Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 14

Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 14
14 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Íslands hafa tekið ákvörðun um að sameinast í eitt félag. Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um nafn á nýja félagið og er öllum heimil þátttaka. Félagsmenn eru sérstaklega hvattir til að taka þátt. Nýtt félag verður lands- félag og verða félagsmenn þeir sem lokið hafa vélstjórnarnámi, iðnnámi í málm - og véltæknigreinum og veiðarfæragerð, einnig iðnnemar í greinunum og fleiri sem starfa í þessum eða skyldum greinum. Vegleg verðlaun eru í boði og er skilafrestur til 1. júní 2006. Allar nánari upplýsingar fást á heimasíðum félaganna velstjori.is og metalnet.is eða í síma 562 9062 og 533 3044. Félag járniðnaðarmanna / Vélstjórafélag Íslands SAMKEPPNI UM NAFN JÓNAS Garðarsson, sem sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi vegna slyssins við Skar- fasker á Viðeyjarsundi í september sl. er skemmtibáturinn Harpa fórst og tvær mann- eskjur með honum, sagðist ekki hafa verið við stýrið þegar báturinn rakst á skerið, þegar að- almeðferð málsins hófst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar með vísaði hann á bug rannsóknarniðurstöðu lögreglunnar um að hann hefði stjórnað bátnum. Fyrir dómi sagð- ist bæklunarlæknir hins vegar telja áverka sem Jónas hlaut í slysinu renna stoðum undir framburðinn. Þegar Jónas var yfirheyrður sagðist hann hafa munað atburði kvöldsins 10. september allt þar til hann lét Matthildi Harðardóttur heitna um stjórn bátsins. Hann sagði ekki sér- staka ástæðu fyrir því að hafa falið henni stjórnina en sagði Friðrik Ásgeir Her- mannsson, unnusta hennar, sem einnig fórst, hafa sóst eftir að hún fengi að stýra. Sagðist Jónas hafa orðið við þessari bón án þess að hann vissi hvort hún hefði einhverja reynslu á þessu sviði. Sigla átti inni í Snarfarahöfn og taldi Jónas víst að hann hefði leiðbeint Matt- hildi leiðina út fyrir Skarfasker. Sagðist hann hafa horft á það þegar hún tók við stjórn báts- ins og það næsta sem hann myndi var þegar hann var sjálfur á sundi og báturinn á hvolfi. Þessi lýsing er í hróplegu ósamræmi við kenningu lögreglunnar sem kom fyrir dóminn og skýrði frá því að miðað við áverka hvers og eins hefði Matthildur verið í setustofu bátsins, en þar fannst kertavax á setubekk og sömu- leiðis á ermi hennar sjálfrar. Þar að auki var hún nánast með enga áverka utan þeirra sem hún fékk á sköflunga, en Jónas hefði hins vegar lærbrotnað og úlnliðsbrotnað. Verjandi ákærða, Kristján Stefánsson, var afar gagn- rýninn í spurningum sínum til rannsóknarlög- reglumannsins sem gaf skýrsluna og vitnaði í krufningarskýrslu hinnar látnu þar sem hann taldi upp áverka á líkama hennar aðra en þá á sköflungum, s.s. sár í andliti og mar á brjósti, en lögreglan sagðist ekki hafa haft skýrsluna þegar rannsóknin var gerð. Spurði verjandinn hvort þessar upplýsingar úr skýrslunni hefðu getað breytt mati lögreglunnar að þessu leyti. Svaraði lögreglumaðurinn þá að hann gæti ekki sagt til um það. En lögreglumaðurinn sagðist þó geta treyst sér til að útiloka að Matt- hildur hefði verið við stýrið miðað við upplýs- ingar réttarmeinafræðings, aðspurður af dóm- ara. Bátsstýrið sjálft var sýnt dómendum og sýnt hvar það hafði bognað. Sagði lögreglu- maðurinn frekar líklegt að haldið hafi verið í stýrið þegar það bognaði. Verjandinn spurði um stýrisbekk og álagsprófun hans auk stýr- isins sjálfs og fékk þau svör að hvorugt hafði verið athugað af lögreglu. Varðandi lærbrot Jónasar og spurningar verjanda um það, gat lögreglan ekki svarað því hvernig beinið hefði brotnað og heldur ekki var því svarað hvort Jónas hefði kastast yfir stýrið. Ekki fengust heldur svör við því hvernig frágangur á plexí- gleri í bátnum var. Lögreglan leitaði á netinu að samskonar bát- um til samanburðar en þegar verjandinn spurði hvort ekki hefðu verið skoðaðir sams- konar bátar sem eru til hérlendis þá var svarið nei. Þá spurði verjandi um brot í framrúðu bátsins og fékk heldur ekki svör við því hvernig þær skemmdir hefðu komið til. Sömuleiðis spurði hann um hvort umræddur tæknirann- sóknarmaður hefði talað við ákærða sjálfan við rannsóknina, sem var ekki gert, enda um sjálf- stæða tæknirannsókn að ræða. Drakk rauðvín og gin Jónas viðurkenndi fyrir Sigríði J. Friðjóns- dóttur saksóknara að hafa drukkið áfengi kvöldið örlagaríka, tvö glös af gini og rauðvín með mat. Hann hefði samt ekki fundið fyrir ölvun og geta hans til að stjórna báti hefði ekki verið skert. 