Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í MAÍ Ferðir til Hringeyjaklasans Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason mun gefa íslenskum ferðamönnum hlutdeild í því besta sem hann hefur notið í Grikklandi með því að stýra ferðum til Hringeyjaklasans (Cycla- des) í gríska Eyjahafinu í sumar. Egill hefur dvalið á grísku eyjunum á sumr- um síðasta áratuginn og er þaulkunn- ugur á þessum slóðum, eins og fram kemur á vef ferðaskrifstofunnar Prímu Emblu sem stendur fyrir ferð- unum. Alls verða fjórar tveggja vikna ferðir í sumar og haust og fyrsta ferðin verð- ur 1.–15. júní. Flogið er með Icelandair til London og þaðan með Olympic Airlines til Aþenu. Gist er á 4 stjörnu hóteli í miðborg Aþenu í eina nótt á útleið og eina nótt á heimleið. Flogið frá Aþenu til Naxos og gist þar í tólf nætur. Naxos er grónasta eyjan í klas- anum og þaðan er hægt að fara í lengri og styttri ferðir til nágranna- eyja eins og Mykonos, Paros og Delos. Góðar strendur eru á grísku eyjunum og sjórinn hreinn. Hafgolan gerir að verkum að ekki er of heitt í veðri. Litlu hringeyjarnar eru einnig skammt frá Naxos og auk þess er sérstaklega mælt með eins til tveggja daga ferð til Santorini, eins og fram kemur í upp- lýsingum frá Prímu Emblu. Kynning á ferðunum í máli og myndum verður haldin að Stang- arhyl 1, mánudaginn 8. maí klukk- an 20 ÍSLENDINGURINN Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir, sem bú- sett er í Orlando á Flórída, hefur nú komið sér upp ferðaþjónustu í sólarríkinu vestra og býður áhugasömum Ís- lendingum upp á margþætta þjón- ustu, sem felst m.a. í akstri, far- arstjórn, útvegun húsnæðis og upplýsingagjöf um siglingar og verðlag skemmti- ferðaskipa. Guðrún er Vesturbæingur, en hefur verið búsett á Flórída und- anfarin tólf ár. Áður hafði hún búið í þrjú ár á Puerto Rico eyjunni í Karíbahafi og í þrjú ár í Napólí á Ítalíu. Hún er gift Bandaríkja- manninum Willie Jenkins, sem ver- ið hefur í bandaríska sjóhernum í þrjátíu ár, þar af á Íslandi í fimm ár og í önnur tíu ár starfaði hann sem innkaupastjóri hjá Navy Ex- change á Keflavíkurflugvelli. Hann starfar nú fyrir Navy Exchange í Orlando. Þau Guðrún og Willie eiga saman fimm börn, frá 10 ára aldri upp í 29 ára og eru þau eldri farin að aðstoða móður sína í ferðaþjón- ustunni og æfa sig þá í íslenskunni um leið. „Það má í raun segja að ég hafi tekið við þeirri þjónustu, sem Atli Steinarsson og Anna Bjarnason ráku hér um árabil, en undanfarin tíu ár hef ég verið að aðstoða Ís- lendinga í frí til Flórída. Jafnframt hef ég farið sem fararstjóri í nokkr- ar siglingar með stóra hópa frá Ís- landi á vegum Ingólfs Guðbrands- sonar og ferðaskrifstofunnar Prímu. Ég hef því safnað að mér dágóðri reynslu af gæðum siglinga og kostum skipafélaga og get upp- lýst um sanngjarnt verð. Ég er m.a. í samvinnu við ferðaskrifstofu, sem sérhæfir sig í siglingum og tek auk þess að mér fararstjórn og akstur til og frá skipi,“ segir Guð- rún í samtali við Ferðablaðið, en sjálf segist hún hafa farið í um tíu siglingar með nokkrum skipa- félögum. „Vinsælasta leiðin finnst mér vera svokölluð „Austurleið“, það er Bahamaeyjar, St. Thomas og St. Marteen, sem er hálf- hollensk og hálffrönsk einkar falleg eyja með yndislegum ströndum og vinalegu fólki.“ Guðrún segist geta útvegað hús og íbúðir í öllum stærðarflokkum. „Meðal annars leigi ég út dýrasta og stærsta húsið sem er til leigu í Orlando, en það inniheldur átta svefnherbergi, sem öll eru með sér- baðherbergjum. Auk þess er að finna í húsinu leikfimisal, leik- tækjasal og bíósal með sérstökum bíósætum. Hús þetta leigist í viku- tíma á 4.200 dollara sem svarar til 315 þúsund króna með daglegum þrifum. Einnig get ég útvegað þriggja, fjögurra, fimm og sex her- bergja einbýlishús sem flest státa af einkasundlaugum í bakgarði. Þau eru nálægt Disney-garðinum og er leigan frá 950 dollurum vikan. Í Ventura-hverfinu, sem er ró- legt lokað golfsvæði miðsvæðis í Orlando, segist Guðrún geta útveg- að bæði íbúðir frá 550 dollurum vikuna og einbýlishús með sund- laugum frá 750 dollurum á viku. „Íslendingum stendur líka til boða aðgangur að nokkrum skemmtilegum raðhúsum með sér- lega aðlaðandi sameignum, svo sem sundlaugum, klúbbhúsum, tækja- sölum og verslunum. Nýjasti kjarn- inn stendur við aðalgötuna Int- ernational Drive.“ Guðrún segist ekki mæla með einu umfram annað þegar kemur að húsakostinum því smekkur manna sé bæði misjafn og þarf- irnar sömuleiðis. „Húsin hafa öll sinn sjarma og Disney-svæðið er mikið aðdráttarafl fyrir barnafólk. Fólk verður þó að gera ráð fyrir því að vera á bíl hvar sem er í Or- lando.“  FLÓRÍDA | Íslensk kona býður Íslendingum ferðaþjónustu í Orlando Disney-garðurinn og siglingarnar draga að Glæsileg aðstaða er um borð í skemmtiferðaskipum Karíbahafsins. Íslendingum stendur m.a. til boða stærsta og dýrasta húsið, sem er til leigu í Orlando. Eitt af sumarhúsahverfunum í Orlando, Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.floridafri.com HEIMILDAMYNDIN Supersize me eftir Morgan Spurlock vakti mikla athygli, m.a. hér á landi. Í myndinni borðar kvikmyndagerð- armaðurinn ekkert nema skyndimat í heil- an mánuð og áhrifin á heilsuna urðu greinilega slæm. Í Svíþjóð er nú áformað að gera vísindalega könnun með svipuðu sniði, þ.e. tuttugu manns munu borða skyndimat að eigin vali í einn mánuð og munu fá þau fyrirmæli að hreyfa sig eins lítið og hægt er. Í frétt Svenska Dagbladet kemur fram að Heilsuháskólinn í Lin- köping standi fyrir rannsókninni og tilgangurinn er að skoða afleið- ingar skyndilegrar þyngdaraukningar fyrir mannslíkamann. Þátttakendur verða stúdentar við skólann og allir í kjörþyngd.  RANNSÓKN Tuttugu manns borða skyndimat í mánuðVika á Ítalíu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 25 46 05 /2 00 6 16.600 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Bíll úr flokki B 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.