Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 48
48 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gunnar ÁsbergHelgason fædd-
ist á Selfossi 16. jan-
úar 1976 og lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
24. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Helgi Svanberg
Jónsson frá Selalæk,
bóndi í Lambhaga, f.
6. júlí 1943, d. 7. apr-
íl 1993, og Ásgerður
Sjöfn Guðmunds-
dóttir frá Vorsabæ,
bóndi í Lambhaga, f.
30. júlí 1948. Systkini Ásbergs eru:
1) Helga Dagrún, f. 27. júní 1969,
sambýlismaður Steinn Másson, f. 3.
október 1967. Börn, Ingibjörg Jón-
ína, f. 27. september 1996, Helga
Þóra, f. 3. september 1998, og
María Ósk, f. 18. mars 2005. 2) Jón
Þór, f. 22. apríl 1971 sambýliskona
Emilía Þorsteinsdóttir, f. 30. maí
1970. Börn, Helgi Svanberg, f. 26.
maí 2001 og Þorsteinn Emil, f. 13.
febrúar 2004. 3) Guðmundur Óm-
ar, f. 29. júní 1972, sambýliskona
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, f.
15. júní 1977. 4) Hafdís Þórunn, f.
14. júlí 1980. 5) Björgvin Reynir, f.
23. febrúar 1982,
unnusta Hildur
Ágústsdóttir, f. 18.
október 1988.
Árið 1990 greind-
ist Ásberg með ill-
kynja æxli við heila
sem leiddi til blindu
og hreyfihömlunar.
Að lokinni krabba-
meinsmeðferð lauk
hann grunnskóla-
prófi frá Grunnskól-
anum á Hellu og
varð síðan stúdent á
félags- og sálfræ-
ðilínu frá Fjölbrautaskóla Suður-
lands árið 2001. Ásberg hafði gam-
an að handverki og vann mikið
með tágar og leir. Einnig ferðaðist
hann töluvert erlendis. Hans helstu
áhugamál voru íþróttir, fréttir og
þjóðmál. Hann hlustaði mikið á
hljóðsnældur og Njálu kunni hann
að mestu utan að. Árið 2002
greindist Ásberg aftur með heila-
æxli sem var að lokum hans bana-
mein.
Útför Ásbergs verður gerð frá
Selfosskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 11.30. Jarðsett verður
að Keldum á Rangárvöllum.
Elsku Ásberg, nú ert þú farinn
frá okkur og þó að við vissum í
hvað stefndi er alltaf sárt að sjá á
eftir sínum nánustu.
Hinn 16. janúar varðstu þrítugur
og var haldið upp á það á Borg-
arspítalanum með þriggja daga
veislu og mikið varstu ánægður að
hitta allan þennan fjölda sem kom í
veisluna. Þrjátíu ár eru ekki langur
tími. Síðustu daga höfum við verið
að rifja upp margt skemmtilegt
sem dreif á þína daga. Þín fyrstu
fjórtán ár varstu alltaf hlaupandi.
Svei mér þá, ég held að þú hafir
ekki kunnað að labba, þú varst allt-
af að flýta þér við að spila fótbolta,
sinna bústörfum og ýmislegu öðru.
Þú varst alltaf kátur og bjartsýnn
alveg sama á hvað dundi eins og
sýndi sig best þegar þú lentir í
þessum veikindum.
Fermingarárið þitt, 1990 í mars,
breyttist líf þitt heldur betur, þú
greindist með krabbamein í heila,
og var meinið tekið allt í burtu.
Tveimur dögum eftir aðgerðina
varst þú algjörlega lamaður og
mállaus, og seinna kom í ljós að þú
varst blindur. Smátt og smátt kom
málið aftur og mátturinn að hluta.
Einhverjir hefðu nú bara gefist
upp á þessu lífi en ekki þú. Þú
tókst á þessu með þinni stóísku ró.
Um sumarið fórstu í geislameðferð,
lyfjameðferð og byrjaðir í sjúkra-
þjálfun.
