Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úr bolta í bisness á morgun ÚR VERINU SU MA RSKÓ R fyrir hressa krakka Flottur sundpoki fylgir hverju keyptu pari. BORGARNESI S: 437 1240 Meðan birgðir endast. EINAR K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra sótti á miðvikudag og fimmtudag norræna ráðstefnu í Færeyjum um hagræna fisk- veiðistjórn og auðlindarentu. Á ráð- stefnunni var m.a. kynnt áfanganið- urstaða norræns rannsóknarhóps um hagræna útkomu fiskveiðistjórn- unar á Norðurlöndum að slepptu Finnlandi. Eyjólfur Guðmundsson, deild- arforseti við Háskólann á Akureyri, kom meðal annarra að vinnu hópsins og kynnti sérstaklega íslenska hluta rannsóknarinnar. Carl-Christian Schmidt, forstöðumaður fiski- máladeildar OECD, og Ásgeir Daní- elsson, hagfræðingur Seðlabanka Ís- lands, fluttu fræðileg inngangserindi um hagræna fiskveiðistjórn og Kjartan Hoydal, framkvæmdastjóri Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar, NEAFC, flutti erindi um almennar forsendur fisk- veiðistjórnunar. Á ráðstefnunni voru tvennar pallborðsumræður. Sú fyrri um almenna framkvæmd fiskveiði- stjórnar á Íslandi, Danmörku, Fær- eyjum og Grænlandi. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskóla Íslands, tók þátt í þeim fyrir Íslands hönd. Í lok ráðstefnunnar var síðari pall- borðsumræðan þar sem sjáv- arútvegsráðherrarnir Einar K. Guð- finnsson og Björn Kalsö frá Færeyjum sátu fyrir svörum ásamt Amalie Jessen, ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðuneytisins á Græn- landi. Megininntak umræðunnar var spurningin um auðlindarentu, hvernig hún myndaðist og ráðstöfun hennar. Svaraði Einar K. fjölmörg- um fyrirspurnum úr sal um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Um hundrað gestir sóttu ráð- stefnuna frá sex löndum. Í tengslum við ráðstefnuna var haldinn óformlegur fundur sjáv- arútvegsráðherra Vestnorrænu ríkjanna þriggja; Íslands, Færeyja og Grænlands. Í forföllum græn- lenska ráðherrans sótti ráðuneyt- isstjóri hans fundinn. Þar var m.a. rætt um mikilvægi góðrar og náinn- ar samvinnu þjóðanna bæði í sjávar- útvegi og á öðrum sviðum með sér- staka áherslu á hvernig styrkja megi norrænt samstarf á sviði sjávar- útvegs. Norræn ráðstefna um hagræna stjórn fiskveiða Ráðstefnur Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, Björn Kalsö, sjáv- arútvegsráðherra Færeyja, og Amalie Jessen, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- ráðuneytisins á Grænlandi, sitja fyrir svörum um sjávarútvegsmál. Í NÝLOKNUM leiðangri á rann- sóknaskipinu Árna Friðrikssyni, þar sem unnið var að neðansjávar- myndatökum botnveiðarfæra í mynni Arnarfjarðar, náðust óvænt einstakar myndir af skipsflaki. Flest bendir til að um sé að ræða flak af skútunni Gyðu BA, sem fórst með 10 manns árið 1910. Stærð og staðsetn- ing flaksins er 65°51́129 N og 023°58́332 V. Flakið fannst er áhöfn Árna Friðrikssonar RE 200 var við neðansjávarmyndatökur í Arnarfirði nú fyrir skemmstu þar sem fylgst var með virkni veiðafæra. „Leiðang- ursmönnum brá óneitanlega við þessa uppákomu þar sem alltaf er hætta á árekstri þegar verið er að mynda á ferð svo nálægt botni, en flakið liggur á 55 metra dýpi á slétt- um sand- og leirbotni. Lega flaksins á botninum er þannig að vörpur fara auðveldlega yfir það, sem ef til vill skýrir hvers vegna það hefur ekki uppgötvast fyrr,“ segir í frétt