Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 35

Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 35 DAGLEGT LÍF Í MAÍ Á HEIMASÍÐUNNI www.bbnor- way.com má finna upplýsingar um hina ýmsu gistimöguleika víðs- vegar í Noregi. Þeir sem eru á leið- inni til Ósló og vantar gistingu geta fundið þar eitthvað við hæfi. Vigelandsparken B & B reka ung og hress hjón ættuð frá Noregi og Sviss. Þetta er hundrað ára gamall herragarður þar sem þau búa með þremur börnum sínum og einum vinalegum ketti. Áður fyrr ferð- uðust hjónin mikið en eftir að börn- unum fjölgaði hafa þau ekki eins mikinn möguleika á því og bjóða því ferðalöngum heim til sín. Gistiheimilið er vel staðsett í ró- legu umhverfi með stórum garði, nálægt miðbæ Ósló og Vigeland höggmyndagarðinum. Aðeins eru þrjú herbergi á gistiheimilinu, morgunmatur er innifalinn í verði og gæludýr eru velkomin með eig- endum sínum. Morgunkaffið í fallegum garði Annað gistiheimili í stórum og fallegum herragarði og ekki svo langt frá hinum er Kristinelund. Þar hefur fjölskylda rekið gisti- heimili inni á heimili sínu í nokkur ár. Gistiheimilið er við Bygdøy Allé sem er ein af frægustu götum Nor- egs, og er þekkt fyrir fegurð sína á vorin þegar kastaníutrén eru í full- um blóma. Kristinelund er staðsett á lítilli hæð í miðri þessari fegurð. Gestir geta notið kaffibolla í fal- legum garði gistiheimilisins og upplifað arkitektúr 19. aldar þegar húsið var byggt. Gistiheimilið er í göngufæri frá miðbænum og ýms- um áhugaverðum stöðum í Ósló. Bátaleiga og sundlaug Þeir sem vilja gista aðeins fyrir utan Ósló og njóta náttúrunnar geta heimsótt Midori Koyama Poppe sem rekur B&B Poppe gisti- heimilið, nálægt Nordmark skóg- inum. Staðsetning gistiheimilisins býður upp á mikla möguleika á úti- veru. Stutt er þó með lestinni niður í miðbæ Osló. Í úthverfi Ósló bjóða Tone og As- geir gestum til sín að gistiheimilinu The Blue Room. Þeir búa í stóru nú- tímalegu húsi og eru með tvö her- bergi til útleigu. Húsið er með sundlaug innandyra og sauna. Þeir bjóða líka upp á báta- og hjólaleigu auk þess sem græn svæði eru ná- lægt húsinu. Gistiheimilið býður upp á borgarfrí með mörgum úti- vistarmöguleikum. Kristinelund-gistihúsið er glæsilegt að utan sem innan. Vigelandsparken-gistiheimilið er í gömlum herragarði.  FERÐALÖG Rúm og morgun- matur í Ósló Frekari upplýsingar má finna á: www.bbnorway.com og www.visitoslo.com NÚ Í BYRJUN sumars kemur út gönguleiðakort af norðanverðum Tröllaskaga og mun það kort ná yf- ir Fljótin, Siglufjörð, Héðinsfjörð, Ólafsfjörð og Svarfaðardal. Kortið er gefið út af Hólaskóla, en er sam- starfsverkefni sveitarfélaganna Skagafjarðar, Siglufjarðar, Ólafs- fjarðar og Dalvíkurbyggðar. Ferðamálastofa Íslands hefur styrkt gerð kortsins. Tilgangurinn með útgáfunni er að vekja athygli á Tröllaskaga sem áhugaverðu útivistarsvæði, hvort sem fólk ferðast um gangandi eða ríðandi, að sögn Kjartans Bollason- ar, verkefnisstjóra við ferða- máladeild Hólaskóla.Á Tröllaskag- anum eru starfandi göngufélög, sem bjóða upp á gönguferðir. Í Skagafirði starfar Ferðafélag Skagafjarðar, á Siglufirði er ný- lega búið að stofna Ferðafélag Siglufjarðar, á Ólafsfirði starfar göngufélagið Trölli og á Dalvík er starfandi Ferðafélag Svarf- aðardals. Framhald á kortaútgáfu Hólaskóla Að auki býður Ferðafélag Ak- ureyrar, Ferðafélag Íslands, Úti- vist og fleiri aðilar upp á ferðir um svæðið. Nýja kortið mun vera framhald á kortaútgáfu Hólaskóla frá því í fyrra, en þá kom út gönguleiðakort af Tröllaskaganum undir yfirskrift- inni „Gönguleiðir á Tröllaskaga, Heljardalsheiði – Hólamannavegur – Hjaltadalsheiði“. Það nær yfir miðjan Tröllaskagann og er m.a. fáanlegt hjá FÍ í Mörkinni og hjá Eymundsson í Kringlunni. Göngukort um Tröllaskagann Morgunblaðið/Þorkell TENGLAR ..................................................... www.olafsfjordur.is www.siglo.is www.dalvik.is  FERÐALÖG NÝJAR rannsóknir benda til að það hafi engin áhrif á líkamsklukkuna að stilla tímann við flugtak í samræmi við tíma á áfangastað þegar lagt er upp í flug yfir tíma- belti eins og margir telja. En það eru til önnur ráð.  Reyndar er ekki hægt að „eiga inni svefn“ ef svo mætti að orði komast en góður langur svefn sólarhring- inn áður er gott ráð við flugþreytu.  Ef hægt er að koma því við er gott að leggja sig aðeins eftir lendingu. Lúrinn hressir mann við um stund án þess þó að veita varanlega hvíld.  Þegar um er að ræða nokkurra daga ferð en yfir mörg tímabelti er best að sofa sem minnst á meðan á ferðalag- inu stendur. Sofa í mesta lagi 3–5 tíma ef þess er kostur á sama tíma og nótt er heima. Líkamsklukkan truflast síð- ur og flugþreytan verður minni þegar heim er komið.  Flugþreyta er ekki ímyndun og það er ekki hægt að bægja henni frá með því að hugsa um eitthvað annað. Þreytuna má stundum yfirvinna sálrænt en líkaminn finnur fyrir henni eftir sem áður.  Gott er að drekka vel af vatni og hreyfa sig á meðan á fluginu stendur.  Áfengi og svefnpillur hjálpa ekki heldur auka einungis á vanlíðan.  Ljós og myrkur hafa mikil áhrif á líkamsklukkuna. Með myrkvun má líkja eftir nótt og góð lýsing kemur í stað dags. Góð ráð við flugþreytu  FLUG Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.