Morgunblaðið - 06.05.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 27
MINNSTAÐUR
Húsavík | Bæjarráð Húsavík-
urbæjar fagnar því að loks skuli
hilla undir varanlega vegagerð
með Jökulsá á Fjöllum af hring-
vegi niður á þjóðveg 85 í Keldu-
hverfi. Ályktun þess efnis var
samþykkt samhljóða.
„Með umræddri vegagerð næst
fram marga ára baráttumál og
mikilvægt hagsmunamál byggð-
anna og ferðaþjónustunnar á
svæðinu. Umrædd vegtenging
vestan Jökulsár er lykilatriði
varðandi aðgengi að Þjóðgarð-
inum í Jökulsárgljúfrum sem opn-
ar um leið mjög áhugaverða
hringleið á svæðinu sem nefnd
hefur verið Demantshringurinn,“
segir m.a. í ályktuninni. Þá er á
það bent að vegur vestan ár tengi
betur saman byggðina við Öx-
arfjörð og í Mývatnssveit en veg-
ur austan ár.
Bæjarráð harmar þá neikvæðu
afstöðu sem fram kemur í at-
hugasemdum stjórnar Land-
verndar til Skipulagsstofnunar
vegna fyrirhugaðrar vegagerðar.
Að mati bæjarráðs lýsa þær skiln-
ingsleysi á aðstæðum og hags-
munum heimamanna.
Bæjarráð hvetur skipulags-
yfirvöld í landinu til þess að fall-
ast á umrædda vegagerð vestan
ár og samgönguyfirvöld til þessa
að tryggja eins hraða fram-
kvæmd verksins og kostur er.
Fagnar fyr-
irhuguðum
Dettifossvegi
væri svo ánægður með vélina að
ég vildi fá að skila henni.“
Hann hafði nefnilega æst sjálfan
sig upp í að kaupa vél sem kostaði
tvær og hálfa milljón. „Og til þess
að trúa því að ég ætti að gera það
þá bætti ég við þessari sjálfsblekk-
ingu: Svo ætla ég að verða bestur!
Þessi hugsunarháttur er nátt-
úrlega hollur en hann er líka mjög
erfiður. Maður leggur sig allan
fram. Verkefnið verður lífið sjálft.“
Þú ert ekki margir menn
Örn Ingi hefur í gegnum árin
leikstýrt út um allt land, haldið 30
myndlistarsýningar. Hann hefur
mikið unnið í fjölmiðlum; segist
hafa gert 200 útvarpsþætti og 30
sjónvarpsþætti og sú reynsla sam-
einist í einu auga á bak við lins-
una.
„Konan mín segir stundum: At-
hugaðu að þú ert ekki margir
menn. Kannski er ég það samt. Ég
er blanda af manni sem getur ver-
ið duglegur og húðlatur, eða svo
virðist stundum vera. En þá er ég
að hugsa.“
Örn Ingi er jafnan með mörg
járn í eldinum. Frá því í haust hef-
ur hann skilað af sér þremur
heimildarmyndum. „Ein þeirra er
um síðasta mánuðinn í Húsabakka-
skóla, önnur um listahátíð í Mos-
fellsbæ sem tengdist 100 ára af-
mæli Halldórs Laxness og sú
þriðja var gerð í tilefni 30 ára af-
mælis fyrirtækisins Hölds, sem
var fyrir tveimur árum.“
Hann hefur unnið mikið en seg-
ist aldrei hafa yfirkeyrt sig. „Ég
er frjáls í þessu hugtaki sem tím-
inn er. Ég hef gaman af hinu
óvænta. Óvænt atburðarás getur
orðið til þess að listaverk verður
betra.
Ef eitthvað datt í gólfið og
brotnaði þegar ég vann að mynd-
list gat ég notað það. Ég nýti allt
sem fer úrskeiðis sem bendingu
um það að ég hafi verið stoppaður
af til þess að fara aðra leið sem
verður betri.
Þess vegna er myndin að hluta
til dulræn. Og sá sem hingað kem-
ur á ekki bara að setjast niður og
annaðhvort hlæja eða verða súr.
Þetta hefur allt tilgang.“
fullri lengd í eigin sal
Barnalist | Fimm ára börn á leik-
skólanum Klöppum opna sýningu á
myndverkum á Bókasafni Háskólans
á Akureyri í dag kl 13. Þau hafa í vet-
ur tekið þátt í rannsóknarverkefni
um fagurfræðilega upplifun barna.
Verkefnið er unnið af Rósu Kristínu
Júlíusdóttur lektor í myndlista-
kennslu við Háskólann á Akureyri
og Valgerði Dögg Jónsdóttur heim-
spekingi.
Sjónþing | Í tengslum við opnun
sýningarinnar HOMESICK - For-
tíðarfíkn eða nauðsyn? verður Sjón-
þing í dag í Deiglunni kl. 13. Þátttak-
endur í pallborðsumræðum verða
Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de
Silez de Castro, Nevin Aladag, Guy
Ben-Ner, Haraldur Jónsson, Hann-
es Sigurðsson og Christian Schoen.
SKÓLASTEFNA Akureyrar var
gefin út í vikunni í fyrsta skipti og
lögðu fulltrúar flokka í minnihluta og
meirihluta bæjarstjórnar áherslu á
að sérlega góð samstaða hefði verið á
milli allra flokka við þá vinnu.
Skólanefnd ákvað í febrúar 2003
að hefja vinnu við mótun þessarar
heildstæðu skólastefnu. Ákveðið var
að þar skyldi lögð áhersla á framtíð-
arsýn þannig að skilyrði til uppeldis
og menntunar barna í leikskólum,
grunnskólum og tónlistarskóla væru
ávallt til fyrirmyndar, s.s. með fram-
sæknu skólastarfi, vel menntuðu og
hæfu starfsfólki, góðum starfsskil-
yrðum barna og starfsfólks og vönd-
uðu húsnæði. Einkunnarorð skóla-
stefnunnar eru þekking, leikni,
virðing, vellíðan og voru fulltrúar
allra flokka í skólanefnd sammála
um að mjög vel hafi til tekist.
Skólaþróunarsvið kennaradeildar
HA aðstoðaði við stefnumótunar-
vinnuna og veitti ráðgjöf.
Á fundi bæjarráðs var svo í vik-
unni samþykkt 15 milljón króna fjár-
veiting til tölvukaupa fyrir grunn-
skóla Akureyrarbæjar. Fjárveiting
þessi er til ráðstöfunar fyrir skóla-
nefnd til kaupa á fartölvum fyrir
kennara við grunnskóla bæjarfélags-
ins. Skólastjórar allra skólanna
fengu fyrstu tölvurnar afhentar við
athöfnina þegar skólastefnan var
formlega gefin út.
Ný skólastefna: þekking,
leikni, virðing, vellíðan