Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 42

Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 42
42 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ HEFUR Ísland opnað fyrir frjálst vinnuflæði fyrir erlenda starfsmenn frá nokkrum löndum í Evrópu. Ekki eru all- ir sammála um ágæti þess og sumir vilja setja málið í biðstöðu. Öðrum finnst þetta mjög mikilvægt vegna fjölda verkefna sem virðast þurfa að komast í framkvæmd hér á landi. Almennt virðist atvinnuástand gott hér á landi og mikið af fjármagni vera í umferð, þó að Íslendingar séu að- eins 300.000 talsins. Erlendu starfsfólki getur hugs- anlega verið boðin lægri laun en íslensku, og getur því skiljanlega verið um töluverða hagræðingu að ræða fyrir fyrirtæki. Ýmis samtök og stofnanir vilja tryggja erlendu launafólki rétt laun og að ekki sé brotið á rétti þess. Sem er gott mál. Við verðum einnig að tryggja að erlent starfsfólk sé skiljanlegt í samræðum. T.d. má bjóða nýju vinnuafli sjálfstæða kennslu í tungumálum af netinu eða með hagnýtum tungumálabókum. Fyr- iræki sem ráða erlent starfsfólk til starfa ættu að leggja aukinn metnað í kennslu og stuðla að samræðum á skemmtilegan og uppbyggilegan hátt. Hugsanlega samhliða ráðningu getur verið ætl- ast til lágmarkskunnáttu í tungu- málinu, t.d. ákveðins fjölda setn- inga. Nú þegar er mikið af erlendu vinnuafli í margvíslegri starfsemi hér á landi. Við tökum eftir sam- tölum útlendinga á mörgum stöð- um þjóðfélagsins. Þegar við göng- um niður Laugaveginn, pöntum skyndibitamat eða á skemmtistöð- um bæjarins. Einnig eru margir viðburður hérlendis á sviði tónlist- ar, kvikmynda, íþrótta og ýmsar ráð- stefnur sem draga að sér fjölda útlendinga ár hvert. Ásamt er- lendum námsmönnum sem stunda hér marg- víslegt nám. Sem styrkir Ísland sem al- þjóðlegt og heillandi land án landamæra. Sérstaða Íslands á sviði orkuvinnslu, hugvits og útrás fyr- irtækja og listamanna hefur vakið athygli um allan heim. Við erum fallegust í heimi, ekki aðeins miðað við höfðatölu. Það ætti því að vera sjálfsagt fyrir jafnríka þjóð sem okkur að bjóða erlendu fólki að vinna við störf sem við nennum ekki að vinna sjálf. Enda höfum við nóg að gera við markaðssetningu og kaup á fyrirtækjum erlendis. Í sumum störfum skiptir sam- skiptatækni mjög miklu máli t.d. kennarar, þjónustustörf og ferða- þjónustutengd störf. En góð sam- skipti og tungumálakunnátta er grunnurinn að velgengni og fram- förum allra viðskipta í heiminum. Er það góð þróun ef við getum ekki pantað hamborgaratilboð fyr- ir 3, stóran skammt af frönskum og kokteilsósu á okkar eigin móð- urmáli? Skiljanlega hafa ekki allir út- lendingar áhuga á að læra okkar frábæra tungumál, sérstaklega ef þeir vinna hér aðeins tímabundið í t.d. byggingarvinnu, við uppvask eða í fiskvinnslu úti á landi. Og hugsanlega höfum við Íslendingar of mikinn áhuga á ensku og lítinn áhuga á öðrum málum heimsins. Allir þurfa að hafa samskipti við annað fólk á einhverju tungumáli. Tungumálið er jú lykillinn að heiminum og við komumst ekki langt án þess að geta haft sam- skipti á sama máli og viðmælandi. Hvort sem það er tungumál okkar, þeirra eða annað mál. Þá er mik- ilvægt að við séum