frá Hafrannsóknastofnuninni. Frá þessu er einnig sagt á vefsíð- unni www.bildudalur.is og segir þar svo: „Eins og sagt er frá hér á síðunni þá var áhöfn Gyða BA var í eigu Pét- urs Thorsteinssonar athafnamanns á Bíldudal. Í nóvember 1953 fékk Frigg BA mastrið af Gyðu BA upp í rækjutrolli og var minnisvarði til minningar um áhöfn Gyðu BA reist- ur á Bíldudal sumarið 1954 og var mastrið hluti minnisvarðans. Árið 2003 var mastrið endurnýjað við minnisvarðann og flaggað fyrst á því er hátíðin Bíldudals grænar var sett í fyrsta sinn. Mastrið sem nú stendur er úr 50 tonna bát sem var síðast hér á Bíldudal og hét Katrín BA en áður Gísli Júll ÍS og var þá frá Ísafirði.“ Gamalt skipsflak finnst í mynni Arnarfjarðar Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir Vestmannaeyjar | Í gær var formlega opnað útibú Fiskistofu í Vest- mannaeyjum. Starfsmenn eru þrír en mun væntanlega fjölga á næstu mánuðum. Verkefni útibúsins er eft- irlit með framleiðslu frystihúsa um allt land og bakvinnsla á gögnum um innvegið magn hráefnis og magn af- urða. Er þetta liður í að færa störf Fiskistofu út á land í meira mæli en útibúið í Eyjum er hrein viðbót. Hlynur Sigmarsson er for- stöðumaður en með honum eru Jóna Sigríður Guðmundsdóttir viðskipta- fræðingur og Ingólfur Ingólfsson fiskitæknir. Viðstaddir opnunina voru Einar Kr. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra, Geir Haarde ut- anríkisráðherra, Guðjón Hjörleifs- son alþingismaður og formaður sjávarútvegsnefndar og Þórður Ás- geirsson fiskistofustjóri. Hlynur sagði í samtali við Morg- unblaðið að þau yrðu þrjú til að byrja með en á næstu mánuðum verður fjölgað í fimm. „Helsta verkefni okk- ar til að byrja með er eftirlit með öll- um frystihúsum á landinu þannig að við verðum talsvert á ferðinni,“ sagði Hlynur. „Starfið felst í að við mætum á staðinn, förum ofan í bókhald fyr- irtækjanna og berum saman fram- leiddar afurðir og aðkeypt hráefni. Síðan tekur við bakreikningur til að sjá hvort allt stemmir.“ Stofnun útibús Fiskistofu í Vest- mannaeyjum er liður í ákvörðun sjávarútvegsráherra og Þórðar Ás- geirssonar fiskistofustjóra að flytja störf út á land. Fyrir eru starfs- stöðvar á Ísafirði og Akureyri en nýj- ar verða settar upp í Grindavík, á Hornafirði og í Stykkishólmi. Þar er um að ræða tilfærslu á störfum en Hlynur segir að Vestmannaeyjar séu hrein viðbót. „Þetta er mjög jákvætt fyrir bæj- arfélagið. Við þrjú búum öll í Vest- mannaeyjum og vorum í góðum störfum, ég hjá Sparisjóðnum, Jóna hjá Vestmannaeyjabæ og Ingólfur hjá Fiskverkun Narfa. Þessi störf losna um leið og við byrjum hér og þetta er því hrein viðbót hér í Eyj- um.“ Hlynur hefur undanfarin ár verið formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Verður framhald á því með nýju starfi? „Við erum að klára tímabilið og þó strákarnir hafi ekki náð sæti í fyrstu deildinni gerðu stelpurnar það gott, stóðu uppi sem Íslandsmeist- arar og voru hársbreidd frá því að vinna deildarbikarinn. Þetta hefur verið mikið starf en skemmtilegt en ég hef ákveðið að klára næsta tímabil og stefni á að þá verði handboltinn hjá ÍBV réttum megin við núllið,“ sagði Hlynur að lokum. Útibú Fiskistofu opnað í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Ráðherrar, fiskistofustjóri og starfsmenn voru viðstaddir opnun Fiskistofu í Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.