Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FRAMSÓKNARFLOKKURINN sleit barnsskónum á
seinustu öld, þegar samfélagið var á mótum tveggja
tíma, þess gamla og þess nýja. Flokkurinn tileinkaði sér
eiginleika ormsins á gullinu, óx og
teygði arma sína um land allt frá ystu
nesjum til innstu dala. Næringarvökv-
inn sem nærði vöxtinn var annarsvegar
hugmyndafræði ungmennafélagshreyf-
ingarinnar um ræktun lands og lýðs og
svo vöxtur og viðgangur samvinnu-
hreyfingarinnar. Til viðbótar hafði
þessi flokkur tvo mikilsverða eiginleika.
Annar var sá, að geta skipt um lit í samræmi við um-
hverfið, hentugur eiginleiki og mikið notaður og svo
hinn að geta haft hamskipti með reglulegu millibili.
Hamskiptin hentuðu vel þegar pólitísk veður voru vá-
lynd, þá brá honum oft fyrir í ýmsum ummyndunum
samtímis. Forystan lagði lengst af mikla rækt við strjál-
býlisfólkið, dyggðir bændasamfélagsins og allt sem því
tilheyrði, enda sóttist flokknum vel á þeim vettvangi
lengi vel. Framsóknarflokkurinn tileinkaði sér snemma
hugsjónir ungmannafélaganna og samvinnuhreyfing-
arinnar og gerði að sínum, í kjölfarið varð styrkur hans
úti um land bæði mikill og lengi stöðugur. Dagblaðið
Tíminn var sent á flest sveitaheimili landsins og skuld-
fært á reikning viðkomandi í kaupfélaginu. Þannig var
lífið, það sem ekki fékkst í kaupfélaginu var ekki til og
það sem fékkst var skrifað í reikning, engin krítarkort,
peningavafstur eða svoleiðis. Flokkurinn og kaup-
félagið sáu um hlutina og sendu með mjólkurbílnum, al-
máttugur faðir andanna sá um það sem á vantaði.
Það undrar engan þótt framsóknarmaður nútímans
tapi fótfestu og áttum þegar forystan kastar með einni
armsveiflu gömlum gildum og áherslum fyrir róða og
býr til ný. Hermennska Halldórs, gælur við Evrópu-
bandalagið, smjaður við Bandaríkin og Nató, þátttaka í
Íraksstríði, stóriðjustefna Valgerðar með viðeigandi
landsspjöllum og fleira nútímalegt. Þessi gildi kannast
hinn klassiski íslenski framsóknarmaður ekkert við,
þau eru eins fjarri honum og hugsast getur. Hver er svo
afleiðingin? Einfaldlega sú, að þeir sem eru að basla við
að bjóða sig fram undir merki Framsóknarflokksins
vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga né hvað þeir
eigi að segja, þeir vita varla sitt rjúkandi ráð, nema það
eitt að fylgið hrynur af flokknum eins og fjaðrir af
hænu.
Er það furða? Forysta Framsóknarflokksins hefur
hegðað sér með þeim hætti að gróið stuðningsfólk um
land allt á ekki lengur samleið með flokknum.
Ég vil koma vegaviltum framsóknarmönnum til
hjálpar, leitt að vita af þeim á ráfi um eyðimörkina, og
benda þeim á að VG hefur tekið upp ýmis þjóðleg og
góð gildi og aðlagað nútímanum. Því vil ég segja við
ráðvillta framsóknarmenn: Leitið athvarfs þar sem
skjól er að fá! VG er nútímalegur lýðræðisflokkur sem
hafnar öllu stóriðju- og stríðsbrölti forystu ykkar og
því góður kostur að kjósa.
Það myndi auka sæmd ykkar að styðja við „Samfélag
fyrir okkur öll, á ábyrgð okkar allra“ sem er kjörorð
VG í kosningunum í vor.