að tala sama tungumálið. Oft virðist enskan vera efst á blaði og hún talin grundvöllur viðskipta í heiminum. Sem getur verið rétt. En enskan er ekki eina tungumálið sem fólk lærir í skóla. Víða erlendis læra námsmenn frönsku, þýsku eða spænsku í skóla og kínverska er að verða mjög útbreitt tungumál. Enda er Kína talið markaður framtíðar. Það þarf ekki að kosta mikið að læra nýtt tungumál og það þarf ekki að vera leiðinlegt. Þvert á móti getur það verið mjög ódýrt, skemmtilegt, aukið víðsýni, opnað hugmyndaflug og skilning á ólík- um menningarheimum. Útgáfufélagið Infotec hefur gef- ið út setningahandbók á 13 tungu- málum sem inniheldur yfir 500 skemmtilegar setningar, á hverju máli sem auðvelt er að þýða milli ólíkra tungumála. Bókin er þýdd á kínversku, dönsku, ensku, spænsku, finnsku, frönsku, þýsku, íslensku, ítölsku, norsku, pólsku, portúgölsku og sænsku. Í framtíð- inni er gert ráð fyrir að fjölga tungumálum, setningum og einnig hljóðritun framburðar setninga. Með því móti er hægt að skoða setningar á einu tungumáli, þýða á annað mál og hlusta á framburð. Innihald bókarinnar er uppsett í XML gagnagrunni sem opnar möguleika á stafrænni skoðun. Er það mín skoðun að þessi útgáfa og tækni geti auðveldað fjölda fólks að hafa samskipti á öðru tungu- máli. Hvort sem það er í starfi, á ferðalögum eða námi. Tölum sama tungumálið. Nánari upplýsingar á www.infotec.is Frjálst vinnuflæði án landamæra tungumálsins Róbert Stefánsson fjallar um alþjóðavæðingu Íslands og mikilvægi tungumáls í daglegu lífi ’Í framtíðinni er gert ráðfyrir að fjölga tungu- málum, setningum og einnig hljóðritun fram- burðar setninga.‘ Róbert Stefánsson Höfundur er markaðsstjóri Infotec. robert@infotec.is. NOKKUÐ hefur verið rætt um meðferð sorps á svæði Sorpeyð- ingar Eyjafjarðar og hefur sú um- ræða oft á tíðum verið neikvæð og einkennst af nokkurri vanþekkingu. Það er einkum urðun sorps á Glerárdal sem hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum og má að ýmsu leyti taka undir það að urðun sorps á þessum stað er, og hefur verið óheppileg, bæði með tilliti til hæðar yfir sjó og einnig þess að dal- urinn er fallegt úti- vistarsvæði. Þess ber þó að gæta að Ak- ureyrarbær hefur ekki haft annað heppilegt land til urðunar og hefur verið urðað á þessu svæði allt frá árinu 1950. Það er þó ljóst að skárra er að urða áfram á Gler- árdal frekar en að fara í einhverja skemmriskírn þangað til sveit- arfélögin í Eyjafirði komast að nið- urstöðu hvar framtíðarstaður úr- gangsvinnslu verður. Á þeim stað verður þó urðun væntanlega það sem minnst fer fyrir en flokkun, jarðgerð og annar úrgangsiðnaður er það sem mest fer fyrir. Það er ljóst að urðun er á hröðu undanhaldi, sérstaklega vegna þess að nú hafa komið fram leiðir til frekari endurnýtingar og ljóst að í mörgum tegundum úrgangs felast veruleg verðmæti sem auðvelt er að endurnýta. Á síðustu 3 árum hefur urðun sorps á Glerárdal dregist saman um 23% og er það einkum því að þakka að Akureyr- arbær setti gjaldskrá sem hvetur fyrirtæki til að fara aðrar leiðir með úrgang frekar en að urða hann. Fyrirtækið Tæt- ing hefur rutt brautina við jarðgerð og hefur náð góðum árangri þannig að verulegt