Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 41
kvæmt frumvarpinu um hlutafélagið, virðist þjóðin eiga að leggja þessa eign sína fram sem hlutafé til þessa nýja félags. Látum svo vera, en þar með er lokið þeim kröfum sem hægt er að krefjast af þjóðinni sem beins framlags til þessa hlutafélags. Það er afar skýrt, bæði í hlutafélagalögum sem og í stjórnarskrá okkar. Í 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár okk- ar segir svo: „Engan má skylda til að- ildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lög- mæltu hlutverki vegna almannahags- muna eða réttinda annarra.“ Ef litið er til þeirrar útvarpsþjón- ustu í almannaþágu, sem tilgreind er í 3. gr. frumvarps um Ríkisútvarpið hf. er þar upp talið útvarps- og skemmtiefni, sem í meginatriðum er einnig framleitt af öðrum aðilum í þjóðfélaginu, sem ekki njóta til þess opinberra framlaga úr ríkissjóði eða með beinni skattlagningu, svo sem fyrirhugað er í umræddu frumvarpi. Í því ljósi eru greinilega ekki til stað- ar þeir almannahagsmunir sem heim- ilað gætu undanþágu frá meginreglu 74. gr. stjórnarskrár, um að engan megi skylda til aðildar að félagi. Hug- myndir að innheimtu sérstaks gjalds af öllum skattskyldum aðilum þjóð- félagsins, vegna þessa fyrirhugaða hlutafélags, er því greinilega fjölþætt brot á lýðréttindum, einstaklings- frelsi og sjálfsákvörðunarrétti um ráðstöfun fjármuna sinna. Þurfum við að fara að senda þing- menn okkar í endurhæfingu, til eðli- legs skilnings á stjórnarskránni, meginreglu lýðræðis og almennri dómgreind? ’Þurfum við að fara aðsenda þingmenn okkar í endurhæfingu, til eðlilegs skilnings á stjórnar- skránni, meginreglu lýð- ræðis og almennri dóm- greind?‘ Höfundur er áhugamaður um mannréttindamál. elbílar. Sprengirými vélar segir ekki allt um eyðslu, því ein bílateg- und getur eytt minna eldsneyti en önnur þó svo að sprengirýmið sé svipað. Þá er enn fremur ósann- gjarnt að þungir og stórir jeppar skuli falla í sama vörugjaldsflokk og fólksbílar. Að mínu mati er nauðsynlegt að endurskoða lögin um vörugjöld á bifreiðum til þess að mynda hvata hjá almenningi til að fjárfesta í eyðslugrönnum bíl- um, ekki síst eyðslugrönnum dís- elbílum. Allir bifreiðaframleiðendur gefa út áreiðanlegar upplýsingar um eyðslu bifreiða sem staðfestar eru af alþjóðastofnunum innan bif- reiðageirans. Hvernig væri að flokka vörugjöld bíla eftir eyðslu eldneytis? Eyðslugrennstu bílarnir færu í lægsta vöruflokkinn og svo koll af kolli. Hvert eitt skref til þess að stemma stigu við útblæstri koltvíoxíðs og til að spara auðlind- ir, hvort sem þær eru innan lands eða utan, skiptir máli. Það er ein- falt að ráðleggja fólki að aka minna eða taka strætó. Það eru fjölmargir sem verða að nota bíl daglega og eiga erfitt með að draga úr akstrinum. Ef stjórnvöld vilja er tiltölulega einfalt að búa til hvata fyrir fólk þannig að það sjái virkilegan hag af því að kaupa frekar eyðslugranna og umhverf- isvænni bíla. Að lokum skal bent á að Frjáls- lyndi flokkurinn er flokkur sem hefur vistvæna umhverfisstefnu og er fólk hvatt til þess að kynna sér hana í málefnahandbók flokksins á xf.is. ’Hvernig væri að flokkavörugjöld bíla eftir eyðslu eldsneytis?‘ Höfundur situr í miðstjórn Frjálslynda flokksins. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 41 UMRÆÐAN Upplýsingar um starfsemina 2005. Meginniðurstöður ársreiknings í milljónum króna S a m t r y g g i n g a r d e i l d i r Stigadeild Aldursháð deild Séreignardeild Efnahagsreikningur 31.12.2005 31.12.2004 31.12.2005 31.12.2004 31.12.2005 31.12.2004 Verðbréf með breytilegum tekjum 9.797 7.028 1.213 733 686 477 Verðbréf með föstum tekjum 11.797 10.699 1.461 1.115 826 651 Veðlán 1.886 2.223 234 232 132 141 Aðrar fjárfestingar 71 292 9 30 5 19 23.552 20.242 2.916 2.110 1.649 1.288 Kröfur 131 125 16 13 9 8 Annað 551 436 68 45 39 28 Skuldir -18 -11 -2 -1 -1 -1 Eignir samtals 24.215 20.792 2.998 2.167 1.696 1.323 Eignir sjóðsins eru ávaxtaðar sameiginlega en hér er þeim skipt á deildir í hlutfalli við hreina eign deildanna. Í árslok 2005 var hrein eign sjóðsins 28.909 milljónir króna en var 24.282 milljónir króna í árslok 2004. Yfirlit um breytingar á hreinni eign 2005 2004 2005 2004 2005 2004 Iðgjöld 358 346 401 357 151 109 Lífeyrir -910 -862 -10 -9 -38 -34 Fjárfestingartekjur 3.961 3.564 456 340 266 219 Fjárfestingargjöld -30 -22 -7 -5 -3 -2 Rekstrarkostnaður -30 -23 -18 -14 -9 -7 Matsbreytingar 75 0 9 0 5 0 Hækkun á hreinni eign á árinu 3.423 3.003 831 668 373 284 Hrein eign frá fyrra ári 20.792 17.789 2.167 1.499 1.323 1.039 Hrein eign til greiðslu lífeyris 24.215 20.792 2.998 2.167 1.696 1.323 Samtals jókst hrein eign sjóðsins um 4.627 milljónir króna á árinu 2005 en um 3.955 milljónir króna á árinu 2004. Heildariðgjöld ársins 2005 voru 910 milljónir króna en 812 milljónir króna árið 2004. Lífeyrisskuldbindingar samkvæmt úttekt tryggingarfræðings 31.12.2005 31.12.2004 31.12.2005 31.12.2004 Eignir umfram áfallnar skuldbindingar 1.622 114 499 366 Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum 7% 0,5% 19,7% 19,5% Eignir umfram heildarskuldbindingar 635 -1.060 260 550 Í hlutfalli af heildarskuldbindingum 2,2% -4,0% 2,7% 6,9% 2005 2004 Ellilífeyrir 72,8% 69,3% Örorkulífeyrir 12,5% 15,8% Makalífeyrir 14,2% 14,2% Barnalífeyrir 0.5% 0,7% 100,0% 100,0% 2005 2004 2005 2004 2005 2004 Hrein raunávöxtun (ársgrundvöllur) 14,2% 15,5% Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) 8,6% 6,1% Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) 8,5% 7,9% Eignir í íslenskum krónum 88,2% 89,7% Eignir í erlendum gjaldmiðlum 11,8% 10,3% Fjöldi sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á árinu 1,105 1.206 3.403 3.254 4.100 3.231 Meðalfjöldi lífeyrisþega 2.611 2.673 61 78 22 68 Kostnaður sem hlutfall af eignum 0,21% 0,20% Greiðandi sjóðfélagar á árinu 2005 voru alls 4.508, þar af 4.100 í séreignardeild. Skipting lífeyris í samtryggingardeildum Kennitölur Ársfundur Samvinnulífeyrissjóðsins verður á Nordica hóteli í Reykjavík miðvikudaginn 10. maí kl. 17:00. Á dagskrá eru venjuleg ársfundarstörf. Þá verður tillaga um að sameina Samvinnulífeyrissjóðinn og Lífeyrissjóðinn Lífiðn rædd og borin undir atkvæði. Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt. Nánari upplýsingar á heimasíðu Samvinnulífeyrissjóðsins: www.sls.is A T H Y G L I E H F Kristinn Pétursson: Endurvinna gagnagrunn ICES og Hafró. Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. KOSNINGAR 2006 Hildur Baldursdóttir: „Við mæðgurnar.“ Úrsúla Jünemann: „Kosningajeppi.“ Íris Jóhannsdóttir: „Bréf til frambjóðenda í Mos- fellsbæ.“ Guðvarður Jónsson: „Kosningaloforð.“ Kári Páll Óskarsson: „Enginn vill búa við meng- un.“ Toshiki Toma: „Þátttaka og viðhorf í borgarstjórn.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.