Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 70
70 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
SAMTÖKIN Neyðarhjálp úr norðri
standa fyrir fjölskylduskemmtun í
Loftkastalanum í dag frá kl. 14. Til-
gangurinn er að safna fé til styrktar
fórnarlömbum nýafstaðinna flóða í
Tékklandi. Aðgöngumiðinn kostar
1.500 krónur og allur ágóði rennur
óskertur til að byggja upp elliheim-
ili fyrir 230 aldraða í Mæri (Morav-
íu) og kaupa kennslutæki fyrir lík-
amlega fötluð börn, vangefin og
einhverf, sem er kennt í sama skóla
og heilbrigðum börnum.
Fram koma: Björgvin Franz
Gíslason, Bubbi Morthens, kvart-
ettinin Bardukha, Hjörleifur Vals-
son fiðluleikari, Lenka Matéová,
Maríus H.Sverrisson söngvari í
Þýskalandi, Peter Maté, Ragnheið-
ur Gröndal, Rósa Guðmundsdóttir,
Snorri Snorrason, Idolstjarna Ís-
lands 2006, South River Band, um
hundrað félagar úr Stúlknakór
Reykjavíkur, Gospelsystrum
Reykjavíkur og Vox Feminae undir
stjórn Margrétar J. Pálmadóttur.
Anna Kristine Magnúsdóttir, sem
er hálfur Tékki, hefur starfrækt
Neyðarhjálp úr norðri frá árinu
1997. Þetta er í þriðja skipti sem
safnað er fyrir fórnarlömb flóða í
Tékklandi. Hún hvetur fólk til að
fjölmenna á staðinn.
Þess má geta að stærsta einka-
rekna sjónvarpsstöð Tékklands, TV
Prima, veðrur á staðnum og ætlar
að gera heimildarþátt um viðburð-
inn.
Fólk | Safnað fyrir Tékka
Fjölskylduskemmt-
un í Loftkastalanum
Morgunblaðið/Sverrir
Ragnheiður Gröndal
styður Tékka í neyð.
Morgunblaðið/Eyþór
Nýbökuð Idol-stjarna Íslands verð-
ur á staðnum.
Miðasala á skemmtunina hefst á
hádegi í dag í Loftkastalanum.
Söfnunarreikningur Neyð-
arhjálpar úr norðri er 0135-05-
72000.
Í dag verður mikið um að veraí Hinu húsinu. Ýmsir aðilar
koma saman og sýna og selja
glæsilegt og vandað handverk.
Meðal annars sem verður á
boðstólum eru glæsilegar tösk-
ur, ungbarnaföt, textílverk og
vandaðir munir úr tré.
Á sama tíma verður Geð-
veikt kaffihús í umsjá Hugar-
afls. Á staðnum verða klikk-
aðar kökur og brjálaðar
uppákomur í samstarfi við
Vesturport.
Geggjuð karnivalstemmning
með þunglyndislegu ívafi ræð-
ur ríkjum, allt í sjúku umhverfi
Hins hússins. Það verður dag-
skrá yfir daginn og meðal ann-
arra troða upp Ingvar E. Sig-
urðsson og Nína Dögg
Filippusdóttir, og Brynhildur
Björnsdóttir og Ester Jökuls-
dóttir úr Áfram stelpur.
Þetta stendur frá kl. 12–17 í
kjallara Hins hússins, Póst-
hússtræti 3–5, 101 Reykjavík,
en gengið er inn Austurstræt-
ismegin.
Fólk folk@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
N ý t t í b í ó
MI : 3 kl. 3.20, 6, 9 og 11.40
MI : 3 LÚXUS kl. 3.20, 6, 9 og 11.40
Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 2, 4, 6, 8 og 10
Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 2, 4 og 6
Prime kl. 8 og 10.30
The Hills have Eyes kl. 10 B.i. 16 ára
Ice Age 2 m. ensku tali kl. 8
Ísöld 2 m. ísl. tali kl. 2, 4 og 6
Hvað sem þú gerir EKKI
svara í símann
AF MÖRGUM TALIN VERA
BESTA MISSION IMPOSSIBLE
MYNDIN TIL ÞESSA.
SUMARSINS ER KOMIN
FYRSTA
STÓRMYND
Inside Man kl. 8 og 10.25 B.i. 16 ára
Rauðhetta m/íslensku tali kl. 2 (400 kr), 4 og 6
Lucky Number Slevin kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 2 (400 kr), 4 og 6
Eins og þú
hefur aldrei séð hana áður
Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni.
EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS
SEM ENGIN MÁ MISSA AF!
HROTTALEGASTA
MYND ÁRSINS
Stranglega bönnuð
innan 16 ára - dyraverðir við salinn!
FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS
POWER SÝNING
Í SMÁRABÍÓ KL.23.40
„MISSION: IMPOSSIBLE III BYRJAR
SUMARIÐ MEÐ POMP OG PRAKT OG INNI-
HELDUR ALLT SEM GÓÐUR SUMARSMELLUR
HEFUR UPPÁ AÐ BJÓÐA, ÞRÆLGÓÐAN
HASAR OG FANTAGÓÐA SKEMMTUN.“ eeee
VJV, Topp5.is
Við byggjum
barnaþorp
í Afríku
Vertu með
Vertu SPES
www.spes.is