magn slátur-, fisk- og annars lífræns úr- gangs frá fyrirtækjum hefur verið breytt í mold í stað þess að vera urðað og þannig hefur þessum úrgangi verið komið í eðlilega náttúrulega hringrás. Mikið magn af pappa og blaðaúrgangi er einnig notað í jarðgerðina ásamt timbri og garðaúrgangi. Í Hrísey hefur öllum lífrænum úrgangi frá heimilum verið safnað undanfarin ár og jarðgerður í sérstakri jarð- gerðarvél. Þar sparast flutningur á um 5 tonnum af úrgangi á ári sem annars hefði farið til urðunar á Glerárdal. Það er ljóst að þessar tilraunir sýna að jarðgerð getur gengið fyrir lífrænan úrgang bæði frá fyr- irtækjum og heimilum. Það sem þarf er annars vegar ákvörðun og framkvæmd sveitarfélagana á svæðinu og hins vegar framkvæmd íbúanna sjálfra. Til þess að hvetja til hvers konar flokkunar og end- urnýtingar eru tvær leiðir. Annars vegar að neytendur sjái sér hag í því að flokka og endurnýta (hag- rænn hvati) og hins vegar að setja reglur um hverju má henda og þá hvar. Með því að blanda þessum aðferðum þá næst fram að neyt- endur fá betri tilfinningu fyrir þeim úrgangi sem frá þeim kemur og þeir leita leiða til að minnka þann úrgang eins og kostur er. Reynslan hefur sýnt að þeir, sem venja sig á flokkun og temja sér þennan hugs- unarhátt, ná verulegum árangri og snúa yfirleitt ekki til baka. Öðru hvoru heyrast raddir um að skynsamlegast hljóti að vera að brenna allan úrgang. Það er vond leið bæði frá umhverfissjónarmiði og eins m.t.t. kostnaðar. Brennslu- stöðvar losa gróðurhúsaloftteg- undir, ryk, þungmálma og lífræn eiturefni út í andrúmsloftið. Hluti umhverfiseitrunar sem kemur frá brennslustöðvum mundi ekki vera til, ef ekki væru brennslustöðvar fyrir úrgang. Um 80% af úrgang- inum sem brenndur er ummyndast í mengandi lofttegundir og svifryk. Hugsanleg orkuvinnsla með þess- um hætti telst afar hæpinn því það fer einnig mikil orka í að framleiða það sem í brennsluna fer og á Ís- landi er næg náttúruleg orka fyrir þannig að ekki kallar orkuskortur á brennslu. Það er afar óskynsamlegt að brenna öllum þeim verðmætum sem felast í ruslinu og þótt ekkert væri endurnýtt þá væri miklu skynsamlegra frá umhverfislegu til- liti að urða það. Fyrir utan það að það er ódýrara, en byggingar- og rekstrarkostnaður sorpbrennslu- stöðva er mjög hár. Meðhöndlun úrgangs á nátt- úrulegan og eðlilegan hátt er ekk- ert annað en framleiðsla verðmæta í nútímasamfélagi og mikilvægt að nýta þau verðmæti sem í honum felast. Sjálfbær þróun er lyk- ilhugtak í þessu tilliti. Þetta ætti öllu skynsömu fólki að vera ljóst. Sveitarfélögin við Eyjafjörð hafa alla burði til að vera í fararbroddi í þeim efnum. Allt í rusli? Ingimar Eydal fjallar um sorp og eyðingu þess ’Meðhöndlun úrgangs ánáttúrulegan og eðlilegan hátt er ekkert annað en framleiðsla verðmæta í nútímasamfélagi og mik- ilvægt að nýta þau verð- mæti sem í honum fel- ast.