Morgunblaðið - 06.05.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.05.2006, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, stokkaði rækilega upp í rík- isstjórn sinni í gær í kjölfar mikils ósigurs Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningum í fyrra- dag. Charles Clarke innanríkisráð- herra hverfur úr stjórninni og einnig er Jack Straw, sem verið hefur utan- ríkisráðherra í fimm ár, lækkaður í tign. Þá missir John Prescott aðstoð- arforsætisráðherra spón úr sínum aski, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er umfangsmesta uppstokk- un sem Blair hefur gert á stjórn sinni frá því að Verkamannaflokkur- inn komst til valda fyrir níu árum. Er ljóst að Blair hefur talið nauðsynlegt að hrista rækilega upp í hlutunum í kjölfar erfiðra mála, sem veikt hafa ríkisstjórn hans og skýra að hluta til ósigur Verkamannaflokksins í sveit- arstjórnarkosningum á fimmtudag. Margaret Beckett, sem hefur ver- ið ráðherra umhverfismála, verður utanríkisráðherra í stað Jacks Straw en Straw verður nú leiðtogi stjórn- arinnar í neðri deild þingsins. Geoff Hoon, fyrrverandi varnarmálaráð- herra, verður þó ábyrgur fyrir Evr- ópumálum í utanríkisráðuneytinu. Straw hefur ekki þótt standa sig illa en orðrómur hefur verið á kreiki um ágreining milli hans og Blairs, rætt er um að hann hafi lýst efa- semdum um innrásina í Írak og hann hefur tekið nokkuð aðra afstöðu í Ír- ansmálunum en Blair. „Leiður“ að sjá á bak Clarke Charles Clarke er helsta fórnar- lamb uppstokkunarinnar á stjórn Blairs. Hann hefur átt undir högg að sækja eftir að í ljós kom að meira en 1.000 erlendum afbrotamönnum, þar á meðal mönnum, sem dæmdir voru fyrir morð og nauðganir, var sleppt að lokinni afplánun án þess að vera sendir til síns heima, eins og lög kveða á um. Blair sagðist í gær „leiður“ yfir því að sjá á bak Clarke en kvaðst telja, að honum hefði ekki verið sætt í embættinu. Clarke sagðist fyrir sitt leyti ekki vera sammála því mati for- sætisráðherrans, en að hann myndi áfram vera dyggur liðsmaður Blairs sem óbreyttur þingmaður. Hann hefði hafnað boði um að taka að sér önnur ráðherrastörf. Við ráðuneyti Clarkes tekur John Reid varnarmálaráðherra og Des Browne, en hann hefur verið und- irráðherra í fjármálaráðuneytinu, kemur í hans stað. Ennfremur hverfur Ruth Kelly nú úr menntamálaráðuneytinu til veiga- minni starfa í stjórninni og Alan Johnson, viðskiptaráðherra, tekur við hennar embætti. John Prescott hefur eins og Char- les Clarke átt undir högg að sækja. Er það vegna fregna um að hann hafi átt í ástarsambandi við ritara sinn en Prescott verður áfram aðstoðarfor- sætisráðherra og varaleiðtogi Verkamannaflokksins. Völd hans verða þó minni en áður, því að hann mun ekki lengur hafa sérstakt ráðu- neyti undir sinni stjórn. Íhaldsflokkurinn með 40% Blair þykir með þessari uppstokk- un hafa raðað stuðningsmönnum sín- um í lykilembætti – s.s. Reid, Beck- ett og Hoon – en skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að túlka þessa „nótt hinna löngu hnífa“. Velta menn fyrir sér hvort Blair hafi einfaldlega viljað færa athyglina frá harkalegri útreið Verkamannaflokksins í sveit- arstjórnarkosningunum í fyrradag; eða hvort markmið hans sé að tryggja stöðu sína á forsætisráð- herrastóli, þannig að hann geti setið áfram um ófyrirsjáanlega framtíð. Íhaldsflokkurinn fékk mest fylgi í kosningunum á fimmtudag, ef horft er á fylgi á landsvísu í prósentum, eða 40%; frjálslyndir demókratar fengu 27% og Verkamannaflokkur- inn aðeins 26%. Kosið var um alls 4.360 sæti í sveitarstjórnum víðs vegar um Bretlandi og er hlutur Verkamannaflokksins að kosningun- um afloknum 1.065, sem er tap upp á 251 sveitarstjórnarmann. Íhalds- menn fá 1.567 sveitarstjórnarmenn kjörna, bæta