Haustið 1993 fórstu í Fjölbrauta-
skólann á Selfossi, byrjaðir á að
klára grunnskólanámið og dreifst
þig svo í stúdentinn. Þér fannst
gaman að vera í skólanum og
fékkstu góða aðstoð frá hinum
ýmsu nemendum við að komast á
milli staða, og voru allir tilbúnir að
hjálpa. Jóndi keyrði þig í skólann í
nokkur ár. Okkur skildist að það
hafi oft verið fjör í bílnum. Þið gát-
uð talað um ýmislegt eins og um
pólitík, þú framsóknarmaður, hann
íhald og var allt látið flakka, enda
báðir miklir prakkarar. Vorið 2001
varðst þú stúdent. Vá, hvað maður
var stoltur að vera í salnum í skól-
anum þennan dag. Það mátti heyra
snökt hér og þar um salinn þegar
þú tókst við viðurkenningu fyrir
dugnað og þrautseigju. Þegar þú
byrjaðir í Fjölbraut var Jón Sig.
búinn að lofa þér limmu til að
keyra þig heim þegar þú yrðir
stúdent og auðvita beið limman eft-
ir þér fyrir utan skólann og keyrði
þig í veisluna. Ég held að þessi
dagur gleymist seint. Maður fékk
alveg að heyra hvað þú varst dug-
legur og að það væru margir sem
tækju þig sér til fyrirmyndar, því
það heyrðist aldrei uppgjafartónn í
þér. Ef vinir eða kunningjar voru
að kvarta yfir daglegu amstri þá
áttu þeir til að segja: ,,Hvað erum
við að kvarta, Ásberg kvartar
ekki.“ En áfall er alltaf áfall, fólk
túlkar þau bara á svo mismunandi
hátt.
Eftir stúdentsprófið varst þú að
spá í fara í Háskólann en þá byrj-
aðir þú að fá krampa. Það kom síð-
ar í ljós að það hafði myndast ann-
að æxli. Frá 2003 til maí 2005
fórstu í þrjár heilaaðgerðir og gekk
síðasta aðgerðin mjög nærri þér. Í
júní 2005 fórstu á elliheimilið Lund
á Hellu og fannst þér það lítt
spennandi, enda hvern langar að
fara á elliheimili 29 ára gamall? Ég
held að okkar frábæru þingmenn
langi ekkert að fara svo ungir inn á
elliheimili, en svona er þetta heil-
brigðiskerfi okkar. Það sem bjarg-
aði þér, Ásberg, var starfsfólkið á
Lundi en það var þér svo gott. Í
nóvember fórum við að sjá breyt-
ingu á þér og loksins eftir langa
bið, að okkur fannst, var farið með
þig í rannsókn rétt fyrir jól. Þá
kom í ljós að æxlið hafði stækkað
mjög mikið og voru læknarnir
strax mjög svartsýnir. Þú fékkst að
koma heim um jólin en fórst strax
eftir áramót inn á Borgarspítala. Í
byrjun febrúar fékkstu inni á líkn-
ardeildinni í Kópavogi þar sem þú
lést 24. apríl sl.
Þó að á þessum sextán árum hafi
oft verið erfiðir tímar voru líka
margir gleðidagar eins og öll ferða-
lögin, bæði hér heima og erlendis.
Þú máttir ekki missa af réttum á
haustin og voru sumar réttirnar
ansi skrautlegar hjá ykkur félögun-
um. Já, þú kunnir að skemmta þér
og fannst gaman að hafa fólk í
kringum þig. Uppáhalds íslenska
fótboltaliðið þitt var ÍBV og varst
þú einu sinni heiðursgestur á leik
hjá þeim. Það var meiriháttar dag-
ur hjá þér. Einnig varstu auðvitað
heitur stuðningsmaður Liverpool
og var það alltaf draumur hjá þér
að komast á leik hjá þeim, en því
miður varð aldrei úr því.
Ásberg, ég ætla ekki að hafa
þetta lengra – ég held að þér þykir
þetta einum of mikið. En ég ætla
að segja þér, að ég er stolt af því
að vera stóra systir þín og ég veit
að við eigum eftir að hittast á ný og
þá syngjum við hástöfum Liverpool
sönginn „You’ll never walk alone“.
Ég vil þakka öllum þeim sem
gerðu Ásberg lífið bærilegra og að-
stoðuðu hann í veikindum hans.
Þín systir
Dagrún.
Þegar ég hugsa til baka um þig
og þitt lífshlaup þá hefur þú þurft
að upplifa mikla erfiðleika. Þú
varst alltaf svo lífsglaður og kátur
sem krakki. Dugnaður þinn og
þrautseigja var mikil og átti eftir
að nýtast þér seinna á lífsleiðinni.
