gæti verið nema mark- aður fyrir nokkrar bækur og það þótt í henni væri getið um fjögur verk íslenskra arkitekta. Þegar á reyndi varð þó salan um- talsvert meiri en menn bjuggust við og þurfti að panta bókina aftur og aftur. Bók eins og þessi Phaidon-bók með langa nafnið náði nefnilega að sameina það að virðast ótrúlega gagnleg og gríðarlega glæsileg. Þegar við bættist að hún var dýr er komin fyrirtaks gjöf, eitthvað sem hentar enn betur en vasi frá Tékk- kristal eða flaska af dýru armaníaki.    Bækur þessarar gerðar eru fyrstog fremst seldar sem gjafa- vara, ekki fyrir innihaldið heldur fyrir útlit og umbúnað fyrst og fremst. Þegar það fer svo saman að innihaldið er gott og vandað, eins og í GOAT og títtnefndum Phaidon- arkitektúratlas, eru menn komnir með prentgrip sem er eigulegur og gagnlegur, en það fer ekki alltaf saman. (Eitt að lokum: Hafi einhverjir velt því fyrir sér af hverju bókin um Ali heitir Goat, þá er það skamm- stöfun á Greatest of All Time – sá mesti.) Ekki bara bækur ’Bækur þessarar gerðareru fyrst og fremst seld- ar sem gjafavara, ekki fyrir innihaldið heldur fyrir útlit og umbúnað fyrst og fremst.‘ arnim@mbl.is AF LISTUM Árni Matthíasson ÞORGERÐUR Jörundsdóttir er at- hafnakona, myndlistar- og heim- spekimenntuð, fimm barna móðir og nú barnabókahöfundur. Myndlistar- og heimspekinám er án efa afar góð- ur undirbúningur fyrir sköpun barnabóka. Þegar uppeldi fimm barna bætist við er varla hægt að mistakast. Enda ferst Þorgerði frumburðurinn í heimi barnabóka vel úr hendi. Handrit hennar er verð- launahandrit í samkeppni Bókaút- gáfunnar Æskunnar sem haldin var í tilefni 75 ára afmælis útgáfunnar og er hún án efa vel að verðlaununum komin. Þverúlfs saga grimma segir af vetrardegi í lífi lítils drengs, honum leiðist, hann býr sér til eigið ævintýri og umbreytir hversdeginum, gleym- ir sér eins og börnum er svo lagið. Þorgerður hefur myndskreytt bókina með klippimyndum unnum upp úr ljósmyndum úr eigin hvers- dagsumhverfi, sonur hennar Jör- undur er í aðalhlutverki og fleiri fjöl- skyldumeðlimir í aukahlutverkum. Töluverð vinna liggur í myndunum sem eru líflegar og feta alveg rétta leið milli ævintýris og raunveruleika. Leikföngin lifna við um miðbik bókar og taka aftur á sig eðlileg hlutföll í sögulok. Nú er þessi saga kannski ekkert sérlega frumleg, söguþráð- urinn minnir m.a. á söguna Lotta fer að heiman eftir Astrid Lindgren. Lotta á að fara í stingupeysu, Þver- úlfur í stingusokka. Lotta á að drekka kakó, Þverúlfur að borða graut. Lotta rýkur burt og býr sér til ævintýraver- öld hjá nágrannanum, þegar háttatími er kominn sækir pabbi hana og hún er ósköp fegin. Þverúlfur flýgur hins vegar í pappakassa út í geim og berst við geimverudrauga og risaeðludreka, þegar komið er að háttatíma er hann einnig feginn að komast í fang pabba, foreldrarnir sem í báðum sögum hafa verið svo vondir og leiðinlegir verða aftur eina örugga höfnin í heimi hér eins og vera ber. En þetta er líka bara klassísk saga, ungur ofurhugi heldur út í heim, snýr til baka reynslunni rík- ari og kann þá betur að meta heim- kynni sín. Töfrar sögu Þorgerðar felast í skilningi hennar á heimi barnsins, heimi sem getur hvenær sem er um- breyst í ævintýraveröld fulla af hætt- um og spennu. Leikur Þverúlfs er í brennidepli, sköpunargáfa hans og ímyndunarafl bera söguna uppi. Þannig má segja að bókin sé óður til hins frjálsa leiks. Textinn er lipur og skemmtilegur, hálfrímaður inn á milli sem gengur ágætlega upp, einnig er afbökun á vögguvísu sannfærandi. Hér er frelsi barnanna í fyrirrúmi, höfundur er blessunarlega ekki að kenna neinum neitt heldur gleymir sér sjálf í barnslegri leikgleði sem get- ur ekki annað en smitað lesendur, unga sem aldna. Íslenskur en um leið alþjóðlegur raunveruleiki er umgjörð bókarinnar og gerir hana mjög að- gengilega. Það er forvitnilegt að vita hvort ekki komi fleiri bækur úr smiðju Þorgerðar en söguhetjur eru aug- ljóslega fleiri á heimilinu. Ævintýrin eru alltaf handan við hornið BÆKUR Barnabækur Þorgerður Jörundsdóttir Bókaútgáfan