Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 23
ERLENT
Puerto Iguazu. AFP. | Evo Morales,
forseti Bólivíu, hét því á leiðtoga-
fundi, sem haldinn var vegna
þeirrar ákvörðunar forsetans að
þjóðnýta gas- og olíulindir lands-
ins, að Bólivíumenn myndu sjá
grannríkjunum Brasilíu og Arg-
entínu fyrir nægu jarðgasi. Leið-
togar grannríkjanna létu þó í
ljósi áhyggjur af hugsanlegum
verðhækkunum vegna þjóðnýt-
ingarinnar.
„Tryggt hefur verið nægilegt
framboð á jarðgasi,“ sagði Nestor
Kirchner, forseti Argentínu, eftir
fimm klukkustunda fund með for-
setum Bólivíu, Brasilíu og Vene-
súela í Puerto Iguazu, argent-
ínskum bæ við landamærin að
Brasilíu og Paragvæ.
Argentína og Brasilía eru mjög
háð jarðgasi frá Bólivíu sem er
með næstmestu gaslindir Róm-
önsku Ameríku á eftir Venesúela.
Um helmingurinn af jarðgasi,
sem notað er í Brasilíu, kemur
frá Bólivíu. Verðið sem Bras-
ilíumenn greiða er langt undir
heimsmarkaðsverði og Banda-
ríkjamenn greiða að minnsta
kosti fjórum sinnum meira fyrir
jarðgas.
Boðað var til fundarins með
skömmum fyrirvara eftir að Mor-
ales tilkynnti þjóðnýtinguna á
mánudaginn var. Forsetarnir
sögðu í yfirlýsingu eftir fundinn
að breytingar á jarðgasverðinu
ættu að endurspegla „jafnvægi
milli framleiðenda og kaupenda“.
Reuters
Nestor Kirchner, forseti Argentínu (t.v.), með starfsbræðrum sínum, þeim
Evo Morales frá Bólivíu, Luiz Inacio Lula da Silva frá Brasilíu og Hugo
Chavez frá Venesúela á leiðtogafundinum í Puerto Iguazu á fimmtudag.
Lofar að sjá grann-
ríkjum fyrir jarðgasi
Stokkhólmi, Jerúsalem. AP, AFP. |
Göran Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, varði í gær þá ákvörðun
sænskra yfirvalda að veita ráð-
herra í heimastjórn palestínsku
Hamas-samtakanna, Atef Atwan,
vegabréfsáritun. Áritunin merkir
að Atef getur farið til allra
ríkjanna 15 sem taka þátt í
Schengen-samstarfinu um afnám
landamæraeftirlits.
Stjórnvöld í Ísrael gagnrýndu
Svía hart og sama gerði talsmaður
franskra stjórnvalda og ýmsir
sænskir stjórnmálamenn. „Besta
leiðin til að kalla fram jákvæðar
breytingar hjá Palestínustjórn er
að halda sig við þau skilyrði sem
kvartettinn [Evrópusambandið,
Bandaríkin, Rússland og Samein-
uðu þjóðirnar] hefur sett,“ sagði
Mark Regev, talsmaður ísraelska
utanríkisráðuneytisins. „Það mun
ekki reynast hjálplegt í því ferli að
veita hryðjuverkamönnum, sem
ekki hafa séð að sér, yfirbragð lög-
mætis.“
Persson sagði ákvörðunina í
fullu samræmi við reglur Scheng-
en og vísaði gagnrýni Ísraela á
bug.
Tveimur palestínskum embætt-
ismönnum hefur áður verið neitað
um vegabréfsáritanir til Svíþjóðar.
Svíar veittu Hamas-
ráðherra áritun
Wellington. AFP. | Flóðbylgjuvarna-
kerfi brugðust er jarðskjálfti varð í
sunnanverðu Kyrrahafi, skammt frá
eyjunni Tonga, á þriðjudag. Íbúar
Tonga fengu enga viðvörun, líklega
sökum þess að rafmagn fór af í
skjálftanum, sem hefði getað haft al-
varlegar afleiðingar, að sögn stjórn-
anda flóðbylgjuvarnarstöðvarinnar í
Hawaii, Gerards Fryer.
Fryer sagði að farið yrði nákvæm-
lega ofan í það hvers vegna Tonga og
öðrum litlum eyjum á svæðinu barst
ekki viðvörunin.
Fryer viðurkenndi ennfremur að
samskipti milli stöðvarinnar á Hawa-
ii og fjölmiðla á Nýja Sjálandi hefðu
getað verið betri, en stöðin sendi
fyrst frá sér viðvörun um að hætta
væri á að flóðbylgja, tsunami, skylli á
landinu í kjölfar skjálftans.
Fimmtán mínútum síðar dró stöð-
in viðvörunina til baka, enda þá ljóst
að engin hætta væri á flóðbylgju á
Nýja Sjálandi. Þau skilaboð bárust
hins vegar ekki fjölmiðlum í landinu,
sem þýddi að næstu tvær klukku-
stundirnar fluttu þeir áfram fregnir
um að hætta væri á flóðbylgja skylli
á landinu. Þýddi þetta að fjöldi fólks
flýði heimili sín að óþörfu.
Átján mánuðir eru liðnir síðan
216.000 manns létu lífið í Indónesíu,
Taílandi og víðar í risaflóðbylgju,
tsunami, sem varð í kjölfar jarð-
skjálfta í Indlandshafi. Hann mæld-
ist níu á Richter og skjálftinn í fyrra-
dag var 8,6; því urðu menn
áhyggjufullir um að sambærilegar
hamfarir yrðu líka að þessu sinni.
Kanna
hvers vegna
engin við-
vörun barst Washington. AFP. | Porter Goss hef-ur sagt af sér sem forstjóri banda-
rísku leyniþjónustunnar, CIA.
George W. Bush, Bandaríkjaforseti,
tilkynnti þetta í Hvíta húsinu í
Washington í gær. Ekki kom fram
hver ástæða afsagnarinnar var en
Bush sagði að Goss hefði eflt öryggi
Bandaríkjamanna í forstjóratíð
sinni.
Goss gegndi embættinu í tvö ár
og hefur verið afar umdeildur hjá
CIA en í tíð hans hafa verið gerðar
miklar skipulagsbreytingar á ör-
yggismálum landsins. Hann hefur
gripið til harkalegra ráðstafana til
að reyna að koma í veg fyrir að
starfsmenn leki
mikilvægum
leyndarmálum í
fjölmiðla en einn-
ig reynt að gera
starf leyniþjón-
ustunnar árang-
ursríkara.
Nokkrir hátt-
settir menn CIA
hafa sagt upp í
tíð Goss, þ. á m. John McLaughlin,
aðstoðarforstjóri CIA, einnig að-
stoðaryfirmaður á sviði aðgerða,
Stephen Kappes, auk nokkurra
valdamikilla liðsmanna á sviði leyni-
legra aðgerða.
Goss hættir sem
forstjóri CIA
Porter Goss