Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. FYRSTA sumarhelgi ársins virðist í uppsiglingu, og er spáð allt að 18 stiga hita suðvestanlands á sunnu- dag. Haraldur Eiríksson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitastig verði nokkuð hátt alls staðar á landinu um helgina. Í dag getur þó orðið einhver væta fyrri part dags á Suðvesturlandi, en spáð er besta veðrinu norðanlands. Á morgun, sunnudag, er spáð hæglæt- isveðri um land allt, sól í heiði og hita- stigi á bilinu 10–15 gráður víðast hvar um landið, en spáð er allt að 18 stiga hita suðvestanlands. Hitabylgju spáð um helgina MANNANAFNANEFND hefur sam- þykkt kvenmannsnafnið Bil, sem eigin- nafn. Tekið er fram í úrskurði nefndarinn- ar að eiginnafnið Bil taki íslenska eignarfallsendingu, Bilar, og teljist það hafa áunnið sér hefð í samræmi við ákvæði laga um mannanöfn. Nefndin hefur einnig samþykkt beiðni um eiginnafnið Sophia og skal það fært í mannanafnaskrá sem ritmynd eiginnafns- ins Soffía, skv. úrskurði Mannanafna- nefndar. Þá samþykkti nefndin nafnið Jenetta sem eiginnafn. Það tekur eignarfallsend- inguna Jenettu og telst uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Nefndin hafnaði beiðni um eiginnafnið Eleanor Mannanafnanefnd hafnaði aftur á móti beiðni um kvenkynsnafnið Eleanor, sem eiginnafn. Segir í úrskurði nefndarinnar að eiginnafnið Eleanor geti ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Í úrskurðinum kemur fram að skv. upplýsingum Hagstofunnar beri aðeins tvær konur eiginnafnið Eleanor sem fyrra nafn og ekki sé hefð fyrir þessum rithætti. Mega heita Bil og Jenetta VEL gekk að hífa Zimsenhúsið svokallaða upp á sérstyrktan vörubílspall í gærkvöldi, en húsið verður flutt undir morgun í dag út á Granda, þar sem það verður geymt þar til búið er að ákveða hvað verður um þetta gamla fyrr- verandi pakkhús, sem hefur stað- ið við Hafnarstræti 21 frá árinu 1884. Þorsteinn Bergsson, fram- kvæmdastjóri Minjaverndar, seg- ir að ákveðið hafi verið að flytja húsið í heilu lagi frá Hafn- anir verið starfræktar í húsinu, segir Þorsteinn. Framtíð hússins eftir að það hverfur úr Hafnarstrætinu er óráðin. Til bráðabirgða verður það geymt úti á Granda, en Þor- steinn segir ýmsar hugmyndir uppi um framtíðarstaðsetningu þess. Sjálfum líst honum best á að það fái heimili í Viðey, en tals- vert hefur verið fjallað um hug- myndir um að flytja Árbæj- arsafn út í eyna. steinn segir að reikna megi með því að alls verði kostnaðurinn við að flytja húsið á bilinu 8–10 milljónir króna. Ekið verður vestur á Granda með húsið klukkan 8 á laugardagsmorgun, og reiknað með að ferðin taki 2–3 klukkustundir. Zimsenhúsið var byggt í tvennu lagi, fyrri hlutinn árið 1884, en sá seinni fimm árum síðar. Húsið var upphaflega pakkhús í eigu Thomsens maga- sín, en síðan hafa ýmsar versl- arstrætinu þrátt fyrir að húsið sé gríðarstórt, 24,5 metrar á lengd og 8 metrar á breidd. Reiknað hafði verið út að það vægi sennilega um 96 tonn, og stóðst sú áætlun ágætlega, því húsið reyndist vega samtals 98 tonn í hífingunni. Sérstyrkja þurfti vörubílspall- inn fyrir flutninginn, en pall- urinn er sá stærsti sem hægt var að fá hér á landi. Einnig þurfti að sérsmíða allan hífing- arbúnað sem notaður var. Þor- Morgunblaðið/Júlíus Zimsenhúsið hverfur úr Hafnarstræti PILTAR í framhaldsskóla, 16–19 ára gamlir, virðast margir hafa ánetjast klámi, að því er ný rann- sókn á kynhegðun ungs fólks og kynferðislegri misnotkun barna leiðir