Heimilislausa framsóknarmenn
vantar athvarf!
Eftir Jón Hjartarson
Höfundur er í 1. sæti á lista VG í sveitarfélaginu Árborg.
Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður
formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les-
endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar
ÞRÖSTUR Helgason skrifar pistil
„Af listum“ í Morgunblaðið 3. maí sl.
þar sem hann fagnar því að Andri
Snær Magnason kjósi
að skrifa bók, Drauma-
landið, til að stuðla að
skilningi og vitneskju,
en hvort tveggja fari
oft forgörðum í flóði
upplýsinga og hringiðu
dægurmálanna. Orð
Þrastar eru í tíma töl-
uð. Það er mikilvægt að
fólk staldri við og gefi
sér tíma til að hugsa og
átta sig á samhengi
hlutanna í samfélagi
þar sem hraðinn og
upplýsingamagnið ger-
ir hvern mann sljóan.
Það sem kemur á óvart
og er tilefni þessara
skrifa er að Þröstur
virðist sérstaklega taka
mark á atriði í bók
Andra sem engan veg-
inn stenst nána skoðun
að mínu mati. Það er sú
kenning að magn
vatnsorkunnar á Ís-
landi, 30 terawattstundir, skipti engu
máli í alþjóðlegu samhengi í ljósi þess
að vatnorka heimsins er af allt ann-
arri stærðargráðu, 8700 terawatt-
stundir. Stærðarmunurinn á 30 og
8700 dugar Þresti til að átta sig á
samhenginu og sjá að „við eigum ekki
að fórna náttúru Íslands“.
Þær gagnslausu upplýsingar að
nýtanleg vatnsorka á Íslandi nemi 30
terawattstundum á ári er hægt að
setja í víðtækara samhengi en það
sem Andri gerir og Þröstur hrífst af.
8700 terawattstundir samsvara um
145 kílówattstundum á ári á hvern
mann í heiminum. Heimili Þrastar
notar sennilega um 5000 kílówatt-
stundir á ári. 145 kílówattstundir
duga til að knýja heimili Þrastar í
rúma tíu daga. 30 terawattstundir
samsvara 100 þúsund kílówatt-
stundum á ári á hvern Íslending og sú
orka gæti dugað Þresti til að knýja
tuttugu heimili allt árið. Það er mik-
ilsverð vitneskja að hver Íslendingur
getur haft aðgang að tæplega 700
sinnum meiri vatnsorku en hver íbúi
jarðar að meðaltali. Það skiptir ein-
mitt meira máli en hjá flestum ef ekki
öllum öðrum þjóðum hvað Íslend-
ingur gerir við sinn skerf af vatns-
orku jarðar.
Þetta þýðir þó ekki að
við getum þar með
bjargað heiminum.
Andri dregur fram eft-
irfarandi ummæli Þor-
kels Helgasonar orku-
málastjóra til marks um
að hérlendis hafi menn
látið eins og orkulindir
okkar gætu bjargað
heiminum: „Við hljótum
að vilja nýta þessar end-
urnýjanlegu orkulindir
okkur til hagsbóta. Og
okkur ber siðferðileg
skylda til að gera það
öllu mannkyni til góða.“
Mér virðast þetta hóf-
söm orð og misskilin.
„Hugsum hnattrænt,
vinnum á heimaslóð!“ er
slagorð umhverf-
isverndar um allan
heim. Nýting vatnsafls
með vönduðum hætti er
ekki fórn á náttúru Ís-
lands heldur eitt þyngsta lóð sem við
getum lagt á vogarskálina í baráttu
gegn hlýnun jarðar. Það þarf ekki að
vinna hjá Landsvirkjun til að halda
þessu fram. Í skýrslu Sameinuðu
þjóðanna sem kennd er við Gro Harl-
em Brundtland, „Sameiginleg fram-
tíð okkar“, eru ríki heimsins hvött til
þess að nýta endurnýjanlega orku,
þar með talið óvirkjað vatnsafl, alls
staðar í heiminum sem forgangsverk-
efni í orkumálum 21. aldar til þess að
sporna við gróðurhúsaáhrifum.
