Morgunblaðið - 06.05.2006, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIKIL ótíðindi bárust frá Mat-
vælaáætlun Sameinuðu þjóðanna
(WFP) um mánaðamótin þess efnis
að skera þyrfti niður
matargjafir til flótta-
fólks í Súdan. Dag-
skammturinn verður
skorinn niður um helm-
ing, úr 2.100 kílókalorí-
um í 1.050 kílókaloríur á
mann, svo að mat-
arbirgðir WFP í land-
inu dugi fram á haust.
James Morris, fram-
kvæmdastjóri WFP,
segir þetta erfiðustu
ákvörðun sem hann hafi
þurft að taka. Ég efa það
ekki.
Stríð og sultur
Um 6 milljónir Súdana þurfa á
matargjöfum að halda. Það eru fleiri
en í nokkru öðru landi. Helmingur
þessa mikla fjölda, 3 milljónir manna,
er á flótta undan átökum heima fyrir,
aðallega í Darfúrhéraði. Hefur þetta
fólk ekki mátt líða nóg? Frið-
arsamkomulagið sem gert var í Darf-
úr er í uppnámi en átökin þar hafa
kostað 300 þúsund manns lífið og
hrakið tæplega 3 milljónir manna á
flótta. Nú er flóttafólkinu gert að lifa
af 1.000 kílókaloríum á dag, sem þýðir
að mótstaða gegn sjúkdómum minnk-
ar og orkan til þess að bjarga sér
einnig. Og börnin verða
verst úti með fyr-
irsjáanlegum afleið-
ingum fyrir þroska
þeirra og atgervi.
Hvað veldur?
Ástæða niðurskurð-
arins er einföld: Ríki
heims hafa brugðist.
Þau hafa ekki verið
nógu viljug að láta fé af
hendi rakna til Mat-
vælaáætlunarinnar.
Framlög hafa aðeins náð
þriðjungi þess fjár sem
beðið var um fyrir Súdan á þessu ári.
32% eru ekki 100% og fólkið í Darf-
úrhéraði fer verst út úr þessari ós-
vinnu. Bandaríkjastjórn hefur látið
mest af hendi rakna en Evrópusam-
bandið, Arababandalagið og önnur
Afríkuríki lítið. Mér er ekki kunnugt
um að íslensk stjórnvöld hafi veitt
sérstök fjárframlög til Matvælaáætl-
unarinnar vegna ástandsins í Súdan.
Hvað ber að gera?
Ríkisstjórnir um allan heim verða
að bregðast við neyðarkalli WFP
undireins. Á fjárlögum yfirstandandi
árs eru 112 milljónir króna ætlaðar til
mannúðarmála og neyðaraðstoðar.
Mín vegna má sú upphæð öll ganga til
WFP-verkefnisins í Súdan – í dag.
Höfum það í huga að fé veitt til Súdan
í maíbyrjun 2006 skilar sér varla til
fólksins í Darfúr fyrr en í september.
Því ræður sú staðreynd að flytja þarf
matvæli um gífurlegar vegalengdir
yfir sannkallaðar vegleysur og að
regntíminn er að bresta á. Engin
furða þótt í Súdan séu rigningarmán-
uðirnir frá júní fram í september kall-
aðir magrir. Við verðum að vona að
hjálpin berist eigi síðar en í haust og
að hún verði ekki of seint á ferðinni
fyrir milljónir flóttafólks í stríðs-
hrjáðu landi.
Darfúr – núna!
Þórunn Sveinbjarnardóttir
skrifar um niðurskurð á matar-
gjöfum til flóttafólks í Súdan ’Nú er flóttafólkinu gert að lifa af 1.000
kílókaloríum á dag.‘
Höfundur situr í
utanríkismálanefnd Alþingis.
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
MICROSOFT hefur haft spurn
af yfirvofandi aðgerðum gegn ís-
lenskum fyrirtækjum sem nota
hugbúnað ólöglega af hálfu al-
þjóðlegra samtaka
hugbúnaðarframleið-
enda: BSA eða Bus-
iness Software Alli-
ance. Vegna
yfirvofandi aðgerða
BSA gegn íslenskum
fyrirtækjum ákvað
Microsoft Íslandi að
hvetja fyrirtækin til að
vera skrefinu á undan
BSA; ganga úr skugga
um hvort leyfamál séu
í réttum farvegi og
standist lög og reglur.
Þannig gætu fyr-
irtækin komist hjá
óþægindum, óþarfa kostnaði og
áhyggjum af orðspori og ímynd.
