Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 67 MENNING LISTALÍFIÐ verður fjölskrúðugt um helgina. M.a. má nefna sýningu þriggja alþýðulistamanna í Gerðu- bergi sem verður opnuð í dag kl. 15:00. Listamennirnir þrír eru Guð- jón Stefán Kristinsson, Jón Ólafsson og Ketill Larsen. Sýning Guðjóns ber heitið Sagnir og seiðmenn. Hann vinnur skúlptúra í rekavið og hefur m.a gert högg- myndir af andlitum og öndvegissúlur. Jón sýnir portrett sem máluð eru með akrýllitum, hann kallar sýn- inguna Kvunndagsfólk og segir hana samanstanda af einstæðingslegum persónumyndum. Á sýningu Ketils, Andblær frá öðrum heimi, má sjá málverk, en árstíðabundnar lita- samsetningar, sterkar og djúpar í óræðu landslagi, einkenna verk Ket- ils. Fyrir þá sem ná ekki að kíkja á karlana um helgina standa sýning- arnar til 10. september. Flösin, leirlist og gjörningur Í Gerðarsafni og Náttúru- fræðistofu Kópavogs verður í dag kl. 15:00 opnuð yfirlitssýning á verkum Guðmundar frá Miðdal. Á sýningunni er að finna úrval olíumynda, vatns- litamynda og skúlptúra eftir Guð- mund. Auk þess eru sýndar all- margar og afar sjaldséðar grafíkmyndir ásamt fjölmörgum leir- munum. Sýningin ber heitið Mað- urinn í náttúrunni, náttúran í mann- inum og stendur til 2. júlí. Málþing um Guðmund og list hans verður síð- an haldið í Salnum í Kópavogi á morgun milli kl. 13:00 og 15:00. Guðrún Halldórsdóttir leirlist- armaður opnar vinnustofu og sýning- arsal í Ármúla 1 í Reykjavík kl. 16:00 í dag. Guðrún sýnir þarna á milli 20 og 30 af nýrri verkum sínum auk þess sem myndir af fyrri verkum hennar munu skreyta veggina. Í kjallara bakhúss á Grundarstíg 21 í Þingholtunum er Gallerí Dverg- ur. Þar opnar í kvöld myndlistarmað- urinn Magnús Árnason sýningu sína MUCUS. Við opnunina flytur Magn- ús gjörning ásamt Stefáni Halli Stef- ánssyni leikara. Magnús stundaði myndlistarnám í Vínarborg og verk hans spanna tilfinningaskalann frá forvitni til hræðslu, frá galdri til mar- traða. MUCUS verður opin 6., 12., 13., 17., 19. og 20. maí kl. 20:00 til 21:30. Reykjanesbúar og nágrannar ættu að skella sér í Flösina, Byggðasafnið í Garði, um helgina. Þar sýnir Jófríður J. Jónsdóttir myndlistarmaður verk sín. Viðfangsefni Jófríðar á þessari sýningu er Reykjanesið, þ.e. vitinn og næsta nágrenni, en þar liggja æsku- slóðir hennar. Sýningin er opin alla daga til 14. maí frá kl. 13:00 til 24:00. Fjórir viðburðir í Hafnarborg Í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, er nóg um að vera. Í dag opnar Örn Þorsteinsson myndhöggvari sýninguna, Kvika úr búri – Höggmyndir, í öllum sölum Hafnarborgar. Örn sýnir bæði ný og nokkur eldri verk steypt í ál, brons og járn. Einnig verða á sýningunni nokkur eldri málverk og teikningar sem forvitnilegt er að skoða með hlið- sjón af nýrri verkum listamannsins. Sýningunni lýkur 29. maí. Í kaffistofu Hafnarborgar stendur nú yfir ljósmyndasýning sem er liður í hátíðinni List án landamæra. Það eru nemendur í Fjölmennt – fullorð- insfræðslu fatlaðra sem sýna ljós- myndir sínar sem eru afrakstur ljós- myndanámskeiðs. Sýnendur eru: Ástrós Ingvadóttir, Arnbjörg Magn- ea Jónsdóttir, Jón Gunnarsson, Hall- dóra Jónsdóttir, Sigurgeir Atli Sig- mundsson, Rut Ottósdóttir, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Birgir Þórisson, Hlynur Jónsson, Sigrún Lóa Ár- mannsdóttir og Valur Alexand- ersson. Anddyri Hafnarborgar stendur ekki autt því þar sýnir Rósa Sigrún Jónsdóttir verk sín en hún er mynd- höggvari mánaðarins í Hafnarborg. Verkin ganga undir heitinu Svart- hvítir dagar. Tvær sýningar á Akureyri Akureyringar láta ekki deigan síga í listalífinu og er Listasafn Akureyrar þar í fararbroddi. Homesick/ Heimþrá – fjölþjóðleg farandsýning í fjórum þáttum nefnist sýning sem verður opnuð þar í dag og stendur til 25. júní. Sýningin er unnin í sam- vinnu við Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar og fer héðan til Tyrklands, Ísraels og Sviss, landa sem eiga það sameiginlegt með Ís- landi að vera á jaðri Evrópusam- bandsins. Listamennirnir sem sýna eru: Ne- vin Aladag (Tyrklandi), Guy Ben-Ner (Ísrael), Chantal Michel (Sviss), Libia Pérez de Siles de Castro (Spáni) og Íslendingarnir Haraldur Jónsson, Katrín Sigurðardóttir og Ólafur Árni Ólafsson. Í tengslum við sýninguna verður haldin pallborðsumræðan Homesick- ness – nostalgía eða nauðsyn í Deigl- unni á Akureyri í dag kl. 13:00. Gallerí Box er til húsa í Kaup- vangstræti 10 í höfuðstað Norður- lands. Þar opnar í dag kl. 16:00 Sól- veig Einarsdóttir sýninguna Dagur og Prins. Sólveig sýnir skúlptúra og ljósmyndir þar sem nýju ljósi er varpað á fyrrverandi gæludýr lista- mannsins. Þetta er þriðja einkasýn- ing Sólveigar og mun hún standa til 25. maí, opið er á fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14:00 til 17:00. Nú er um að gera að pússa spari- skóna og spóka sig með spekingssvip á listasöfnum landsins yfir helgina. Myndlist | Óvenju margar myndlistaropnanir um helgina Morgunblaðið/ÁsdísHvunndagsfólk Jóns Ólafssonar. Höggmynd eftir Örn Þorsteinsson sem sýnir í Hafnarborg. Fjölskrúðugt listalíf í landinu Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Úr innsetningu Magnúsar Árnasonar í galleríinu Dvergi. TINNA Gunnlaugsdóttir Þjóðleik- hússtjóri og Jón Karl Ólafsson for- stjóri Icelandair undirrituðu sam- starfssamning í Þjóðleikhúsinu í gær. Markmið samningsins er að auðvelda Þjóðleikhúsinu að fara til útlanda með íslenska leiklist, en ráðgerðar eru nokkrar ferðir á vegum leikhússins til annarra Norðurlanda á næstunni. Samning- urinn gildir í eitt ár, með mögu- leika á endurnýjun. Leikför með Eldhús eftir máli – Hversdagslegar hryllingssögur til Konunglega leikhússins í Kaup- mannahöfn verður sú fyrsta, en ráðgerðar eru tvær sýningar dag- ana 30. og 31. maí. Verður þetta fyrsta sýningin sem Þjóðleikhúsið sýnir í þessu fornfræga leikhúsi, en verkið verður sett upp í Stærekas- sen. Eldhús eftir máli eða Et skræddersyet køkken – Gysere fra hverdagen verður flutt á íslensku en danskri þýðingu verður varpað upp á skjá. Það er Erik Skyum Niel- sen sem þýðir verkið en hann hefur meðal annars þýtt átján smásögur eftir Svövu Jakobsdóttur á dönsku sem gefnar voru út undir samheit- inu „Kvinde med spejl“. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Ís- lands, mun slást í för með Þjóðleik- húsinu og flytja aðfaraorð um Svövu og skáldskap hennar á dönsku áður en sýningarnar hefj- ast. Fjárstuðningur til ferðarinnar kemur að mestu leyti frá Dan- mörku, frá PFA Pension Fund, en samstarfssamningurinn við Ice- landair auðveldar Þjóðleikhúsinu ennfremur að þiggja boð Kon- unglega leikhússins. Einnig stendur fyrir dyrum að Þjóðleikhúsið fari leikferð til Fær- eyja með Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson, og á Ibsenhátíð- ina í Noregi með Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen. Morgunblaðið/Kristinn Tinna Gunnlaugsdóttir og Jón Karl Ólafsson undirrita samninginn. Eldhús eftir máli í fyrstu ferð Mike Attack „Mér er til efs að Íslendingar hafi nokkurn tíma áður átt skemmtikraft sem jafnast á við Kristján“. Þorgeir Tryggvason/MBL „Það er full ástæða til að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að sjá Kristján flytja sinn leiklistargjörning sem er kraft- mikill, heillandi og bráðfyndinn“. Valgerir Skagfjörð/Fréttablaðið Sunnudagana 7. maí og 14. maí klukkan 14.00. Aðeins þessar sýningar. Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu sætunum til Alicante 18. maí. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Alicante/Benidorm á einstökum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Alicante 18. maí frá kr. 19.990 Síðustu sætin Verð kr. 39.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 18. maí. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.