Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 50
50 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jón Maríus Guð-mundsson fædd-
ist í Vestmannaeyj-
um 9. febrúar 1920.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja
27. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jóhanna Jóns-
dóttir frá Rauðs-
bakka í Austur-
Eyjaföllum (1889–
1977) og Guðmund-
ur Ástgeirsson,
sjómaður og íslátt-
armaður frá
Litlabæ í Vestmannaeyjum. Þau
bjuggu lengst af í Sjólyst, sem
var Strandvegur 41 í Eyjum.
Bróðir Jóns var Magnús Knútur
(1916–1952); hann var ókvæntur
og barnlaus.
Fyrri kona Jóns var Karítas
Jónsdóttir (1923–1969). Hún lést
eftir fárra ára hjónaband. Síðari
kona hans var Ása Bergmunds-
dóttir frá Nýborg. Þau hófu sam-
búð 1971, en Ása lést fyrir hálfu
öðru ári, var fædd 1926. Yngri
sonur Ásu og fóstursonur þeirra
Jóns er Jóhannes Þórarinsson,
fæddur 1959; kona hans er Álf-
heiður Úlfarsdóttir og þau eiga
þrjú börn: Írisi Angelu, Þórarin
og Ásu Margréti. Eldri sonur Ásu
er Bergmundur Elli Sigurðsson,
trésmiður í Hafnar-
firði, fæddur 1948;
kona hans er Ólöf
Júlíusdóttir, mót-
tökuritari í Hafnar-
firði. Börn þeirra
eru Valur, mat-
reiðslumeistari í
Hafnarfirði, kona
hans er Sylvía Pét-
ursdóttir kennari
og börn þeirra Val-
ur Elli og Svavar;
og Elín hjúkrunar-
fræðingur í Hafnar-
firði, sambýlismað-
ur hennar er Sigurður
Skarphéðinsson verkfræðingur;
þau eiga einn óskírðan son.
Jón Guðmundsson lauk skyldu-
námi við Barnaskóla Vestmanna-
eyja fermingarárið sitt, en gerð-
ist ungur sjómaður, háseti,
vélstjóri og síðar skipstjóri, m.a.
á Vestmannaeyjabátunum
Hadda, Stakksárfossi, Krist-
björgu, Lagarfossi, Farsæl, Kap,
Tý og Gammi. Er hann lauk for-
mannsævi sinni á vélbátum 1972
hóf hann að róa á trillu, Hlýra
VE, og reri á henni fram til 1999
er hann seldi hana og veiðirétt-
indi sín.
Útför Jóns verður gerð frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Jón í Sjólyst lést aðfaranótt 27.
apríl, undir óttubil, á þeim tíma næt-
ur þegar hann var vanur á sínum
bestu árum að fara á stjá að ræsa
skipshöfn sína í róður, leggja línu eða
vitja um net. Jón hafði legið á spít-
alanum í Vestmannaeyjum nokkrar
vikur, og nú hrakaði honum hratt.
Hann var saddur lífdaga og saknaði
Ásu, konu sinnar, sem hann missti
fyrir hálfu öðru ári. Það var eins og
hann biði eftir sínum nánustu og
kærustu úr Reykjavík og þegar hann
hafði séð þau og skrafað við þau, og
gert að gamni sínu, stuttan tíma, lét
hann það gott heita og kvaddi. „Ætli
við sláum þessu ekki bara upp í
kæruleysi núna,“ var með því síðasta
sem hann sagði við fósturson sinn og
tengdadóttur, stundu fyrir andlát
sitt. Það var honum líkt!
Jón í Sjólyst var að sínu leyti eins
og lifandi táknmynd Eyjamannsins á
20. öld, „síðasti orgínalinn“ segja
margir sem þekktu til hans. Eigin-
lega hefði mátt stilla honum upp eins
og safngrip og láta hann spjalla við
ferðamenn í Eyjum, svo sérstakur
var hann; „menningartengd ferða-
mennska“ hefði það kallast. Hann
var fæddur á sjómannsheimili niðri í
Sandi, alinn upp í fjöruborðinu, dorg-
aði og tíndi lifur þar til hann komst á
sjó sjálfur. Hann var aðeins fimm
ára, þegar hann fór að fara með föður
sínum og föðurbróður á sjó á trillu
þeirra og þeir voru barnungir, hann
og frændi hans, Siggi í Bæ, þegar
þeir fengu að gera út trillu Litlabæj-
arbræðra milli úthalda, einkum á
haustin. Á vetrarvertíð byrjaði Jón
16 ára og varð ungur formaður á vél-
bátum, fyrst 1941, og var þá yngstur í
áhöfninni. Hann fiskaði ljómandi vel
og mér fróðari menn segja að hann
hafi komist vel af við áhöfn sína, farið
vel með báta, vélar og veiðarfæri.