Drengur Óla Þorsteinsson, fyr-
irtækiseigandi, er ósáttur við vin-
samlega hvatningu Microsoft Ís-
landi til fyrirtækja um að skoða
leyfamál sín áður en BSA grípur til
aðgerða. Morgunblaðið birti af því
tilefni opið bréf Drengs Óla til mín
7.4. sl.
Sumir græða á glæpum
Vonandi grípur BSA í tómt þegar
íslensk fyrirtæki verða tekin til
skoðunar. Reynslan er þó önnur:
Mörg íslensk fyrirtæki nota hug-
búnað ólöglega og starfsemi ákveð-
inna fyrirtækja felst jafnvel í því að
selja illa fenginn hugbúnað. Þannig
græða þau meðan grafið er undan
almennu siðgæði og rekstr-
argrundvelli hugbúnaðarfyrirtækja.
Mikilvægt er fyrir okkur sem
störfum við hugbúnaðariðnað að
tekið verði á ólöglegri notkun hug-
búnaðar. Við fögnum þess vegna yf-
irvofandi aðgerðum BSA á Íslandi.
Starfsfólki Microsoft Íslandi finnst
þó ákveðin heilindi felast í því að
skýra frá yfirvofandi aðgerðum
BSA. Þannig viljum við hjálpa þeim
fyrirtækjum sem hafa misst stjórn
á leyfamálum sínum. Málið varðar
ekki einungis hugbúnaðarleyfi frá
Microsoft, heldur einnig frá öðrum
hugbúnaðarframleiðendum!
Aðgerðir BSA eru ekki síst í
þágu þeirra sem nota hugbúnað á
heiðarlegan hátt. Fyrirtæki sem
nota hugbúnað með ólöglegum
hætti skekkja samkeppnisstöðuna,
hinum heiðarlegu í óhag. Fyrirtæki
sem stunda heiðarleg viðskipti eiga
ekki að þurfa að keppa við hin
óheiðarlegu og ólöglegu sem lækka
rekstrarkostnað sinn með því að
taka eigur annarra ófrjálsri hendi.
Réttlæting sið-
blindu til umræðu?
Drengur Óla segist
ekki vita betur en að
fyrirtæki hans noti
hugbúnað löglega.
Vonandi á hann eftir
að verða viss í sinni
sök. Dapurlegri er þó
skoðun hans um að
hann sé nú ekki sann-
færður um að fyr-
irtæki af ákveðinni
stærð og einstaklingar
eigi að greiða fyrir
hugbúnað?! Rökleysan
hjá Dreng Óla er sú að
þjófnaður eða misnotkun í árdaga á
hugbúnaði Microsoft hafi stuðlað að
sterkri stöðu fyrirtækisins í dag.
Einkennileg rekstrarhagfræði það.
Ekkert samfélag þrífst á truflun
þeirra einstaklinga sem óafvitandi
eða vísvitandi fara ekki að lögum
samfélagsins og kallast siðblinda.
Þjófnaður og misnotkun grefur
undan heilbrigðri þróun, uppbygg-
ingu og virkni samfélagsins. Skoð-
un Drengs Óla eða óvissa er í and-
stöðu við almennt siðgæði
Íslendinga og þá réttlætiskennd
sem einkennir heilbrigt samfélag.
Verum viss.
Réttlæting siðblindu
ekki til umræðu!
Siðblinda er ekki samningsatriði.
Það er á engan hátt einkamál hvers
og eins eða háð persónulegri skoð-
un hvort eigi að greiða eða ekki
greiða fyrir vöru sem boðin er til
sölu. Það skiptir ekki máli hver á í
hlut. Microsoft og aðrir meðlimir
BSA, eins og Apple, Autodesk, SAP
og Symantec, selja vörur sínar á al-
mennum markaði og gera skilj-
anlegar kröfur um greiðslu þegar
kaupin eiga sér stað. Ef ekki er
greitt fyrir hugbúnaðinn eins og
skilmálar hans segja til um er það
ólögleg notkun eða misnotkun.
Ef viðskiptavinur tölvuverslunar
á Akureyri hyrfi á brott með tölvu-
búnað og þeim orðum að hann væri
„ekki sannfærður um“ að hann
þyrfti að greiða fyrir vörurnar, yrði
hringt í lögregluna. Misnotkun og
þjófnaður á hugbúnaði hefur verið
litinn öðrum augum en búðahnupl
og er mál að linni. Hleypidómar
gagnvart Microsoft eða öðrum fyr-
irtækjum skipta ekki máli í þessu
sambandi.
