Morgunblaðið - 06.05.2006, Síða 56

Morgunblaðið - 06.05.2006, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta í Áskirkju kl. 14. Prestur sr. Karl V. Matthíasson. Mar- grét Svavarsdóttir djákni les ritning- arlestra. Organisti Kári Þormar, félagar úr kór Áskirkju syngja. Allir velkomnir. BÚSTAÐAKIRKJA: Vorhátíð barna- og æskulýðsstarfsins kl. 11. Að lokinni helgi- stund í safnaðarsalnum okkar á neðri hæð verður samvera úti á kirkjuplaninu, þar sem farið verður í leiki og grillað. Allir sem hafa tekið í þátt í barnaguðsþjón- ustum, TTT-starfinu ásamt öðru starfi kirkjunnar í vetur eru hjartanlega velkomn- ir og mega taka með sér gesti. DÓMKIRKJAN: Vorhátíð barnanna kl. 11 í umsjá æskulýðsleiðtoga kirkjunnar og sr. Hjálmars Jónssonar. Margt skemmtilegt á dagskrá, brúðuleikhús, barnakórinn syng- ur og margt fleira. Að lokinni stundinni inni í kirkjunni förum við út og þar verður slegið upp pylsuveislu, andlitsmálarar verða á staðnum og allir verða í sumarskapi. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur (Lellu) og unglinga úr kirkjustarfinu. Messa kl. 11. Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til ABC-barnahjálpar. Molasopi eftir messu. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Sr. Hjálmar Jónsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Mótettukórnum syngja undir stjórn Björns Steinars Sólbergs- sonar, sem jafnframt er organisti. Sögu- stund barnanna verður haldin í stað al- menns barnastarfs. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. HÁTEIGSKIRKJA: Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón með barnaguðs- þjónustu: Erla Guðrún Arnmundardóttir, Þóra Marteinsdóttir og Annika Neumann. Organisti Douglas A. Brotchie. Léttar veit- ingar eftir messu. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Guðsþjónusta kl. 14 á Landspítala Landa- koti. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, org- anisti Birgir Ás Guðmundsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta og vorhátíð barna- starfsins kl. 11. Barnastarfið hefst í kirkj- unni en síðan fara börnin í safnaðarheimil- ið með Rut, Steinunni og Arnóri, syngja og fara í leiki og síðan verða pylsur grillaðar. Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar organista. Sigurbjörn Þorkels- son, framkvæmdastjóri safnaðarins, þjón- ar að orðinu ásamt fulltrúum lesarahóps sem flytja texta dagsins. Sr. Hildur Eir Bolladóttir, Þorvaldur Þorvaldsson söngv- ari og Heimir Haraldsson námsráðgjafi annast sunnudagaskólann. Að messu lok- inni býður Gunnhildur Einarsdóttur kirkju- vörður upp á kaffi. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í mess- unni en fara síðan í safnaðarheimilið. Eftir messu er boðið upp á kaffi á Torginu. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Barnakór Seltjarnar- neskirkju syngur fallega sálma. Trúðurinn Gunnsó mætir með sól í sinni og fræðir börnin. Mikill söngur, biblíusaga og bæn. Eftir guðsþjónustuna verður boðið í pylsu og svala í safnaðarheimilinu. Lúðrasveitin spilar af miklum krafti. Uppblásin renni- braut verður fyrir utan kirkjuna og allir fá blöðrur. Andlitsmálning og leikir. Organisti Pavel Manasek. Sr. Arna Grétarsdóttir og leiðtogar barna- og æskulýðsstarfs kirkj- unnar. Allir velkomnir. Minnum á tónleika Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna, kammerkórs Seltjarnarneskirkju og Vieru Manasek undir stjórn Pavels Manasek sem marka lok listahátíðar kirkjunnar kl. 17. Sjá: www.seltjarnarneskirkja.is. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barnaguðsþjón- usta kl. 14. Helgisaga, ljúfir sálmar, um- ræður og bilblíumyndir eru fastur liður hjá okkur, en þema dagsins er upprisa Jesú Krists og það að vera kristin manneskja. Andabrauð er afhent í anddyrinu í lok stundarinnar, en vöfflukaffi Lovísu er í Safnaðarheimilinu við Laufásveg í beinu framhaldi. Pétur Markan spilar með okkur á gítarinn og Ása Björk Ólafsdóttir fríkirkju- prestur leiðir guðsþjónustuna. Minnum á safnaðarferð Fríkirkjunnar 21. maí. ÁRBÆJARKIRKJA: Vorhátíð í Árbæj- arkirkju. Fylkir og Árbæjarkirkja sameinast um fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Það verður vor í lofti úti og inni. Barn borið til skírnar, leikhópurinn Perlan sýnir leikþátt auk þess sem fimleikadeild og karate- deild Fylkis leika listir sínar. Að stundinni lokinni verður „Stífluhringurinn“ hlaupinn af þeim sem treysta sér. Verðlaun eru pylsa og svaladrykkur fyrir þau sem klára hringinn. Fyrir þau sem ekki leggja í hlaup er boðið upp á grillaða pylsu og drykk gegn sanngjörnu gjaldi. Léttmessa verður um kvöldið kl. 20. Gospelkórinn undir stjórn Krisztínu Kalló Szkleenár syngur ásamt Bjarna Ara og hjómsveit. Margrét Ólöf Magnúsdóttir djákni leiðir stundina og Þrá- inn Haraldsson guðfræðinemi flytur hug- leiðingu. BREIÐHOLTSKIRKJA: Farið verður í safn- aðarferð til Sandgerðis og Hvalsneskirkju. Tökum þátt í fjölskyldumessu kl. 11 í safn- aðarheimili Sandgerðis. Brottför frá Breið- holtskirkju kl. 9.45. Guðsþjónusta Fá- skrúðsfirðingafélagsins kl. 14. Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sér um helgihaldið. Kirkjukaffi á eftir. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B- hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kap- ellu á neðri hæð. Súpa í safnaðarsal eftir messu. (www.digraneskirkja.is.) FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í Fella- og Hólakirkju. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Lenku Mateovu kantors. Vorferð sunnudagaskólans. Farið verður frá Fella- og Hólakirkju með rútu kl. 11. Ferðinni er heitið í Vindáshlíð, þar sem er frábær aðstaða, bæði innan dyra og utan. Farið verður í leiki, grill og helgi- stund. Áætluð heimkoma er kl. 14. GRAFARHOLTSSÓKN: Messa í Þórð- arsveig 3 kl. 11. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadótt- ir. Kirkjukór Grafarholtssóknar syngur. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Að lokinni guðsþjónustu verður haldinn að- alsafnaðarfundur. Venjuleg aðalfund- arstörf. Léttur hádegisverður. Ísfirð- ingamessa kl. 14. Séra Sveinbjörn Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór brottfluttra Ísfirðinga syngur. Org- anisti: Bjarni Þór Jónatansson. Ísfirðinga- kaffi eftir messu. HJALLAKIRKJA: Lofgjörðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Þor- valdur Halldórsson tónlistarmaður leiðir léttan safnaðarsöng. Aðalsafnaðarfundur Hjallasóknar að guðsþjónustu lokinni í safnaðarsal. Venjuleg aðalfundarstörf. Léttur hádegisverður fram borinn á meðan fundurinn stendur yfir. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sóknarprestur sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Litli kór Kársnesskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra. Strengja- leikarar spila. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30 í umsjón Önnu Kristínar, Péturs Þórs og Sigríðar. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi: Fjölskyldumorg- unn kl. 11 í safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3. Fjölskyldudagskrá með úti- leikjum ef veður leyfir. SELJAKIRKJA: Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. Altarisganga. Sjá nánar um kirkjustarf á www.seljakirkja.is. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgun- guðsþjónusta kl. 11. Friðrik Schram kenn- ir. Einnig verður heilög kvöldmáltíð. Sunnudagskóli fyrir 3–6 ára börn, Krakka- kirkja í Lofgjörðarlandi fyrir 7–13 ára. Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Jónas Þórisson predikar. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla miðvikudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boð- un FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Umsjón Anne Marie Reinholdtsen. Mánu- dagur: Heimilasamband kl. 15. Allar kon- ur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Sam- koma kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir talar orð guðs. Lofgjörð og fyrirbænir. Barna- starf á samkomutíma og kaffisala á eftir. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræð- um. Jón Þór Eyjólfsson. English speaking service at 12.30 pm.The entrance is from the car park in the rear of the building. Everyone is welcome. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Vörður Leví Trausta- son. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Fyrirbænir í lok samkomu. Barnakirkja meðan á samkomu stendur, öll börn vel- komin frá 1–12 ára. Hægt er að hlusta á beina útsendingu á Lindinni fm 102,9 eða horfa á www.gospel.is. Á omega er sýnd samkoma frá Fíladelfíu kl. 20. KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Samkomur kl. 19.30 á föstu- dögum. KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ mun frumsýna í hátíðarsal kirkjunnar í dag 6. maí kl. 19 myndina Eldur á ÍS. Þetta er ný mynd til minningar um ís- lensku mormónana sem fóru frá Vest- mannaeyjum til Utah um miðja 19. öld. Í tilefni sýningarinnar eru Melva Gíslason, eiginkona Byrons Gíslasonar, og synir þeirra stödd hér á landi, en þau stofnuðu kirkjuna á Íslandi í ágúst 1976. Auk þeirra verða margir aðrir góðir gestir. Allir eru vel- komnir. Hefðbundin guðsþjónusta er svo á morgun, sunnudag, kl. níu árdegis á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Tilbeiðslustund er haldin í Kristskirkju á hverju fimmtudags- kvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Maímánuður er allt frá fornu fari settur sérstaklega undir vernd heilagrar Maríu meyjar og tileinkaður henni. Haldin er bænastund við Maríualtarið á hverjum mánudegi og miðvikudegi að kvöldmessu lokinni og tekur ekki meira en korter. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslustund á mánu- dögum frá kl. 19 til 20. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslustund á hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnu- daga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. Tilbeiðslustund á hverjum föstudegi kl. 17 og messa kl. 18.00. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðsþjón- usta kl. 11:00. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11:00 Safnaðarheimili aðventista Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Safn- aðarheimili aðventista Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11:00. Aðventkirkjan Breka- stíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðsþjónusta kl. 11.00. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Félag fyrrverandi sóknarpresta kemur í heimsókn. Eftir messu verður kirkjukaffi í Félagsgarði. Þangað eru allir velkomnir. Gunnar Krist- jánsson sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 messa í Landakirkju. Þriðji sunnudagur eftir páska (iubilate). „Hryggð mun snúast í fögnuð“ segir í guðspjalli dagsins. Geng- ið verður að borði Drottins. Kór Landa- kirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Prestur sr. Þorvaldur Víð- isson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. 