Andri hafnar í raun þeirri hugsun
að mikilvægt sé að hver og einn leggi
sitt af mörkum, líka hinir smáu, en
það er væntanlega sú siðferðisskylda
sem Þorkell víkur að. Þetta er ein-
faldlega rangt hjá Andra. Þröstur
virðist raunar sammála mér í þessu
því hann segir að bók geti verið mik-
ilvæg þótt hún breyti ekki heiminum.
Að átta sig á
samhenginu
Þorsteinn Hilmarsson svarar
pistli Þrastar Helgasonar
Þorsteinn Hilmarsson
’„Hugsumhnattrænt,
vinnum á heima-
slóð!“ er slagorð
umhverfisvernd-
ar um allan
heim.‘
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar.
FARSÆL stjórn borgarinnar byggist ekki síst á
tvennu: Skynsamlegri stefnumótun í byggðaþróun og
deiliskipulagi sem tekur mið af slíkri stefnumótun og
samgönguþörfum, og annar eftirspurn
eftir fjölbreyttri íbúða- og atvinnubyggð.
Lóðaskortsstefna R-listans á und-
angengnum árum er talandi dæmi um
endalausa óstjórn í þessum efnum og al-
varlegar afleiðingar hennar.
Samdráttur í lóðaframboði
Eitt mesta efnahagsgóðæri Íslandssög-
unnar og ör fjölgun höfuðborgarbúa hefði að öllu jöfnu
átt að stórauka lóðaúthlutun og nýbyggingar í Reykjavík
þegar R-listinn komst til valda. Lóðaeftirspurnin jókst
gífurlega eftir 1995, en raunin um lóðaframboð í Reykja-
vík varð allt önnur. Lóðaúthlutun í Reykjavík stóð ekki í
stað, heldur dróst verulega saman. Á fyrstu tíu árunum í
valdatíð sjálfstæðismanna í Reykjavík frá 1982 og til
1993, var úthlutað lóðum undir 4.447 íbúðir. Þar af voru
lóðir undir fjölbýli um 60%. Á fyrstu tíu heilu árunum í
stjórnartíð R-listans, frá 1994 til 2005 var úthlutað lóðum
og þær seldar undir 3.816 íbúðir. Framboð á lóðum undir
einbýlis- og raðhús dróst mun meira saman því um 75%
af þessum úthlutuðu lóðum fóru undir fjölbýli.
Barnafjölskyldur hraktar á brott
Síaukin lóðaskortur hafði í för með sér fólksflótta barna-
fjölskyldna, einhæfa íbúðabyggð, stórhækkun fast-
eignaverðs og þar með fasteignaskatta. Á árunum 2001–
2004 fluttu um 1.300 fleiri íbúar frá Reykjavík en til
Reykjavíkur á meðan íbúum Kópavogs fjölgaði um nær
1.100 á sama tíma.
Þegar þessar tölur eru greindar nánar kemur berlega
í ljós að það voru ekki síst barnafjölskyldur sem fluttu
frá Reykjavík. Það sést m.a. á þeirri staðreynd að á með-
an leikskólaplássum fjölgaði um 548 í Kópavogi á ár-
unum 1994–2003 fjölgaði þeim aðeins um 536 í Reykja-
vík. Þessar tölur eru hreint ótrúlegar ef maður ber
saman íbúafjölda þessara tveggja sveitarfélaga árið
2003. Reykvíkingar voru þá rúmlega 113 þúsund á með-
an íbúar Kópavogs voru aðeins rúmlega 25 þúsund.
