Morgunblaðið - 06.05.2006, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 73
Ídag, klukkan 17.30, hefst mikil tónlist-arveisla í Laugardalshöll með erlendumsem innlendum sveitum. Þema tón-leikanna er borgin Manchester og til-
efnið er að nú er loks búið að koma á beinu flugi
frá Keflavík til þessa höfuðstaðar breska norð-
ursins.
Manchester er heimaborg margra af áhrifa-
mestu rokksveitum Bretlandseyja, nefna má
Buzzcocks, Smiths, Happy Mondays og Stone
Roses. Norðurhéruðin hafa lengi vel verið hið
álitlegasta gróðurhús fyrir framsækna tónlist í
eyjunum og þannig var seilst til Liverpool
vegna Hallartónleikanna, og þangað sótt sveitin
Echo and the Bunnymen, hiklaust ein merkasta
síðpönksveit Bretlands fyrr og síðar.
Á tónleikunum mun Andy Rourke þá sjá um
plötusnúðamennsku, en hann var eitt sinn
bassaleikari í hinni goðsagnakenndu sveit The
Smiths. Badly Drawn Boy treður og upp, en af
nýrri listamönnum frá Manchestersvæðinu er
Badly Drawn Boy (Damon Gough) einn sá allra
athyglisverðasti. Fyrsta plata hans, The Hour
of the Bewilderbeast (2000), er mikið meist-
araverk og annað úr hans ranni ekkert slor
heldur. Nefna má yndislega tónlist hans við
kvikmyndina About a Boy og síðasta breiðskífa
hans, One plus One is One, er þá firnasterk og
fór óþægilega framhjá fólki á sínum tíma. Ekki
er þá vitlaust að gaumgæfa fyrstu þrjár stutt-
stífur Goughs, mjög áhugavert „stöff“.
Seigla
Síðast en ekki síst kemur gæðarokksveitin
Elbow fram, sveit sem hefur vaxið jafnt og þétt
með hverri útgáfu. Síðasta plata hennar, Lead-
ers of the Free World, kom út í fyrra og þykir
þeirra besta verk til þessa. Og ekki var beint
verið að kasta til höndunum við hinar tvær.
Elbow á sér allsérstæða sögu, og er gott vitni
um hvert seiglan getur skilað fólki. Þeir félagar
settu á laggirnar hljómsveitina SOFT, stuttu
eftir að tíundi áratugurinn gekk í garð. Undir
því nafni spiluðu þeir allt til 1997, en þá breyttu
þeir nafninu í Elbow. Tónlist SOFT var víst
ansi flókin og framþróuð – og hundleiðinleg að
mati söngvarans og textasmiðsins, Guys Gar-
veys, en textar hans eru eitt af mörgu sem
prýðir Elbow, glúrnir og fela í sér lúmska
ádeilu og háð.
Upp úr 1997 tók við mikill darraðardans við
stóru útgáfurnar. Sveitin gerði samning við
Island og tók upp breiðskífu en kom henni ekki
út þar sem henni var sparkað er Island var
keypt af Universal. Samningur var þá gerður
við EMI en einnig var þeim sparkað þaðan.
Tvær stuttskífur komu þá út á smámerkinu Ug-
lyman og vöktu þær áhuga hjá V2. Fyrsta plat-
an, Asleep in the Back, kom svo loksins út árið
2001 og var hampað gríðarlega sem miklu
meistaraverki. Tónlistin dramatísk, hlaðin, til-
finningaþrungin – en alltaf melódísk. Önnur
platan, Cast of Thousands, kom svo út 2003. Á
henni var Elbow búin að finna sinn tón, og sam-
líkingum við Doves, Radiohead og Coldplay tók
óðum að fækka.
Síðasta plata, Leaders of the Free World, var
svo alfarið tekin upp af meðlimum sjálfum í
hljóðveri, sem þeir leigðu til þess atarna í Man-
chester. Dómar um plötuna hafa allir verið lof-
samlegir og Elbow er á stöðugu risi, heilum
sextán árum eftir að meðlimir settust fyrst nið-
ur saman.
Og svo á NASA
Íslenskar sveitir sem fram koma á hátíðinni
eru Foreign Monkeys (sigurvegarar Mús-
íktilraunna), Benni Hemm Hemm og Trabant.
Tónleikunum lýkur um miðnæturbil en þá verð-
ur gleðinni framhaldið á NASA. Þar munu
Andy Rourke og Óli Palli þeyta skífum en einn-
ig mun hin stórmyndarlega sveit Rass taka á
því. Ókeypis er inn á NASA þetta kvöldið og
gestir Hallarinnar eru sérstaklega velkomnir
en listamönnum hátíðarinnar verður stefnt
þangað, þar sem þeir munu sletta úr klaufunum
að henni lokinni.
Miða á tónleikana má nálgast í gegnum midi-
.is og í verslunum Skífunnar. Enn er hægt að
kaupa miða í stæði og kostar hann 2.600 krónur.
Tónlist | Elbow er ein sveitanna á Manchester-tónleikunum í Laugardalshöll í kvöld
Norðrið er
ekki svo napurt
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
DAGSKRÁIN:
17.30 Húsið opnað
18.00 Foreign Monkeys
18.30 Benni Hemm Hemm
19.30 Trabant
20.05 Andy Rourke DJ
20.30 Echo and the Bunnymen
21.45 Elbow
22.35 Andy Rourke DJ
23.00 Badly Drawn Boy
Elbow á sér allsérstæða sögu og er gott vitni um hvert seiglan getur skilað fólki.
Echo and the Bunnymen er hiklaust ein
merkasta síðpönksveit Breta.
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS
AF MÖRGUM TALIN VERA
BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA.
FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN
MI : 3 kl. 2 - 4 - 5:20 - 8 - 10:40 B.I. 14.
MI : 3 LÚXUS VIP kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30
FAILURE TO LAUNCH kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10
FIREWALL kl. 6:30 - 8:30 - 10:40 B.I. 16.
V FOR VENDETTA kl. 8 B.I. 16.ÁRA.
SCARY MOVIE 4 kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.I. 10
WOLF CREEK kl. 10:40 B.I. 16.ÁRA.
LASSIE kl. 2 - 6
BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 2 - 4
MI : 3 kl. 3 - 5:30 - 8:15 - 10:50 B.I. 14
INSIDE MAN kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 B.I. 16
SCARY MOVIE 4 kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10 B.I. 10
LITLI KJÚLLIN M/- ÍSL TAL. kl. 12 - 1:30
BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 12
SÝND Í
STAFRÆNNI
ÚTGÁFU,
MYND OG HLJÓÐ
POWER SÝNING
KL. 10:40 Í SAMBÍÓUNUM
ÁLFABAKKA
POWER SÝNING
KL. 10.20 Í SAMBÍÓUNUM
AKUREYRI OG KEFLAVÍK
POWER DIGITAL
SÝNING KL. 10.50 Í SAMBÍÓUNUM
KRINGLUNNI
„MISSION: IMPOSSIBLE III BYRJAR SUMARIÐ MEÐ
POMP OG PRAKT OG INNIHELDUR ALLT SEM GÓÐUR
SUMARSMELLUR HEFUR UPPÁ AÐ BJÓÐA, ÞRÆLGÓÐAN
HASAR OG FANTAGÓÐA SKEMMTUN.“
eeee
VJV, Topp5.is