Minni möguleikar launafólks
Það er afleitt fyrir samskipti okk-
ar Íslendinga í millum og íslenskt
samfélag að ennþá skuli fyrirfinn-
ast á meðal okkar einstaklingar,
stjórnendur fyrirtækja og eigendur
sem telja misnotkun á hugbúnaði
vera í samræmi við íslenskt sið-
gæði. Á sama tíma og allir aðrir
hegða sér út frá því samkomulagi
að greiða þurfi fyrir unnið verk,
unna vöru – hvort sem hún er í
formi hugbúnaðar eða hljómflutn-
ingstækja.
Á Íslandi starfa hundruð ein-
staklinga við þróun, þjónustu og
sölu á hugbúnaði. Bak við flesta
starfsmenn er fjölskylda sem bygg-
ir tilvist sína og lífsmarkmið á því
að launamaðurinn fái greitt fyrir
sína vinnu. Ef hugbúnaður er afrit-
aður eða notaður ólöglega er dregið
úr tekjumöguleikum þessa fólks.
Ríkissjóður missir einnig tekjur og
allir Íslendingar þar með.
Tökum ábyrgð
Mikilvægt er fyrir aðila sem hafa
misst tökin á leyfamálum að gera
úttekt á þeim sem fyrst. Það er
skynsamlegt áður en BSA grípur til
aðgerða. Á www.leyfismal.is má
finna lista yfir hugbúnaðarfyrirtæki
sem bjóða aðstoð.
Ég hvet alla Íslendinga og sér-
staklega þá sem byggja lífsvið-
urværi sitt á þróun, þjónustu eða
sölu hugbúnaðar að standa þétt
saman með því að taka ekki undir
að það sé í lagi að afrita og nota
hugbúnað með ólöglegum hætti.
Það er ekki lengur smart að ýta
undir slíka niðurrifsstarfsemi.
Fyrir hönd starfsfólks Microsoft
Íslandi og allra annarra sem vinna í
hugbúnaðargeiranum.
Siðblinda er ekki
samningsatriði
Elvar Þorkelsson skrifar
opið svar til Drengs Óla
Þorsteinssonar ’… að standa þétt samanmeð því að taka ekki und-
ir að það sé í lagi að afrita
og nota hugbúnað með
ólöglegum hætti.‘
Elvar Steinn
Þorkelsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Microsoft Íslandi.
MÉR er spurn: á ekkert að leið-
rétta það óréttlæti að tekjutengja
bætur öryrkja? Það er
munur að vera Jón eða
séra Jón í þessu þjóð-
félagi. Hér eru hinir
ríku með lægstu skatt-
ana en öryrkjar og
aðrir sem ekki geta
varið sig fyrir þessari
hraksmán eru skattp-
índir allt að hung-
urmörkum.
Og hvernig stendur
á því að ráðamenn
þessarar þjóðar tala
fjálglega um það að
endurhæfa öryrkja til
þess að þeir komist
aftur út á vinnumark-
aðinn? En vinna jafn-
framt á móti þeirri
meintu stefnu sinni
með því að refsa þeim
öryrkjum sem glepjast
til þess að fara út að
vinna, á þann veg að
tekjutengja ör-
orkubætur þeirra.
Þannig að þegar
upp er staðið borgar
sig ekki fjárhagslega
fyrir öryrkja að vinna
úti, heldur tapa þeir á
því.
Öryrkjar sem
stunda vinnu eru því í
reynd aðeins í sjálfboðavinnu hvað
laun þeirra varðar.
Þeir verða að láta sér það nægja
að hafa það óljóst á tilfinningunni að
þeir komi kannski að einhverju
gagni í þessu þjóðfélagi. Séu ef til
vill menn með mönnum.
Við skulum ekki heldur gleyma
því að það er siðferðislega rangt að
skerða örorkubætur. Því ör-
orkubætur eru tilkomnar vegna
skerðingar á vinnugetu þess ein-
staklings sem bæturnar fær, hvort
sem það er af völdum sjúkdóma eða
slysa.
Og hvers vegna í
ósköpunum var afnum-
in vísitölutenging ör-
orkubóta árið 1995? Og
af hverju er ekki búið
að lagfæra það mann-
réttindabrot?
Tryggingastofnun í
skjóli yfirvalda skuldar
öryrkjum fleiri millj-
ónir sem allar hafa farið
í vasann á hvít-
flibbamönnum þessarar
þjóðar sem una sér al-
sælir við sína eftirlæt-
isiðju, sem er eins og
allir vita, að skara eld
að sinni eigin köku.
