Morgunblaðið - 06.05.2006, Síða 67

Morgunblaðið - 06.05.2006, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 67 MENNING LISTALÍFIÐ verður fjölskrúðugt um helgina. M.a. má nefna sýningu þriggja alþýðulistamanna í Gerðu- bergi sem verður opnuð í dag kl. 15:00. Listamennirnir þrír eru Guð- jón Stefán Kristinsson, Jón Ólafsson og Ketill Larsen. Sýning Guðjóns ber heitið Sagnir og seiðmenn. Hann vinnur skúlptúra í rekavið og hefur m.a gert högg- myndir af andlitum og öndvegissúlur. Jón sýnir portrett sem máluð eru með akrýllitum, hann kallar sýn- inguna Kvunndagsfólk og segir hana samanstanda af einstæðingslegum persónumyndum. Á sýningu Ketils, Andblær frá öðrum heimi, má sjá málverk, en árstíðabundnar lita- samsetningar, sterkar og djúpar í óræðu landslagi, einkenna verk Ket- ils. Fyrir þá sem ná ekki að kíkja á karlana um helgina standa sýning- arnar til 10. september. Flösin, leirlist og gjörningur Í Gerðarsafni og Náttúru- fræðistofu Kópavogs verður í dag kl. 15:00 opnuð yfirlitssýning á verkum Guðmundar frá Miðdal. Á sýningunni er að finna úrval olíumynda, vatns- litamynda og skúlptúra eftir Guð- mund. Auk þess eru sýndar all- margar og afar sjaldséðar grafíkmyndir ásamt fjölmörgum leir- munum. Sýningin ber heitið Mað- urinn í náttúrunni, náttúran í mann- inum og stendur til 2. júlí. Málþing um Guðmund og list hans verður síð- an haldið í Salnum í Kópavogi á morgun milli kl. 13:00 og 15:00. Guðrún Halldórsdóttir leirlist- armaður opnar vinnustofu og sýning- arsal í Ármúla 1 í Reykjavík kl. 16:00 í dag. Guðrún sýnir þarna á milli 20 og 30 af nýrri verkum sínum auk þess sem myndir af fyrri verkum hennar munu skreyta veggina. Í kjallara bakhúss á Grundarstíg 21 í Þingholtunum er Gallerí Dverg- ur. Þar opnar í kvöld myndlistarmað- urinn Magnús Árnason sýningu sína MUCUS. Við opnunina flytur Magn- ús gjörning ásamt Stefáni Halli Stef- ánssyni leikara. Magnús stundaði myndlistarnám í Vínarborg og verk hans spanna tilfinningaskalann frá forvitni til hræðslu, frá galdri til mar- traða. MUCUS verður opin 6., 12., 13., 17., 19. og 20. maí kl. 20:00 til 21:30. Reykjanesbúar og nágrannar ættu að skella sér í Flösina, Byggðasafnið í Garði, um helgina. Þar sýnir Jófríður J. Jónsdóttir myndlistarmaður verk sín. Viðfangsefni Jófríðar á þessari sýningu er Reykjanesið, þ.e. vitinn og næsta nágrenni, en þar liggja æsku- slóðir hennar. Sýningin er opin alla daga til 14. maí frá kl. 13:00 til 24:00. Fjórir viðburðir í Hafnarborg Í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, er nóg um að vera. Í dag opnar Örn Þorsteinsson myndhöggvari sýninguna, Kvika úr búri – Höggmyndir, í öllum sölum Hafnarborgar. Örn sýnir bæði ný og nokkur eldri verk steypt í ál, brons og járn. Einnig verða á sýningunni nokkur eldri málverk og teikningar sem forvitnilegt er að skoða með hlið- sjón af nýrri verkum listamannsins. Sýningunni lýkur 29. maí. Í kaffistofu Hafnarborgar stendur nú yfir ljósmyndasýning sem er liður í hátíðinni List án landamæra. Það eru nemendur í Fjölmennt – fullorð- insfræðslu fatlaðra sem sýna ljós- myndir sínar sem eru afrakstur ljós- myndanámskeiðs. Sýnendur eru: Ástrós Ingvadóttir, Arnbjörg Magn- ea Jónsdóttir, Jón Gunnarsson, Hall- dóra Jónsdóttir, Sigurgeir Atli Sig- mundsson, Rut Ottósdóttir, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Birgir Þórisson, Hlynur Jónsson, Sigrún Lóa Ár- mannsdóttir og Valur Alexand- ersson. Anddyri Hafnarborgar stendur ekki autt því þar sýnir Rósa Sigrún Jónsdóttir verk sín en hún er mynd- höggvari mánaðarins í Hafnarborg. Verkin ganga undir heitinu Svart- hvítir dagar. Tvær sýningar á Akureyri Akureyringar láta ekki deigan síga í listalífinu og er Listasafn Akureyrar þar í fararbroddi. Homesick/ Heimþrá – fjölþjóðleg farandsýning í fjórum þáttum nefnist sýning sem verður opnuð þar í dag og stendur til 25. júní. Sýningin er unnin í sam- vinnu við Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar og fer héðan til Tyrklands, Ísraels og Sviss, landa sem eiga það sameiginlegt með Ís- landi að vera á jaðri Evrópusam- bandsins. Listamennirnir sem sýna eru: Ne- vin Aladag (Tyrklandi), Guy Ben-Ner (Ísrael), Chantal Michel (Sviss), Libia Pérez de Siles de Castro (Spáni) og Íslendingarnir Haraldur Jónsson, Katrín Sigurðardóttir og Ólafur Árni Ólafsson. Í tengslum við sýninguna verður haldin pallborðsumræðan Homesick- ness – nostalgía eða nauðsyn í Deigl- unni á Akureyri í dag kl. 13:00. Gallerí Box er til húsa í Kaup- vangstræti 10 í höfuðstað Norður- lands. Þar opnar í dag kl. 16:00 Sól- veig Einarsdóttir sýninguna Dagur og Prins. Sólveig sýnir skúlptúra og ljósmyndir þar sem nýju ljósi er varpað á fyrrverandi gæludýr lista- mannsins. Þetta er þriðja einkasýn- ing Sólveigar og mun hún standa til 25. maí, opið er á fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14:00 til 17:00. Nú er um að gera að pússa spari- skóna og spóka sig með spekingssvip á listasöfnum landsins yfir helgina. Myndlist | Óvenju margar myndlistaropnanir um helgina Morgunblaðið/ÁsdísHvunndagsfólk Jóns Ólafssonar. Höggmynd eftir Örn Þorsteinsson sem sýnir í Hafnarborg. Fjölskrúðugt listalíf í landinu Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Úr innsetningu Magnúsar Árnasonar í galleríinu Dvergi. TINNA Gunnlaugsdóttir Þjóðleik- hússtjóri og Jón Karl Ólafsson for- stjóri Icelandair undirrituðu sam- starfssamning í Þjóðleikhúsinu í gær. Markmið samningsins er að auðvelda Þjóðleikhúsinu að fara til útlanda með íslenska leiklist, en ráðgerðar eru nokkrar ferðir á vegum leikhússins til annarra Norðurlanda á næstunni. Samning- urinn gildir í eitt ár, með mögu- leika á endurnýjun. Leikför með Eldhús eftir máli – Hversdagslegar hryllingssögur til Konunglega leikhússins í Kaup- mannahöfn verður sú fyrsta, en ráðgerðar eru tvær sýningar dag- ana 30. og 31. maí. Verður þetta fyrsta sýningin sem Þjóðleikhúsið sýnir í þessu fornfræga leikhúsi, en verkið verður sett upp í Stærekas- sen. Eldhús eftir máli eða Et skræddersyet køkken – Gysere fra hverdagen verður flutt á íslensku en danskri þýðingu verður varpað upp á skjá. Það er Erik Skyum Niel- sen sem þýðir verkið en hann hefur meðal annars þýtt átján smásögur eftir Svövu Jakobsdóttur á dönsku sem gefnar voru út undir samheit- inu „Kvinde med spejl“. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Ís- lands, mun slást í för með Þjóðleik- húsinu og flytja aðfaraorð um Svövu og skáldskap hennar á dönsku áður en sýningarnar hefj- ast. Fjárstuðningur til ferðarinnar kemur að mestu leyti frá Dan- mörku, frá PFA Pension Fund, en samstarfssamningurinn við Ice- landair auðveldar Þjóðleikhúsinu ennfremur að þiggja boð Kon- unglega leikhússins. Einnig stendur fyrir dyrum að Þjóðleikhúsið fari leikferð til Fær- eyja með Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson, og á Ibsenhátíð- ina í Noregi með Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen. Morgunblaðið/Kristinn Tinna Gunnlaugsdóttir og Jón Karl Ólafsson undirrita samninginn. Eldhús eftir máli í fyrstu ferð Mike Attack „Mér er til efs að Íslendingar hafi nokkurn tíma áður átt skemmtikraft sem jafnast á við Kristján“. Þorgeir Tryggvason/MBL „Það er full ástæða til að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að sjá Kristján flytja sinn leiklistargjörning sem er kraft- mikill, heillandi og bráðfyndinn“. Valgerir Skagfjörð/Fréttablaðið Sunnudagana 7. maí og 14. maí klukkan 14.00. Aðeins þessar sýningar. Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu sætunum til Alicante 18. maí. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Alicante/Benidorm á einstökum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Alicante 18. maí frá kr. 19.990 Síðustu sætin Verð kr. 39.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 18. maí. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.