í ljós. Rannsóknin náði til nær 10.500 framhaldsskólanema og er sú umfangsmesta sinnar tegund- ar sem gerð hefur verið hér á landi. Rannsóknina gerðu Rannsóknir & greining/Háskólinn í Reykjavík í samvinnu við Barnaverndarstofu. Í rannsókninni var m.a. spurt um skoðun á klámi í formi klámblaða, kláms í sjónvarpi, á myndbandi, DVD eða á netinu. Heil 57% pilta, 16–19 ára, kváðust skoða klám einu sinni til tvisvar í viku og 37% þessa aldurshóps skoðuðu klám þrisvar eða oftar í viku. Neyslan á klámi er mikið áhyggjuefni, að mati Braga Guð- brenglaðra hugmynda um sam- skipti kynjanna og til kynlífs. Það hefur einnig verið sýnt fram á að þetta stendur í beinu samhengi við kynferðisbrot.“ Bragi sagði að verið væri að bjóða hættunni heim með verslun- arvæðingu kynlífs og því að leyfa kláminu að flæða yfir. Hann hvatti foreldra til að ræða við börn sín um klámið og hætturnar sem því fylgja. Börn sem ekki nytu góðra samskipta við fullorðna og sína nánustu væru í sérstakri áhættu hvað þetta varðar. Bragi taldi að klámneyslan yrði ekki stöðvuð með því að meina unglingunum aðgang að tölvum og netinu heima, eða með því að horfa yfir öxlina á þeim þar. Þeir færu þá bara annað til að skoða klám. Það sem þyrfti væri að ræða við ungmennin og fræða þau um hættur klámsins. brandssonar, for- stjóra Barna- verndarstofu. Hann taldi það ekki tilviljun að tölfræðilegt sam- hengi væri á milli klámnotk- unar og viðhorfa drengja til kyn- lífsatriða á borð við fjölda rekkju- félaga sama kvöldið, að lifa kynlífi án þess að tilfinningar væru í spilinu og að veita kynferðislega greiða fyrir að komast inn í sam- kvæmi. „Ég held að við þurfum að taka þetta mjög alvarlega,“ sagði Bragi. „Þetta er eitthvað sem foreldrar þurfa að vita um. Hvað þetta er orðið alvarlegt mál. Ég segi alvar- legt vegna þess að það er marg- rannsakað erlendis að mjög mikil neysla á klámefni leiðir til mjög Ný skýrsla um kynhegðun unga fólksins kynnt í gær Klámneysla ungra pilta áhyggjuefni Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is  Piltar skoða klám | 10 Bragi Guðbrandsson RÍFLEGA fjögur hundruð manns hafa kosið utan kjörfundar hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík nú þegar þrjár vikur eru til sveit- arstjórnarkosninganna, sem fram fara 27. maí nk. Kosið verður til bæjar- og sveitarstjórna í 79 sveit- arfélögum. Frestur til að skila framboðum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveit- arfélagi rennur út kl. 12 í dag. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninganna hófst mánudag- inn 3. apríl sl. Hún fer fram hjá öll- um sýslumannsembættum landsins. Auk þessa fer utankjörfundarkosn- ing fram í öllum sendiráðum Ís- lands erlendis og á aðalræð- isskrifstofum Íslands í New York og Winnipeg. Heldur fleiri nú en síðast Þórir Hallgrímsson, deildarstjóri hjá sýslumannsembættinu í Reykja- vík, segir að heldur fleiri séu búnir að kjósa utan kjörfundar hjá emb- ættinu nú en á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þá kusu alls um níu þúsund manns utan kjörfundar. „Ég hvet fólk sem veit nú þegar að það verður ekki í bæn- um á kjördag að koma og kjósa sem fyrst til að lenda ekki í biðröðum síðustu daga fyrir kosningar,“ seg- ir hann. Kosningin fer fram í Laug- ardalshöll og er opið alla daga frá kl. 10 til 22 fram að kjördegi. Morgunblaðið/ÞÖK Um 400 hafa kosið í Reykjavík Frestur til að skila inn framboðum rennur út í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.