Morgunblaðið - 06.05.2006, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 06.05.2006, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 59 Garðabær www.gardabaer.is Umsóknir um styrki 19. júní sjóður um kvennahlaup ÍSÍ í Garða- bæ auglýsir til umsóknar styrki til að efla og styrkja þátttöku kvenna í íþróttum. Sjóðurinn er stofnaður að tilstuðlan íþrótta- og tóm- stundaráðs Garðabæjar og framkvæmdanefnd- ar um kvennahlaup í Garðabæ. Veittir verða styrkir til verkefna sem miða að því að styrkja og efla íþróttir kvenna. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að hafna öll- um umsóknum ef þær, að mati stjórnar, upp- fylla ekki framangreint markmið. Í skriflegri umsókn skal koma fram nákvæm lýsing á verkefni og hvernig umsækjandi sér fyrir sér að verkefnið nýtist sem hvatning til eflingar íþróttum kvenna. Umsóknum skal skila til íþróttafulltrúa, Íþrótta- miðstöðinni Ásgarði, 210 Garðabæ, fyrir 19. maí nk. Hægt er að nálgast umsóknar- eyðublöð og leiðbeiningar á heimasíðu Garða- bæjar. Ráðgert er að úthluta úr sjóðnum 10. júní 2006. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Örn Erlings- son, íþróttafulltrúi Garðabæjar, sími 565 8066, gunnarer@gardabaer.is. ð Félagslíf Lau. 13. maí kl. 9. Fuglaskoð- unarferð í samstarfi við Fugla- verndunarfélagið. Fararstjóri Jó- hann Óli Hilmarsson. 14. maí kl. 11.00. Ármanns- fell. Valgarður Egilsson farar- stjóri. Brottför kl. 11.00 frá Þjón- ustumiðstöðinni á Þingvöllum. Einkabílar. Næstu sunnudaga verða göngu- ferðir FÍ í samstarfi við Þjóð- garðinn. Ókeypis þátttaka, allir velkomnir. Morgungöngur FÍ – á fjöll við fyrsta hanagal, fjallganga í ná- grenni Reykjavíkur kl. 6 alla morgna 15.–19. maí. Helgafell fyrsta fjall mánudag 15. maí. Ókeypis þátttaka, allir velkomn- ir. Reykjavíkurrölt með Guð- jóni Friðrikssyni 18. maí kl. 19 frá Austurvelli. Hvannadalshnjúkur um hvíta- sunnuna. Fararstjóri Haraldur Örn Ólafsson. Sumarleyfisferðir: Laugaveg- urinn, Hornstrandir, sunnan- verðir Vestfirðir, Héðinsfjörður, Fjörður, Lónsöræfi, Vonarskarð, Jarlhettur og Klukkuskarð og margt fleira. Vertu með í Ferðafélaginu – ævintýrin gerast á fjöllum. 7.5. Selvogsgatan. Brottf. frá BSÍ kl. 10:30. V. 2.300/2.700 kr. 25.—28.5. Öræfajökull og Skaftafell. Brottf. kl. 8:30. 0605HF01. V. 24.100/27.600, kr. 5.000/7.000 án gistingar. Far- arstjóri Reynir Þór Sigurðsson. Sjá nánar á www.utivist.is Styrkir Raðauglýsingar 569 1100 Raðauglýsingar sími 569 1100 Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 Þorsteinn Þorsteinsson er skákmeistari öðlinga SKÁK Taflfélag Reykjavíkur 15. SKÁKMÓT ÖÐLINGA 22. mars- 3. maí 2006 HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Þorsteinn Þorsteinsson að tafli. ÞAÐ var árið 1992 að frumkvæði Ólafs S. Ásgrímssonar að Taflfélag Reykjavíkur hélt mót fyrir 40 ára og eldri. Jóhann Örn Sigurjónsson stóð uppi sem sigurvegari á mótinu sem þá var kallað skákmót heldri manna. Ýmsir gagnrýndu þessa nafngift þar eð hún þótti vísa til þess að eingöngu betri borgarar mættu taka þátt. Skák- mót öðlinga þótti ákjósanlegra nafn og 3. maí sl. lauk 15. mótinu af þessu tagi. Alls mætti 21 keppandi til leiks í ár og sumir valinkunnir skákmeistarar frá fyrri tíð. Elstur keppenda var Kári Sólmundarson en hann er áttræður. Hann er þó ekki sá elsti sem hefur tekið þátt þar eð hinn 84 ára Bjarni Magnússon var