Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 6

Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 6
6 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jórunn, Kjartan og Þorbjörg taka á móti þér í Laugardagskaffi með frambjóðendum á kosningaskrifstofunni Hverafold 5, í dag kl. 11.00. Allir velkomnir! TÍMI TIL AÐ HITTAST NEYTENDUR sem krafðir eru um hærra verð fyrir pakkaferðir hjá ferðaskrifstofum vegna breytinga á gengi krónunnar ættu að greiða hækkunina með fyrirvara, enda ekki skýrt að í öllum tilvikum sé fylgt lög- um um slíkar hækkanir, segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neyt- endastofu. Neytendastofa hefur nú til umfjöll- unar mál manns sem krafinn var um 18 þúsund krónur vegna gengisbreyt- inga, og er verið að afla gagna vegna þess máls áður en úrskurðað verður í málinu. En þar sem þessar hækkanir séu í umræðunni núna segir Tryggvi brýnt að láta almenning vita að ekki sé eins skýrt og Samtök ferðaþjón- ustunnar vilja meina að heimilt sé að hækka verð með þeim hætti sem ein- hverjar ferðaskrifstofur hafa gert. Um pakkaferðir er fjallað í lögum um alferðir, en þar segir m.a. að verð sem sett sé fram í samningnum skuli haldast óbreytt nema skýrt sé tekið fram að verð geti hækkað eða lækk- að, og „nákvæmlega sé tilgreint hvernig reiknað skuli út breytt verð“. Hér segir Tryggvi að verið geti að misbrestir séu í samningum ein- hverra ferðaskrifstofa, þar sem ekki sé tekið fram nákvæmlega hvernig reikna eigi út nýtt verð. Hann segir ekki fullnægjandi að rukka kaupendur um ákveðna krónu- tölu, án þess að sýna þeim fram á hvernig hún var fundin út. Einnig sé eðlileg krafa að tilgreint sé á samn- ingi nákvæmlega hversu mikið geng- ið megi flökta áður en til hækkana komi og við hvaða gjaldmiðil sé mið- að. Tryggi endurgreiðslu Því segir Tryggvi eðlilegt að þeir neytendur sem krafðir eru um hærra verð en upphaflega var samið um greiði hækkunina með fyrirvara, þ.e. skrifi það inn á staðfestingu á greiðslu að gerður sé fyrirvari um lögmæti hækkunarinnar, og þeir áskilji sér þar með rétt til að krefjast endurgreiðslu ef krafan reynist ekki réttmæt. Með því tryggi neytendur að þeir fái endurgreitt, komist Neyt- endastofa og/eða dómstólar að þeirri niðurstöðu að hækkunin hafi ekki verið gerð með lögmætum hætti. Tryggvi tekur þó fram að við- skiptahættir séu afar mismunandi milli einstakra ferðaskrifstofa, og hann haldi því ekki fram að ekki séu til ferðaskrifstofur sem uppfylli skil- yrði laganna. Þó sé rétt að vekja at- hygli neytenda á lagaákvæðum til þess að þeir geti komist hjá tjóni reynist viðskiptahættir þeirrar ferða- skrifstofu sem þeir skipti við ekki vera í samræmi við lög. Ekki skýrt að hækka megi ferðir vegna gengisbreytinga, segir Neytendastofa Kaupendur ættu að greiða hækkunina með fyrirvara Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is KOMA Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi for- seta Íslands, til Noregs og kynn- ing á Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur við Háskóla Íslands (SVF) hefur vakið mikla at- hygli í Noregi, segir Auður Hauksdóttir, for- stöðumaður SVF. Auður er með Vigdísi í Noregi, ásamt nokkrum fræðimönnum stofnunarinnar, en tilgangur heimsóknarinnar er að kynna SVF og leita eftir samvinnu við norskar háskóla- og rannsókn- arstofnanir. Markmið SVF er að stunda rannsóknir og kennslu í er- lendum tungumálum. Það verður ekki gert svo vel sé, nema í sam- starfi við erlendar háskólastofn- anir, útskýrir Auður. Fjölmiðlar hafa sýnt komu Vig- dísar mikinn áhuga, segir Auður, og hefur hún farið í viðtöl hjá sjónvarps- og útvarpsstöðvum. Ít- arleg viðtöl hafa einnig birst við hana í m.a. dagblöðunum Aften- posten og Dagbladet. Í gærkvöld var hún svo gestur í vinsælum sjónvarpsþætti á norska ríkissjón- varpinu, NRK, sem heitir Først & sist. Heimsóknin hófst 2. maí með málþingi við Háskólann í Bergen um norrænan málskilning og lauk á ráðstefnumiðstöðinni Lysebu í Ósló, í fyrradag, með ráðstefnu um rannsóknir á gildi forn- norrænna bókmennta fyrir nú- tímabókmenntir á Norðurlöndum. Með í för eru einnig rithöfund- arnir Thor Vilhjálmsson og Stein- unn Jóhannesdóttir sem og Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofn- unar Sigurðar Nordals. Tóku þau þátt í dagskránni í fyrradag. Auk þeirra tóku þátt norsku rithöfund- arnir Roy Jacobsen, Thorvald Sten og Knut Ødegård og nokkrir norskir fræðimenn. Forvitnir um starfsemina Vigdís segir aðspurð að í heim- sókninni hafi verið lögð áhersla á mikilvægi tungumálanna og starf- semi SVF. „Við höfum kynnt þær hugsjónir og hugmyndir sem við höfum í sambandi við stofnunina og framtíð hennar.