50, 60 og 70 ára fermingarbörn heim- sækja kirkjuna. Söngkór leiðir safn- aðarsöng. Organisti Antonía Hevesi. Há- degisverður og samsæti afmælisárganganna í Hásölum Strand- bergs eftir messu. Hjörtur Howser leikur á flygil í Hásölum. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Sunnudagaskólinn og fjölskylduguðsþjónustan saman í einni stórri fjölskylduhátíð. Barnakór Víð- istaðasóknar syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Fjölskylduhátíð í Kaldárseli. Tónlistarfólk Fríkirkjunnar mætir á staðinn og heldur uppi miklu fjöri. Farið verður í leiki en fullorðna fólkinu boð- ið í gönguferð um nágrenni sumarbúð- anna. Þá verður að sjálfsögðu grillveisla en kaffi og veisluborð fyrir fullorðna fólkið. Dagskráin hefst kl. 11 og þeim sem ekki koma á eigin bílum uppeftir er bent á rútu- ferð frá kirkjunni kl. 10.30. KÁLFATJARNARKIRKJA: Messa kl. 14, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona prédikar. Kór Kálfatjarnarkirkju leiðir söng undir stjórn Franks Herlufsen. Kaffisala kven- félagsins í Tjarnasal Stóru-Vogaskóla eftir messu. VÍDALÍNSKIRKJA: Leikmannamessa kl. 11. Nanna Guðrún Zoëga djákni þjónar ásamt leikmönnum í Garðasókn. Jóhann Baldvinsson leiðir lofgjörðina ásamt kór kirkjunnar. Barnagæsla meðan á guðs- þjónustu stendur. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Álftaneskórinn syngur. Organisti Bjart- ur Logi Guðnason. Sr. Friðrik J. Hjartar og Gréta Konráðsdóttir djákni þjóna. Fögnum sumri saman í kirkjunni. Allir velkomnir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaginn 7. maí kl. 20 setur sr. Gunnar Kristjánsson, prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi, sr. Skúla S. Ólafsson inn í embætti sókn- arprests við Keflavíkurprestakall. Athöfnin fer fram í Keflavíkurkirkju og að henni lok- inni verður kirkjugestum boðið til sam- sætis í safnaðarheimili kirkjunnar. Sr. Skúli þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigfúsi Baldvini Ingvasyni. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Hákons Leifssonar, organista kirkjunnar. Sóknarnefnd Kefla- víkursóknar. ÚTSKÁLAPRESTAKALL: Sameiginleg fjöl- skylduguðsþjónusta prestakallsins og lokasamvera barnastarfsins verður í safn- aðarheimilinu í Sandgerði kl. 11. Sókn- arbörn Breiðholtskirkju koma í heimsókn og taka þátt í guðsþjónustunni, ásamt prestum og starfsfólki. Barnakór kirkj- unnar, kórstjóri og organisti og margt góðra gesta sækir okkur heim og margt verður til gamans gert. Kirkjugestum verð- ur boðið að þiggja grillaðar pylsur að lok- inni afhöfn og halda að því loknu út í Hvalsneskirkju og eiga þar stund, hvort heldur í leikjum fyrir utan kirkjuna eða í kirkjunni við fræðslu og söng. Fjölmenn- um til guðsþjónustunnar, og tökum vel á móti Breiðholtssöfnuði er við fögnum komandi sumri og kveðjum veturinn. Helgistund á Garðvangi sunnudag kl. 15.30. BORGARNESKIRKJA: Messa kl. 11 við upphaf héraðsfundar Borgarfjarð- arprófastsdæmis. Sr. Sigurður Sigurð- arson, vígslubiskup í Skálholti, prédikar. Kirkjukór Borgarneskirkju syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Sókn- arprestur. AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Ey- þór Ingi Jónsson. GLERÁRKIRKJA: Barnastarf og messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Fé- lagar úr Kór Glerárkirkju syngja. Organisti er Hjörtur Steinbergsson. Kvöldguðsþjón- usta með léttri tónlist kl. 20.30. Sr. Gunn- laugur Garðarsson þjónar. Krossbandið, Ragga, Snorri og Kristján, leiðir söng. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Kór eldri borgara undir stjórn Kristjáns Giss- urarsonar leiðir sönginn. Eldri borgarar heiðursgestir. Kirkjukaffi. Mánud. 