Ég segi það bara blá-
kalt að stefna yfirvalda
gagnvart öryrkjum
virðist miða að því leynt
og ljóst að útrýma þess-
um aumingjum með því
að svelta þá til bana.
Eða fer það hugs-
anlega svo að Alþingi
láti verða af því á end-
anum að samþykkja til-
lögu eins háttvirts þing-
manns þess efnis, að
senda alla öryrkja út í
Hrísey?
Og láta þá, ef að lík-
um lætur, ganga þar úti jafnt sumar
sem vetur eins og útigangshross ?
Það skyldi þó aldrei vera?
Það skyldi þó
aldrei vera?
Guðný Svava Strandberg
fjallar um mismunun
Tryggingastofnunar
gagnvart öryrkjum
Guðný Svava
Strandberg
’Ég segi þaðbara blákalt að
stefna yfirvalda
gagnvart ör-
yrkjum virðist
miða að því leynt
og ljóst að út-
rýma þessum
aumingjum með
því að svelta þá
til bana.‘
Höfundur kennir við fjölmennt,
starfsþjálfun og endurhæfingu fyrir
öryrkja og fólk með geðraskanir.
„TEKINN á 170 km hraða á Sæ-
brautinni. Og þrír til viðbótar voru
stöðvaðir á 140 til 156 kílómetra
hraða innan borg-
armarkanna á götum
þar sem leyfilegur há-
markshraði er 80 kíló-
metrar á klukku-
stund.“ Þetta mátti
lesa á visir.is í dag (2.
maí) og eru þessar
fréttir enn ein skraut-
fjöðrin í hatt öku-
manna hér á landi.
Fólk spyr sig: Á ekk-
ert að gera vegna
þessa? Ætlar lög-
reglan ekki að bregð-
ast við þessum vanda?
Ber enginn ábyrgð á
þessu? Á einungis að
ræða þetta endalaust?
Ég segi að nú sé mál
að linni.
Hlutverk lögreglu
skv. lögum er m.a. að
gæta almannaöryggis,
halda uppi lögum og
reglu og að stemma
stigu við afbrotum og
koma í veg fyrir at-
hafnir sem raska ör-
yggi borgaranna og ríkisins. Þannig
að í dag er það hlutverk lögreglu að
koma í veg fyrir ofsaakstur. Finnst
einhverjum þær aðferðir sem not-
aðar eru vera að virka? Ég segi að
fjársvelt umferðarlögreglan sé ekki
að stemma stigu við ofsaakstri, þörf
er á hertari aðgerðum og þörf er á
þeim núna.
Ég legg til að í stað sektar sem
ökumenn eru látnir greiða verði öku-
menn látnir greiða fyrir ökusírita í
bíla sína í einhvern ákveðinn tíma
t.d. 6 mánuði. Búnaðurinn skráir
aksturslag, þ.m.t. hraða og skýrslu í
formi tölvupósts til fyrirfram ákveð-
ins eftirlitsaðila, t.d. lögreglu, trygg-
ingafélags eða öryggis-
fyrirtækis sem les úr
upplýsingunum og sér
um að ákveðið ferli fari
í gang ef um hraðakstur
er um að ræða á tíma-
bilinu.
Ég lít á þetta sem
fyrsta skref í barátt-
unni við ofsaakstur.
Næstu skref eru
skyldunámskeið um af-
leiðingar hraðaksturs,
skyldutaka fleiri öku-
tíma og bílprófs, sam-
félagsþjónusta við fórn-
arlömb bílslysa, þyngri
og tekjutengdar sektir
og upptaka bíla sem
menn hafa notað í hrað-
akstri (ógnandi til-
gangi.) Ef börnin okkar
fá tæki í hendurnar sem
ógnar öryggi þeirra og
annarra, þá tökum við
það af þeim án mála-
lenginga, ekki satt?
Að lokum vil ég
benda á að ef árangur
lögreglunnar vegna ofsaaksturs
væri mældur eins og um einkafyr-
irtæki væri að ræða, þá mætir ár-
angur hennar ekki þeim markmiðum
sem viðskiptavinurinn (almenn-
ingur) setur. Þörf er á breyttri hugs-
un áður en æska þessa lands liggur
frekar í valnum. Við getum ekki
horft á þetta öllu lengur.
Ofsaakstur – tími
kominn til aðgerða
Eyþór Víðisson fjallar um ofsa-
akstur á götum borgarinnar
Eyþór Víðisson
’Þörf er ábreyttri hugsun
áður en æska
þessa lands ligg-
ur frekar í valn-
um. Við getum
ekki horft á þetta
öllu lengur.‘
Höfundur er löggæslufræðingur.