1,07 prómill í blóði mældust í hon- um kl. 4.09, um tveimur og hálfri klukkustund eftir sjálfan áreksturinn. Sagðist Jónas hafa getið metið það sjálfur hvort hann gæti stjórn- að báti verandi búinn að drekka. Jónas sagðist hafa í fyrstu setið rétt hjá Matthildi til að leiðbeina henni við stýrið en aðra hluti myndi hann ekki s.s. eins og þá hvernig hann hlaut áverka sína og því að bátn- um hefði verið bakkað af skerinu eftir árekst- urinn. Sagðist hann rengja frásögn eiginkonu sinnar í lögregluskýrslu um að hann hefði sjálf- ur verið við stýrið. Fyrir dómi sagði hún að maður sinn hefði stjórnað bátnum í upphafi ferðar og að hún myndi ekki eftir öðrum stjórnanda. Í árekstrinum brotnuðu 10 rif í henni og lungun féllu saman. Aðspurð um Matthildi eftir slysið sagðist vitnið hafa heyrt í henni en aldrei séð innan um brakið. Sam- kvæmt fyrsta símtalinu við neyðarnúmerið 112 mun Matthildur hafa sagt að „hann væri að reyna að stjórna bátnum“. Villt fólk á bát en ekki beðið um aðstoð Lögreglumenn sem sigldu út á slöngubát lögreglunnar komu fyrir dóminn og rifjuðu upp sín afskipti af málinu. Bogi Sigvaldason útivarðstjóri þetta kvöld sagðist ekki hafa vitað annað en að fólk væri villt á bát, mikil ölvun væri um borð og ekki hefði beinlínis verið beðið um aðstoð. Fram kom í máli félaga hans að lög- reglan hefði keyrt út á hafnarbakka til að skima út á sundin en fram að sjósetningu slöngubáts lögreglunnar hefði engin tilkynn- ing komið um sjávarháska. Sagði Bogi að Fjar- skiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, sem tók við símtölum frá 112, hefði ekki sagt að um sjáv- arháska væri að ræða. Fyrstu klukkustundina frá árekstrinum hefði því afstaða lögreglunnar verið sú að verið væri að kanna „fylliríisrugl“ og lögreglan hefði ekki tekið við stjórn aðgerða fyrr en báturinn fannst kl. 3.11 en þá voru tvær manneskju látnar og þrjár slasaðar og í mikilli hættu. Upplýsti Bogi að þótt aðrir björgunaraðilar hefðu þegar verið komnir á vettvang hefðu engin samskipti átt sér stað milli lögreglu og björgunaraðila. Lögreglan hafði ekki hugmynd um að um alvarlegt útkall væri að ræða Það var því ljóst að lögreglan hafði ekki hug- mynd um að Björgunarsveitin Ársæll í Reykja- vík hafði fengið alvarlegt útkall kl. 2.02 um að „bátur væri á reki í Sundahöfn og ófær um að komast í land“. Þetta útkall kom frá Vaktstöð siglinga og á meðan björgunarsveitarmenn fóru í málið var lögreglan að kanna með „fyll- iríisrugl“ án þess að hún fengi upplýsingar um alvarleika málsins. Lögreglan fór því nokkuð stefnulaust út á sundin og rambaði á bátinn á hvolfi og manneskjurnar þrjár. Þegar björgunarsveitarmenn komu að lög- reglu og bátnum, gátu þeir ekki tilkynnt fund- inn strax vegna þess að talstöðin var upptekin á meðan Vaktstöð siglinga var að reyna að ná sambandi við Hörpu, upplýsti skipstjóri björg- unarbátsins Gróu. Björgunarsveitarmenn skutu því upp neyðarblysi. Í máli Ómars Pálssonar hjá tæknirannsókn- ardeild LR kom fram að Jónas hefði verið við stýrið í árekstrinum og kona hans hefði setið aftarlega hægra megin í setustofu. Friðrik hefði staðið beint fyrir aftan lúkarinn og skollið á plötu og endað niðri í bát við höggið. Matt- hildur hefði setið á stýrisbekk undir glugga og þar hefði kertavax fundist aftan á bekknum sem og á vinstri ermi hennar. Hefði hún setið á best bólstraða stað bátsins. Þessar niðurstöður fékk lögreglan með því að endurgera vettvang og setja hluti á sinn stað, bæði þá hluti sem fundust í sjónum og þá sem voru í bátsflakinu. Einnig voru notuð áverkavottorð og krufningarskýrslur til að komast að þessari niðurstöðu. Ingvi Ólafsson, bæklunarlæknir, kom þá fyr- ir dóminn og gaf