8. maí: Kyrrðarstund kl. 18. Sóknarprestur. ÞYKKVABÆJARKIKRJA: Guðsþjónusta kl. 20. Aðalsafnaðarfundur Þykkva- bæjarsóknar verður haldinn í kirkjunni að guðsþjónustu lokinni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 11 gr. starfsreglna Kirkjuþings um sóknarnefndir nr. 732/ 1998. Sóknarprestur og sóknarnefnd Þykkvabæjarsóknar. VÍKURKIRKJA í Mýrdal: Guðsþjónusta og aðalsafnaðarfundur sunnudag kl. 14. Kór Víkurkirkju syngur. Stjórnandi og organisti er Kristín Waage. Eftir guðsþjónustuna verður haldinn aðalsafnaðarfundur Vík- ursóknar árið 2006. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Fjölmennið og takið virkan þátt í kirkjustarfinu. Sókn- arprestur og sóknarnefnd. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. STÓRUBORGARKIRKJA: Lesmessa sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Fermingarmessa sunnudag kl. 11 og kl. 14. Foeldramorg- unn miðvikudag kl. 11. Opið hús, hressing og spjall. Sr. Gunnar Björnsson. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 13.30. Söngkór Hraun- gerðisprestakalls syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista. Prestur Kristinn Á. Friðfinnsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 13.30. ferming. SÓLHEIMAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti Ester Ólafs- dóttir. Ritningarlestra les Bergþóra Hlíð- kvist Skúladóttir. Lokabæn flytur Úlfhildur Stefánsdóttir. Guðspjall dagsins: Ég mun sjá yður aftur. (Jóh. 16.) Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonTungufellskirkja FRÉTTIR FJÓRÐUNGSSAMBAND Vestfirð- inga, í samvinnu við sýninguna Perl- an Vestfirðir, boðar til málþings á Hótel Loftleiðum um breytta at- vinnustefnu á Vestfjörðum laugar- daginn 6. maí kl. 10–12. Frummælendur verða Guðni Geir Jóhannesson, formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra, Magnús Jóhannesson, ráðu- neytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, Ragnhildur Sigurðardóttir vistfræð- ingur, Ásta Þorleifsdóttir, umhverf- isverkfræðingur og sérfræðingur í þekkingarstjórnun, og Viðar Hreins- son, framkvæmdastjóri Reykjavík- ur-Akademíunnar. Að loknum erindum frummæl- enda verða pallborðsumræður. Málþing um breytta atvinnustefnu á Vestfjörðum BIFHJÓLASÝNING verður í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi í dag, laugardaginn 6. maí, kl. 13– 17. URAL-umboðið mun kynna nýtt hjól af gerðinni URAL- Vorona árgerð 2006. Hjólið er númer 30 af 33 hjól- um framleiddum af þessari gerð. Hjólið er svart-matt og krómlaust. Nánar um URAL á www.ural.- is. Bifhjólasýning í Borgarnesi SELKÓRINN á Seltjarnarnesi ásamt hljómsveit heldur styrkt- artónleika til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðnings- miðstöðvar fyrir krabbameins- greinda og aðstandendur þeirra. Tónleikarnir verða haldnir í dag, laugardaginn 6. maí kl. 17, í Nes- kirkju, Hagatorgi. Forsala aðgöngumiða er hjá Ljósinu í síma 561-3770 eða gsm 695-6636 og á www.ljosid.org og rennur allur ágóði óskertur til Ljóssins, segir í fréttatilkynn- ingu. Tónleikar til styrktar Ljósinu Í DAG opnar Svandís Egilsdóttir myndlistarkona sýningu í Galleríi Klaustri, Skriðuklaustri, sem ber heitið ó-hrein-dýr. Á sýningunni eru olíumyndir sem Svandís hef- ur málað síðustu misseri eftir að hún flutti austur á land. Í sýning- arskrá segir: „Þegar ég flutti austur heillaðist ég strax af hreindýrunum og mig langaði til að teikna og mála þau. Þau vekja allt frá barnslegri gleði til tign- arlegrar aðdáunar með útliti sínu og lipurð.“ Sýningin ó-hrein-dýr stendur út maí í Galleríi Klaustri og er opin alla daga frá kl. 12–17 eins og Gunnarshús á Skriðu- klaustri. Ó-hrein-dýr í Skriðuklaustri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.