Þegar þeim kafla lauk 1972 gerðist
hann trillukarl á ný á Hlýra VE 305,
sem Ólafur, föðurbróðir hans, smíð-
aði fyrir margt löngu og var við fisk-
veiðar meðan hann gat. Það urðu full
70 ár á sjó.
Jón í Sjólyst hafði hreina lund, full-
komlega hrekklaus maður, engin
fluga getur kvartað undan honum, en
margan fisk dró hann úr sjó og marg-
an lunda sneri hann úr hálsliðnum í
Ystakletti og margan fýl rotaði hann
um ævina. Jón var spjallari par ex-
ellence, sögumaður góður og hafði
líka frá mörgu að segja. Sumum þótti
hann drjúgur með sig en það var ekki
svo, heldur var það partur af húmor
hans að gera sinn hlut góðan og
þannig dálítið grín að sjálfum sér um
leið. En alvörumaður var hann í
grunninn. Honum þótti stundum gott
í staupinu fyrr meir en gerði lítið af
því á seinni árum. „Þetta tekur nefni-
lega of mikinn tíma frá manni,“ sagði
hann, svona eins og til afsökunar!
Þeir voru bræðrasynir, Jón og Ási
í Bæ, af Litlabæjar-kyninu, „bæjar-
ar“. Þeir voru þriðja kynslóð Eyja-
manna, komnir af Ögmundi galdra-
manni í Auraseli í Fljótshlíð eins og
Ási rekur svo skemmtilega í sinni
góðu bók, Skáldað í skörðin. Afi
þeirra og amma fluttust til Eyja
1886, en Ástgeir Guðmundsson var
annálaður bátasmiður. Ási varð jafn-
an friðlaus í höfuðborginni þegar fór
að vora og fuglinn að koma og fór þá
til Eyja. Þá reri hann með Jóni,
frænda sínum, á Hlýra. Má nærri
geta hvað það hefur verið gáfulegt
spjall yfir handfærarúllunum hjá
þeim Litlabæjar-frændum!
Faðir minn og Jón voru æsku-
félagar og jafnaldrar, og entist vin-
áttan meðan báðir lifðu. Þeir voru þó
ólíkir um margt. „Hann pabbi þinn
fór snemma að eltast við stelpur og
fara á böll, en ég var ekkert fyrir það,
og hef aldrei kunnað að dansa, en það
skyggði ekki á vinskap okkar. Ég fór
bara heim í Sjólyst og hnýtti á öngla
á meðan.“ Í barnsminni mínu var Jón
kvöldgestur heima, stundum sjö
daga vikunnar, og yfir vetrarvertíð-
ina sofnaði maður út frá skrafi þeirra
föður míns, Jóns og kannski ein-
hverra fleiri skipstjóra um fiskimið,
fiskirí, trossur, baujur og bjóð.
Þau þekktust líka vel, móðir mín
og Jón. „Við vorum einu sinni sessu-
nautar í skóla, ég og hún mamma þín,
og mikið dáðist ég að henni þegar við
fengum stílana aftur frá kennaran-
um, varla rautt strik hjá henni, en allt
útbíað hjá mér! Já, ég hef aldrei verið
mikið upp á bókina. Ja, það er helst
að ég kunni eitthvað í latínu,“ sagði
hann mér og brosti, og fór með stúd-
entavísur úr Skugga-Sveini, „Integer
vitae, scelerisque purus …“ o.s.frv.
Það lærði hann ungur þegar hann
fylgdist með í leikfélaginu þar sem
frændur hans ýmsir úr Litlabæ létu
að sér kveða. En gáfur Jóns blómstr-
uðu í áhugamálum hans, eins og jafn-
an er hjá mönnum, og fáir stóðu hon-
um á sporði um mið og fiskislóðir við
Eyjar. Minni hans var traust alla tíð
og athyglisgáfan skörp. Fræg og
skemmtileg er sagan, sem Ármann
Eyjólfsson, frændi hans, rekur í Sjó-
mannadagsblaðinu 1998 af því þegar
Jón fór með sjómælingamönnum að
finna Eystri-Mannklakk sem rís eins
og „mastur“ upp af botninum austur
af Heimaey. Þar skeikaði ekki hálfri
bátslengd og aldrei leit Jón á dýpt-
armæli!