við sig 249. Verkamannaflokkurinn missti meirihluta sinn í sextán sveitar- stjórnum á meðan íhaldsmenn tóku völdin í átta, sem þeir ekki réðu áður. Kjörsókn var aðeins 36%. Umfangsmesta uppstokk- unin í stjórnartíð Blairs Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Jack Straw John Prescott Charles Clarke Charles Clarke víkur úr ríkisstjórn, Jack Straw er lækkaður í tign MARGARET Beckett er fyrsta konan sem skipuð hefur verið í embætti utanríkisráðherra í Bretlandi og konur fara nú fyrir tveimur af áhrifamestu utanríkisráðu- neytum heimsins, því breska og því bandaríska. Beckett þykir að ýmsu leyti líkjast Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Báðar hafa þær getið sér orð fyrir stáliðni og staðfestu, pólitíska skarp- skyggni og dyggan stuðning við leiðtoga sína, auk þess sem þær eru báðar hámenntaðar. Beckett er 63 ára, fædd í Ashton-under-Lyne, skammt frá Manchester. Hún er málmvinnslufræðingur og hóf störf fyrir Verkamannaflokkinn árið 1970. Hún var fyrst kjörin á þing árið 1975 og var þingmaður Lincoln til 1979. Beckett hóf störf fyrir sjónvarpsstöðina Granada eftir að hún féll af þingi og sama ár giftist hún Leo Beckett, sem var þá formaður flokksfélags Verkamannaflokksins í Lincoln. Hún var kjörin í framkvæmdastjórn flokksins 1980 og var á þeim tíma áberandi á vinstri væng hans, studdi meðal annars Tony Benn í leiðtogakjöri 1981. Árið 1983 var Beckett kjörin á þing að nýju. Hún fetaði sig inn á miðju stjórnmálanna á þessum tíma og studdi Neil Kinnock sem var leiðtogi flokksins á árunum 1983-1992. Kinnock launaði henni stuðninginn með því að velja hana í skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins 1989. Hún varð síð- an aðstoðarleiðtogi flokksins árið 1992 og fór fyrir þingflokknum þegar John Smith var leiðtogi Verkamannaflokksins. Þegar Smith lést af völdum hjartaáfalls árið 1994 varð hún starfandi flokksleiðtogi og vinsældir flokksins jukust til muna. Hún tók þátt í leiðtogakjöri flokksins en varð í þriðja sæti á eftir Tony Blair og John Prescott. Blair skipaði Beckett við- skipta- og iðnaðarráðherra eftir að Verkamannaflokkurinn komst til valda árið 1997. Fjórum árum síðar var hún skipuð umhverfisráðherra og á þess- um níu árum hefur hún alltaf sýnt Blair mikla hollustu. Fyrsta konan í embætti utanríkisráðherra í London Margaret Beckett Aþenu. AP. | Óeirðalögreglumenn í Aþenu lentu í gær í slag við fólk sem reyndi að komast inn í lög- reglustöð til að mótmæla aðbúnaði ólöglegra innflytjenda sem þar eru vistaðir og munu nokkrir mótmæl- enda hafa særst. Nokkrir voru hafðir í haldi um hríð. Mótmælendurnir í Aþenu eru meðal tugþúsunda þátttakenda í fundi European Social Forum, sam- ræðuvettvangs fjölmargra fé- lagslegra grasrótarsamtaka, hópa og einstaklinga sem hittast reglu- lega víðs vegar um heim til að fjalla m.a. um vandamál í kjölfar hnatt- væðingar, ræða aðstoð við fátækar þjóðir og baráttu fyrir friði. Social Forum er ætlað að vera valkostur gagnvart samkomum öfl- ugra stjórnmálaleiðtoga og fjár- málamanna í Davos í Sviss. Mótmæltu aðbún- aði innflytjenda Á myndinni má sjá frosk sem vísindamennirnir kalla Rana Compotrix B. Dýrin finnast í skógum Laos en fáir útlendingar hafa ferðast þar um, svo nokkru nemi, sök- um þess hve svæðið er afskekkt og vegna þess að saga landsins undanfarna áratugi hefur einkennst af póli- tískri upplausn. Í fyrra fundu vísindamenn nagdýr sem heimamenn í Laos kalla kha-nyou og hefur ásjónu rottu en líkama pínulítils íkorna. Hafði áður verið talið að þetta dýr hefði dáið út fyrir ellefu milljónum ára. VÍSINDAMENN World Conservation Society í New York hafa fundið átta nýjar froskategundir í SA- Asíuríkinu Laos á undanförnum tveimur árum. Meðal þeirra er tegund þar sem karldýrið er aðeins hálf- drættingur á við kvendýrið að stærð. Bryan Stuart, sem stundar rannsóknir við Field- safnið í Chicago, hefur stýrt verkefninu í Laos en hann segir landið algert gósenland fyrir vísindamenn í þess- um geira. „Í næstum hverri einustu heimsókn hef ég fundið dýrategundir sem ekki voru áður kunnar.