fjarri góðu gamni að þessu sinni en hann tók þátt í mótinu í fyrra. Eina konan sem hefur tekið þátt í þessum mótum, Sigurlaug Friðjóns- dóttir, var einnig á meðal keppenda í ár. Liðsstjóri íslenska landsliðsins í skák til nokkurra ára, Kristján Guð- mundsson, leiddi mótið framan af og hafði fullt hús vinninga að fjórum um- ferðum loknum. Hinn eitilharði sænsk- menntaði skákmaður, Þorsteinn Þor- steinsson, kom næstur með 3½ vinning. Kristján teflir byrjanir sem Fischer hélt upp á en Þorsteinn fer frekar í smiðju hins ofurtrausta sænska skákjöfurs, Ulf Anderssons. Í innbyrðis viðureign þeirra í fimmtu umferð mátti því búast við að stálin stinn myndu mætast. Hvítt: Þorsteinn Þorsteinsson (2274) Svart: Kristján Guðmundsson (2261) 1. e4! Það er sjaldgæft að gefa upphróp- unarmerki fyrir fyrsta leik en með því að leika kóngspeðinu fram sýnir Þor- steinn fram á að hann vill láta sverfa til stáls. Hann er vanari að leika drottningarpeðinu fram um tvo reiti í fyrsta leik en greinilegt að hann hafði undirbúið vandlega það afbrigði sem kom upp í skákinni enda er það svo um suma aðdáendur Fischers að þeir halda sig alltaf við byrjanir hans. 1...c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Dxd4 Rc6 5. Bb5 Bd7 6. Bxc6 Bxc6 7. Rc3 Rf6 8. Bg5 e6 9. O-O-O Be7 10. Hhe1 O-O 11. e5 dxe5 12. Dh4 Dc7 13. Rxe5 Upp er komin staða sem er þekkt í fræðunum. Svartur virðist geta fengið jafnt tafl án nokkurra erfiðleika með að leika hinum eðlilega 13...Hfd8. Kristján velur aðra leið sem gerir veg- inn að jöfnu tafli aðeins flóknari. Stöðumynd 1. 13... Hfe8 14. Hd3 Rd5 15. Rxd5 Bxd5 16. Hg3 Hac8 17. He2 f5 Svartur gat ekki unnið mann með því að leika 17... Bxg5+ 18. Dxg5 f6 þar eð hvítur tæki einfaldlega peðið með 19. Dxf6. Textaleikurinn skapar varanlega veilu á e5 en á hinn bóginn fær svartur reit á e4 eftir næsta leik hvíts. 18. f4 Bxg5?! Að taka ákvörðun um uppskipti get- ur oft verið vandasamt í skák. Í þess- ari stöðu ber að hafa í huga að svið hvíta biskupsins takmarkast að svo stöddu við h4-d8 skálínuna á meðan svartreita biskupinn hefur f8-a3 skálín- una. Eðlileg áætlun í þessari stöðu hjá svörtum væri þess vegna að halda svartreita biskupnum með að leika Be7-Bf8 og styrkja þannig g7 punktinn og fara svo að ýta peðunum á drottn- ingarvæng áfram. Eftir textaleikinn verður svarta staðan mun kraftminni. 19. Dxg5 Be4?! 19...b5 var skynsamlegra enda hefur biskupinn lítið erindi á e4 og nauðsyn- legt er fyrir svartan að skapa sér mót- spil á drottningarvæng. 20. Hd2 De7 Betra var að viðurkenna mistök síð- asta leiks og koma biskupnum aftur fyrir á d5 til þess að undirbúa b7-b5. 21. Dxe7 Hxe7 Stöðumynd 2 22. Hc3! Ha8 22... Hxc3 hefði veitt hvítum vinn- inginn á silfurfati þar eð eftir 23. Hd8+ yrði svartur mát í næsta leik. Sú staða sem nú er komin upp hentar mun betur aðdáanda Anderssons en Fischers. Þorsteinn notfærir sér í framhaldinu óvirka stöðu svarts til hins ýtrasta. 23. g3 Kf8 24. Hd4! Bd5 25. Kd2 Ke8 26. a3 Kd8 27. Hcd3 Kc7 28. c4 Bc6 29. Kc3 a6 30. Rxc6 Athyglisverð ákvörðun sem óvíst er að hafi verið rétt þar eð riddarinn á e5 var stórveldi. Á hinn bóginn hefur tangarhald hvíts á d-línunni þann kost að kóngurinn geti hreiðrað um sig á e5. Þess gerist þó ekki þörf þar eð áð- ur en að því kemur leikur svartur af sér peði. 30...bxc6 31. c5 Hb8?! Svartur hefði fremur átt að leika 31... a5 og bíða með að setja hrókinn á b-línuna. 