Þegar faðir minn lést gat Jón
hugsað sér að taka sér stöðu hans á
heimilinu, en svo varð ekki og kostaði
nokkurt fár. Og þá strjáluðust auð-
vitað heimsóknir hans til okkar til
mikilla muna. Þegar ekkjan, móðir
mín, fæddi son nokkru síðar þá varð
sá sonur ekki Jóns eins og hann hefði
kosið. En eftir flækjur og intrígur
sem minna á Íslendingasögur var
eins og örlögin sæju að sér og dreng-
urinn varð fóstursonur Jóns þegar
tímanir fullnuðust. Jón hóf sambúð
með móðursystur minni, Ásu Berg-
mundsdóttur, sem fékk drenginn til
uppeldis frá blautu barnsbeini.
Kynnin við Jón endurnýjuðust við
þessa sambúð sem hófst fyrir meira
en 30 árum, eftir að Jón hafði misst
fyrri konu sína eftir stutt hjónaband.
Þau voru afskaplega ólíkar persónur,
Jón og Ása, en undu sér vel saman.
Báðir synir Ásu, Bergmundur Elli og
Jóhannes, og fjölskyldur þeirra, hafa
reynst Jóni vel og það mat hann mik-
ils. Sjálfum fannst mér það alltaf til-
hlökkunarefni að líta til þeirra Jóns
og Ásu frænku þegar skroppið var
austur í Eyjar, og gaman að hlusta á
sögurnar hans Jóns yfir kaffi og
krásunum hjá frænku.
Jón í Sjólyst elti aldrei tímann, var
algerlega óstressaður maður og fór
nær aldrei upp úr fyrsta gír á bíl sín-
um sem hann ók jafnan árdegis og
síðdegis um bryggjurnar, inn í Herj-
ólfsdal og út á Hamar. Hann var
þannig nokkur einfari, enda dulur að
eðlisfari, og skoðaði tilveruna oft
undir óvæntum sjónarhornum. Það
gat verið mjög skemmtilegt.
Guð blessi minningu Jóns Guð-
mundssonar frá Sjólyst er hann nú
siglir himinfleyi sínu í nýja höfn,
Friðarhöfn.
Helgi Bernódusson.
Elsku besti afi minn, nú er komið
að kveðjustund og því fylgir mikil
sorg en ég veit að þú ert komin á
þann stað sem þú vilt vera á hjá
henni ömmu og ert ábyggilega síkát-
ur að sjá hana og hún tekur á móti
þér skælbrosandi á hælunum og seg-
ir „alveg draumur að sjá þig, Jón
minn“.
Ég á nú eftir að sakna þín, elsku
afi, við áttum svo góðar stundir sam-
an og ég mun varðveita minningarn-
ar vel um ykkur ömmu. Ég kom svo
oft sem barn til ykkar á sumrin og
það fannst minni sko spennandi að
vera að fara ein til Eyja. Svo kúrðum
við saman í kríunni og þú sagðir mér
sjómennskusögur.
Við hlógum nú að því bæði þegar
við hugsuðum til baka þegar amma
fór út eitt kvöldið og þú eldaðir uppá-
haldið okkar plokkfisk og amma
sagði að við ættum að slökkva á sjón-
varpinu klukkan ellefu og fara að
sofa. Við fórum að horfa saman á bíó-
mynd og ég stend upp á slaginu ell-
efu og slekk í miðri mynd grafalvar-
leg og segi: „Jæja, afi, nú eigum við
að fara að sofa.“
Þegar ég heimsótti þig eftir að
amma fór vorum við dugleg að rúnta
um bæinn og þú að heilsa upp á fé-
lagana og sýna hana Írisi þína. Þá
fann ég hvað þér þótti ofboðslega
vænt um mig og ég ætti alltaf góðan
stað í þínu hjarta.