Flótti barnafjölskyldna frá Reykjavík er augljós af-
leiðing af lóðaskorti og einhæfum íbúðum. Í Grafarholti
og Norðlingaholti eru fjölbýlishús um 80%, rað- og par-
hús 13% og lóðir undir einbýlishús einungis 7%. Þá hefur
lottó- og síðan lóðauppboðsstefna R-listans gert ein-
staklingum sem áhuga hafa á íbúðalóðum í Reykjavík
fyrir fjölskyldur sínar, sífellt erfiðara fyrir í æ harðari
samkeppni við stór fjármagnsfyrirtæki og verktaka.
Reykjavíkurborg ber að tryggja ungu fólki nægar lóð-
ir undir fjölbreytilega íbúðabyggð. Hér verður ekki rík-
isstjórnum kennt um eða skorti á landrými. Heldur
sundurlyndi og óstjórn R-listans – og þeirri pólitík að
ekki eigi að sinna eftirspurn almennings. Það er kominn
tími til að breyta. Það verður best gert með því að kjósa
einn flokk til ábyrgðar. Fólk sem kann til verka en
stundar ekki endalausa samræðupólitík.
Lóðaskortur er pólitík
Eftir Kristján Guðmundsson
Höfundur er varaborgarfulltrúi og skipar 12.
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
AÐ BYGGJA hraðbraut með tilheyrandi slaufum, að-
reinum og brúm inni í þéttri og gróinni byggð er álíka
úrelt og sjálft Kalda stríðið, og á eitthvað skylt við það;
Sovétmenn víluðu slíkt ekki fyrir sér
þegar fimm ára áætlanir voru gerðar
með reglustikum á lokuðum kontórum,
og reyndar ekki hitt stórveldið heldur,
eins og þeir sjá sem koma til sumra am-
erískra borga sem eru ekki borgir held-
ur fjöldi syfjulegra og einangraðra
þorpa í skugga alltumlykjandi hrað-
brautamannvirkja.
Þessi staðreynd virðist hafa runnið upp fyrir fólki er
Hringbrautin var nýlega „færð“.
Rétt er að rifja upp að sú aðgerð átti sér langan að-
draganda, og raunar var stærsta einstaka mannvirki
framkvæmdarinnar, brúin yfir Hringbraut við Mikla-
torg, byggð í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar. Síðan
lenti allt í frestun og útideyfu, og í meira en áratug
gerði þessi mikla brú ekki annað gagn en að stytta því
fólki leið sem átti erindi við blómaskálann Alaska eða
Bílasölu Guðfinns. Og vert er að minnast þess að þar
sem Hringbrautin telst til þjóðvegakerfisins er hún
kostuð af ríkisvaldinu. Það var með öðrum orðum ekki
núverandi borgarstjórnarmeirihluti sem ákvað þessa
framkvæmd, ekki hann sem hóf verkið eða kostaði það.
Vissulega hefði hann, í ljósi útkomunnar, átt að stoppa
þennan óskapnað, en hvað ætli sjálfstæðismenn hefðu
sagt þá? Þetta mál var þeirra óskabarn, enda hafði
borgarstjóraefni þeirra við síðustu kosningar, Björn
Bjarnason, núverandi dómsmálaráðherra, þá um það
mörg orð að það væri eitt af brýnustu hagsmunamálum
borgarbúa að þessari aðgerð yrði tafarlaust hrint í
framkvæmd.
En verkefni okkar nú er ekki að benda á sökudólga
heldur að reyna að læra af mistökunum. Og það hafa
samfylkingarmenn gert, eins og sést á því að þeir hafa
staðið á bremsunni gegn misvitrum en háværum kröf-
um um að byggja margra hæða brúarmonstrúm með
tilheyrandi römpum og slaufum við næstu stóru gatna-
mót sömu umferðaræðar; Miklubraut við Kringlu. En
hver er stefna sjálfstæðismanna í því efni? Jú, þeir hafa
lofað – að hrinda því verkefni í framkvæmd um leið og
þeir komist til valda. Þeir hafa með öðrum orðum heit-
ið því að halda áfram því hryðjuverki gagnvart nokkr-
um af grónustu hverfum borgarinnar sem hafið var
með brúargerðinni við Miklatorg.