32. Hd6 Hb5 33. b4 a5? Stöðumynd 3 34. He3! Hvítur vinnur nú óumflýjanlega peð og við það eru örlög svarts ráðin. Lok skákarinnar urðu eftirfarandi: 34...axb4+ 35. axb4 Hb8 36. Hexe6 Hxe6 37. Hxe6 Kd7 38. He2 Ha8 39. Kb3 Ha1 40. Ha2 Hb1+ 41. Kc3 Hc1+ 42. Kd3 Hd1+ 43. Hd2 Hh1 44. Kd4 He1 45. Kd3 Hh1 46. Kc4+ Kc7 47. Ha2 h5 48. Ha7+ Kc8 49. Hxg7 Hxh2 50. Hg5 Hc2+ 51. Kd4 Hb2 52. Ke5 Hxb4 53. Kxf5 Hc4 54. Kg6 h4 55. gxh4 Hxf4 56. h5 og svartur gafst upp. Þessi úrslit þýddu að Þorsteinn tók forystuna í mótinu og fyrir sjöundu og lokaumferðina hafði hann 5½ vinning en Kristján 5 vinninga. Í síðustu um- ferð atti Þorsteinn kappi við sigurveg- ara mótsins í fyrra, Björn Þorsteins- son, á meðan Kristján tefldi við Halldór Garðarsson. Þorsteinn gerði stutt jafntefli við Björn á meðan Krist- ján vann sína skák. Lokastaðan varð því sú að Þorsteinn og Kristján urðu jafnir og efstir með 6 vinninga af 7 mögulegum en Þorsteinn varð lýstur sigurvegari eftir stigaútreikning. Lokastaða mótsins varð annars þessi: 1.-2. Þorsteinn Þorsteinsson og Kristján Guð- mundsson 6 v. 3.-4. Björn Þorsteinsson og Haukur Bergmann 5 v. 5. Sverrir Norðfjörð 4½ v. 6.-9. Halldór Garðarsson, Sigurður H. Jónsson, Kristján Örn Elíasson og Sigurlaug R. Frið- þjófsdóttir 4 v. 10.-14. Magnús Gunnarsson, Kristján Hreins- son, Einar S. Guðmundsson, Sigurður Krist- jánsson og Hörður Garðarsson 3½ v. 15.-18. Kári Sólmundarson, Bernard J. Scud- der, Ulrich Schmidhauser og Þorleifur Ein- arsson 3 v. 19. Bjarni Sæmundsson 2½ v. 20. Birgir Aðalsteinsson 2 v. 21. Pétur Jóhannesson 1 v. Umsjónarmaður skákmóta öðlinga frá upphafi, Ólafur Ásgrímsson, var skákstjóri mótsins í ár. Ólafur hefur starfað fyrir skákhreyfinguna í meira en 30 ár. Á Skákþingi Reykjavíkur í janúar sl. voru nákvæmlega þrír ára- tugir liðnir síðan hann stýrði sína fyrsta stóra skákmóti sem skákstjóri en það var einmitt Skákþing Reykja- víkur árið 1976. Ólafur mun halda áfram standa vaktina á miðvikudaginn kemur, 10. maí næstkomandi, en þá verða verðlaun afhent fyrir skákmót öðlinga jafnframt sem öllum 40 ára og eldri er boðið að taka þátt í hrað- skákmóti sem hefst kl. 19.30 í húsa- kynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Stöðumynd 1 Stöðumynd 3 Stöðumynd 2 FRÉTTIR BLÖNDUÓSLISTINN (E), sameinað afl Blönduósinga hefur verið lagður fram vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í maí. Málefnaskrá listans kemur fram á næstu dögum en markmið hans er að vinna að bættum hag og velferð bæj- arfélagsins, óháð flokkspólitískum línum. Listann skipa: 1. Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar 2. Héðinn Sigurðsson, læknir 3. Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson, framkvæmdastjóri 4 Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri 5. Nína Margrét Pálmadóttir, sjúkraliði 6. Zophonías Ari Lárusson, verslunarstjóri 7. Helga Kristín Gestsdóttir, iðjuþjálfi 8. Þorgils Magnússon, húsasmiður 9. Brynhildur Erla Jakobsdóttir, grunnskólakennari 10. Þórhallur Barðason, tónlistarkennari 11. Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri 12. Þórður Pálsson, ráðunautur 13. Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri 14. Sigursteinn Guðmundsson, fyrrv. yfirlæknir Blönduóslistinn lagður fram
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.