Elsku afi, megi guð varðveita þig
og gefa þér frið því nú ert þú kominn
JÓN
GUÐMUNDSSON
skák af miklu kappi í Grunnskól-
anum á Hellu. Ásberg var alltaf
léttlyndur og kappsamur með ein-
dæmum. Það var alveg sama hvort
það var í skák eða fótbolta að Ás-
berg gafst aldrei upp og það átti
einnig eftir að verða rauði þráð-
urinn í erfiðum veikindum hans.
Þrautseigja hans verður seint jöfn-
uð. En það er eins og í mörgu að
enginn má við margnum og því fór
að sjúkdómurinn hafði betur, hans
skák er nú lokið en ekki baráttu-
laust.
Ásberg kvartaði aldrei við okkur,
sló ávallt á létta strengi og sýndi
æðruleysi í veikindum sínum. Þess
mættu menn minnast í hversdags-
legu amstri, þegar kvartað er yfir
hlutum sem hafa litla eða takmark-
aða þýðingu. Heimilisfólkið á Lamb-
haga hefur alltaf verið gott heim að
sækja. Þegar við komum að heim-
sækja Ásberg var ávallt glatt á
hjalla og mikið skrafað og oftar en
ekki var Ásberg miðpunktur í þeirri
umræðu. Þau studdu einstaklega
vel við Ásberg allan þennan tíma og
reyndu að létta honum lífið, þeim
öllum sendum við innilegar samúð-
arkveðjur.
Guð blessi minningu hans.
Björn G. Stefánsson,
Davíð Guðjónsson.
Mér fannst ég alltaf eiga svolítið í
honum Ásberg síðan ég passaði
hann þegar hann var barn. Broshýr
og kátur strákur sem auðvelt var að
hugsa um. Þá kom skýrt fram þessi
lífsgleði, kátína og dugnaður sem
einkenndi Ásberg og hjálpaði hon-
um og öllum í kringum hann í erf-
iðum veikindum.
Hann hafði ákaflega gaman af því
að fara á mannamót og var hrókur
alls fagnaðar enda mikil félagsvera.
Leið honum alltaf vel í góðra vina
hópi. Systkini hans og mamma voru
dugleg að taka hann með sér hvert
sem var.
Ég minnist þess þegar við nokkr-
ir bændur úr Landsveitinni fórum í
fjósskoðunarferð að Lambhaga.
Eftir skoðunarferðina um fjósið
með Ómari og Björgvini tóku Sjöfn
og Ásberg á móti okkur og buðu
okkur í kjötsúpu og bjór. Þá heyrði
ég vin minn Ásberg í fyrsta og eina
skiptið kvarta yfir veikindum sín-
um. Hann sagðist þurfa að taka svo
mikið af lyfjum að hann gæti ekki
fengið sér bjór með okkur. Það þótti
honum leitt.
Að lokum, kæri vin:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Sjöfn, Dagrún, Nonni, Óm-
ar, Hafdís og Björgvin.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Ragnheiður.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Að þurfa að kveðja þig er þyngra
en tárum taki en við trúum því að
þér líði vel þar sem þú ert nú.
Aldrei kvartaðirðu yfir hlutskipti
þínu, þú varst ákveðinn í því að láta
veikindin ekki aftra þér í því sem
þig langaði til að gera, svo jákvæður
að þú hreifst alla með þér.
Sendum fjölskyldu Ásbergs okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Þórunn og Jón
GUNNAR ÁSBERG
HELGASON
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
LEGSTEINAR
SteinsmiðjanMOSAIK
Hamarshöfða 4 – sími 587 1960
www.mosaik.is
Elskulegur faðir, stjúpfaðir og bróðir,
JÓHANNES VÍÐIR SVEINSSON
frá Siglufirði,
Austurbergi 18,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur miðvikudaginn 3. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Róbert Logi Jóhannesson, Dagný Stefánsdóttir,
Sæunn Jóhannesdóttir,
Heiðar Feykir,
systkini og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
BJARNFRÍÐAR SÍMONSEN
frá Þingeyri.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Gunnþóra Arndís Skaftadóttir,
Marteinn Emil Sveinbjörnsson, Janice Lynette Hatten-Svenna,
Jóvin Bjarni Sveinbjörnsson, Kerry Sandra Sveinbjörnsson,
Jovina Marianna Sveinbjörnsdóttir, Halldór Lárus Sigurðsson,
Anna Helen Sveinbjörnsdóttir, Páll Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.