“ AP Fundu átta nýjar froskategundir Moskvu. AP. | Mannréttindasamtökin Amnesty International segja morð á fólki af öðrum kynþætti en hvítum nú svo tíð í Rússlandi að ástandið sé „stjórnlaust“. Er talið að 31 morð á árinu 2005 megi rekja til kynþátta- haturs og 382 líkamsárásir, enn- fremur fjórtán morð á þessu ári og 99 árásir. Eru rússnesk yfirvöld sök- uð um það í nýrri skýrslu Amnesty að horfa framhjá vandanum, þau eru sögð sýna „lífshættulegt umburð- arlyndi“ gagnvart kynþátta- fordómum og útlendingahatri. Amnesty segist í skýrslu sinni for- dæma mismunun yfirvalda á fólki og hversu illa þau skrásetji og rannsaki morð tengd kynþáttahatri. Rík- issaksóknarar og lögregla verði að taka harðar á slíkum málum. Nefnir Amnesty dæmi í skýrsl- unni um að árásir snoðhausa (e. skinhead), þ.e. kynþáttahatara sem raka af sér hárið líkt og nýnasistar, á fólk séu skilgreindar sem „óspektir“. Haft er eftir yfirmanni skrifstofu Amnesty í Bretlandi, Kate Allen, á fréttasíðu BBC að algengt sé að ráð- ist sé á fólk af kynþáttum sem eru í minnihluta í Rússlandi og á bar- áttufólk gegn kynþáttahatri. Skipu- legar árásir séu gerðar á námsmenn frá Afríku og Suðaustur-Asíu og einnig Tétsena. Um það bil að taka að sér forystu í Evrópuráðinu Nokkur slík lögreglumál hafa vak- ið sérstaka athygli, s.s. morð á níu ára gamalli stúlku frá Tadjíkistan, Khursheda Sultonov. Ráðist var á hana og fjölskyldu hennar í febrúar 2004 og var barnið stungið níu sinn- um í brjóstkassann með hnífi. Þá réðust átján snoðhausar það sama ár á tvítuga stúlku frá Víetnam í jarð- lestarstöð og stungu hana til bana. Amnesty bendir á að Rússland muni sitja í forsæti Evrópuráðsins á þessu ári, þar sem áhersla er lögð á mannréttindamál. Kynþáttahatrið heima fyrir skaði hins vegar mjög orðstír Rússlands á þeim vettvangi. Segir í yfirlýsingu Irene Khan, framkvæmdastjóra Amnesty, að rússnesk stjórnvöld verði að upp- fylla þær skyldur sem þau hafa tek- ist á hendur í mannréttindamálum. „Stjórnlaust“ kynþáttahatur“ Amnesty International gagnrýnir stjórn- völd í Moskvu harkalega í nýrri skýrslu Genf. AP, AFP. | Bandarískir embætt- ismenn vörðu í gær stefnu Banda- ríkjastjórnar þegar þeir komu fyrir sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóð- anna og svöruðu spurningum henn- ar um hvort Bandaríkin hefðu virt alþjóðasáttmála sem bannar pynt- ingar og illa meðferð á föngum. Bandarísku embættismennirnir neituðu að ræða mál sem varða bandarísku leyniþjónustuna, svo sem meint leynifangelsi og svonefnt fangaflug milli ríkja. Nefndin hafn- aði þessari afstöðu. „Ef sáttmálinn er brotinn með starfsemi leyniþjón- ustu ber okkur skylda til að rann- saka brotin og ykkur ber skylda til að svara,“ sagði Andreas Mavr- ommatis, formaður nefndarinnar. 25 manna hópur bandarískra embættismanna viðurkenndi að margt hefði farið úrskeiðis í banda- rískum herfangelsum. Þeir sögðu að talið væri að 29 fangar hefðu dá- ið þar vegna pyntinga eða annarra brota á bandarískum lögum. Lögfræðingur bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, John B. Bell- inger III, sem fór fyrir hópnum, lagði áherslu á að bandarísk lög bönnuðu pyntingar. Bandaríkja- stjórn væri staðráðin í því að binda enda á pyntingar og illa meðferð á föngum, henni bæri ekki aðeins skylda til þess lagalega, heldur einnig siðferðislega. Bandaríkjamenn segjast hafna pyntingum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.