Miðað við stefnu sjálfstæðismanna hingað til og lof-
orð þeirra um næstu framkvæmdir er ekkert annað
hægt að segja en að það yrði risavaxið skipulagsslys að
hleypa þeim til valda.
Sjálfstæðismenn eru sjálft skipulagsslysið
Eftir Einar Kárason
Höfundur er rithöfundur og skipar 25. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Reykjavík.
ÉG VEIT ekki á
hvaða fræði er lögð
áhersla í Stjórnmála-
skóla Sjálfstæð-
isflokksins og ætti
þess vegna að láta vera
að fjalla um hann. En í
ljósi þess að af ávöxt-
unum skuluð þér
þekkja þá ætla ég að
hundsa hið augljósa.
Undanfarið hefur
mátt heyra þingmenn
Sjálfstæðisflokksins
fyllast heilagri reiði
vegna þess sem þeir
kjósa að kalla að níðst
sé á lýðræðinu. Þessi
orðanotkun er í besta
falli vísbending um að í
stjórnmálaskólanum sé
yfirleitt ekkert fjallað
um lýðræðið enda er
Sjálfstæðisflokkurinn
meirihlutaflokkur. En samkvæmt
kenningum þessara þingmanna á
meirihlutinn að ráða yfir minnihlut-
anum skilyrðislaust. Svo virðist sem
gloppur í þingsköpum þvælist fyrir
einræðisstjórn Sjálfstæðisflokksins
og þessu eru þingmenn flokksins
náttúrulega ákaflega reiðir.
Rétt í þessu, á föstudagsmorgni,
var ein afskaplega reið þingkona og
fulltrúi þessa undarlega lýðræð-
isflokks að hóta því að þingsköpum
verði kippt í lag strax að loknu sauð-
burðarleyfi þingmanna þannig að í
framtíðinni þurfi ekki að tefja fyrir
áhugamálum ríkisstjórnarinnar á Al-
þingi. Annar fulltrúi þessa sama
flokks sagði að þingmenn
á borð við Mörð Árnason
ættu að skammast sín og
þeir skildu ekki hlutverk
sitt á þingi. Nú hefur
Mörður náttúrulega ekki
gengið í Stjórnmálaskóla
Sjálfstæðisflokksins
þannig að honum er vor-
kunn að kunna ekki skil á
hlutverki minnihlutans í
lýðræðisþjóðfélagi sem
lýtur forsjá Sjálfstæð-
isflokksins.
Mér finnst samt að áð-
ur en Sjálfstæðisflokk-
urinn gerir hreint á Al-
þingi, kippir
þingsköpunum í lag
þannig að þingmenn
þvælist ekki fyrir í
lagasetningu rík-
isstjórnarinnar, eigi
forysta hans að útskýra
fyrir Íslendingum öll-
um hvers vegna hagur einhverra 35–
40% skiptir meiru máli en hagur
allra hinna. Frá mínum bæjardyrum
séð eru það þingmenn svokallaðs
meirihluta sem bregðast skyldum
sínum við fólkið í landinu. Það er
nefnilega þingið sem setur lög ekki
ríkisstjórnin, þingmenn eru fulltrúar
fólks en ekki flokka. Þegar þing-
menn gleyma þessu þá er ekkert lýð-
ræði lengur, bara óstjórn, bara
meirihluti sem öskrar af bræði vegna
þess.
Að níðast á lýðræðinu
Kristófer Már Kristinsson
fjallar um lýðræði
Kristófer Már
Kristinsson
’…eru það þing-menn svokallaðs
meirihluta sem
bregðast skyld-
um sínum…‘
Höfundur er nemi í Háskóla Íslands.