Morgunblaðið - 06.05.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 06.05.2006, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur með úrskurði hafnað kröfu Jóns Ólafssonar um að opinber rannsókn ríkislögreglustjóra á hendur honum verði felld niður. Úrskurðurinn var kveðinn upp sl. fimmtudag. Fram kemur í úrskurðinum að til- efni rannsóknarinnar er kæra skatt- rannsóknarstjóra ríkisins til ríkislög- reglustjóra og er Jóni gefið að sök að hafa skilað efnislega röngum skatt- framtölum vegna tekjuáranna 1998- 2001 og að hafa vantalið eignir sínar, ætlaðan söluhagnað af eignum sínum og launatekjur og hlunnindi vegna starfa sinna í þágu Skífunnar ehf., Ís- lenska útvarpsfélagsins hf. og Norð- urljósa samskiptafélags hf. Þykja ætl- uð brot geta varðað við lög um tekju- og eignarskatt, lög um tekjustofna sveitarfélaga og 262. grein almennra hegningarlaga. Skattrannsókn hófst 2002 Skattrannsóknarstjóri hóf form- lega rannsókn á skattskilum Jóns Ólafssonar í febrúar 2002, sem náði til tekjuáranna 1996 til 2001. Samhliða því hóf skattrannsóknarstjóri rann- sókn á bókhaldi og skattskilum fé- lagsins Jóns Ólafssonar & Co. sf. fyrir rekstrarárin 1998 og 1999. Skattrannsóknarstjóri skilaði skýrslu um þessi mál í febrúar 2003 til Jóns til andmæla og í framhaldinu var málið sent til embættis ríkisskatt- stjóra. Ríkisskattstjóri endur- ákvarðaði opinber gjöld Jóns með 25% refsiálagi í tveimur úrskurðum á árunum 2003 og 2004. Þann 30. des- ember 2003 sendi svo skattrannsókn- arstjóri mál Jóns með kæru til opin- berrar meðferðar hjá efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra. Fram kemur í úrskurði héraðs- dóms að skýrslutaka vegna rannsókn- arinnar hófst hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra 9. mars sl. Ragnar Aðalsteinsson hrl, verjandi Jóns, krafðist þess að rannsóknin yrði felld niður þar sem hana skorti lögmætan grundvöll. Var krafan lögð fyrir Hér- aðsdóm Reykjavíkur 14. mars sl. Lögmaður Jóns færði í héraðsdómi rök í nokkrum liðum fyrir þeirri kröfu að rannsóknin yrði felld niður. M.a. að tilgangur hinnar opinberu rannsókn- ar á hendur honum miðaði að því að afla sönnunargagna svo unnt yrði að ákæra hann og refsa honum öðru sinni með dómi fyrir sömu háttsemi sem honum hefði þegar verið gerð refsing fyrir með skattaálagi. Var einnig m.a. bent á að frá því að skatt- rannsóknarstjóri kærði mál Jóns til ríkislögreglustjóra hefðu liðið tvö ár og tveir mánuðir þar til Jón var boð- aður til skýrslugjafar og sá dráttur væri tilefnislaus og á ábyrgð rann- sóknara. Augljóst væri að Jón hefði ekki sætt réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma eins og honum væri áskilið í stjórnarskrá og Mannrétt- indasáttmála Evrópu (MSE). Umfangsmikil rannsókn Vísaði lögmaður Jóns einnig til til- tekinna ummæla sem Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráð- herra, hefðu látið falla opinberlega um Jón, sem hefðu m.a. lotið að skatt- svikum og sölu eigna í skjóli nætur. Dómsmálaráðherra væri æðsti yfir- maður ríkislögreglustjóra og ekki væri hægt að ætlast til þess að rík- islögreglustjóri gæti annast rann- sóknina með hlutlægum hætti við þessar aðstæður eða að Jón gæti litið svo á að hann mundi njóta réttlátrar málsmeðferðar. Héraðsdómari féllst ekki á þessar röksemdir. Í niðurstöðu héraðsdóms segir: „Enda þótt skattskil sóknarað- ila vegna gjaldáranna 1998-2002 hafi sætt rannsókn skattyfirvalda og hon- um verið gert að sæta skattaálögum fyrir að telja ekki réttilega fram til skatts verður því ekki jafnað til þess að sóknaraðili hafi sætt opinberri rannsókn og hlotið dóm, sbr. 2. mgr. 138. gr. laga nr. 19/1991. Aðrar for- sendur liggja þar að baki. Þykir sókn- araðili ekki hafa sýnt fram á ólögmæti umræddrar rannsóknar þannig að hana beri að fella niður af þeim sök- um.“ Dómarinn fellst heldur ekki á að Jón sæti ekki réttlátri málsmeðferð. „Fram er komið að rannsóknin er um- fangsmikil. Engin gögn liggja fyrir í máli þessu um rannsóknina og er ekki á færi dómsins að meta hvort rann- sókn hefur dregist lengur en eðlilegt má telja. Sóknaraðili þykir ekki hafa sýnt fram á að brotið hafi verið gegn nefndu ákvæði stjórnarskrár eða 1. mgr. 6. gr. MSE,“ segir í úrskurði. Ekki er heldur á það fallist í úr- skurðinum að tiltekin ummæli ráð- herranna um Jón tengist lögreglu- rannsókninni. „Rannsókn ríkislögreglustjóra er sjálfstæð rann- sókn og byggist á öðrum forsendum en sú rannsókn sem fór fram á vegum skattstjóra og ríkisskattstjóra. Ekki verður séð að tilgreind ummæli for- sætisráðherra og dómsmálaráðherra hafi beinst að eða tengst þeirri rann- sókn sem hér er til umfjöllunar. Þykir ekki sýnt fram á að ummæli þessi séu þess eðlist að þau komi í veg fyrir að ríkislögreglustjóri geti annast rann- sóknina með hlutlægum hætti,“ segir í niðurstöðu úrskurðar héraðsdóms. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð í máli Jóns Ólafssonar gegn ríkis- lögreglustjóra vegna opinberrar rannsóknar á meintum skattalagabrotum Hafnar kröfu um að lögreglu- rannsókn verði felld niður Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell „ÞETTA er gleðiverkefni sem snýst um að kynna íþróttir fyrir börn með jákvæðum hætti og hvetja þau til þess að hreyfa sig í leik,“ segir Svava Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, en bandalagið gefur um þessar mundir öllum sjö ára börnum í borg- inni sippuband og öllum átta ára börnum brennibolta. Aðspurð segir Svava verkefnið hafa hafist í fyrra þegar öllum sjö ára krökkum hafi verið gefið sippuband og hafi það vakið mikla lukku meðal barnanna. „Tilgangur þessa er að gleðja börnin með sumargjöf eins og löngum hefur tíðkast. Hefðbundnar sumargjafir hafa einmitt oft verið einhver lítil áhöld sem börn geta leikið sér með,“ segir Svava og tekur fram að útgangspunkturinn í verk- efninu sé sá að það sé skemmtilegt að leika sér. „Íþróttir fyrir börn eiga að vera leikrænar og skemmtilegar. Um leið og börn fá áhald sem þau eiga sjálf og hvatningarbækling um að þjálfa viss atriði þá vonandi upp- lifa þau það að þetta sé skemmtilegt og að íþróttir séu eitthvað fyrir þau,“ segir Svava og vísa til bæklinga sem gjöfunum fylgja, þar sem finna megi upplýsingar um æfingar með bönd- unum og boltunum, auk þess sem þar sé að finna helstu leikina sem fara megi í með boltanum og band- inu. Þeirra á meðal eru klassískir leikir á borð við hollí-hú, sto, að verpa eggjum, brennibolta, yfir, skottarán og snú-snú. Aðspurð hvernig hugmyndin að bæklingnum sé til kominn bendir Svava á að leikir barna hafi í gegn- um tíðina erfst. „Leikir eru menn- ingararfleið barna sem hefur lærst á milli kynslóða. Hún er kannski í svo- lítilli hættu núna og þetta er því ein leið til þess að tengja saman kyn- slóðir,“ segir Svava. Börn í borginni fá sumargjöf Morgunblaðið/Ásdís Börnin í Ártúnsskóla tóku sumargjöfinni fagnandi og byrjuðu þegar í stað að æfa sig að sippa. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald fjögurra manna sem grunaðir eru um stóra fíkniefnamálið sem varðar smygl á á þriðja tug fíkniefna sem fannst í bíl í Sundahöfn fyrr í vor. Mennirnir voru úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald á föstudaginn langa og rann það út í gær. Krafðist lögreglan tveggja vikna framlengingar og fékk kröf- una samþykkta í dómi. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlög- regluþjóns er málið smátt og smátt að skýrast en rannsóknarhags- munir krefjist þess að mennirnir sæti áfram gæsluvarðhaldi. Þrír mannanna eru Íslendingar og sá fjórði Hollendingur. Gæsluvarðhald framlengt vegna fíkniefnamáls HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt konu í 2 mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að aka bíl undir áhrifum áfengis og lyfja og fyrir að sparka í lögreglumann eftir að hún var handtekin. Komst dómurinn að þeirri niður- stöðu, að með því að sparka í læri lögreglumannsins hafi hún farið langt út fyrir þau mörk sem menn hafi til að bregðast við handtöku. Gg þótt meiðsli lögreglumannsins hafi ekki reynst mjög mikil hafi háttsemi konunnar engu að síður hafa falið í sér brot gegn valdstjórninni. Konan var handtekin sl. sumar í Garðabæ þar sem hún var á ferð í bíl. Konan reyndist hafa neytt áfengis, kvíðalyfs, metamfetamíns og kók- aíns. Finnbogi H. Alexandersson héraðsdómari dæmdi málið. Verj- andi var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækjandi Sigríður J. Friðjóns- dóttir Dæmd fyrir spark í lögregluþjón KARLMAÐUR var fluttur á sjúkra- húsið á Ísafirði eftir bílveltu í Mjóa- firði í Ísafjarðardjúpi í gærdag. Missti maðurinn stjórn á lítilli jeppabifreið í beygju við brúna yfir Botnsá með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vegar og valt. Maðurinn, sem var einn í bílnum, komst af sjálfsdáðum úr flakinu og upp á veg þar sem vegfarandi kom auga á hann og ók að næsta bæ. Þangað var hann sóttur af sjúkra- flutningamönnum og að sögn lög- reglu er hann ekki talinn alvarlega slasaður. Bílvelta í Mjóafirði LÖGREGLAN í Reykjavík hélt úti öflugu átaki gegn ölvunarakstri í miðborginni aðfaranótt föstudags. Voru 120 bifreiðar stöðvaðar á milli klukkan eitt og tvö og ástand öku- manna kannað. Voru fjórir öku- menn grunaðir um ölvunarakstur og mega búast við sekt og sviptingu ökuleyfis. Tveir ökumenn til við- bótar voru nálægt leyfilegum mörkum og var för þeirra stöðvuð en þeir fá ekki sekt. Fjórir teknir ölv- aðir undir stýri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.