álit sitt á áverkum Jónasar. Spurði verjandi m.a. út í lærbrot Jónasar, sem hann hlaut á vinstra læri, og hvort líklegra væri að hann hefði hlotið áverkann við það að kastast til standandi í bátnum, eins og verjandi hélt fram, eða undir stýri. Taldi læknirinn meiri líkur á því að Jónas hefði kastast til og hafði þann fyrirvara á að hann hefði að öllum líkindum hlotið áverka á maga eða brjóstkassa hefði hann verið við stýrið. Spurði sækjandi þá út í áverka á úlnliðum Jónasar og hvort þeir hafi getað hlotist við það að hafa hendur á stýr- inu. Læknirinn taldi það nokkuð ólíklegt og lík- legra að þeir áverkar hafi komið til þar sem Jónas hafi sett fyrir sig hendurnar þegar hann kastaðist til. Að lokum spurði verjandi út í hvort Jónas hefði ekki einnig hlotið áverka á hægra læri hefði hann verið við stýrið og taldi hann það líklegt. Benti verjandi þá á að sætið í bátnum hefði snúið þannig að það vísaði til vinstri og sá er undir stýri sat hefði aðeins verið með hægri fót undir stýrinu og hefði þá að öllum líkindum ekki hlotið áverka á vinstra læri og samsinnti læknirinn því. Taldi bátinn nægilega vel búinn til nætursiglingar Áður en þinghaldi lauk í gærdag spurðu dómendur Jónas m.a. hvaða siglingatæki hafi verið um borð í bátnum og hvort hann teldi að báturinn hafi verið nægilega vel búinn til næt- ursiglingar. Jónas sagði GPS-staðsetningar- tæki hafa verið í bátnum ásamt hraða- og dýpt- armæli og taldi hann bátinn hafa verið nægilega vel búinn. Jónas gat hins vegar ekki svarað því til hvort örugglega hafi verið kveikt á talstöð um borð þegar slysið varð né hvort sjókort hefði verið um borð. Þá rak hann ekki minni til hvort ein- hver hefði gert sig líklegan til að undirbúa björgunarbát eftir að báturinn rakst á skerið né hver hefði útdeilt björgunarvestum. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram nk. mánudag. Dómur í málinu er fjölskipaður og er dómsformaður Jónas Jóhannsson héraðsdóm- ari. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari og Vil- bergur Magni Óskarsson, sviðsstjóri á skipa- sviði Fjöltækniskóla Íslands, sitja einnig í dómi. Jónas Garðarsson ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna slyssins á Viðeyjarsundi Hafnar kenning- um lögreglu um að hann hafi verið við stýrið Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Andra Karl Morgunblaðið/ÞÖK Jónas Garðarsson t.h. í dómsal héraðsdóms ásamt verjanda sínum, Kristjáni Stefánssyni hrl. JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi á fimmtudagskvöld að Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hefði í tvígang lagt fram svör við fyrirspurnum á Alþingi, sem stað- festu að hann hefði sagt þingi og þjóð ósatt þegar hann héldi því fram að skattar hefðu almennt lækkað hjá fólki í landinu. Árni sagði, að ef fólk á annað borð borg- aði tekjuskatt, þá hefði skattbyrðin lækkað. Jóhanna gerði að umtalsefni svar, sem fjármálaráðherra lagði fram í gær við fyrirspurn hennar og Jóns Gunnarssonar, þingmanns Samfylk- ingarinnar, um þróun skattbyrði frá árinu 1995. Sagði Jóhanna að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hefðu verið þann- ig fram settar að þær hefðu fyrst og fremst gagnast fólki með háar tekjur. „Þetta er nú sannleikur málsins. Samt stendur fjármálaráð- herra hér og neitar sannleikanum,“ sagði Jóhanna. Árni sagði, að þær forsendur, sem miðað var við í fyrirspurn Jó- hönnu, hefðu verið rangar, en þar var beðið um að bera saman skatt- byrði fólks með tiltekin laun á árinu 2006 og jafnvirði þeirra launa árið 1995 útfrá hækkun launavísitölu. Sagði Árni að með þessu væri verið að bera saman epli og appelsínur. Árni sagði, að ef menn vildu skoða hvað greitt væri af jafngild- um launum nú og árið 1995 þá færðu menn launin upp samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þá væri nið- urstaðan sú, að skattbyrðin hefði lækkað hjá öllum þeim sem á annað borð greiddu tekjuskatt. Jón Gunnarsson sagði að enn og aftur staðfesti fjármálaráðherra að skattbyrði á Íslandi hefði aukist verulega frá árinu 1995. Tekist á um skattbyrði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.