Í marsmánuði 1990 breyttist allt
hjá okkur. Þú varst skorinn upp
vegna heilaæxlis og lást milli heims
og heljar í margar vikur. En þú
lifðir þrátt fyrir allar hrakspár og
smám saman byrjaðir þú að byggja
þig aftur upp eftir að hafa verið al-
gjörlega lamaður. Þó að sjónin hafi
farið og jafnvægisskynið reyndir
þú að horfa á björtu hliðarnar.
Smá saman komu ný markmið
hjá þér til að vinna að. Þú ætlaðir
að ganga hjálparlaust aftur og þú
varst kominn ansi nálægt því tak-
marki er þú veiktist aftur.
Ég hugsa oft um það eftir á
hvernig þér hefur liðið þegar pabbi
og Ómar veiktust líka, á næstu
tveimur árum eftir að þú veiktist.
Það var erfitt fyrir okkur öll en
aldrei man ég eftir því að þú hafir
nokkurntíma orðið neitt hræddur
eða örvæntingarfullur, heldur tekið
öllum þessum áföllum með jafn-
aðargeði og stillingu. Það er meira
en að segja það að vera fastur í
fötluðum líkama og berjast fyrir
þínu eigin lífi á sama tíma og þessir
erfiðleikar dundu yfir. Auðvitað
áttir þú þínar erfiðu stundir en
þær voru ekki margar.
Á gamlársdagskvöld 2001 vissum
við að það var ekki allt með felldu
og haustið eftir varstu aftur
greindur með heilaæxli. Þú tókst
þessum fréttum með ró sem fyrr.
Þrisvar fórstu í aðgerð til að reyna
að stöðva æxlið en á endanum fór
svo að ekkert var hægt að gera.
Að mörgu leyti lifðir þú góðu lífi
en það var fyrst og fremst eigin
vilja að þakka. Þú þurftir að berj-
ast fyrir öllu því sem þú vildir fá.
Það var aldrei lognmolla í kringum
þig, þú fórst oft til útlanda, æfðir
þig mikið og vildir læra meira. Vilj-
inn til að bæta þig sem persónu,
líkamlega sem andlega gerði það
að verkum að þér leið vel. Þú
vannst marga litla sigra með dugn-
aði og hörku. Þú komst okkur stöð-
ugt á óvart með framförum þínum.
Eitt árið síðsumars tilkynntir þú
okkur að þú værir búinn að ganga
100 km meðfram girðingu sem þú
studdir þig við. Þitt markmið um
að ganga algjörlega óstuddur færð-
ist sífellt nær. Metið þitt að ganga
5 skref án stuðnings er á við
heimsmet miðað við hversu illa þú
varst á þig kominn eftir fyrstu að-
gerðina. Stúdentsprófið var líka
stórkostlegt afrek.
Við Milla, Helgi Svanberg og
Þorsteinn Emil eigum eftir að
sakna þín mikið. Síðasta skiptið
sem þú brostir var þegar þeir
Helgi og Þorsteinn voru að kveðja
þig á sumardaginn fyrsta, fjórum
dögum áður en þú lést. Eflaust
vaknaðir þú við knúsið frá þeim og
kveðjuna.
Ekki varstu trúaður frekar en
ég. Mér fannst oft fólk vera undr-
andi á lífsskoðunum okkar og
vantrú á Guð. Trúin á þig sjálfan
fleytti þér langt. Aðra trú þurftir
þú ekki.
Hvar við endum eftir að við deyj-
um veit ég ekki. Hinsvegar veit ég
að þangað sem þú ferð, þar taka
pabbi og Skúli frændi á Selalæk vel
á móti þér. Eflaust verður fjósa-
kötturinn Gulli og Bletta heldur
ekki langt undan.
Jón Þór.
Ég var nú ekkert sérstaklega
ánægður þegar þú fæddist en
vandist þér þó fljótlega. Þegar við
gátum orðið leikið okkur saman þá
minnti mamma mig gjarnan á hvað
ég var afbrýðisamur út í þig og
svaraði ég þá henni með þessum
orðum: „Ég vissi ekki að hann væri
svona skemmtilegur.“ Við náðum
vel saman í leik og áhuga á búskap
og ætluðum okkur stóra hluti á
þeim sviðum. Við sátum um pabba
ef hann ætlaði út í gegningar og
hljótum að hafa verið oft meira fyr-
ir heldur en að gera gagn. Við gát-
um setið hjá honum í traktornum
allan daginn ef svo bar undir. Þeg-
ar þú komst úr skólanum var
skólabíllinn oft ekki kominn upp af-
leggjarann þegar þú varst kominn
út í fjárhús eða fjós, svo mikill var
hraðinn á þér. Þú byrjaðir snemma
að taka þátt í bústörfum eins og að
sinna skepnum og að vinna á vél-
um. Einn kunningi hans pabba
hafði einu sinni á orðum hvort að
vélin væri stjórnlaus úti á túni. Þá
sast þú við stýrið og sást varla upp
fyrir það.
