Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 68

Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi TÍUNDI áratugurinn er hinn nýi níundi ára- tugur,“ kvað vera þema myndbandsins við lagið „Til hamingju Ísland“ en tökur á mynd- bandinu fóru fram í Loftkastalanum á mið- vikudag. Litadýrð búninganna mun vera mikil og allt að því blindandi. Eins og alþjóð er kunnugt er það Silvía Nótt sem flytur lagið í Evróvisjónkeppninni sem fram fer í Aþenu hinn 18. maí næstkomandi og þá fæst úr því skorið hvort framlag Íslendinga kemst áfram í lokakeppnina. Fjöldi fólks kom að gerð mynd- bandsins en þar má nefna Íslenska dansflokk- inn og þá kumpána Pepe og Romario. Leik- stjóri er Gaukur Úlfarsson en hann samdi einnig textann við lagið ásamt Silvíu Nótt. Eftirvinnsla er þegar hafin og reiknað er með að myndbandið verði frumsýnt hér á landi um miðjan næsta mánuð. | 62 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Litadýrðin allt að því blindandi JÓHANNA Pálmadóttir, sauðfjárbóndi á Akri í Húnavatnssýslu, tók sæti á Alþingi í gær í forföllum Sturlu Böðvarssonar samgöngu- ráðherra. Þetta er í fyrsta skipti sem Jóhanna tekur sæti á Alþingi en forfeður hennar eru ekki alveg ókunnir þingstörfum. Faðir Jóhönnu, Pálmi Jónsson, sat á Alþingi frá 1967–1995. Hann var landbúnaðarráðherra á árunum 1980–1983. Jón Pálmason, afi Jó- hönnu, sat einnig lengi á þingi eða frá 1933– 1959. Hann var forseti Sameinaðs þings og landbúnaðarráðherra um tíma. Þeir feðgar voru bændur á Akri eins og Jóhanna. Þá sat langalangafi Jóhönnu, Jón Pálmason bóndi í Sólheimum og Stóradal, einnig á Al- þingi um tíma, en hann var alþingismaður V- Húnvetninga og sat á þingi 1863 og 1865. Jóhanna sagði í samtali við Morgunblaðið að sér litist vel á nýja vinnustaðinn. Þar hefði ver- ið tekið sérstaklega vel á móti sér. „Það er mikið um að vera og gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Jóhanna, en umræður á fyrsta þingdegi hennar voru fjörugar. Rædd var sú nýja staða sem er upp komin í varnarmálum og umræðu lauk um hin umdeildu vatnalög. Jóhanna sagðist ekki hafa komið í þinghúsið frá því byggt var við það. „Ég skondraðist stundum hingað inn sem krakki þegar ég átti erindi við pabba. Þá var Jakob húsvörður á Al- þingi og hann hafði ofan af fyrir mér meðan ég beið eftir pabba. Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan,“ sagði Jóhanna og bætti við að það rifj- uðust upp gamlar og góðar minningar við að koma í þinghúsið. Jóhanna sagðist ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvenær hún tæki til máls á Al- þingi. Það hefði komið upp með litlum fyr- irvara að hún tæki sæti á þingi og þess vegna hefði hún ekki haft mikinn tíma til að undirbúa sig. Jóhanna sagði að hún hefði ekki tekið ákvörðun um hvort hún myndi sækjast eftir sæti ofar á lista sjálfstæðismanna í norðvest- urkjördæmi fyrir næstu kosningar. „Ég á eftir að skoða þau mál miðað við þær forsendur sem þá verða, en vissulega er þetta spennandi,“ sagði Jóhanna. Jóhanna á Akri fetar í fótspor pabba, afa og langalangafa Morgunblaðið/Ásdís Jóhanna Pálmadóttir á Alþingi í gær. Fyr- ir aftan hana er Guðjón A. Kristjánsson. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is OLÍUFÉLÖG hækkuðu verð á eldsneyti í gær og í fyrradag. Lítrinn af bensíni kostar nú al- mennt 114,90 til 115 krónur í sjálfsafgreiðslu hjá stóru olíufélögunum þremur og lítrinn af dísilolíu 113 krónur. Ástæðan fyrir verðhækk- uninni er sögð hækkun á heimsmarkaðsverði á eldsneyti og staða krónunnar gagnvart Banda- ríkjadal. Verð á eldsneyti hefur ekki hækkað hjá Orkunni og Atlantsolíu. Hjá Orkunni kostar bensínlítrinn 111,60 krónur og dísilolíulítri 110,60 krónur. Hjá Atlantsolíu kostar bensín 111,70 krónur lítrinn og dísilolía 110,80 krónur. Eldsneytisverð hefur hækkað um tæpar fimm krónur frá því í upphafi mánaðarins hjá stóru olíufélögunum. Þetta jafngildir u.