“ Vigdís segir að undirtektir Norðmannanna hafi verið afar jákvæðar. Hún segir að henni hafi hvarvetna verið vel tek- ið og að margir hafi lýst áhuga á samstarfi við Háskóla Íslands. Spurð hvers vegna tungumál séu svona mikilvæg segir hún: „Vegna þess að þau styðja við margbreyti- leikann í heiminum og gerir okkur ekki öll að einu og sama andlit- inu.“ Stofnun Vigdísar vekur athygli í Noregi Vigdís Finnbogadóttir MIKLAR vangaveltur hafa verið uppi um uppruna tjaldspars- ins Styrmis og frúar, sem Morgunblaðið greindi frá í gær, en parið hefur tekið sér bólfestu á þaki Morgunblaðshússins í Kringlunni. Hafa meðal annars verið uppi meiningar um að par- ið ætti ættir að rekja til Kirkjusands í Reykjavík, nánar tiltekið til athafnasvæðis Strætó bs. Elínborg Kristinsdóttir, starfsmaður Strætó, sagði í samtali við blaðamann að tjaldspar hafi haft hreiður á athafnasvæðinu undanfarin ár, en þetta árið hefur parið ekki látið sjá sig nú í vor. Hana grunaði að Styrmir hafi flutt sig um set vegna yf- irvofandi framkvæmda, en til stendur að rífa hús Strætó á næstunni. Að sögn Elínborgar var karlfuglinn einstaklega gæf- ur og goggaði reglulega á glugga eldhúss Strætó og voru hon- um iðulega gefnir ostastrimlar. Var því brugðið á það ráð að athuga hvort um sömu fugla væri að ræða og hinar vösku matráðskonur Morgunblaðsins beðnar um að matreiða nokkrar girnilegar ostssneiðar, og at- huga hvort Styrmir og frú myndu líta við þeim kræsingum. En allt kom fyrir ekki, tjaldarnir flögruðu af þaki hússins og harð- neituðu að ræða við fjölmiðla þegar blaðamaður og ljósmyndari læddust út á húsþak. Voru þá góð ráð dýr. Haft var samband við Ævar Petersen, fuglafræðing og umsjónarmann fuglamerkinga hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands, og hann beðinn um að koma á vett- vang og athuga merkingar. En ekki vildi betur til en svo að þeg- ar Ævar kom í hús hafði parið skotist frá og sat í makindum sínum á þakskeggi næsta húss og mátti nánast sjá parið glotta í átt að Ævari og blaðamanni þegar gripið var í tómt. Ævar taldi þó, af myndum að dæma, að Styrmir hefði verið merktur árið 2001 á Vatnleysuströnd en efaðist um að um sama par væri að ræða, þ.e. Styrmi og frú og Strætóparið. Hins vegar væri mögu- legt að Styrmir og frú væri sama parið og verpti á þaki Kringl- unnar í fyrra, en hún stendur einmitt hinum megin götunnar. Morgunblaðið/Ásdís Tjaldurinn Styrmir marseraði fram og aftur á svalahandriðinu fyrir utan skrifstofu ritstjóra Morgunblaðsins í gær. Strætóparið hefur ekki látið sjá sig í ár Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnson siggip@mbl.is FYRIRGREIÐSLA við stjórn- málaflokka vegna sveitarstjórn- arkosninga í ár var afgreidd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær- morgun, en hefðbundið er að fram- kvæmdastjórar stjórnmálaflokk- anna fari fram á slíka fyrirgreiðslu fyrir hverjar sveitarstjórnarkosn- ingar. Samkvæmt upplýsingum frá for- sætisráðuneytinu óska stjórn- málaflokkarnir eftir því að fá yfirlit yfir kjörskrárstofna sveitarfélag- anna. Í öðru lagi að hið opinbera tryggi að utankjörfundaratkvæða- greiðslur verði auglýstar og í þriðja lagi að því sé beint til Íslendinga- félaga á Norðurlöndum að hægt sé að kjósa utan kjörfundar. Fá yfirlit yfir kjörskrárstofna ÁKVEÐIÐ hefur verið að vínbúð- ir ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu verði opnar til 18 á laugardögum, en fram að þessu hafa einungis þrjár vínbúðir verið opnar á laugardögum. Sigrún Ósk Sigurð- ardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir þessa breytingu gerða vegna eindreginna óska frá við- skiptavinum. „Þetta er í takt við þá þróun sem er að verða í þjóðfélaginu. Laugardagar eru almennt orðnir miklir verslunardagar. Almennar verslanir eru orðnar mjög lengi opnar á laugardögum. Við sáum þessa breytingu vel í þessum þremur vínbúðum sem voru opn- ar hjá okkur. Við þurftum að hleypa inn í hollum,“ sagði Sig- rún. Vínbúðirnar verða framvegis opnar frá 11:00 til 18:00 á laug- ardögum. Vínbúðin Heiðrún verð- ur þó áfram opin frá kl. 9:00, eins og verið hefur. Einnig verða vínbúðirnar við Dalveg og Holtagarða opnar frá kl. 9:00–20:00 alla virka daga. Morgunblaðið/Golli Rýmri afgreiðslu- tími hjá ÁTVR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.