Þú ætlaðir þér mikið í lífinu og
áttir þína drauma, en á einum degi
í mars 1990 breyttist allt. Þú settir
þér þá ný markmið og lærðir að
lifa upp á nýtt. Ég vil þakka þér
fyrir samverustundirnar – þær eru
ógleymanlegar og þú ert mikil
hetja í huga mér.
Þinn bróðir,
Ómar.
Sóttin er hamla á líkamanum, en ekki
viljanum, nema hann kjósi sjálfur, að svo
sé. Heltin hamlar fætinum að vísu, en
viljanum ekki. Segðu sjálfum þér þetta,
hvert sinn er á bjátar, og þú munt kom-
ast að raun um, að atburðirnir hamla
einhverju öðru en þér.
Þessi orð úr Handbók Epiktets,
Hver er sinnar gæfu smiður, finn-
ast mér lýsa vel lífsviðhorfi Ás-
bergs, mágs míns. Ég kynntist Ás-
berg fyrir 10 árum og dáðist þá
strax að því hversu jákvæður og
þolinmóður hann var gagnvart
flestu sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Hann var þrautseigur og tókst
að gera það sem hann ætlaði sér,
þó svo að það tæki oft langan tíma.
Hann var léttlyndur og meinstr-
íðinn og fékk ég oft að heyra sögur
af Ómari sem voru oftast yfir-
gnæfðar af orðunum: „þegiðu og
lokaðu glugganum“ og í kjölfarið
fylgdi mikill hlátur.
Elsku Ásberg, það voru forrétt-
indi að fá að kynnast þér og
skemmta sér með þér. Það er með
ólíkindum að þú hafir getað lifað
svona skemmtilegu lífi með fötlun
þinni, því þú vissir líka hvað það
var að vera heilbrigður. Gott er að
eiga góðs að minnast.
Margrét Harpa.
Elsku Ásberg frændi,
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Takk fyrir þann tíma sem við
áttum saman, ég gleymi aldrei
hvað þú varst hugrakkur og lífs-
glaður í veikindum þínum og ég tek
þig til fyrirmyndar, enda ertu hetja
í mínum huga.
Elsku Sjöfn, Dagrún, Nonni,
Ómar, Hafdís, Björgvin og fjöl-
skyldur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og megi guð vaka yf-
ir ykkur og styrkja.
Með kærri kveðju
Hjördís Guðrún.
Yfirvegaður, duglegur, geðgóð-
ur, eru fyrstu orðin sem koma í
huga mér þegar ég minnist Ás-
bergs frænda míns. Annars eru það
myndskeiðin sem fljúga í gegnum
huga mér frá því þegar þú varst lít-
ið barn og þar til þú veiktist aðeins
fjórtán ára gamall. Þá hófst þín
þrautaganga en þú varst ótrúlega
duglegur og alltaf stutt í brosið og
er eitt lýsandi dæmi um dugnað
þinn að þrátt fyrir erfið veikindi þá
útskrifaðist þú sem stúdent frá
Fjölbrautaskóla Suðurlands. Það
var stóri dagurinn í lífi þínu enda
frábær árangur hjá þér.
Elsku Ásberg, þú ert hetja í mín-
um huga og hefur kennt mér að
vera ekki að kvarta yfir smámun-
um sem skipta engu máli í lífinu.
Nú ert þú laus við fjötrana og ég sé
þig fyrir mér ganga glæsilegan og
hnarreistan með bros á vör á vit
ævintýranna með pabba þinn þér
við hlið. Takk fyrir samfylgdina og
þær góðu minningar sem þú hefur
gefið mér.
Elsku Sjöfn, Dagrún, Nonni,
Ómar, Hafdís og Björgvin, ykkar
missir er mestur. Ég votta ykkur
samúð mína, guð geymi ykkur
minningarnar um góðan dreng.