þ.b. 4% hækkun á rúmum hálfum mánuði. Eldsneytis- verð hækkar SMÁBÍLAR eru oft kallaðir konubílar, hvort sem um er að ræða karllæga fordóma eða raunverulegar óskir kvenna um sparneytinn og nettan bíl sem smýgur auðveldlega um þröngar götur og í óhentug borgarstæði. En hvað er það sem konur eiginlega vilja þegar smábíll er annars vegar? Blaðakon- urnar Ingveldur Geirsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir og Kristín Heiða Kristinsdóttir leituðu svara við leyndardómnum og í bíla- blaði Morgunblaðsins í dag fjalla þær um þrjá smábíla sem þær segja að séu kannski dæmi- gerðir konubílar. | B4 Konur dæma konubíla FYRIRLIÐI landsliðs Úganda í knattspyrnu, Andrew Mwesingwa, leikur með Eyjamönn- um í Landsbankadeildinni í sumar. Mwesingwa er 22 ára gamall og hefur gert þriggja ára samning við ÍBV. Hann hefur leikið með SC Villa í heimalandi sínu og jafn- framt verið fyrirliði þess liðs. Valsmenn munu einnig hafa haft áhuga á leikmann- inum. | C1 Fyrirliði landsliðs Úganda til Eyja FORSVARSMENN Norðuráls eru reiðubúnir að flýta undirbún- ingi að álveri í Helguvík á Reykja- nesi í ljósi breyttrar stöðu í at- vinnumálum á svæðinu eftir að tilkynnt var að varnarlið Banda- ríkjanna væri á förum. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs hjá Norðuráli, sagði í segir erfitt að segja til um hvort hægt sé að flýta henni. „Þetta er undir því komið að til sé orka til af- hendingar,“ segir hann. Einkum hefur verið rætt um orkumál við Hitaveitu Suðurnesja en einnig hafa farið fram viðræður við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um framkvæmdirnar. Ragnar segir að ef hægt sé að flýta afhendingu orku sé Norðurál tilbú- ið að vinna með samstarfsaðilum sínum að því að flýta undirbúningi. og mun vinna með fulltrúum rík- isstjórnar, viðkomandi sveitarfé- laga, orkufyrirtækjanna og öðrum sem að því koma til þess að leita leiða til að mæta þessum breyttu aðstæðum,“ segir Ragnar og stað- festir að nú þegar hafi verið rætt við fulltrúa Reykjanesbæjar um hvort hægt sé að flýta undirbúningi álversins. Gert hefur verið ráð fyrir því að gangsetning fyrsta áfanga álvers- ins gæti orðið árið 2010 en Ragnar samtali við Morgunblaðið að í gær hefði verið farið yfir stöðuna ásamt Reykjanesbæ, Hitaveitu Suður- nesja og verkfræðistofunni HRV, sem eru samstarfsaðilar Norðuráls að verkefninu, auk Fjárfestingar- stofunnar. „Við gerum ráð fyrir að skrifað verði undir helstu samninga þar að lútandi á næstu vikum. Í ljósi þess- ara tíðinda er Norðurál reiðubúið að flýta undirbúningi að byggingu álvers í Helguvík eins og kostur er Norðurál endurmetur stöðuna varðandi fyrirhugað álver í Helguvík Vilja flýta undirbúningi Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is MOKVEIÐI hefur verið við Snæfellsnes það sem af er marsmánuði og er stemningunni líkt við ævintýri. Sigurður R. Gunnarsson, hafnarvörður á Rifi, segir að mikill afli hafi verið hjá dragnót- arbátum og bendir á að alls hafi 1.332 tonnum verið landað það sem af er mánuðinum miðað við 792 tonn á sama tíma í fyrra. Dæmi eru um að einstakir bátar hafi aukið afla sinn um tæp- lega 100 tonn milli ára, að sögn Sigurðar. Pétur Bogason, hafnarvörður í Ólafsvík, seg- ist ekki muna eftir öðrum eins aflabrögðum í janúar og febrúar síðan hann kom til Ólafs- víkur fyrir 40 árum og það geri elstu menn ekki heldur. | 14 Mokveiði við Snæfellsnes ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.