‘ Ingimar Eydal Höfundur er formaður Nátt- úruverndarnefndar Akureyrar. MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur kynnt nýtt fjölmiðla- frumvarp. Þar er margt til bóta frá fyrra frumvarpi. Það er þó enn stjórn- skipulega ólögmætt. Skipta má fjöl- miðlum í tvennt, ljós- vakamiðla og prent- miðla. Útsending ljósvakamiðla fer um útsendingarsvæðið með burðarbylgjum. Burðarbylgjur eru takmarkaðar og því ekkert við það að at- huga að hið opinbera takmarki aðganginn að þeim. Hið sama á ekki við um prentmiðlana. Þar eru engar takmark- aðar burðarbylgjur eða sambærileg atriði sem kalla á slíkar tak- markanir. Það er réttur full- veðja einstaklinga, sjálfstæðra og hugsandi, að mega móta skoðanir sínar eftir þeim upp- lýsingum sem þeir eiga völ á. Það er hluti af skoðanafrelsinu. Og til að vernda skoðanafrelsið hefur ver- ið sett í stjórnarskrá ákvæði um tjáningarfrelsi. Vissulega eru í lögum takmark- anir á tjáningarfrelsi, svo sem bann við dreifingu kláms, takmarkanir á auglýsingum gagnvart börnum, bankaleynd og fleira. Þessar tak- markanir eiga það þó sammerkt að þar eru sérstakir verndarhags- munir svo sem barnavernd eða þörf fyrir traust til fjármálastofnana. Þessar undantekningarreglur eru þannig fram settar að þær taka einungis til verndarhagsmunanna og ganga sjaldnast lengra en þörf krefur til að vernda þá. Þetta á ekki við um hið nýja fjöl- miðlafrumvarp. Þar eru engir sjá- anlegir verndarhagsmunir til staðar varðandi eignarhald prentmiðlanna. Því er haldið fram að frumvarpið feli í sér neytendavernd og verið sé að stuðla að því að upplýsingar sem almenningur fær sé „sannleik- urinn“. En hver er „sannleikurinn“ í hverju máli og hver á að dæma hvaða fréttir séu „sannar“? Hvað samkeppnina varðar getur stundum verið þörf á að brjóta upp sam- keppnishamlandi stöð- ur. En samkeppnisyf- irvöld hafa nú þegar ýmis tæki til að brjóta þær upp. Þarna er einnig farið út fyrir mörk með- alhófs. Algert bann við prentmiðlaútgáfu nema skv. þeim skorðum sem settar eru í frum- varpinu gengur lengra en þörf krefur. Alveg sama hvort það eru samkeppnissjónarmið eða neytendavernd- arsjónarmið. Nú er Hæstiréttur farinn að endurskoða það hvort löggjafinn hafi gætt meðalhófs í löggjöf sinni. Þann 6. apríl 2006 í máli nr. 220/2005, Tóbaksversl- unin Björk, dæmdi rétturinn að lögákveðið bann við sýnileika tóbaks stæðist ekki stjórnarskrá þar sem meðalhófs var ekki gætt. Mjög líklegt er að niðurstaða réttarins verði sú sama í dómsmáli sem reyndi á ákvæði hins nýja fjölmiðlafrumvarps. Bann við því að tilteknir prent- miðlar megi koma fyrir auglit fólks kemur í veg fyrir að fólk geti feng- ið allar þær upplýsingar sem það ætti ella völ á. Fólk vill eiga val og meta sjálft sannleiksgildi blaðanna. Sumir trúa öllu sem þeir lesa, sama í hvaða blaði það er. Aðrir trúa engu. En það er val hvers og eins. Það er lýðræði. Ekkert síður en það að velja hvaða stjórnmálaflokki eða stjórnmálamanni menn treysta. Með hinu nýja fjölmiðlafrumvarpi ætlar menntamálaráðherra sér að taka af almenningi réttinn til að velja milli fjölmiðla. Hversu langt ætli sé þar til hún fer að kjósa fyrir okkur í alþingiskosningum? Ólögmætið er enn til staðar Jón Einarsson fjallar um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Jón Einarsson ’Hversu langtætli sé þar til hún fer að kjósa fyrir okkur í al- þingiskosn- ingum?‘ Höfundur er lögfræðingur. A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Extra sterkt Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.