Æskan 2005. Þverúlfs saga grimma Ragna Sigurðardóttir ÞAÐ er ætíð þakklátt hjá leikfélögum að setja á svið sígild verk fyrir börn og svo er vissulega nú hjá Freyvangs- leikhúsinu sem halar inn áhorfendur á Kardemommubæinn. Leiksýningin er stór, skemmtileg og flott og heldur áhorfendum á öllum aldri föngnum frá upphafi til enda. Galdurinn er augljós: Sunna Borg leikstjóri, Ingólfur tón- listarstjóri, Hallmundur leikmynda- hönnuður og aðrir aðstandendur hafa unnið eftir þeirri meginreglu að leyfa hefðinni og boðskapnum að njóta sín í hinu hálfrar aldar gamla leikriti Thor- björns Egners. Boðskapur Kardemommubæjarins er alveg skýr í leið Sunnu Borg leik- stjóra. Einlægnin ljómaði af leikurum á öllum aldri, frá börnum og upp úr. Leikararnir eru auðvitað misreyndir og sumir betri en aðrir í því að leika stórt og skýrt, auk þess sem ekki er öllum gefið að fara hinn fínlega með- alveg í kómískum töktum. Að leika stórt og vera alltaf í sambandi við sal- inn er mikilvægt þegar lítil börn eru annars vegar. Þetta er oft mesti vand- inn hjá lítt reyndum leikurum og tókst ekki alltaf í sýningunni. Samt sem áð- ur var gaman að sjá hvað krakkarnir fimmtán voru með á nótunum og sum- ir fjarska góðir. Það verður að hrósa þeim sérstaklega fyrir skýran fram- burð því hvert orð skilaði sér í leik og söng. Til viðbótar eru tólf fullorðnir leikarar á sviðinu. Af þeim verður fyrsta að telja ræningjana þrjá en þeir Jónsteinn Aðalsteinsson, Ingólfur Þórsson og Stefán Guðlaugsson voru dásamlega aulalegir og einlægir og samvinna þeirra góð. Bastían bæj- arfógeti sem Guðjón Ólafsson lék var fyndinn og góður og skemmtilega lík- ur þeim sem Róbert Arnfinnsson skapaði svo eftirminnilega fyrir þjóð- ina og Hördís Pálmadóttir var sú eina rétta í hlutverk Soffíu frænku, svo ógnvænleg að sum börnin í salnum tóku andköf. Auk leikaranna komu um það bil fimmtíu manns að þessari stóru og glæsilegu sýningu. Leikmyndin var vegleg í hefðbundnum og ævintýra- legum einfaldleika sínum og kallaði fram andrúmsloftið í Þjóðleikhúsinu þegar undirrituð var lítil stelpa á sjö- unda áratugnum. Tónlistin gerði það einnig því söngurinn var allur skýr ásamt því hvað hljómsveitin sem skip- uð var mjög ungu fólki ásamt tónlist- arstjóranum spilaði vel. Fær Ingólfur Jóhannsson stóra fjöður í hattinn fyr- ir tónlistarstjórnina. Lýsingin var merkilega flókin og falleg og bún- ingar góðir þar sem blandað var sam- an nýju og notuðu. Tæknimálin gengu vel upp eins og sást vel þegar kvikn- aði í turninum hans Tóbíasar en elds- voðinn kallaði aftur á minningar und- irritaðrar úr Þjóðleikhúsinu. Leik- skráin er góð; vel skrifuð og efnis- mikil með myndum af aðstandendum en slíkt skiptir miklu máli. Kardemommubærinn er enn einn sigur Freyvangsleikhússins í langri og metnaðarfullri sögu félagsins. Gamli, góði Kardemommubær LEIKLIST Freyvangsleikhúsið Höfundur: Thorbjörn Egner. Leikstjóri: Sunna Borg. Tónlistarstjóri: Ingólfur Jó- hannsson. Leikmyndahönnun: Hall- mundur Kristinsson. Lýsing: Þorsteinn Sigurbergsson. Búningahönnun: Barbara Gibbons. Sýning í Freyvangi 12. mars 2006. Kardemommubærinn Hrund Ólafsdóttir Í DAG mun Kristinn Már Pálmason opna sýningu í Gallery Turpentine að Ingólfsstræti 5. Verk Kristins á sýningunni sýna hvernig hann er hugfanginn af teng- ingu undirvitundar við meðvitund. Frekar en að myndskreyta málverkið beint að hætti draumsins eða erkitýpunnar, byggir hann það upp á löngum tíma og skefur það niður aftur, lag eftir lag eftir lag, í svo áköfu expressíónísku ferli að á stundum fellur hann nánast í trans. Einungis í gegnum þetta langa ferli getur Kristinn nálgast undirvitundina að einhverju marki og framkallað málverk sem búa yfir eiginleikum „trans“-formsins. Sýningin verður opnuð í dag kl. 17.00 og stendur til 2. apríl. Galleríið er opið þriðjudaga til föstudaga frá kl. 12–18 og laugardaga frá kl. 11–16. Tenging undirvit- undar við meðvitund Eitt verka Kristins Más. Myndlist | Kristinn Már sýnir í Gallery Turpentine

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.