Sigrún Anna
Ólafsdóttir.
Í dag, laugardaginn 6. maí 2006,
verður frændi minn og vinur Gunn-
ar Ásberg Helgason frá Lambhaga
á Rangárvöllum kvaddur árla dags
í kirkjunni á Selfossi og síðar sama
dag frá kirkjunni á Keldum. Þar
hvílir faðir hans, Helgi Svanberg
Jónsson frá Selalæk, bóndi í Lamb-
haga, sem dó langt fyrir aldur
fram. Þar hvíla ættingjar hans og
forfeður. Gunnar Ásberg var ný-
lega orðinn 30 ára gamall. Meira en
hálft lífið barðist hann við banvæn-
an sjúkdóm, sem að lokum dró
hann til dauða við upphaf nýs sum-
ars. „Sárt er að deyja á vorin“.
Með ótrúlegu æðruleysi og glöðum
huga í bland við hóflega kerskni
mætti hann örlögum sínum. Hann
vissi fullvel að hverju stefndi og
var meira að segja búinn að ráða
sér prest til að annast útförina
sína, Sigurð Jónsson í Odda. Hann
vissi að það myndu ekki aðrir gera
betur. Það var gefandi að kynnast
þessum góða og vel gefna dreng og
sárt að sjá á eftir honum fyrir alla,
sem kynntust honum. Í baráttu við
sjúkdóminn, sem sorfið hefur að
fjölskyldunni um langt árabil, hef-
ur fjölskyldan staðið þétt saman og
móðirin, Sjöfn Guðmundsdóttir frá
Ossabæ í Austur-Landeyjum, hefur
verið leiðtogi hópsins og aðdáun-
arverð lífshetja í allri sinni hóg-
værð.
Innilegar samúðarkveðjur,
Sigurður Sigurðarson
frá Keldum.
Árla morguns 27. apríl á fyrstu
dögum nýbyrjaðs sumars berast
þau tíðindi að Gunnar Ásberg
Helgason sé látinn eftir erfið veik-
indi. Undir þessum kringumstæð-
um langar mig til að stinga niður
penna og koma því á blað sem mér
fannst einkenna þennan dagsfar-
sprúða frænda minn og heiðurs-
mann.
Ásberg ólst upp í hópi fimm
systkina sinna, hann var sem ung-
ur drengur glaðvær og gamansam-
ur, hann tók virkan þátt í bústörf-
um frá unga aldri vann þau verk
sem honum var falið og hentuðu,
eins og títt var á þeim árum.
Ég minnist þess er ég var að að-
stoða föður hans við fjóshlöðubygg-
ingu vorið 1987 ásamt eldri bræðr-
um hans, hvað hann tók virkan þátt
í byggingunni og vann það af
ánægju og fullur tilhlökkunar eftir
því að byggingin væri fullgerð. En
hann kunni líka fleira, hann átti til
að syngja fyrir mig lagstúfa, sem
hann var viss um að mér þætti
upphefð og ánægja í að heyra og
varð yfir sig hissa er ég greip til
hans til að þagga niður í honum, en
það beit ekki á hann, hann hækkaði
tóninn, fann stað þar sem hann
hafði öruggt undanfæri og hélt
áfram uppteknum hætti.
En stundum er sagt að líf okkar
mannanna sé spil, á árum hlöðu-
byggingarinnar var mér ekki hugs-
að til annars en að lífsspilin hjá Ás-
berg væru eftirvæntingarfull og
full af lífsins tækifærum sem biðu
hans og hann ætti mörg ögrandi
útspil og nóg af trompum slíkur
var krafturinn og áhuginn í dagsins
starfi í bústörfunum. En skjótt
skipast veður í lofti þessi ungi
drengur var hrifinn í fjötra illkynja
sjúkdóms fermingarveturinn og
þurfti að gangast undir erfiðar að-
gerðir og eftirmeðferðir.
Þrátt fyrir alla þá fullkomnustu
þjónustu heilbrigðisstarfsfólks sem
völ var á missti hann sjónina og
jafnvægið. En hann tók veikindum
sínum og hinum líkamlega missi af
einstakri yfirvegun, spilaði úr því
sem hann hafði og gerði gott úr,
kvartaði aldrei yfir hlutskipti sínu í
lífinu svo ég heyrði, missti aldrei
vonina, hélt alltaf í léttleikann,
GUNNAR ÁSBERG
HELGASON